Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 15. desember 1990- DAGUR -17 poppsíðan Madonna hneykslar enn og aftur Áriö 1990 ætlar að veröa í meira lagi viðburöaríkt hvað varðar ýmislegt sem miður fer og veldur hneykslun í heimi poppsins. Sí- fellt hafa borist fregnir af allskyns uppátækjum og gjörðum hinna ýmsu stjarna poppsins, sem ekki hafa beint talist til fyrirmyndar og vakið undrun og hneykslun al- mennings. Hefur Poppsíðan skýrt frá sumum þessara uppá- tækja og hefur ekki öll vitleysan verið eins hvað þau varðar. Guns ’n’ Roses, (þá sérstak- lega söngvarinn W. Axl Rose) Stone Roses, Kevin Rowland, (forsprakki Dexy’s Midnight Runners) Fine Young Cannibals og svo hún Madonna hafa þar öll komið við sögu m.a. og þá Madonna einmitt sýnu oftast. Er hreint með eindæmum hversu oft hún hefur vakið umræður og hneykslun með gjörðum sínum og þyrfti heilt helgarblað Dags til Madonna hefur verið iðin við að hrella landa sína á árinu sem er að líða. aö skýra frá þeim öllum. Það nýjasta er að hún hefur gert allar kvenréttindakonur og alla siðapostula í Bandaríkjunum fokill og hneyksluð með mynd- bandinu við lagið Justify My Love. Eru í því sýnd samskipti kynjanna á nokkuð djarfan hátt og ýmsir líkamspartar þykja sjást meir en góðu hófu gegnir, þar á meðal söngkonunnar sjálfrar. Vill þetta blessaða fólk meina (sér- staklega kvenréttindafrömuðirn- ir) að með þessu myndbandi sé Madonna að gera lítið úr konum og smáni þær á versta hátt. Söngkonan hefur látið sér fátt um finnast um þessa gagnrýni og segir myndbandið sína aðferð við að tjá ástina og að hún geri ekki hlutina nema á þann veg sem henni líki best sjálfri. Eftir því sem umsjónarmaður Poppsíðunnar kemst næst hefur myndbandið ekki verið bannað í Bandaríkjunum eins og oft hefur orðið raunin með umdeild mynd- bönd, en það er vitað að áður- nefndir hópar hafa reynt að fá bann það það. Hér á landi verður það örugglega ekki bannað og getur fólk því dæmt hvert fyrir sig þegar það birtist. (Ef það hefur þá ekki birst nú þegar). c LAHDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í smíöi stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna bygg- ingar 220 kV Búrfellslínu 3 (Sandskeið-Hamranes) í samræmi við útboðsgögn BFL-12. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og með fimmtu- deginum 13. desember 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2000,-. ,Smíða skal úr ca. 50 tonnum af stáli, sem Lands- virkjun leggur til. Hluta stálsins skal heitgalvanhúða eftir smíði. Verklok eru 15. febrúar, 1. mars og 1. apríl 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68,103 Reykjavík, eigi síðar en föstudag- inn 28. desember 1990 fyrir kl. 12.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 10. desember 1990. Hitt og þetta Happy Mondays Nýjasta breiðskífa Manchester- hljómsveitarinnar ágætu Happy Mondays sem kallast Pills ’N’ Thrills and Bellyaches og út kom fyrir skömmu, hefur fengið nokk- uð öðruvísi meðhöndlun hvað útgáfu og dreifingu varðar á Evrópumarkaði. Þannig er að útgáfufyrirtæki Happy Mondays, Factory Records, hefur notað nýju plötuna þeirra í tilraunaskyni til að prófa nýjar leiðir í útgáfu og dreifingu. Felst dreifingin í því að í stað þess að fela einu ákveönu fyrirtæki hana, þá er samið við fleiri en eitt fyrirtæki sem þeir forráðamenn Factory Records telja að geti verið mun hag- kvæmara. Ekki eru þó allir á eitt sáttir hvað varðar þessa tilrauna- starfsemi og hefðu þeir sem höndla með umboðsmál Happy Mondays heldur viljað samning við eitt fyrirtæki þar sem þeir segja að erfiðara sé að samhæfa dreifinguna þegar fleira en eitt fyrirtæki