Dagur - 18.12.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 18.12.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 18. desember 1990 Spegia-súlur • Spegla-flísar • Speglar í plaströmmum • Speglar með myndum • Smellurammar • Speglar skornir eftir óskum • Plexygler ISPAN HF. Norðurgötu 55 Símar: 96-22688 og 96-22333. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI SLYSADEILD Starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni. Við þörfnumst ykkar við uppbyggingu nýrrar Slysadeildar sem tekur til starfa 1. apríl 1991. Auk þess að flytjast í nýtt húsnæði verður aukning og breyting á starfssviði deildar- innar. Við leitum eftir áhugasömu og hressu fólki til þess að undirbúa og síðan annast bráðamóttöku allan sólar- hringinn á Slysadeild FSA. Hjúkrunarfræðingar: Lausar eru nokkrar stöður til umsóknar. Boðið verður upp á fræðslu í bráðahjúkrun og einstaklingsbundna aðlögun. Deildarstjóralaunaflokkur fyrir 60% næturvaktir. Upplýsingar gefa Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri og Birna Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 96- 22100. Aðstoðarlæknir: Starf aðstoðarlæknis við Bæklunardeild FSA er laust til umsóknar frá og með 01.04.1991. Starfinu fylgir vinnuskylda við nýja Slysadeild FSA á móti öðrum aðstoðarlækni Bæklunardeildar og aðstoðarlækn- um Handlækningadeildar. Ráðningartími er 6-12 mánuðir, styttri tími kæmi þó til greina. Nánari upplýsingar gefur Júlíus Gestsson, yfirlæknir Bæklunardeildar, í síma FSA 96-22100 eða heimasíma 96-21595. Starfsstúlkur: Til umsóknar eru stööur í almennum ræstingum og stöður aðstoðarfólks á næturvaktir. Til greina kemur að ráða sérstaklega á 40-60% nætur- vaktir. Starfsfólk fær fræðslu og einstaklingsbundna aðlög- un. Upplýsingar gefa Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri og Birna Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 96- 22100. Móttökuritari: Til umsóknar eru tvær 50% stöður í móttöku. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af tölvunotkun. Upplýsingar gefur Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 96-22100. Umsóknarfrestur um ofantalin störf er til 15. janúar 1991. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.