Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 17

Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 17
 Laugardagur 23. febrúar 1991 - DAGUR - 17 Leikreglur í stríði Það mál sem hefur verið hvað mest fjall- að um í fjölmiðlum bæði hér heima og erlendis undanfarnar vikur, er Persa- flóastríðið. Þar eigast við annars vegar George Bush Bandaríkjaforseti og hans bandamenn og hins vegar Sadam Hussein forseti íraks og landar hans. í fjölmiðlum er Bush góði karlinn en Hussein vondi karlinn. Ég hef nú aldrei getað skilið þetta hernaðarbrölt þjóða heims og því síður þær leikreglur sem settar hafa verið f stríði. Hvernig í ósköpunum er hægt að setja um það reglur hvernig eigi að berj- ast f stríði. Genfarsáttmálarnir - alþjóð- legar leikreglur á ófriðartímum, eru allir samdir að frumkvæði Rauða krossins. Markmið þeirra eru m.a.; „að draga úr þjáningum vegna vopnaviðskipta hvort sem menn eru teknir til fanga, veikjast eða særast í bardögum. Þetta á jafnt við um hermenn, óbreytta borgara og stríðsfanga. Markmiðið skal ávallt vera að koma mannúðlega fram þótt styrjöld geisi. Mannúð á skilyrðislaust að auð- sýna öllum sem ekki taka þátt í styrjöld- um.“ Einnig er í viðaukum sem samþykktir voru árið 1977, lagt bann gegn árásum af handahófi, þ.e. árásum þar sem ekki er greint milli hernaðarlegra og borgara- legra skotmarka, bann gegn svæða- sprengjukasti og ógnarsprengjuvarpi og aukin vernd náttúru og umhverfis, svo eitthvað sé nefnt. En þá vaknar sú spurning, hvort farið sé eftir leikreglum í strfði. Fyrir mér sem leikmanni er þaö algjörlega tiigangslaust að setja einhverjar stríðsreglur, þó svo að viðleitnj Rauða krossins sé sjálfsagt góðra gjalda verð. Stríð er stríð og her- menn og óbreyttir borgarar eru drepnir eða limlestir, hvað sem segir í einhverj- um leikreglum. Heilu borgirnar eru sprengdar í loft upp og mikilvæg mann- virki eyðilögð. Það sem hlýtur að skipta máli í stríði (ef hægt er að komast þann- ig að orði), er að vinna og þá skiptir ekki máli hvaða aðferðum er beitt, heldur aðeins að hafa betur en óvinurinn. — Og svo þetta að lokum: í upphafi Persaflóastríðsins voru írakar sakaöir um að pynta fanga en því neituðu írakar. Einnig var rifist út af því hversu marga hermenn írakar höfðu tekið til fanga. Þá sögöu írakar, allt í lagi við erum með 20 fanga en þið viðurkennið ekki nema 15. Þá er í lagi þó að við pyntum 5 fanga, þar sem þið kannist ekki við þá. Er þetta ekki eitthvað skrýtið allt saman. Fyrir mér er þetta nánast óskiljanlegt. Kristján Kristjánsson Handritasamkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Ungir pennar í Evrópu hvattir til dáða Árið 1987 brydduðu evrópskar sjónvarpsstöðvar og menningar- stofnanir sameiginlega upp á þeirri nýbreytni að veita ungum og óþekktum höfundum tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri svo um munaði. Var í þessu skyni efnt til sérstakra verðlauna, hinna svonefndu Genfarverðlauna Evrópu (Prix Geneva Europe) er renna skyldu fjárhagslegum stoðum undir sköpunargáfu hinna ungu höfunda og koma jafnframt verkum þeirra á framfæri við evrópska