Dagur


Dagur - 09.01.1991, Qupperneq 11

Dagur - 09.01.1991, Qupperneq 11
fþróttir Miðvikudagur 9. janúar 1991 - DAGUR - 11 Handknattleikur: Alíreð með heimsliðinu Alfreð Gíslason lék með heims- liðinu í handknattleik gegn Svíum í Stokkhólmi í gærkvöld og leikur með því gegn Norð- urlandaúrvalinu í Osló í kvöld. Vafi lék á hvort Alfreð yrði með i leikjunum eftir að mis- skilningur kom upp milli HSÍ og alþjóða handknattleikssam- bandsins en það mál leystist farsællega og Alfreð ákvað að taka þátt í leikjunum. Misskilningurinn milli IHF og HSÍ fólst í að HSÍ átti að tilkynna að Alfreð myndi þiggja sæti í lið- inu en sú tilkynning komst ekki til skila á réttum tíma. Því máli var hins vegar kippt í liðinn og eftir nokkra umhugsun ákvað Alfreð að slá til og taka þátt í leikjunum. Meðal leikmanna í Norður- landaúrvalinu verður Víkingur- inn Guðmundur Guðmundsson en hann kom í stað Þorgils Óttars Mathiesen sem var upphaflega valinn í liðið. Heimsliðið er þannig skipað: Markverðir: Lorenzo Rico Diaz Spáni Mirko Basic Aðrir leikmenn: Jochen Fraatz Frank Wahl Alexander Karsakevits Alexander Tútsjkín Veselin Vujovic Mihaly Ivancsik Jaime Puig Ioan Mocanu Abigniev Tluczynski Alfreð Gíslason Júgóslavíu Þýskalandi Þýskalandi Sovétríkjunum Sovétríkjunum Júgóslavíu Ungverjalandi Spáni Rúmeníu Póllandi íslandi Stjórnandi liðsins er Ioan Kunst-Ghermanescu frá Rúmen- Freyr Gauti Sigmimdsson íþróttamaður KA1990 Júdómaðurinn Freyr Gauti I mjög gott tímabil á síðasta ári Sigmundsson var útnefndur og náði ágætum árangri, jafnt íþróttamaður KA 1990 sl. innanlands sem utan. Skíða- sunnudag. Freyr Gauti átti maðurinn Valdimar Valde- Freyr Gauti Sigmundsson íþróttamaður KA. Myndir: JHB íþróttamaður Norðurlands 1990 Nafn íþróttamanns: 1. íþróttagrein: Nafn: Sími: Heimilisfang: Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1990 c/o Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri. Skilafrestur til 18. janúar 1991. marsson varð annar í kjörinu og knattspyrnumaðurinn Orm- arr Örlygsson þriðji. Freyr Gauti varð íslandsmeist- ari í unglingaflokki og flokki full- orðinna á síðasta ári. Hann vann silfurverðlaun í opnum flokki karla yngri en 21 árs og brons- verðlaun á Norðurlandamótinu og varð framarlega í mörgum öðrum alþjóðlegum mótum. íþróttamaður KA var fyrst kjörinn á afmælisdegi félagsins árið 1989 en þá var júdómaður- inn Guðlaugur Halldórsson kjör- inn íþróttamaður KA fyrir árið 1988. í fyrra hreppti knattspyrnu- og handknattleiksmaðurinn Erlingur Kristjánsson titilinn. Um leið og íþróttamaður KA var útnefndur notaði knatt- spyrnudeild félagsins tækifærið og hciðraði leikmenn sem náð höfðu markverðum áföngum á árinu. Erlingur Kristjánsson fékk viðurkenningu fyrir að leika 250. leik sinn en hann er langleikja- hæsti knattspyrnumaður félagsins frá upphafi. Til samanburðar má geta þess að Haraldur Haralds- son kemur næstur með 212 leiki. Þá fékk Ormarr Örlygsson viður- kenningu fyrir að leika 100. leik sinn en þeir Gauti Laxdal og Haukur Bragason, sem einnig náðu þeim áfanga, voru fjarver- andi. Skíði: Vilhelm Þorsteinsson x með besta árangur íslendinga frá upphafi Vilhelm Þorsteinsson, skíöa- maöur frá Akureyri, náði besta árangri Islendings frá upphafi á alþjóðlegu skíða- móti í Austurríki milli jóla og nýárs. Hann hafnaði í 27. sæti og hlaut fyrir það 57 fis-stig. Örnólfur Valdimarsson átti besta árangur íslendings fram að því, 60 stig. Vilhelm hefur verið við æfingar og keppni í Austurríki ásamt Örnólfi og Hauk Arnórs- syni frá því 21. desember. Er þetta þriðja utanferð Vilhelms í vetur en hann hefur verið að undirbúa sig fyrir HM sem nú hefur verið hætt við að taka þátt í eins og fram kernur annars staðar á síðunni. Þess má geta að.Valdimar Valdemarsson er á leið til Austurríkis og mun hann dvelja þar með þeim félögum fram í lok janúar og Guðrún H. Kristjánsdóttir og María Magn- úsdóttir halda utan um miðjan mánuðinn. Skíðamaðurinn Valdimar Valdemarsson varð í 2. sæti og tekur hér við verð- launum úr hendi Sigmundar Þórissonar, formanns KA. Sveinn Brynjóifsson, formaður knattspyrnudcildar KA, afhendir Erlingi Kristjánssyni viðurkenningu fyrir 250 leiki. Engir íslenskir skíðamenn á HM: Akureyringar óhressir með vinnubrögð SKÍ Skíðasamband íslands hefur ákveðið að senda ekki kepp- endur á HM í alpa- og norræn- um greinum sem fram fer í Saalbach í Austurríki í febrú- ar. Stjórn SKÍ telur að kepp- endur á mótinu verði of sterkir til að íslendingar eigi þar heima og nær sé að senda keppendur á veikari mót til að bæta punktastöðu þeirra. Ak- ureyringar eru óhressir með þessa ákvörðun og hafa sent stjórninni mótmæli sín. Akureyringar eiga fjóra fasta landsliðsmenn í alpagreinum, þau Vilhelm Þorsteinsson, Valdi- mar Valdemarsson, Guðrúnu H. Kristjánsdóttur og Maríu Magn- úsdóttur. Jón Ingvi Árnason var einnig valinn í liðið en gefur ekki kost á sér og Harpa Hauksdóttir hefur verið viðloðandi það. Landsliðsmennirnir hafa æft af kappi að undanförnu og hefur sá undirbúningur miðast við HM í febrúar. Þeir hafa m.a. farið allt upp í þrjár ferðir til útlanda og þrátt fyrir að SKÍ hafi greitt stærstan hluta kostnaðarins hafa skíðamennirnir borið hluta hans sjálfir. Skíðaráð Akureyrar hefur sent stjórn SKÍ mótmæli við þeirri ákvörðun að hætta við þátttöku í mótinu og telur þetta óviðunandi vinnubrögð. Óðinn Árnason hjá SRA sagði í samtali við Dag að það væri rétt að Akureyringar væru óhressir yfir þessu en tekin hefði verið ákvörðun um að ræða málið ekki frekar við fjölmiðla. Blak: Völsungur-KA íkvöld í kvöld mætast Völsungur og KA í 1. deild kvenna í blaki. Leikur- inn fer fram á Húsavík og hefst kl. 19.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.