Dagur - 18.12.1990, Side 14

Dagur - 18.12.1990, Side 14
ar - RUOAG - 069!" -ísdrnoasb .St iug6bui6h<{ 14 - DAGUR - Þriðjudagur 18. desember 1990 Þétt setinn Svarfaðardalur í Osló! (íslendingarnir fagna Söngfélaginu.) - á boðstólum var m.a. flatbrauð með hangikjöti, skyr, kók og prins póló! Geirssonar. Mátti þar heyra Öbbu Löbbu Lá og fleira gott. Kjartani Ragnarssyni leikara hafði verið boðið sérstaklega til fullveldisfagnaðarins í Ósló til að halda ræðu. sem hann og gerði öllum til mikillar gleði. Einn af prestum okkar Norð- lendinga, séra Þórhallur Hösk- uldsson, var meðal viðstaddra (og má geta þess í framhjáhlaupi að hann messaði fyrir íslendinga í Ósló í jólaguðsþjónustu þann 9. desember síðastliðinn). Að kvöldi fullveldisdagsins var svo slegið upp balli. Þar var boð- ið upp á léttar veitingar og jafn- framt var dregið í happdrætti, þar sem 1. vinningur var flugmiði heim til íslands og er ekki að efa ,að sá miði komi sér vel. Nú er , einmitt að renna upp sú stund þegar námsmenn og aðrir „flæk- ingar“ þyrpast heim til íslands í kæsta skötu og hangikjöt og ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að margir séu farnir að telja niður dagana. Sjáumst um jólin! María Pálsdóttir - Noregi. Greinarhöfundur stundar nám viö Skjeberg lýö- háskólann í Noregi, á Ijósmyndabraut. Þann l. desember síðastliðinn héldu íslendingar í Noregi upp á fullveldisafmæli Islands. Byrjað var árla morguns með ákaflega íslenskum morgunverði; á boðstólum var skyr, líatbrauð með hangikjöti, harðfiskur, ís- lenskt brennivín og síðast en ekki síst var sá möguleiki fyrir hendi að kaupa sér kók og prins póló! Mætingin var slík að stöðugt varð að bæta við borðum og stól- um í salinn sem hafði verið leigð- ur í þessu tilefni. Undirrituð jáætlar að á þriðja hundrað ^íslendingar hafi verið þarna sam- an komnir. Söngfélagið tróð upp undir borðhaldinu og flutti íslensk lög undir stjórn Sigurjóns „Mikið agalega var skyrið nú gott. Myndir: María Pálsdóttir Fullyeldisfagnaður íslendinga í Noregi Sjaldséðar kræsingar í Noregi, flatbrauð með hangikjöti, skyr og harðfiskur. „Við sérstök tækifæri er fyrirgefanlegt að taka eitt brennivínsstaup með morgunverðinum!“ varð einhverjum að orði að morgni fullveldisdagsins... Söngfelagið flutti alislcnska tona undir stjorn Sigurjons Geirssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.