Dagur - 18.12.1990, Side 8

Dagur - 18.12.1990, Side 8
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Einangrun Ólafs- Íjarðar rofín Um helgina voru göngin um Ólafsfjarðarmúla óformlega opnuð fyrir umferð. Þótt formleg vígslu- hátíð bíði betri tíma og enn eigi eftir að ljúka nokkr- um smærri verkþáttum, má segja að einangrun Ólafsfjarðar við byggðir Eyjafjarðar sé nú endan- lega rofin. Þeir sem þar búa eða eiga þangað erindi þurfa héðan í frá ekki eingöngu að treysta á veður- guðina og Vegagerðina til þess að komast leiðar sinnar til og frá kaupstaðnum. Þeir þurfa ekki held- ur að leggja sjálfa sig í jafnmikla hættu og áður til að komast leiðar sinnar um Múlann, þar sem ávallt var hætta á skriðuföllum og grjóthruni; snjóflóðum á vetrum og aurskriðum vor og haust. Það skal því engan undra að mikil gleði ríkti í Ólafsfirði á sunnu- daginn og engu líkara en jólin væru gengin í garð nokkru á undan áætlun. Eins og greint er frá í blaðinu í dag lætur nærri að heildarkostnaður við Múlagöngin sé nú um 900 milljónir króna. Það er vissulega talsverð fjárupp- hæð en fullyrða má að þessum peningum er vel varið. Ef marka má greinar í nokkrum dagblaðanna undanfarin misseri virðast þó margir sjá ofsjónum yfir því að hundruðum milljóna skuli varið í að efla samgöngukerfið norður í landi og rjúfa einangrun Ólafsfjarðar. Þeim hinum sömu skal bent á að kynna sér til dæmis hversu mikill hlutur Ólafsfjarð- ar er í heildargjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Þeim væri einnig hollt að hugleiða að Ólafsfjarðargöngin koma líklega til með að kosta álíka mikið og sú við- gerð sem nú stendur yfir á Þjóðleikhúsinu. Síðast en ekki síst er þeim, sem umsvifalaust kveða upp dóm um að flestar framkvæmdir úti á landsbyggð- inni séu óarðbærar og þjóðhagslega óhagkvæmar, hollt að hugleiða hvað yfirstandandi byggðaröskun kostar þjóðina ár hvert. Hætt er við að útkoman úr því reikningsdæmi yrði ekki 900 milljónir króna heldur 9 sinnum 900 milljónir hið minnsta. Framkvæmdir við gerð Múlaganganna hafa gengið mjög vel og er verkinu t.d. skilað nokkru fyrr en ráð var fyrir gert í upphafi. Sú reynsla og þekk- ing sem menn hafa aflað sér við gerð Ólafsfjarðar- ganganna ér dýrmæt og ætti að vera stjórnvöldum hvatning til frekari landvinninga á sviði jarðganga- gerðar. Þörfin er mikil því víða á Vestfjörðum, Aust- urlandi og Norðurlandi eru nálægar byggðir aðskildar af háum fjallvegum sem eru oft lokaðir langtímum saman nema yfir hásumarið. Enn víðar yrði veruleg bót að jarðgöngum, í þeim tilgangi að stytta vegalengdir milli staða. Dagur hefur áður vakið athygli á því að göngin í Ólafsfjarðarmúla gætu markað upphaf að nýjum og þörfum kafla í samgöngusögu þjóðarinnar; kaflan- um um stórvirka og markvissa jarðgangagerð í þeim tilgangi að treysta helstu byggðakjarnana á landsbyggðinni í sessi, til mótvægis við höfuðborg- arsvæðið. Um nauðsyn slíkra aðgerða verður naum- ast deilt. BB. bókokynning Púff! Reyknr! Horfinn! - kafli úr nýútgefmni skáldsögu Ómars Ragnarssonar, í einu höggi Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hef- ur nýlega sent frá sér skáld- söguna „í einu höggi“ eftir Omar Ragnarsson fréttamann. Efnistök Omars eru óvenjuleg að því leyti að hann fléttar saman í sögunni raunverulcika og skáldskap, þekktum og nafngreindum persónum og sögupersónum. Aðalsöguhetj- an í bókinni er Reykvíkingur af ’68 kynslóðinni, maður sem hafði verið áberandi og þótt mjög efnilegur á sínum tíma, en villist síðan af réttri Ieið og lendir í óhæfuverkum. Þar kemur að hann eygir mögu- leika á því að skrá nafn sitt í Islandssöguna og jafnvel í mannkynssöguna með eftir- minnilegum og skelfilegum hætti og það tækifæri ætlar hann ekki að láta sér úr greip- um ganga. Einn kafli bókarinnar fjallar um ferðalag aðalsöguhetjunnar norður í land, þar sem hún ætiar að vera við jarðarför ættingja. Þessi ferð verður mjög örlagarík fyrir hann og á eftir að draga dilk á eftir sér. Hér á eftir er gripið niður