Dagur - 18.12.1990, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Þriðjudagur 18. desember 1990
íþróttir
í
i
Arsenal mlssti af sigri í
- Liverpool eykur forskotið - 10 mörk hjá Derby og Chelsea
Það voru miklar sviptingar í
leikjum laugardagsins í 1. deild
ensku knattspyrnunnar. Leik-
menn liðanna voru á skotskón-
um og margir fjörugir leikir á
dagskrá. I tveim leikjanna
tókst aðkomuliðinu að jafna
leikinn alveg í lokin þegar
heimaliðið virtist vera komið
með öll stigin í höfn. En lítum
þá nánar á leiki laugardagsins.
Það var magnaður leikur hjá
Derby og Chelsea þar sem skor-
uð voru tíu mörk og áhorfendur
fengu því mikið fyrir sinn snúð.
Mörkin voru góð, en þrátt fyrir
það hefðu liðin hæglega gelað
skorað meira í þessum opna leik.
Derby hóf leikinn betur, en það
var Kerry Dixon sem náði foryst-
unni fyrir Chelsea. Sú forysta
entist í 4 mín., þá jafnaði Dean
Saunders fyrir Derby með góðum
skalla. Chelsea náði síðan 3:1
forystu með tveim mörkum á
tveim mín. rétt fyrir hlé, Dixon
og Gordon Durie skoruðu
mörkin. En Derby lét ekki slá sig
út af laginu, Trevor Hebberd lag-
aði stöðuna í 3:2 á 15. mín. síðari
hálfleiks, Saunders jafnaði 3:3 á
75. mín. og Gary Mickelwhite
náði síðan 4:3 forystu fyrir
Derby. Þá var aftur komið að
Chelsea, Dennis Wise jafnaði
4:4, Durie náði forystu 5:4 fyrir
Chelsea er 5 mín. voru til leiks-
loka og á lokamín. bætti Graeme
Le Saux sjötta marki Chelsea
við.
Liverpool fór ekki eins létt
með Sheffield Utd. á heimavelli
sínum eins og margir bjuggust
við. í markalausum fyrri hálfleik
Staðan
1. deild
Liverpool 16 13-2- 1 34:12 41
Arsenal 17 11-6- 0 33: 9 37
Crystal Palace 17 9-6- 2 26:17 33
Tottenham 17 8-6- 3 31:19 30
Leed? Utd. 17 8-6- 3 28:17 30
Man. City 16 6-8- 2 26:22 26
Chelsea 17 7-5- 5 29:29 26
Wimbledon 17 6-7- 4 27:22 25
Man. Utd. 17 7-5- 5 22:19 25
Norwich 17 7-2- 8 23:28 23
Nott. For. 16 5-6- 5 22:22 21
Luton 17 5-5- 7 19:27 20
Aston Villa 16 4-6- 6 17:18 18
Southainpton 17 4-4- 9 22:32 16
Derby 16 4-4- 8 16:28 16
Everton 17 3-6- 8 19:23 15
Sunderiand 17 3-6- 8 20:26 15
Covenlrv 17 3-5- 9 15:22 14
Q.P.R. 17 3-3-11 21:34 12
ShefHeld Utd. 16 0-4-12 7:30 4
2. deild
West Ham 21 13-8- 0 33:12 47
Oldham 20 13-5- 2 42:19 44
Sheffield Wed. 2010-8- 240:2238
Middlesbrough 2011-4- 536:1837
Notts County 20 8-6- 6 29:25 30
Wolves 20 7-8- 5 30:24 29
Millwall 20 7-7- 6 30:24 28
Port Vale 20 8-4- 8 31:30 28
Bristol City 19 8-4- 7 28:29 28
Brighton 19 84- 7 30:37 28
Ipsvvich 21 6-9- 6 27:32 27
Barnsley 20 6-8- 6 28:22 26
Bristol Rovers 19 7-5- 7 25:23 26
Newcastle 19 6-6- 7 21:22 24
W.B.A. 21 5-8- 8 25:28 23
Swindon 21 5-8- 8 26:31 23
Blackburn 21 6-4-1124:3122
Plymouth 21 5-7- 9 22:31 22
Leicester 20 6-4-10 29:45 22
Charlton 20 5-6- 9 25:29 21
Portsmouth 21 5-6-10 23:33 21
Hull City 21 5-6-10 33:49 21
Oxford 20 4-7- 9 29:38 19
Watford 21 4-6-11 18:28 18
átti Ian Bryson skot í þverslána á
marki Liverpool og meistararnir
léku undir getu í leiknum. Shef-
field liðið lagði mesta áherslu á
varnarleikinn og reyndi lítið að
sækja. Það var ekki fyrr en á 61.
mín. að John Barnes náði foryst-
unni fyrir Liverpool eftir undir-
búning Peter Beardsley. 15 mín,
síðar sendi David Burrows háa
sendingu inn í vítateig Sheffield
Utd., Simon Tracey markvörður
lét boltann fara framhjá sér til
Ray Houghton sem skallaði til
Ian Rush sem skallaði í markið.