sjón- varpsáhorfendur. Jafnframt er miðað að því að efla leikna dag- skrárgerð í hinum ýmsu löndum Evrópu. Verðlaunin eru ætluð fyrir þau handrit að leiknu sjón- varpsefni sem skara þykja fram úr að innihaldi og efnistökum og hafa þau verið veitt annað hvert ár. Viðurkenning þessi er tvíþætt: í fyrstu umferð eru veitt starfs- laun til allt að tíu þátttakenda, er sent hafa inn áhugaverðustu frumdrögin að sjónvarpshandriti. Ári síðar hreppir einn hinna tíu höfunda síðan hin svonefndu Heiðursverðlaun (Grand-Prize) fyrir handrit er dómarar Genfar- verðlauna Evrópu telja fram- bærilegast. Smærri viðurkenning- ar eru einnig veittar þeim höfundum sem skilað hafa athyglisverðri úrvinnslu hug- mynda sinna. Dómnefnd Evrópsku sjón- varpsverðlaunanna er skipuð til tveggja ára í senn og kemur hún saman í Genf í Svisslandi. í henni eiga sæti 9 dómendur frá hinum ýmsu löndum Evrópu. Okkur Islendingum liggur samkeppni þessi nærri hjarta, því forseti Islands, Frú Vigdís Finnboga- dóttir, hefur verið í forsvari hinnar fjölþjóðlegu dómnefndar frá upphafi og verður einnig svo í ár. Þá má minna á hinn eftirtektar- verða árangur er handrit þeirra Vilborgar Einarsdóttur og Krist- jáns Friðrikssonar Steinbarn, náði í verðlaunasamkeppninni 1987. Var það hið þriðja besta af alls 1600 framlögum er þá bárust og færði höfundum sínum því ein starfslaun Genfarverðlaunanna það ár. Svo sem marga rekur minni til, var Steinbarn kvik- myndað á vegum Sjónvarpsins og sýnt sem nýjársleikrit 1990. Sjónvarpið er aðili að verð- launaveitingunni og mun því efna til samkeppni um framlög íslands til starfslaunaveitingarinnar í ár, en heimilt er að senda þrjú hand- ritsdrög utan. Auglýst hefur ver- ið eftir handritsdrögum og eru skilyrðin þau, að höfundarnir séu undir 35 ára aldri og hafi ekki lagt hönd á plóg við handritsgerð fyrir sjónvarp áður. Heimilt er þeim þó að eiga að baki eitt handrit enda sé það ekki að veigameira verki en svo að sýn- ingartími sé 50 mínútur. Nauð- synlegt er einnig að ekki sé byggt í neinu á öðru verki, heldur sé hugmynd og útfærsla að öllu leyti verk höfundar sjálfs. Ekki er beðið um fullunnið handrit að sinni, heldur 5-10 blaðsíðna drög að leikritshandriti, ásamt ítar- legri efnis- og persónulýsingu. Einnig skulu höfundar láta fylgja 1-2 bls. sýn’shorn af handrits- texta og eigið æviárgrip. Það er von Sjónvarpsins að sem flestir úr hópi ungra höfunda hérlendis, sem ekki hafa látið ljós sitt skína fram til þessa, grípi þetta tækifæri til að sýna hvað í brjóstum þeirra býr. Hinn glæsi- legi árangur þeirra Vilborgar og Kristjáns sýnir og sannar að íslensk handrit sitja síst við lak- ara borð en ritsmíðar annarra þjóða í Evrópu. Þá má minna á, að í ár nema starfsverðlaun hinna útvöldu handritshöfunda 25000 svissneskum frönkum og er því eftir nokkru að slægjast fyrir upp- rennandi leikskáld. Skilafrestur er til 15. maí næst- komandi og skal framlögum skil- að til Innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykjavík. • tölvupappir . . uósritunarpappir . ENDURUNNINN PAPPÍR nnÍD . TELEFAXPAPPIR . ÁÆTLUNARBLOÐ . ÁÆTLUNARBLOÐ fyrir sumarleyfi • SKÝRSLUBLOKKIR , . HVERS kyns SÉRPRENTUN DAGSPRENT STRANDGÖTU 31 • 600 AKUREYRI SÍMAR 24222 & 24166 Auglýsing vegna prófs fyrir skjalþýðendur og dómtúlka. Hér með er minnt á að fresturtil innritunar í prófið, sem hefst 18. mars n.k. rennur út 1. mars 1991. Próftöku- gjald er kr. 40.000, sem er óendurkræft. