Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 9
Ljósopið Ódauðleg listaverk Akureyri geymir ódauðleg listaverk, minnismerki sem gefa bænum svip. Sum eru í allra augsýn, önnur á afviknum stað. Ekki er þó víst að listaverk við umferðaræð veki meiri eftirtekt en verk sem er falið í trjálundi fjarri skarkala hins daglega lífsmynsturs. Við tökum oft ekki eftir Ijóma perlunnar sem blasir við á hverjum degi en finnum við perlu eftir dágóða leit þykir okk- ur hún skína skært. Samt Ijóma þær eins. Og þessar perlur okkar hafa þann eiginleika að vekja nýjar tilfínningar í hvert sinn sem þær eru skoðaðar því Ijómi þeirra breytist í samræmi við birtuna hverju sinni, jafnt birtu náttúru sem sálar. Þannig eru listaverk bæjarins, þau er enn standa. SS Laugardagur 23. febrúar 1991 - DAGUR - 9 Ljósmyndir: Rikki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.