Dagur - 01.03.1991, Qupperneq 8

Dagur - 01.03.1991, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1991 Lykill að efíingu samstöðu og samvinnu Aldarfjórðungur er síðan Múla- vegurinn var tekinn í notkun. Á þeim tíma var það mikil og gagnger samgöngubót sem tengdi Ólaí'sfjörð traustari böndum við aðrar byggðir Eyjafjarðar, ýtti undir upp- byggingu á staðnum og jók fólki framfarahug og bjart- sýni. Þótt sá áfangi í samgöngu- málum væri mikilsverður á þeim tíma verður því ekki neitað að vegurinn um Múl- ann mikla hafði sínar skugga- hliðar. Erflð veðrátta, snjóa- lög, hálka og grjóthrun hafa tekið sinn toll afvegfarendum. Þeir sem ótrauðir réðust til farar heiman frá - eða heim til Ólafsfjarðar - náðu ekki all- ir þeim leiðarlokum sem áformuð voru. Því er mér efst í huga nú að fagna því að eng- inn þarf lengur að búa við angist og óvissu um ættmenn og ástvini vegna ferða um Ólafsfjarðarmúla í misjöfnum veðrum við erfíð skilyrði. Aukin nálægð og auðveldari leið til grannbyggðanna breytir viðhorfum og opnar möguleika sem áður voru tæp- ast fyrir hendi. Hugmyndir sem uppi hafa verið um vest- urströnd Eyjafjarðar eða jafn- vel Eyjafjörð allan sem eitt atvinnusvæði er ekki lengur fjarlægur draumur. í sjónmáli er nú að sá draumur geti ræst. Nú þegar sverfur að lands- byggðinni í atvinnumálum og atvinnuuppbyggingu, sem aldrei fyrr, er sú nauðsyn enn brýnni en áður að sveitarfélög standi saman, verji hagsmuni sína og sæki jafnframt fram. Bættar samgöngur eru mikils- verður þáttur til að auðvelda samstöðu og samvinnu. Ég sé fyrir mér aukna samvinnu á ótal sviðum á komandi árum milli sveitarfélaga við Eyja- Qörð sem leiðir til hagræðing- ar í rekstri þeirra og gerir þeim fært að sameinast um verkefni til uppbyggingar og atvinnusköpunar. Þó að mörgum virðist sem eitthvað „stórt“ þurfi að koma til, til að tryggja atvinnu og áframhaldandi hagsæld þá má ekki stara svo fast á það að mönnum sjáist yfir smærri at- vinnutækifæri, jafnvel þar sem eru aðeins 1-2 störf. Öllu fylgir einhver margfeldisáhrif. Jöfn og stöðug þróun atvinnuupp- byggingar er öllum hagstæð- ari en stór stökk þar sem jafn- vægið tæpast ef til vill í lend- ingunni. Ég ber engan vafa um að með samstöðu og samvinnu vinna Eyfirðingar sig frá þeim vanda sem uppi er nú, minnugir þess að úrræðin eru fyst og fremst fólgin hjá heima- mönnum í atorku þeirra sjálfra. Þau munu aldrei koma að sunnan. Hin nýja, greiða leið frá Ólafsfirði til Akureyrar, höfuð- staðar Norðurlands, kallar á nýjar tengingar. Þó að tengsl Eyjafjarðar og SigluQarðar hafi verið rofin um skeið eru þar á milli sterk söguleg tengsl og sterkar hefðir fyrir sam- skiptum. Nýr vegur yfir Lág- heiði hlýtur að verða beint framhald af þeim atburðum sem nú hafa gerst. Með slíkum leiðabótum tengjast Norður- land eystra á ný og á nýjan hátt, sem enn opnar nýja möguleika á mörgum sviðum fyrir bæði héröðin. essi opnun á styttra og greiðfærara vegarsam- bandi til og frá Ólafsfirði hlýt- ur að efla sókn heimamanna til nýbreytni um margt. Aug- ljóst er að skólasókn til Dalvík- ur og Akureyrar verður auð- veldari. Fólk getur sótt í öld- ungadeildina í V.M.A. þó að það búi heima og áfram mætti telja. Ólafsfirðingar verða að halda áfram að efla verslun og þjónustu í sinni heimabyggð, en ekki sækja hana í of mikl- um mæli til annarra nú, þegar auðveldara verður um vik. Reynslan sýnir að slíkt hefur gerst þegar einangruðum byggðarlögum hafa opnast leiðir til annarra, hafi þau ekki haldið vöku sinni í þeim efnum. Ég treysti Ólafsfirðingum til að gæta sín á þeim vettvangi. Þetta samgönguátak sem nú er að ljúka vekur bjartsýni í brjóstum þeirra landsmanna sem enn búa við samgöngu- Málmfríður Sigurðardóttir. vanda af því tagi sem einungis fæst leystur með jarðganga- gerð. Viðhorf manna til bú- setu á áður einangruðum stöðum gerbreytast. Bættar samgöngur eru einn mikil- vægasti þátturinn í að efla samstöðu og samvinnu sveit- arfélaga og styrkja stöðu landsbyggðarinnar. Á þessum tímamótum er sannarlega ástæða til að óska Norðlend- ingum, og þá sérstaklega Ólafsfirðingum og Eyfirðing- um öllum, til hamingju með þann áfanga sem náðst hefur nú í breyttum og bættum sam- göngum með opnun jarð- ganga um Ólafsíjarðármúla. Að lokum endurtek ég heilla- óskir mínar til Ólafsfirðinga og lýsi þeirri vissu, að þetta samgönguátak verði Norð- lendingum öllum til hagsæld- ar og farsældar. Málmfríður Sigurðardóttir. (Höfundur er alþingismaður fyrir Kvennalistann í Norðurlandskjördæmi eystra.) Skeljur Öll þjónusta við 1 / f igur hf. ferðamanninn Bensín - olís a - smávara Við fyllum á t lílinn og fólkíð

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.