Dagur - 09.01.1991, Side 7
Miðvikudagur 9. janúar 1991 - DAGUR - 7
Björgunarsveitin Garðar:
ísingin
orðin eins
og postulín
- segir Árni Logi Sigurbjörnsson
Björgunarsveitin Garðar á
Húsavík var ræst út er járn-
plötur voru farnar að fjúka í
óveðri sem gerði miðvikudags-
kvöldið 2. janúar sl. og síðan
hefur sveitin verið að störfum,
aðstoðað við að koma raf-
magnsmálum í héraði í lag. í
fyrstu voru 20-30 félagar kall-
aðir út og voru menn á vakt
nótt og dag. Og á mánudags-
morgun er Dagur leit við í skýli
björgunarsveitarinnar á Húsa-
vík voru enn 14 félagar að
störfum, 13 að berja ísingu af
raflínum suður í sveitum en
Árni Logi Sigurbjörnsson var á
vakt við fjarskiptatækin.
Árni Logi sagði að hann hefði
lítið aðstoðað aðra á miðviku-
dagskvöldið því nóg hefði verið
að gera heima hjá sér. Hann
hefði þurft að fá félaga sína úr
björgunarsveitinni til hjálpar er
veröndin við húsið var að fjúka
og allt lauslegt umhverfis húsið
hreinsaðist burtu í rokinu. Petta
kvöld fór rafmagnið af og er dísel-
stöðin var gangsett var afl hennar
notað til götulýsingar svo björg-
unarsveitarmenn og lögregla
sæju betur til við að handsama
járnplötur og annað lauslegt sem
var að fjúka. Þeir aðstoðuðu fólk
sem rúður brotnuðu hjá og fólk
sem lenti í öðrum erfiðleikum
vegna veðursins. Einnig var farið
meðfram rafmagnslínunni við
bæinn til að kanna ástand
hennar.
„Það sem verið er að gera núna
er að brjóta af línum. Ég frétti
rétt áðan að allt frá Klambraseli
og suður væri ástandið mjög
slæmt og mikið að gera. Þar væri
allt alveg loðið af ís.
ísnum hefur verið náð af línun-
um með því að kasta upp á þær
tógum og þar til gerðum lásum,
síðan hafa endarnir verið hengdir
aftan í snjósleða og keyrt á fullri
ferð þannig að kólfurinn eða
bandið á línunni sker ísinguna af
henni. Meðan þetta hefur verið
krapi hefur þetta gengið en snjór-
inn utan á vírunum er orðinn
harður eins og postulín þannig að
það vinnst ekki á honum á þenn-
an hátt nema slíta línurnar niður
og þverslárnar á staurunum vilja
brotna. ísingin næst því ekki af
nema hún sé barin af með barefl-
um. Núna var farið með rör og
stangir til að berja ísinguna af
eins og þegar verið er að berja
ísingu af skipum. Aðstaðan við
þetta verk er mjög misjöfn,
sumsstaðar geta menn gengið við
línurnar og 2-3 metrar eru upp í
þær en þetta er öllu verra þegar
hátt er upp í línurnar og þar sem
þær eru slitnar og draga þarf þær
upp úr snjónum og berja af þeim.
Það eru mikið sömu mennirnir
sem verið hafa við þetta þessa
daga en það hafa komið köll víða
að til að biðja um aðstoð.
Þetta hefur verið feikilega
erfitt, sérstaklega í hálfan annan
sólarhing í fyrstu en þá var nán-
ast illviðri, eitt alversta veður
sem hægt var að fá. Það er nánast
ekki hægt að fá föt sem halda
þessari bleytuhríð og menn hafa
verið í verulegri vosbúð.
Ég fór fram að Fosshóli í gær
og þar var farin staurasamstæða
með spennum í. Það er alveg
ótrúlegt hvernig þetta kubbast
niður, mannvirki sem á sumar-
degi, þegar ekkert á reynir, virð-
ist voldugt að sjá, lekur núna nið-
ur og ekkert virðist halda þessu.
Það sem skeður er að þegar þessi
mikla bleyta klessist svona á lín-
urnar verður þetta svo þungt og
mikið að ummáli og sveigjan til
að bera línurnar með allri ísing-
unni er búin, og svo kemur þessi
mikli vindur og brýtur allt niður.
Það virtist vera þannig með
Húsavíkurlínuna að þegar ein
staurasamstæða fór kom svo mik-
ill slingur á þá næstu að þær
brotnuðu hver af annarri þar til
svo mikill slaki kom á línuna að
hún var hætt að toga.
Ég held að menn hafi aldrei
ímyndað sér að þeir yrðu svona
sambandslausir eins og þegar
fjarskiptin fóru úr skorðum. Það
var einn og hálfur sólarhringur
sem heimilin í bænum heyrðu svo
til ekkert í útvarpi. Það datt út
FM sendirinn og miðbylgjusend-
irinn og fæstir hafa orðið loftnet
til að ná langbylgju. Sem betur
fer varð aldrei nein ófærð, úr-
koman var það blaut að aldrei
hlóð niður neinum verulegum
snjó svo alltaf voru flestar leiðir
færar á bílum.