í þennan kafla bókarinnar: „Hann byrjaði fyrst að losa hinn djúpa svefn við það, að það var eins og einhver væri að dangla í hann. En það var bara í draumnum og þegar þetta dangi hætti sökk hann aftur dýpra í dáið. En nú er hann skyndilega vaknaður og lítur upp. Hvað er eiginlega að gerast? Er nú „spíttið" farið að rugla þetta allt? Það leikur eldrauður bjarmi um bílinn! Er kviknað í? Jonni er enn hálf stjarfur og ruglaður af áhrifum þess, sem hann hafði innbyrt í þessu brjálæðislega, tveggja manna öræfapartýi og nokkur augnablik finnst honum, að eitthvað hafi fari úrskeiðis með miðstöðina, sem hann hafði í gangi. Er hann að brenna inni? Hann hafði haft martröð, þar sem húsið, sem hann hafði átt, stóð í ljósum logum og það tók smá tíma að átta sig á því, að þetta er ekki slíkur eldsbjarmi, heldur bjarmi af, - hann trúði því varla, - eldgosi! Hann lítur yfir í hitt fletið. Pés- inn er horfinn! Hann lítur út um gluggann og trúir vart sínum eig- in augum. Hvert er hann eigin- lega kominn? Hægra megin við bílinn blasir við spúandi gíghóll, þar sem hraunið sprautast og slettist upp, en beint fyrir framan bílinn er, - nei, þetta getur ekki verið satt, - heilt glóandi hraun- fljót. Hann ætlar að þrífa svarta leðurjakkann, sem hann hafði verið í, en hann er horfinn. Hel- vítis hundurinn, hugsar hann. Hann hefur stolið jakkanum. Sjálfum sér líkur! Nú er hann aðeins að byrja að átta sig á hlutunum. Hann hafði verið á sama stað fyrir tíu árum og skilur nú, að það er að gerast einu sinni enn; það var byrjað gos norður af Leirhnjúki. Hann opnar fyrir útvarpið. Jú, það var í fréttunum: „Óvænt gos hefur hafist norður af Kröflu. Undanfarin misseri hafa orðið þar ris og sig á víxl og einstaka sinnum fylgt gosórói, en það hefur verið merki um kviku á hreyfingu neðanjarðar, sem þó hefur ekki náð að brjótast upp. Vísindamenn hafa ekki viljað gefa endanlegt dánarvottorð enda var ekki góð reynsla af slíku tali fyrir áratug þegar gaus skömmu eftir að jarðvísinda- menn höfðu farið að viðra dánar- vottorðið. Vitað er, að í Mývatnseldum á átjándu öld var órói á svæðinu í rúmlega tuttugu ár eftir fyrstá gosið, en samt keniur þetta snögga gos mönnum á óvart þótt ekki séu liðin nema fimmtán ár frá upphafi Kröfluelda. Nú er norðvestan strekkingur á gosstöðvunum og gengur á með éljum, en menn eru að leggja upp frá Kröfluvirkjun inn á gossvæð- ið, sem virðist vera nokkuð norðarlega að þessu sinni, til þess að kanna eldstöðvarnar. Slæmt flugveður er á vestan- verðu landinu og vestanverðu Norðurlandi og lágskýjað við gosstöðvarnar. Hálka og hliðar- vindur hafa hamlað flugi frá Mývatnsflugvelli. Þess vegna er ekki vitað hve það er langt norð- ur frá, sem gýs, en eldsbjarmi sést í fjarska frá Kröfluvirkjun." Jonni hlustar ekki á meira. Hann hefur áhyggjur af Pétri, en er líka öskureiður yfir því, að hann skuli hafa stolið leðurjakk- anum. Hann vindur sér því í peysu, vattbuxur og úlpu og rýk- ur skjögrandi á óstyrkum fótum út úr bílnum. Hvílík sjón! Skammt fyrir framan bílinn er barmur á gjá, sem nú er orðin að hamrabakka á stóru hraunfljóti, sem rennur í iðuköstum til norðurs, sindrandi í glóandi hringiðum, en sterkustu áhrifin eru samt hjóðið, eða réttara sagt hljóðleysið! Því að hraunið rennur eins og bráðið súkkulaði. Það stendur strekk- ingsvindur úr norðvestri yfir bakkann og inn yfir eldána, sem bægir hitanum af henni frá gjá- barminum og þess vegna er hægt að ganga alveg fram á barminn án þess að stikna í hinum gífur- lega hita, sem leggur upp af eld- fljótinu. Sé hins vegar hendi teygð út fyrir og niður með hraunbrúninni ætlar hún að stikna um leið og geislunin frá eldbjarmanum fær óhindrað að komast að henni! Og sem hann stendur þarna á barminum og starir sem dáleidd- ur á þetta iðandi eldsog, sem þeytist í boðaföllum norður með hamraveggnum, þá verða áhrifin af nálægðinni við þessa Þjórsá af hrauni óhemju sterk mest vegna þess, að þessi mikla elfur fpdur nær hljóðlaust í stað þe^s að henni