Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 22

Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 22
GOTTFÓLK/SlA 5500-169 22 - DAGUR - Laugardagur 15. desember 1990 Jólabækurnar frá Máli og menningu eru komnar. Full búð af ódýrum bókum. Úrval af spilum, stök og heilir stokkar Fróöi, Kaupvangsstræti 19, sími 26345. Opið frá kl. 10-18 í des., og líka á laugardögum. bœkur Ábak við ævintýrið IÐUNN hefur sent frá sér bók Jóns Óttars Ragnarssonar, fyrr- um sjónvarpsstjóra, Á bak við ævintýrið. Þar greinir hann frá því ævintýri sem stofnun og upp- bygging Stöðvar 2 var og lýsir fólkinu sem gerði þetta ævintýri að veruleika, auk þess sem hann segir frá því sem gerðist bak við tjöldin. Hann segir frá glyshátíð- um og skemmtiferðum, frá árekstrum og umtali, frá söguleg- um heimsóknum erlendra stór- laxa og frá stórkostlegum skýja- borgum og bláköldum veruleika. í kynningu útgefanda á bókinni segir m.a.: „Á bak við ævintýrið er sagan af stórbrotnasta viðskiptaævin- týri sem þekkst hefur í íslensku samfélagi, mögnuðu og flóknu sjónarspili sem átti sér margar og óvæntar hliðar. Við þá sögu hafa margir komið, sumir úr marg- slungnum heimi íslenskra fjár- mála, aðrir af sviði stjórnmál- anna, enn aðrir jafnvel heims- kunnir menn. Jón Óttar segir hér frá stofnun, uppbyggingu og líf- róðri Stöðvar 2, en ekki síst lífi fólksins á bak við ævintýrið, ást- um þess og örlögum." Góðor jréttir jyrir Jón Bergsson í Suðurlandeyjum oo oðro sem viljo nó longt Hefst þá lesturinn. Nú hefur verð á langlínusímtölum innanlands lækkað um 20%. Ég endurtek: Nú hefur verð á langlínusímtölum innanlands lækkað um 20%. Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir alla þá sem vilja ná langt. Ég hringi síðar. Notaðu símann til að ná langt - það er svo ódýrt. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörutn þér sporin Sögur úr sveitinni Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Sögur úr sveit- inni, eftir Heather Amery og Stephen Cartwright. í þessari aðgengilegu barnabók eru fjögur ævintýri: Grísinn sem gat ekki losað sig; Óþekka kind- in; Hlaðan brennur og Traktor- inn sem týndist. Allt sögur úr sveitinni sem alltaf heilla börnin. Bókin er skreytt fjölda teikninga sem gera hana læsilegri fyrir börn. Sögur úr sveitinni er 64 blað- síður að stærð. Akureyrarkirkja: Bjöm Steinar með tónleika annað kvöld Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, heldur orgeltónleika í Akureyr- arkirkju annað kvöld, sunnu- daginn 16. desember kl. 20.30. Á efnisskránni eru orgelverk tengd aðventu og jólum eftir Bach, Franck, Langlais og Vierne. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Akureyri: Háskólanum barst höfðing- leg gjöf Háskólanum á Akureyri barst nýlega höfðingleg gjöf. Herra Gísli Sigurbjörnsson, Rannsókn- arstofnuninni Neðra Ási í Hvera- gerði, sendi skólanum peninga- gjöf að upphæð 250.000,- krónur, með þeim fyrirmælum að sú upp- hæð skyldi renna í Starfssjóð háskólans. Háskólinn þákkar þessa stór- höfðinglegu gjöf. Annalísa eftir Ib. H. Cavling Enn á ný kemur út bók eftir hínn sívinsæla danska höf- und Ib. H. Cavling, sem vart þarf að kynna íslensk- um lesendum, svo þekktar og vinsælar eru bækur hans hér á landi. Verð aðeins kr. 1.885. 0Bókaútgáfan HILDUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.