Dagur - 09.01.1991, Síða 2

Dagur - 09.01.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 9. janúar 1991 Húsbréf Kaupum og seljum húsbréf Ávöxtun við kaup 7,25% Ávöxtun við sölu 7,05% Sölugengi verðbréfa þann 9. jan. Einingabréf 1 ............ 5.272,- Einingabréf 2 ............ 2.854,- Einingabréf 3 ............ 3.466,- Skammtímabréf ............ 1,769 Auðlind hf ............... 1,01 MjKAUPMNG NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 r Aðkeyrsla og þess háttar hentar vel fyrir sjoppu með söluopi fyrir bíla. Stærð 602 að Móasíðu 1 (núverandi starfsemi er videoleiga og sjoppa). Laust frá 20. janúar. Eitthvað af innréttingum getur fylgt. Húsnæðið hentar einnig undir myndbandaleigu eða sérvöruverslun. Skammtímaleiga - langtímaleiga. Einnig til leigu á sama stað ódýrt húsnæði fyrir léttan iðnað eða sem geymslur. Nánari upplýsingar í síma 26979. fréffir Fagráð bleikjuframleiðenda stofnað: Mikilvægt er að samræma útflutningsverð á bleikju - segir Ingimar Jóhannsson, sem sæti á í stjórn félagsins f.h. Silfurstjörnunnar hf. í Öxarfirði „Mikilvægt er að samræma útflutningsverð á bleikjunni og miða við ákveðið lágmarks- verð og koma þannig í veg fyrir verðstríð framleiðenda,“ segir Ingimar Jóhannsson, fujltrúi Silfurstjörnunnar hf. í Öxar- firði í stjórn Fagráðs bleikju- framleiðenda, en það var stofnað á dögunum. Framleiðsla á eldisbleikju hef- ur farið vaxandi hér á landi á liðnum árum og í ár má ætla að verði töluverð aukning. Silfur- stjarnan hf. í Öxarfirði var stærsti framleiðandinn á síðasta ári í eldisbleikju og að sögn Ingimars stefnir í 300 tonna framleiðslu hjá fyrirtækinu á þessu ári. Stærstur hluti bleikjunnar fer á Bandaríkjamarkað, en einnig hefur hún verið seld á Evrópu- markað, einkum Frakkland. Ingimar segir mikilvægt að fylgj- ast vel með þróun á markaðnum með það að markmiði að hindra offramboð með tilheyrandi verð- ! falli. Verð fyrir bleikjuna hefur enn haldist hátt, en það helgast fyrst og fremst að því að varan er ný og framboðið hóflegt. Ingimar segir ekki ljóst hvernig staðið verði að útflutningi á bleikju héðan í framtíðinni. Hann segir að til greina komi að stofna sérstakt útflutníngsfélag um bleikju, ellegar að ráða verk- taka, sem unnið hefur að fisk- útflutningi. „Báðar leiðir hafa kosti og galla. Menn eru að velta fyrir sér hvor þeirra sé hyggi- legri,“ sagði Ingimar. óþh Yfirvofandi Persaílóastríð: Friðarstund í Laugalandsskóla - menntamálaráðuneytið fagnar þessu framtaki og hvetur æskufólk til að taka undir friðarákall nemenda og starfsfólks Laugalandsskóla Að frumkvæði Garðars Karls- sonar, skólastjóra Laugalands- skóla í Eyjafirði, munu nemendur og starfsfólks Laugaiandsskóla efna til tíu mínótna iangrar friðarstundar í matsal skólans í dag kl. 9 árdegis þar sem beðið verður fyrir friði í heiminum. Garðar sagði í samtali við Dag að vitanlega væru ófriðarblikur við Persaflóa tilefni þessarar bænastundar. „Við ætlum að koma öll saman í borðsalnum okkar klukkan níu. Friðarkerti verða utandyra og kveikt verður á kertum innan dyra. Síðan verð- ur friðarbæn og að lokum sam- einast allir í Faðir vorinu," sagði Garðar. Þessi táknræna friðarstund í Laugalandsskóla hefur vakið mikla athygli og hefur mennta- málaráðuneytið séð ástæðu til að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem þessu framtaki