fylgi hávær niður eins og ef þetta væri venjulegt stórfljót. Sums staðar eru lágir fossar og boðaföll, þar sem glóandi firna- straumur af sindrandi og eldrauð- um hraunmassanum fellur fram af stöllum og mishæðum, en það gerist alveg hljóðlaust rétt eins og búið sé að svipta mann heyrn eða verið að sýna hljóðlausa kvik- mynd. Jonni klípur sig í handlegginn því að eftir neyslu tveggja manna öræfapartýsins er ekki öllum skilningarvitum að treysta og þetta er einhvern veginn svo gersamlega ólíkt öllu því, sem fólk getur búist við að upplifa, að það getur varla verið satt. En þetta er raunveruleiki, sennilega svipaður því, sem þeir skynjuðu, sem komu að þessum sama stað í janúargosinu 1981 og lýst var í sjónvarpinu þá. Þá voru einmitt birtar myndir af þessu fyrirbrigði, hvernig kaldur vind- urinn getur gert það mögulegt að fara alveg fram á brúnina án þess að maður brenni. Hvað þetta hlýtur að hafa verið óhugnanlegt í augum þeirra, sem komu að inargfalt stærri eldánni í Skaftár- eldunum 1783. Það er hægt að hálfsturlast við það að mæna á þetta fyrirbrigði. Hraunfljótið fellur í alls kyns hringiðum, sem snúast svo mjúkt og geisla frá sér skærrauðum bjarma, sem blindar augun. Sums staðar fellur fljótið fram í bogadregnum eldfossum, þar sem lágt soghljóðið í hringiðun- um undir fossinum er eins og í eldrauðum kjafti á liggjandi, holgóma tröllskessu, sem hefur makað sjálflýsandi varalit um all- an kjaftinn og sogar inn í hann blöndu af sjóðheitu lofti og vell- andi hraunmassa af brjálæðislegri áfergju. Og þótt allt þetta sindr- andi og iðandi fljót sé svona óhemju bjart og heitt þá er dreyrrauð, þunnfljótandi og ólg- andi, sjóðandi hraunkvikan alsett kolsvörtum röndum og deplum, sem slitna sundur, sameinast og eyðast á víxl með örskotshraða og mynda flöktandi mynstur, sem sogast í hringi og bjúglaga fossa og sveipi og snúast eins og inn- rauðar myndir af sólkerfum og vetrarbrautum, sem sýndar eru á þúsundföldum hraða. Og þegar hann lítur til suðurs, upp eftir þessu mikla eldfljóti, blasir við spúandi gígaröðin að baki. Yfir eldstöðvunum þjóta él og éljaský, sem eru slegin roða frá gosinu og fara ýmist fyrir eða dragast frá blásvörtu stjörnu- hvelfinu, sem er yfir þessu sjón- arspili öllu. Tunglið, bleikt og blátt til skiptis, veður í élja- klökkunum og þettá er allt svo innilega draugalegt og tryllings- legt. Jonni gleymir sér um stund á þessari óviðjafnanlegu stundu í lífi sínu því að áhrifin eru afar sterk að það jaðrar við nornaseið að standa svona aleinn á barmi þessa tröllaukna og einstæða náttúrufyrirbrigðis. Aleinn? Nei, hvar er Pési? Hann svipast um og gengur að- eins til baka til þess að leita að sporum á hjarninu. Hjarnið er hárt svo að ekki markar í það, en það hefur dregið í létta skafla af nýsnævi í éljaganginum og loks sér hann spor, sem liggja á ská frá bílnum til suðausturs, í átt að gígnum, sem hraunið flæðir úr. Þegar hann gengur í áttina, hálftrylltur af áhrifum þessarar blöndu af lyfjum og hamförum, sem hann hefur matað skilningar- vit sín með, og reynir að fylgja slóðinni, blasir skyndilega við honum ógnarleg sjón: I átt frá gígnum slagar maður og það stendur reykur upp úr bakinu á honum! Guð minn góð- ur, þetta er Pési! Það sést vel á þreknu vaxtar- laginu, sem veldur því, að leður- jakkinn sem hann er í, er líkari svartri, opinni skikkju um efsta hluta lfkamans en jakka því að það er langt frá því, að hægt sé að hneppa honum að framan á svona afspyrnufeitum manni. En það hefur kviknað í bakinu á Pésa! Að minnsta kosti rýkur upp úr honum að aftanverðu! Jonni hleypur í áttina til hans og kallar og veifar höndunum. Pési stefnir í átt að gjábrúninni, sem hraunelfurin fellur hljóðlaust við og Jonni stefnir á ská að honum. Þeir mætast á brúninni, þar sem Jonni þrífur í öxl pésans til þess að sjá hvað hefur komið fyr- ir bakið á honum. Það hefur slokknað að mestu í baki jakkans við það, að maðurinn gekk frá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.