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 20. febrúar 1991. AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 25. febrúar 1991, kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Björn Jósef Arnviðarson og Gísli Bragi Hjartarson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfuiitrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Nauðungaruppboð: Laugardaginn 2. mars 1991 verður haldið nauðung- aruppboð á lausafé, sem hefst við Lögreglustöðina við Þórunnarstræti á Akureyri kl. 14.00 og verður framhaldið annars staðar eftir ákvörðun uppboðs- haldara, sem kynnt verður á uppboðsstað. Selt verður, væntanlega, að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, og ýmissa lögmanna, lausafé, sem hér greinir: Bifreiðarnar; A-1180, A-1322, A-1596, A-1726, A-1953, A-2014, A-2746, A-2763, A-2852, A-2974, A-3281, A-4417, A-4446, A-4956, A-5403, A-6061, A-6096, A-6506, A-7249, A-7710, A-8663, A-8732, A-9305, A-9307, A-9417, A-10007, A-10195, A-10399, A-10596, A-10877, A-10960, A-11005, A-11020, A-11374, A-11563, A-11655, A-11685, A-11697, A-11748, A-11964, A-12051, A-12258, A-12270, A-12309, A-12335, A-12343, A-12596, A-12620, A-12791, A-12841, A-12846, A-13158, B-699, E-264, F-243, F-705, F-974, G-4217, G-24379, G-25517, G-26326, í-3204, K-1777, N-986, Ó-299, Ó-320, P-3074, R-25771, R-32837, R-40091, R-49147, R-57008, R-63684, R-73586, S-1655, U-4780. X-550, X-5937, X-7748, Y-16425, Y-17078, Þ-417, Þ-436; Þ-1240, Þ-2521, Þ-2787, Þ-3110, Þ-3357, Þ-3854, Þ-4503, Ö-8930, DN-231, FK-271, FY-841, FX-617, FÞ-425, FÖ-220, GH-389, GV-021, GY-067, HS-044, ID-709, ID-732, IE-547, KF-794, LA-306, LB-329, LD-557, LE-790, OA-246, RU-254. Lausafé, m.a.: Sjónvörp, myndbandstæki, farsími, hljóm- flutningstæki, sófasett, hillusamstæður, píanó, þvottavélar og tauþurrkarar, ísskápar, Ijósritunarvélar, gufuofnar af teg. Franke, Carlspro gítarmagnari, gufupressa af teg. Kuarsler og prufubekkur af teg. Cebora, peningakassi, 11 st. löndunarspil af gerðinni Partek, trésmíðavél af gerðinni Sicma, torfærutæki F-8, vélsleði FB-20 Artic Cat, Carponi heyvagn, heybindivél, festivagn AT-39. Að kröfu tollstjórans á Akureyri verður seldur Land Rover árg. 1984, skemmdur eftir umferðaróhapp. Að kröfu lögreglustjórans á Akureyri verða væntanlega eftirtaldar bifreiðar boðnar upp vegna ógreiddra stöðu- sekta- DI-519, EN-992, ER-738, EX-896, EY-871, EÞ-215, FE-136, FO-854, FS-136, FS-204, FU-058, FÞ-909, GD-775, GD-867, GJ-979, GL-902, GN-951, GP-401, HE-084, HJ-669, HL-437, HO-592, HV-013, HV-920, IG-203, IZ-162, JA-657, JU-924, LA-248, LA-670, LB-187, LB-504, LD-925. Ávísanir eru ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. 20. febrúar 1991. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.