er fagnað og æskufólk um land allt hvatt til að taka undir friðarákall Lauga- landsskóla með umfjöllun um frið og á hvern hátt megi ’bæta samskipti þjóða í milli. Þá er Degi kunnugt um að hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, hefur beint því til presta landsins að þeir biðji fyrir friði með söfnuðum landsins í messugjörð- um næsta sunnudag. óþh Bátakjarasamningur LÍÚ og SSÍ samþykktur: „Togarasamningurinn var felldur“ - segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjaíjarðar Atkvæðagreiðsla vegna kjara- samninga, er Sjómannasam- band Islands og Landssam- band íslenskra ótvegsmanna gerðu seint á liðnu ári, fór fram dagana 10.-30. desember sl. Hjá Sjómannafélagi Eyja- fjarðar voru atkvæði greidd á félagsfundi 28. desember og jafnframt fengu sjómenn á hafi óti tækifæri til atkvæðagreiðslu. „Síðastliðinn mánudag voru síðan atkvæðin talin hjá sátta- semjara þ.e. atkvæði greidd í bátakjarasamningi og atkvæði greidd vegna stóra togara- samningsins. Bátakjarasamn- ingurinn var samþykktur en stóri togarasamningurinn var felldur,“ sagði Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar. Að sögn Konráðs hafði Guð- laugur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari, lagt til við samninga- nefndir Sjómannasambands íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna, að tillaga að samningum þeirra í milli verði samþykkt og sameiginleg atkvæðagreiðsla verði um hana í félögum innan sambandanna. „I bátakjarasamningunum greiddu 601 atkvæði. Þrjú hundr- uð og sextíu sögðu já, tvö hundr- uð þrjátíu og fjórir sögðu nei og sjö atkvæði voru ógild. Kjara- samningurinn var því samþykkt- ur. Stóri togarasamningurinn var hins vegar felldur. Þrjátíu og einn greiddi atkvæði. Sjö sögðu já, en 24 sögðu nei. Samninga- menn sjómanna skrifuðu með fyrirvara undir tvo samninga og nú hefur annar þeirra verið sam- þykktur en hinn ekki. Stóri tog- „Samkvæmt tólkun Sjómanna- sambandsins var stórtogara- samningurinn felldur með 7 atkvæðum gegn 24, en Lands- samband íslenskra ótvegs- manna telnr samninginn sam- þykktan með 367 atkvæðum gegn 258. Aldrei var samið sér- staklega fyrir þessa sjö stóru togara og gengið var frá því hjá sáttasemjara að báðir samn- ingarnir skyldu skoðast sam- þykktir eða felldir eftir taln- ingu og að talið yrði upp ór einum hatti,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Utvegs- arasamningurinn, sem var felldur, nær yfir sjö togara og við hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar vitum hvar óánægjan liggur. Allt tal útgerðarmanna um að samn- ingurinn sé aðeins einn og að hann hafi hlotið samþykki á ekki við rök að styðjast,“ sagði Kon- ráð Alfreðsson. ój mannafélags Norðurlands. Að sögn Sverris greinir menn á um hvort skoða eigi þessa samn- inga sem einn eða hvort um tvo samninga sé að ræða. „Ákveðið var að greiða atkvæði um báta- kjarasamninginn og samninginn við undirmenn á stóru togurun- um í sameiginlegri atkvæða- greiðslu. Nú hefur talning farið fram og samningarnir voru sam- þykktir að mati okkar innan LÍÚ. Hvert framhaldið verður veit ég ekki og skil ekki málflutn- ing Sjómannasambands íslands,“ sagði Sverrir Leósson. ój Sverrir Leósson, formaður Útvegs- mannafélags Norðurlands: „Sammngar LÍÚ og SSÍ voru samþykktir“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.