Staða Sheffield Utd. er þvf að
verða vonlaus á botni dcildarinn-
ar og það þarf fleiri en eitt krafta-
verk til að bjarga liöinu frá falli í
2. deild.
Arsenal fór illa að ráði sínu
gegn Wimbledon og missti leik-
inn niður í jafntefli eftir aö hafa
komist í 2:0. Það voru komnar 3
mín. fram yfir venjulegan leik-
tíma er Wimbledon fékk auka-
spyrnu á eigin vallarhelmingi. Há
sending inn að marki Arsenal þar
sem 20 leikmenn voru í teignum
til að berjast um boltann, en það
var John Fashanu miðherji
Wimbledon sem stökk hæst og
skallaði boltann í netið framhjá
David Seaman markverði Arsen-
al og jafnaði 2:2. Margir vildu þó
meina að brotið hefði verið á
Seaman í látunum, en dómarinn
var á öðru máli. Það virtist sem
öruggur sigur Arsenal væri í upp-
siglingu er Paul Merson gaf þeim
forystuna eftir góða sendingu
Alan Smith og Tony Adams
skallaði síðan inn eftir horn-
spyrnu. Á síðustu mín. fyrri hálf-
leiks náði Detzi Kruszniski að
laga stöðuna fyrir Wimbledon
með góðu marki, en Arsenal virt-
Tveir leikir fóru fram í 1. deild
á sunnudaginn og urðu úrslit
þeirra samkvæmt bókinni.
Leikur Leeds Utd. gegn Ever-
ton var sýndur beint í breska
sjónvarpinu og Crystal Palace
fékk Luton í heimsókn.
Crystal Palace var aldrei í
hættu með að tapa leik sínum
ist þó ætla að halda fengnum hlut
í síðari hálfleiknum, þar til Fas-
hanu tók til sinna ráða.
Sunderland og Norwich léku
vel í sínum leik þar sem Gordon
Armstrong náði forystunni fyrir
Sunderland með skalla á 14. mín.
Eitthvað virtust leikmenn Sund-
erland slaka á við markið og leik-
menn Norwich gengu á lagið og
náðu undirtökunum í leiknum.
Ekki tókst þó Norwich að jafna
fyrr en eftir klukktíma leik, mest
vegna frábærra markvörslu Tony
Norman í marki Sunderland.
Tim Sherwood jafnaði fyrir
Norwich með lúmsku skoti og
Dale Gordon skoraði síðan sigur-
mark liðsins eftir að Robert Ros-
ario hafði skallað boltann fyrir
fætur hans. Sunderland fékk þó
færi á að jafna, en Bryan Gunn í
niarki Norwich varöi vel lrá Paul
Bracewell undir lok leiksins.
Manchester Utd. mátti þakka
fyrir jafntefli gegn Covcntry, lið-
ið lék ekki vel og var heppið að
ná stigi. Danny Wallace jafnaði
2:2 fyrir Utd. þegar mín. vareftir
af Iciknum. Utd. tók þó forystu
snemma í leiknum með marki
Mark Hughes, en Kevin Gallach-
er náði að jafna fyrir Coventry
rétt fyrir hlé. Cyrille Rcgis náði
síðan forystunni fyrir Coventry í
síðari hálfleik þegar hálftími var
eftir af leiknunt Bryan Robson
kom inn á sem varamaður hjá
Utd. er 20 mín. voru til leiksloka,
en hann hafði engin áhrif á leik
liðsins og markið frá Wallace í
lokin kom eins og köld vatnsgusa
framan í leikmenn Coventry.
Leikur Manchester City og
Tottenham var sýndur í Sjón-
varpinu. Spennandi og opinn
leikur þar sem Paul Gascoignc
gegn Luton þó að liðið hafi oft
leikið betur. Heimamenn höfðu
leikinn ávallt í hendi sér og John
Humphrey hélt Lars Elstrup
aðal-markaskorara Luton í skefj-
um þannig að lítið sást til hans.
Eina mark leiksins kom á 22.
mín., Mark Bright skallaði niður
í markhornið og leikmenn Palace
voru ekki í vandræðum meö að
John Fashanu stal sigrinum af
Arsenal er hann jafnaði fyrir Wim-
bledon í lokin.
náði forystunni fyrir Tottenham á
25. mín. með góðu marki. Lið
City var sterkari aðilinn í leikn-
um, en lengi vel lék lánið ekki við
liðið og svo virtist sem mark Gas-
coigne ætlaði að duga til sigurs
fyrir Tottenham. En á 77. mín.
náði Wayne Clarke að jafna fyrir
City með skoti sem straukst við
Steve Redmond á leiðinni í
markið. Clarke var nýkominn inn
á sem varamaður fyrir Adrian
halda forystunni. lan Wright átti
mjög góðan leik fyrir Palace,
ávallt hættulegur í sókninni og
kom mjög vel aftur til aö hjálpa
vörninni. Við sigurinn færðist
Palace upp í þriðja sæti deildar-
innar.
