Dagur


Dagur - 23.02.1991, Qupperneq 13

Dagur - 23.02.1991, Qupperneq 13
 Laugardagur 23. febrúar 1991 - DAGUR -13 The Cult byrjaðir að vinna að nýrri plötu - Vandræöi meö trommu- og bassaleikara gætu þó tafið fyrir henni Breska rokksveitin The Cult hef- ur allan sinn feril átt í miklu basli meö trommuleikara og hefur hún til aö mynda notað tvo gesta- trommuleikara á tveimur síöustu plötum sínum. Þessi trommuleikaravandræði viröast enn engan endi ætla aö taka því aö við vinnu á nýrri plötu, sem hófst fyrir áramót, hef- ur hljómsveitin notast viö tvo trommuleikara sem hvorugur hefur viljaö ganga í hljómsveitina að fullu. Fyrst kom við sögu Matt nokk- ur Sorum, sem yfirgaf Cult fljót- lega eftir aö honum var boðið aö taka sæti Steven Adler í Guns ’n' Roses (því veseni öllu saman hefur Poppsíðan skýrt frá áöur), en í hans stað kom síðan James Kotak, sem áður var í hljómsveit- inni Kingdom Come, sem heldur Umsjon: Magnús Geir Guðmundsson Þeir fólagar lan Astbury og Billy Duffy úr The Cult vinna nú aö nýrri plötu af fullum krafti þrátt fyrir vand- ræði meö trommu- og bassaleikara. ekki stoppar lengi viö, en hefur þó fallist á aö spila á hina nýju plötu Cult sem gestur og veröur því sá þriðji í rööinni í því hlut- verki hjá hljómsveitinni. Leit aö föstum trommuleikara er reyndar ekki eina vandamáliö sem viö blasir hjá The Cult því aö ennþá hefur enginn bassaleikari fundist í staö Jamie Stewart, sem yfirgaf hljómsveitina á fyrri hluta síðasta árs. Þeir félagar, lan Astbury söngvari og Billy Duffy (ekkert skyldur Patrick í Dallas) gítarleik- ari, máttarstólpar The Cult og stofnendur hljómsveitarinnar áriö 1981, láta þó engann bilbug á sér finna og hafa haldið ótrauðir áfram viö vinnu á nýju plötunni, sem þegar þetta er ritaö er ekki vitað hvenær kemur út. Þaö er þó Ijóst aö úr verður að rætast fyrr en seinna hjá Cult því óhjákvæmilegt er annað en hljómsveitin fari í mikla tónleika- ferö til aö fylgja plötunni eftir. Það er annars um þessa nýju plötu Cult aö segja að hún er sú fimmta í röðinni undir nafni The Cult (hljómsveitin hét upphaflega Southern Death Cult og kom ein plata út undir því nafni) og er hennar beðiö meö nokkurri eftir- væntingu þar sem síðasta platan, Sonic Temple, sem út kom 1989, þótti mjög góð og seldist mjög vel, sérstaklega í Bandaríkjunum. Eins og áöur segir er ekki vitað hvenær platan kemur út en Poppsíöan mun greina frá því þegar fregnir af því berast. Hitt og þetta Stranglers Stranglers, sem missti forsprakka sinn og söngvara Hugh Cronwell í ágúst sl. hefur nú loks eftir langa mæöu fundið eftirmann hans. Heitir hann Paul Roberts og er alls óþekktur, enda verður Stranglers fyrsta hljómsveitin sem hann starfar formlega meö. Þá hefur John Ellis verið tekinn inn í hljóm- sveitina en hann spilaði með henni á síðustu tónleikaferðinni um Bretland. Hefur Ellis m.a. unnið sér til frægðar áður að spila með Peter Gabriel og þá var Kirk Hammet og félagar í Metallica líklega í annað sinn á Donnington í sumar. hann einn af upprunameðlimum í nýbylgjusveitinni Vibrators Metallica og Skid Row á Donnington? Poppsíðan skýrði frá því fyrir nokkru að ástralska sveitin AC/DC yrði aö öllum líkindum aðalnúm- erið á Donningtonrokkhatíðinni, sem haldin er ár hvert í Englandi og margir Islendingar hafa sótt. Nú hafa nöfn Metallica og Skid Row einnig verið nefnd, sem lík- legir kandidatarfyrir hátíðina í ár. Mun Metallica koma fram sem sérstakir gestir næst á undan AC/ DC og Skid Row þar á undan, ef af verður. Enn sem komið er hefur R.E.M. hafa I nógu að snúast þessa dagana. ekkert verið staðfest, þó má gera ráð fyrir að málið skýrist innan skamms og úr því fáist skorið hvaða fimm hljómsveitir munu koma fram. R.E.M. Fyrir skömmu skýrði Poppsíðan frá því að R.E.M. myndi koma með nýja plötu í byrjun mars og að hljómsveitin væri að taka upp lag eftir Leonard Cohen fyrir safn- plötu með lögum hans (lagið First we take Manhattan). En þeir fé- lagar í R.E.M. láta ekki þar við sitja heldur eru enn í hljóðveri og nú til að taka upþ tónlist fyrir nýja kvikmynd þýska leikstjórans Wim Wenders. Ekki er þó vitað enn hvort um nýja tónlist verði að ræða, þar sem einnig er inni í myndinni að endurvinna lög af Out of time fyrir myndina. En hvað sem því líður þá ætlar hljómsveitin að verkinu loknu að fljúga til Bretlands og koma þar fram í sjónvarpi í þeim tilgangi að kynna Out of time. Bob Marley Þótt nú séu um tíu ár síðan Reggiekóngurinn frá Jamaika Bob MarleyiéW frá þá er minningu hans haldið vel á lofti og hans enn sárt saknað. Ný plata með áður óútgefnum útvarpsupptök- um frá San Fransiskó árið 1973, en þá var Bob Marley ásamt hljómsveit sinni The Wailers á sinni fyrstu tónleikaferö um Bandaríkin, er nú að koma út, ef hún er þaö þá ekki nú þegar, og nefnist hún Talkin’ Blues. Þá hafa stjórnvöld á Jamaika ákveðið að heiðra Marley með þvi að tileinka sjötta febrúar ár hvert honum og mun hann framvegis nefnast dagur Bob Marley. Morrissey Aðdáendur gamla Sm/ttssöngv- arans geta nú gerst kampakátir því nú þegar hefur kappinn sent frá sér nýtt lag sem kallast Our Frank og nýja breiðskífan Kill Uncle sér dagsins Ijós á mánu- daginn kemur. Efni plöturnar samdi Morrissey í félagi við gítar- leikarann Mark Nevin. en aðrir sem spila með á plötunni eru m.a. Bedders, sem spilar á bassa, og trommuleikarinn Andrew Par- esi. KILOID AF GOUDÁ / / / IKILOAPAKKNINGUM LÆKKAR UM: v VAR: 763,00 KR/KC VERÐUR: 563,00 KR/KG Haldið ykkur I fast $ ÞVÍ HÉR KEMIR: '

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.