Dagur - 23.02.1991, Page 20
Verkið sem rykféll
í Reykjavík:
Farsi Böðvars
skýtur Piaf
ref fyrir rass
Nú er Ijóst að Ættannótið hef-
ur slegið aðsóknarmet hjá
Leikfélagi Akureyrar ef aðeins
söngleikurinn My Fair Lady er
undanskilinn, en mönnum ber
saman um að aðsókn að My
Fair Lady hafi verið ótrúleg og
ekki raunhæft að taka verkið
með í samanburði. Eftir sýn-
ingar helgarinnar hafa um eða
yfir 7.200 manns séð Ættar-
mótið og hcfur leikrit Böðvars
þar með skotið Piaf ref fyrir
rass.
Leikfélag Akureyrar auglýsti
síðustu sýningar á Ættarmótinu
um helgina og voru aðgöngumið-
ar fljótir að renna út. Þessar 34
sýningar nægja greinilega ekki til
að fullnægja eftirspurn en hvað
gera bændur þá?
Sigurður Hróarsson, leikhús-
stjóri, sagði að ákveðið hefði ver-
ið að taka Ættarmótið til sýninga
aftur þegar hlé yrði gert á söng-
leiknum Kysstu mig, Kata! um
páskana. Tvær sýningar hafa þeg-
ar verið njörvaðar niður,
miðvikudaginn 27. mars og
fimmtudaginn 28. mars, skírdag.
Þess má til gaman geta að
Böðvar Guðmundsson sendi
Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóð-
leikhúsinu handrit að Ættarmót-
inu áður en hann sneri sér til
Leikfélags Akureyrar. Handritið
lá drjúga stund hjá leikfélögun-
um fyrir sunnan án þess að
ákvörðun væri tekin um upp-
færslu og má segja að þessar
dauflegu undirtektir hafi orðið
Leikfélagi Akureyrar til happs.
SS
Áfengið
Ál'engis- og tóbaksverslun
ríkisins opnar útsölu að Tún-
götu 1 í húsakynnum Fata-
hreinsunar Húsavíkur í vor.
Útsölustjóri verður Sigurður
Þórarinsson. Samningar við
Fatahreinsunina voru undirrit-
aðir á fimmtudaginn og stefnt
Lögreglan á Siglufirði:
Bílbeltaherferd
Vantar fólk til starfa í Fiskiðju Sauðárkróks:
Með réttu grœjurnar.
Mynd: Golli
Atviimulausir geta eða
vilj'a ekki vinna í fiski
- fyrirtækjum ber ekki skylda til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá
Nokkrar umræður hafa spunn-
ist um frétt í föstudagsblaði
Dags um atvinnuleysi samhliða
vöntun á fólki til starfa á Sauð-
árkróki. Á atvinnuleysisskrá
hjá Vinnumiðlun á Sauðár-
króki eru um fimmtíu manns. í
Fiskiðju Sauðárkróks vantar
um þrjátíu manns til vinnu á
næstu mánuðum.
Að sögn Jóns Karlssonar hjá
Verkamannafélaginu Fram á
- opnað í maí
er að því að útsalan verði opn-
uð síðari hluta maímánaðar.
-Ég vona að þetta verði
byggðarlaginu til framdráttar
meira heldur en til ógæfu og auki
þjónustu við það. Þetta er orðinn
hlutur, fólkið vill fá þetta og er
búið að biðja um það,“ sagði
Sigurður, nýráðinn útsölustjóri.
Aðspurður sagðist hann reikna
með að hætta þeim störfum sem
liann hefur gegnt á Sýsluskrifstof-
unni.
Sauðárkróki eru margþættar
skýringar á því að fólk er á
atvinnuleysisskrá og að fólk vant-
ar til starfa hjá Fiskiðjunni.
„Fiskiðjunni ber ekki skylda til
að ráða það fólk sem er á
atvinnuleysisskrá og þeir eru
frjálsir að því að ráða það fólk
sem þeir vilja. Hins vegar sviftum
við það fólk atvinnuleysisbótum
sem neitar vinnu hjá Fiskiðjunni
eða öðrum fyrirtækjum,“ sagði
Jón Karlsson.
strikamerkingum og tölvuskrán-
ingu.
„Fólk á þó nokkuð stóru svæði
hefur átt alllangt í útsölu að
sækja og opnum útibúsins ætti að
verða töluverð breyting fyrir það.
Þetta verður í svipuðu formi og
þau útibú sem við höfum opnað
upp á síðkastið, á Höfn í Horna-
firði og í Neskaupstað. Við horf-
um björtum augum til viðskipta
við Húsvíkinga," sagði Þór
Oddgeirsson. IM
Eitthvað af því fólki sem er á
atvinnuleysisskrá getur af líkam-
legum orsökum ekki unnið við
fiskvinnslu. Hluti atvinnulausra
eru í hlutastarfi og bíða eftir að
vinna aukist og sækjast ekki eftir
að missa af þeirri vinnu sem
þeirra bíður.
Að sögn Matthíasar Viktors-
sonar hjá Vinnumiðlun Sauðár-
króks hefur hluti bótaþega unnið
hjá Fiskiðjunni áður og verið
reknir eða farið þaðan sjálfviljug-
ir. „Ég má ekki bjóða því fólki
sem er á skrá hjá vinnumiðlun
vinnu hjá Fiskiðjunni. Það eina
sem ég get gert er að segja fólki
að fara og sækja um. Einnig
sendi ég fyrirtækjum lista yfir
atvinnulausa í hverjum mánuði.
Nú þegar hefur Fiskiðjan ráðið
einhverja af listanum en þeir
velja væntanlega þá sem þeir
vilja."
