Dagur - 01.03.1991, Side 4

Dagur - 01.03.1991, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1991 Bestu kveðjur Magnús Gamalíelsson hf. Ávallt gott úrval pottablóma og afskormna blóma Úrval gjafavöru við flest tækifæri Blóm og gjafavörur Aðalgötu 7, Ólafsfirði Bestu kveðjur og heíllaóskir DALVÍK Ólafeflrdtngar Bestu kveðjur og heillaóskir Þingeyrarhreppur Við á Hótel Ólafsfirði minnum ykkur, sem œtlið að skoða Ólafsfjarðargöngin, á kaffihlaðborð laugardag og sunnudag. Hótel Olafsfjörður Draumur hefur rœst - ávarp samgönguráðherra í tilefni af vígslu jarðganga í gegnum ÓlafsQarðarmúla Langþráður draumur hefur ræst. Undanfarnar vikur hafa Ólafsfirðingar og aðrir vegfar- endur ekið rúmlega þriggja km spöl í upplýstum og nota- legum göngum í tilheyrandi logni á pallsléttu slitlaginu í stað hrollvekjandi ófæru einna verstu vega á öllu íslandi og er þá langt til jafnað. A slíkum tímamótum ber að gleðjast og fagna um leið og staldrað er við, litið til baka og lesið af spjöldum sögunnar. Að lokum horfum við fram á veginn því áfram skal halda. Langtímaáœtlanir og Ó-vegir Það er með langtímaáætlun um vegagerð og samkomulagi um svonefnda O-vegi sem var- anlegar vegasamgöngur milli ÓlafsQarðar og EyjaQarðar komast fyrir alvöru á dagskrá. Þáverandi samgönguráð- herra, Steingrímur Her- mannsson, flutti tillögu til þingsályktunar um viðauka við vegáætlun á 104. löggjaf- arþingi veturinn 1981-1982 og voru þar Ó-vegirnir festir í sessi sem sérstakur verkefna- flokkur. Framkvæmdir heflast haustið 1982 við Ó-vegina þegar byijað er á vegi í ijör- unni undir Ólafsvíkurenni. Næst tóku við framkvæmdir í Óshlíð og síðastur í röðinni svonefndra Ó-vega var svo Ólafsfjarðarmúli. Það er einnig upp úr 1980 sem undirbún- ingur framkvæmda í Múlan- um hefst á vegum Vegagerðar ríkis'ins. Varð fljótlega ljóst að af þeim leiðum sem til greina kæmu væru jarðgöng eini kosturinn og mælti Vegagerð- in með þeirri leið í skýrslu sem út kom 1981. Jarðfræði- rannsóknir hófust einnig í Ól- afsfjarðarmúla um 1981 og má segja að meira og minna hafi síðan verið unnið samfellt að undirbúningi framkvæmda allt til ársins 1988 að þær hófust. Stórverkefnaflokkar Með afgreiðslu vegáætlunar vorið 1989 verða ákveðin tímamót í sögu jarðganga- gerðar því þá er tekin inn í vegáætlun sérstakur stórverk- efnaflokkur, þar sem jarð- gangaframkvæmdir eru einn af þremur verkefnaflokkum sem komið er fyrir með sér- stökum hætti í vegáætlun. Hinir verkefnaflokkarnir eru stórbrýr og framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Skiptir mestu við stórverkefnin að verulegur hluti kostnaðar og allt að 80% þegar jarðganga- framkvæmdir eiga í hlut, er greiddur úr sameiginlegum og óskiptum vegasjóði lands- manna, en einungis lítill hluti kostnaðarins (20%) kemur af hlutdeild hvers kjördæmis í vegatekjum. Skiptir þetta sköpum fyrir möguleika ein- stakra kjördæma til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir. Þessi tilhögun mála hefur gert það mögulegt fyrir okkar kjör- dæmi að halda úti verulegum almennum framkvæmdum samtímis Múlanum, auk þess sem sýnt er að engum skuld- um verður til að dreifa þegar framkvæmdum lýkur. Með vegáætlun 1989 og samþykki hennar á Alþingi er fest í sessi Steingrímur J. Sigfússon. fyrsta samfellda langtímaáætl- unin um jarðgangagerð, en eins og kunnugt er er ætlunin að hefjast handa við jarð- gangagerð á Vestfjörðum þeg- ar í framhaldi af framkvæmd- um í Ólafsfjarðarmúla. Á sl. ári var tekin ákvörðun um að færa þær framkvæmdir fram um eitt ár og vinna þær hrað- ar en áður hafði verið áætlað og er undirbúningur þeirra nú í fullum gangi og væntanlega nötra vestfirsk Qöll undan fyrstu sprengingunum áður en snjóar falla á komandi hausti. Verkið lofar meistarann Upphaf sjálfra jarðganga- framkvæmdanna í ÓlafsQarð- armúla var 11. október 1988 þegar fyrsta sprengjan kvað við og jarðgangamenn lögðu af stað inn í fjallið. 