Hér í skýlinu hefur verið heitt
á könnunni og brauð með, bæði
úr verslunum og heimahúsum.
Það hefur verið alveg óhemju-
mikið að gera og vakt hérna nán-
ast allan sólarhringinn.
Mér hefur fundist þetta ganga
með ólíkindum vel. Mér vitan-
lega hafa ekki orðið slys á mönn-
um og allir hafa verið boðnir og
búnir til að rétta fram hjálpar-
hönd, enda hefði ekki verið hægt
að vinna þetta nema með öllum
þessum höndum. Mér finnst allir
hafa staðið sig mjög vel, hafa gert
það sem þeir gátu og jafnvel
meira,“ sagði Árni Logi, en
reiknað er með að björgunar-
sveitarmenn muni vinna við að
lagfæra rafmagnslínurnar nokkra
næstu daga. IM
raforka flutt frá Brennimel í
Hvalfirði vestur og norður um til
Vestfjarða og vesturhluta
Norðurlands.
Öryggisþjónusta
í rafmagnsleysinu nyrðra hefur
umræða manna beinst að röskun
á þjónustu ýmissa stofnana. Því
er rétt að taka fram, að þrátt fyrir
að þungamiðja varaafls raforku
verði ætíð hjá raforkufyrirtækj-
um, hefur verið lögð á það
áhersla, að stofnanir séu hver um
sig ábyrgar fyrir sínu varaafli.
Þannig er það í verkahring Pósts
og símamálastofnunar að sjá um
varaafl sem nauðsynlegt er fyrir
útvarp, fjarskipti og síma. Á
sama hátt er það sjúkrahúsa,
flugmálastjórnar, hitaveitna og
vatnsveitna að sjá fyrir því
varaafli sem þarf til að halda uppi
nauðsynlegri þjónustu þessara
aðila í neyðartilvikum.
Ljóst er að rafmagn er á flestan
hátt undirstaða velferðar í þjóð-
félagi nútímans. Gæði rafork-
unnar og þjónusta skipta því
miklu máli fyrir notendur. Þetta
er staðreynd sem Rafmagnsveit-
ur ríkisins gera sér grein fyrir
enda er þeim kappsmál að veita
eins góða þjónustu og unnt er á
sem lægstu verði. Má í þessu
sambandi benda á að öryggi
orkudreifingar hér er svipað og á
hinum Norðurlöndunum, en þar
er orkudreifing talin á við það
sem best gerist í heiminum.
Samt sem áður má alltaf búast
við áföllum í harðbýlu landi eins
og ísland er. Starfsmenn Raf-
magnsveitnanna leggja sig frarn
um að stytta þann tíma sem raf-
magnslaust er eins og frekast er
unnt, en þó er aldrei hægt að
koma í veg fyrir að einstaka not-
endur verði rafmagnslausir um
einhvern tíma.
Rafmagnsveitur ríkisins biðja
notendur á Norðurlandi, sem og
aðra, að sýna þolinmæði og skiln-
ing á þessum málum, jafnframt
því sem þeir eru beðnir velvirð-
ingar á umtalsverðum óþægind-
um.
aLaus staða
yfirlæknis
er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra veitir.
Staða yfirlæknis við fyrirhugaða réttargeðdeild er
laus til umsóknar.
Læknirinn skal hafa sérfræðiviðurkenningu í geð-
lækningum og sérþekkingu eða reynslu á sviði
réttargeðlækninga.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf
sendast heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,
Laugavegi 116,150 Reykjavík, fyrir 5. febrúar 1991.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í ráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
4. janúar 1991.
Málmiðnaðarmenn!
Slippstöðin h.f. óskar að ráða stálsmiði til starfa
nú þegar eða síðar.
Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma
96-27300.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
MATARFRÆÐINGUR
eða starfsmaður með starfsreynslu í eldun
sjúkrafæðis, óskast strax eða eftir nánara sam-
komulagi í eldhús F.S.A.
Upplýsingar um starfið veitir Valdemar í síma 96-
22100 (283).
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Óskum eftir að
ráða starfsfólk
við rakgrind og yfirferð á voðum í vefdeild.
Einnig vantar starfsfólk í saumadeildir.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900
(220).
Álafoss hf. Akureyri
Norðlendingar!
Opnið augun!
Okkur vantar sölufólk og kannski ert það ein-
mitt þú sem við leitum að?
Hefur þú:
☆ Jákvæðni og drift?
☆ Bíl og síma?
☆ Aldur 20-45 ára?
☆ Hreint sakavottorð?
☆ Áhuga á góðum launum?
☆ Metnað fyrir velgengni?
☆ Góðan stuðning heiman frá?
☆ Vilja til aö vinna á kvöldin og um helgar?
☆ Getu til að vera skipulagður í starfi?
☆ Vilja og getu til að vinna í hópvinnu?
Við bjóðum:
☆ Frítt sölunámskeið.
☆ Góða framtíðarmöguleika.
Vekur þetta áhuga þinn: Hringdu þá í síma 96-11116 og
fáðu viðtalsíma hjá Antoni Magnússyni, þriðjudag, mið-
vikudag og fimmtudag frá kl. 09.00-16.00.