í stuttu máli virðst staðan vera
sú að þeir sem eru á atvinnu-
leysisskrá komast upp með að
sækja ekki um fiskvinnu þó þar
vanti starfsfólk. Fiskiðjan er
ekki skuldbundin til að ráða þá
sem eru á skrá og getur því neit-
að þeim um vinnu. Á atvinnu-
leysisskrá eru margir sem geta
ekki eða vilja ekki vinna í fiski og
þar við situr. kg
Húsavík:
í Fatahreinsunina
Akureyri:
Vísbendingar um inflúensu
Lögreglan á Siglufirði hvetur
ökumenn og farþega til að
nota bílbelti og hún hefur beitt
nýstárlegum aðferðum í þess-
ari herferð, m.a. komið þess-
um boðskap inn í fyrirtækin.
Að sögn Guðna Sveinssonar,
lögregluþjóns, hefur lögreglan
beðið verkstjóra á vinnustöðum
að skila því til fólksins að spenna
beltin og árangurinn er þegar
kominn í ljós.
Hann sagði að fólk tæki tilmæl-
um lögreglunnar almennt vel og
áminningarherferð gæti borið
fullt eins góðan árangur og
sektir. SS
Áfengisverslunin leigir 90 fm
af húsnæði Fatahreinsunarinnar
og er það að hluta til lagerrými.
Gengið verður inn í áfengis-
útsöluna frá Árgötu, um sömu
dyr og í fatahreinsunina. Mark-
miðið er að opna útsöluna seinni
hluta maímánaðar en opnunar-
dagurinn er ekki ákveðinn enn,
að sögn Þórs Oddgeirssonar,
aðstoðarforstjóra Áfengisversl-
unarinnar. Aðspurður sagði Þór
að í versluninni yrði bæði áfengi
og tóbak á boðstólnum og allar
algengustu tegundir, þó óvíða
væri allt til í verslunum sem fáan-
legt væri. Sjálfsafgreiðsla verður
í versluninni, og afgreitt eftir
Margt bendir til þess aö inflú-
ensa hafi stungiö sér niður á
Akureyri. Ingvar Þóroddsson,
heilsugæslulæknir, segir að
þetta hafi ekki fengist staðfest,
en einkenni veikinda fólks
kunni að benda til inflúensu.
Ekki þarf að koma á óvart að
inflúensa geri vart við sér hér
nyrðra því fyrir nokkrum vikum
varð hennar vart á höfuðborgar-
svæðinu. Einkenni flensunnar
eru m.a. eymsli í hálsi, beinverk-
ir og hár hiti.
Ingvar segir að í flestum tilfell-
um gangi flensan fljótt yfir. Hins
vegar beinir hann því til fólks
sem hefur veikst á undanförnum
dögum með ofangreind einkenni
að fara vel með sig og taka enga
óþarfa áhættu.
Fyrir áramót voru að sögn Ing-
vars um 3000 manns bólusettir á
Akureyri gegn inflúensu. óþh
Helgarveðrið:
Kalt áfiram
- en hlýnar á mánudag
Samkvæmt spá Veðurstofu
íslands breytist veður lítið
um helgina á Norðurlandi,
og vcrður kalt áfram.
í dag er spáð hægri austan
og aust-norðaustanátt, með
éljuni við ströndina austan til,
en léttskýjað verður vestan til
og í innsveitum.
Á sunnudag léttir heldur til
og vindur verður hægari. Á
mánudag er gert ráð fyrir vax-
andi suðaustanátt, hiti fer yfir
frostmark síðdegis, og fer veð-
ur smám saman hlýnandi.
EHB
SigluQörður:
Þokkalegur
aflihjá
togurimum
Stálvík SI-1 kom til hafnar á
Siglufirði sl. föstudag með
65 tonn. Aflinn var ein-
göngu þorskur og kættust
menn hjá Þormóði ramma
hf. við þau tíðindi. Sigluvík
SI-2 landaði sl. mánudag
120 tonnum og var helming-
ur aflans ufsi en einnig slatti
af karfa og þorski.
Þær upplýsingar fengust hjá
Þormóði ramma að það hefði
verið nóg að gera í vinnslunni
í þessari viku og eftir að Stál-
víkin landaði hefðu menn úr
nægu að rnoða fram í næstu
viku.
Allmörg skip hafa verið að
vciðum úti fyrir Norðaustur-
landi og hafa aflafréttir ekki
verið upplífgandi vegna brælu.
En menn vonast til að aflinn
glæðist með norðanáttinni. SS
Sjömannanefnd:
TiUagna
um mjólkur-
framleiðslu
að vænta
Gunnlaugur A. Júlíusson,
aðstoðarmaður landbúnað-
arráðherra, segir að áfrain sé
unnið á þeim nótum að nýr
búvörusamningur ríkisvalds-
ins og bændasamtakanna
verði undirritaður í byrjun
mars.
Nokkuð ljóst þykir að
umdcildar tillögur sjömanna-
nefndar unt nýskipan í sauð-
fjárrækt verða lagðar til grund-
vallar við gerð nýs búvöru-
samnings, enda áttu bænda-
samtökin, launþegar og
atvinnurekendur fulltrúa í
nefndinni. Beðiðer eftirsams-
konar tillögum sjömannanefnd-
ar um mjólkurframleiðsluna.
Ekki er gert ráð fyrir að þær
verði eins róttækar og I sauð-
ljárræktinni, enda er sem
stendur nokkuð gott jafnvægi
milli framboðs og eftirspurnar
mjólkurafurða. óþh