15. mars kvað svo við síðasta drunan og nú rétt tæpu ári síðar er mannvirkið formlega tekið í notkun og vígt, fullfrágengið að því undanskildu að eftir er að tvöfalda slitlag í botni ganganna. Þannig eru ekki liðin nema rétt rúm þrjú ár frá því útboð hófst og um tvö og hálft ár frá því framkvæmdir hófust þar til þessu marki er náð. Hundrað þúsund rúm- metrar af grjóti hafa í um þús- und sprengingum verið losað- ir og fluttir út úr göngunum. Rík ástæða er til að fagna því hversu vel þetta verk hefur gengið og lofa þá menn sem að því hafa staðið. Það hefur án nokkurra verulegra óhappa gengið greiðar en jafnvel áætlanir gerðu ráð fyrir. Ég vil sérstaklega fagna þeirri góðu einkunn sem öll undirbúnings- og hönnunar- vinna íslenskra vísindamanna fær í raun og veru með þeim dómi reynslunnar sem nú liggur fyrir. Ég vil fyrir hönd samgönguráðuneytisins færa öllum þeim sem að verkinu hafa unnið, Vegagerð ríkisins, verktökum og öðrum sem þarna hafa lagt hönd á plóg- inn kærar þakkir. Samgöngubœtur - framfarir Enginn vafi er á því að hér er verið að taka í notkun ein- hverja stórfelldustu sam- göngubót sem eitt byggðarlag hefur orðið aðnjótandi fyrr og síðar. Þess verða tæplega fundin nema fá dæmi að jafn stórfelld breyting verði á sam- gönguhögum einstakra byggðarlaga og jarðgöng gegnum ÓlafsQarðarmúla valda. Þá er einnig óhjá- kvæmilegt og eðlilegt að staldrað sé við þau tímamót og það upphaf nýrra tíma í þessum efnum sem notkun þessa mannvirkis markar. Með áframhaldandi fram- kvæmdum af þessu tagi, jarð- gangagerð á Vestíjörðum og AustQörðum og með fleiri stórátökum sem að því miða að leysa samgönguvandamál einstakra byggðarlaga og rjúfa einangrun þeirra, að tengja saman héruð og landshluta, er verið að breyta og bæta aðstæður í landi okk- ar og búa í haginn fyrir fram- tíðina með einhverjum árang- ursríkasta hætti sem ég tel að völ sé á. Sameinaðir stöndum vér Að lokum vil ég leggja á það áherslu að þegar litið er til baka yfir þá löngu sögu sem að baki þessum framkvæmd- um liggur, koma auðvitað í hugann nöfn margra manna sem af miklum dugnaði og ósérhlífni hafa barist fyrir þessum framkvæmdum. Ég ætla hér ekki að nefna nein nöfn af þeirri ástæðu fyrst og fremst að um þetta verk hefur undantekningarlítið ríkt ágæt pólitísk samstaða. Sama má reyndar segja yfirleitt um okk- ar vegamál sem í flestum til- vikum hafa verið afgreidd samhljóða á Alþingi. Það er auðvitað þegar til kastanna kemur einmitt þessi pólitíska samstaða og sú skynsamlega tilhögun við framkvæmdir sem tekist hefur með skipu- lögðum og faglegum vinnu- brögðum gegnum vegáætlun og langtímaáætlun þar sem lögð er niður ákveðin forgangs- röð verkefna að bestu manna yfirsýn sem mestu skiptir. Þannig að í stað þess að berj- ast um á hæl og hnakka á hverju ári um hituna, semja menn af skynsamlegu viti um ákveðna forgangsröðun. Það er rétt að minnast þess líka að í þessu sambandi hefur oftast tekist furðu góð og breið samstaða, ekki bara milli ólíkra pólitískra flokka og ein- staklinga, heldur líka milli fulltrúa úr þéttbýli og dreif- býli. Fyrir þetta ber að þakka og á þetta vil ég leggja áherslu að hér er það sem oftar sam- staðan sem mestum árangri skilar. Til hamingju! Ég vil að lokum færa Ólafsfirð- ingum, Eyfirðingum, Norð- lendingum og landsmönnum öllum hjartanlegar hamingju- og árnaðaróskir í tilefni þess að hin myndarlega og mikla samgönguframkvæmd, ein hin mesta í sögu slíkrar upp- byggingar á landinu, er nú tekin í notkun. Megi gæfa fylgja þessari framkvæmd og megi hún verða til þess að efla byggð og bæta mannlíf og lífs- skilyrði í landshluta okkar og verða landsmönnum öllum til gagns og gleði um ókomin ár. Steingrímur J. Sigfússon. (Höfundur er samgöngu- og landbún- aðarráðherra og alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið í Norðurlandskjör- dæmi eystra.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.