eigi í hlut. En hvað sem breyttu formi á útgáfu og dreif- ingu líður þá hefur ekki þurft að kvarta yfir sölu á plötunni því strax seldust af henni 150.000 eintök í forsölu og í heimaland- inu fór hún á topp tíu strax í fyrstu viku. Paul Weller Fyrrum forsprakki TheJam og The Style Council, Paul Weller er nú skriðinn úr skel sinni á ný og hef- ur sett saman nýja hljómsveit undir nafninu The Paul Weller Movement. Er kappinn nú lagstur í tónleikaferðalag um Bretland og markar það endi á tveggja ára hléi hjá honum frá sviðinu. Er þessi nýja hljómsveit Wellers í stærra lagi og inniheldur m.a. blástursleikara af ýmsum gerðum. Á efnisskránni verður eitthvað um nýsmíðar auk eldra efnis frá tíma Jam cg Style Counc- il. Ekki er vitað um hugmyndir Wellers hvað varðar upþtökur á nýja efninu en væntanlega mun það skýrast með nýju ári. Eagles áfram í gröf sinni Fyrr á þessu ári, nánar tiltekið í mars, hittust fyrrum félagarnir í kántrírokksveitinni frægu The Eagles, Don Henley og Glenn Frey, á ný og fóru að semja lög saman. Kom þessi samdráttur þeirra af stað sögusögnum um að þeir ætluðu að endurreisa Eagles og feta þar með í fótspor margra annarra fornfrægra kollega sinna. Hafi eitthvað reynst til í þessum sögusögnum þá virðist nú Ijóst að ekkert verður af endurkomu Eagles a.m.k. ekki í bili því Henley hefur nú snúið sér alfarið að því að undirbúa gerð nýrrar sóló- plötu. Kemur hún í kjölfar plötunn- ar The End of the innocence sem Umsjón: Magnús Geir Guðmundsson hlaut mjög góöar viðtökur á sín- um tíma. Donington ’91 Þótt enn sé um ár þangaö til Don- ingtonrokkhátíðin 1991 verður haldin eru menn samt farnir að spá í hvaða hljómsveitir munu koma fram. Er nú sterkur orð- rómur um að það verði ástralska stórsveitin AC/DC með gítargoðið Angus Young í broddi fylkingar sem hljóti það hnoss að verða aöalhljómsveit hátíðarinnar og þá hefur nafn Skid Row verið nefnt sem ein af þeim hljómsveit- um sem fram munu koma. Um þetta hefur ekkert fengist stað- fest en Ijóst þykir að AC/DC komi sterkt til greina ekki síst vegna hinnar miklu velgengni sem hljómsveitin hefur notið með nýju plötunni sinni Razors Edge að undanförnu. Björn Sigurðsson, Garðarsbraut 7, Húsavík, sími 96-42200, fax 96-42201. Sérleyfisferðir & vöruflutningar. HÚSAVÍK-AKUREYRI-HÚSAVÍK 10. desember 1990 til 07. janúar 1991. Laugard. 15. des. Frá Húsavík kl. 09.30 Frá Akureyri kl. 17.00 Sunnud. 16. des. kl. 19.00 kl.21.00 Mánud. 17. des. kl. 08.00 kl. 16.00 Þriðjud. 18. des. kl. 08.00 kl. 16.00 Miðvikud. 19. des. kl. 08.00 kl. 16.00 Fimmtud. 20. des. kl. 08.00 kl. 16.00 Föstud. 21. des. kl. 08.00 kl. 16.00 Laugard. 22. des. kl. 09.30 kl. 17.00 Fimmtud. 27. des. kl. 08.00 kl. 16.00 Föstud. 28. des. kl. 08.00 kl. 16.00 Miðvikud. 02. jan. kl. 08.00 kl. 16.00 Fimmtud. 03. jan. kl. 08.00 kl. 16.00 Föstud. 04. jan. kl. 08.00 kl. 16.00 Sunnud. 06. jan. kl. 19.00 kl.21.00 Síðan venjuleg vetraráætlun. AFGREIÐSLUR Húsavík: Björn Sigurðsson, Garðarsbraut 7, sími 96-42200. Akureyri: Umferðamiðstöðin, Hafnarstræti 82, sími 96-24442. Farsímar: 20034, 20035, 20036, 25730, 27540, 33680 og 33690. Hljóðfæri og fylgihlutir Blásturhljóðfæri svo sem: Blokkflautur, þverflautur, klarinett, trompett o.fl. Gítarmagnar Hljómborðs- magnarar Bassamagnarar Magnarakerfi Klassískir gítarar, rafgítarar, þjóðlagagítarar, rafbassar Hljómborð margar gerðir fyrir heimili og/eða hljómsveitir Hijóðnemar Shure Sennheiser o.fl. W.BUÐIN Sf 22111 ITVJU 1 Harmonikur heimsþekkt merki: Borsini, Bugari, Victoria. Margar stærðir Trommusett, trommutöskur, cymbalar, skinn o.fl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.