Framkvæmdastjórinn Steve
Coppell var ánægður eftir leik-
inn. en undraðist að Luton léki
með „sweepcr,, gegn Palace og
bætti við „það kerfi er eins og
kommúnisminn, það virkar
ekki."
Leikmenn Lceds Utd., fullir
sjálfstrausts, tóku á móti Everton
á Elland Road og áttu ekki í
vandræðum með að sigra. Liðið
hefur eina bestu miðvallarmenn-
ina í deildinni og Gordon Strach-
an átti stórleik. Haldi hann áfram
að leika eins og að undanförnu
ætti hann að verða valinn knatt-
spyrnumaður ársins í Englandi.
Það var Strachan sem skoraði
fyrir Leeds Utd. úr vítaspyrnu á
18. mín. eftir að John Ebbrell
hafði brotið á Gary McAllister í
teignum. Aðeins 8 mín. síðar
gerði Leeds Utd. út um leikinn er
hornspyrna Strachan var skölluð
áfram af Mel Sterland og Carl
Shutt afgreiddi boltann í netið
hjá Neville Southall. Leikur
Everton lagaðist nokkuð í síðari
hálfleik er Pat Nevin og Tony
Cottee komu inn á sem vara-
menn, en Nevin misnotaði besta
tækifæri Everton undir lok leiks-
ins og nú er talið að Everton ætli
sér að kaupa leikmenn á næst-
unni. Þ.L.A.
Gordon Strachan átti enn einn stórleikinn fyrir Lecds Utd. gegn Everton og
skoraði fyrra mark liðsins úr vítaspyrnu.
Öruggt hjá C. Palace og Leeds Utd.
lokin
Heath sem meiddist og hann
skoraði með sinni fyrstu snert-
ingu viö boltann. City gerði síðan
út um leikinn á 81. mín með
marki Mark Ward úr vítaspyrnu
sem dæmd var á hendi eins
varnarmanna Tottenham. Peter
Reid framkvæmdastjóri City lék
mjög vel fyrir lið sitt og var einn
besti maður vallarins.
Southampton varð að sjá af
stigum í leik sínum gegn Aston
Villa þegar dómarinn dæmdi
mjög umdeilda vítaspyrnu á
liðið. Matthew Lc Tissier hafði
náð forystu fyrir Southampton á
41. mín með skalla og liðið hafði
undirtökin í leiknum og virtist
ætla að innbyrða öruggan sigur.
En 11 mín. fyrir leikslok braut
Barry Hornc á Tony Daley
útherja Villa sem féll inn í teig-
inn, en brotið mun hafa verið fyr-
ir utan. Dómarinn var á öðru
máli og dæmdi vítaspyrnu sem
David Platt skoraði úr af öryggi
og tryggði liði sínu jafntefli.
Enn tapar Q.P.R., nú á hcima-
velli gegn Notlingham For. og
staða liðsins er að verða slæm.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik,
cn Roy Wegerle náði forystu fyr-
ir Q.P.R. snemma í þeim síðari
með marki úr vítaspyrnu. Nigel
Clough jafnaði fljótlega fyrir
Forest og sigurntark Forest skor-
aði síðan bakvörðurinn Stuart
Pearce.
2. deild
• West Ham er enn efst í 2. deild
eftir markalaust jafntefli gegn
Middlcsbroúgh.
• Oldham er í öðru sæti, Andy
Ritchie og Roger Palmer ntcð sín
tvö mörkin hvor gegn Wolves
sem hafði komist yfir með marki
Andy Thompson.
• Sheffield Wcd. cr í þriðja sæti
eftir 2:2 jafntefli gegn Ipswich.
Trevor Francis og Nigel Pearson
gerðu mörk liðsins, en þeir Ian
Rcdford og Simon Milton skor-
uðu fyrir Ipswich.
• Paul Mortimcr kom Charlton
yfir gegn Swindon, en Mike Haz-
ard jafnaði fyrir Swindon.
• Watford vann góöan sigur úti
gegn Millwall með mörkum Paul
Wilkinson og Gary Penrice.
Þ.L.A.
Úrslit 1. deild
Arsenal-Wimblcdon 2:2
Coventry-Manchester Utd. 2:2
Derby-Chelsea 4:6
Liverpool-Sheffield Utd. 2:0
Manchester City-Tottenham 2:1
Q.P.R.-Notthingham For. 1:2
Southampton-Aston Villa 1:1
Sunderland-Norwich 1:2
Crystal Palace-Luton 1:0
Leeds Utd.-Everton 2:0
2. deild
Bluckburn-Bristol City 0:1
Brighton-Barnsley 1:0
Bristol Rovers-Leicester 0:0
Millwall-Watford 0:2
Notts County-Hull City 2:1
Oldham-Wolves 4:1
Port Vale-Oxford 1:0
Shcfficld Wed.-Ipswich 2:2
Swindon-Charlton 1:1
W.B.A.-Portsmouth 0:0
West Hain-Middlesbrough 0:0
Plymouth-Newcastle 0:1
Úrslit í vikunni
Deildabikarinn endurtekinn
jafntcfiisleikiir úr 4. umferð.
Derby-Sheffield Wed. 1:2