Dagur - 01.03.1991, Síða 13

Dagur - 01.03.1991, Síða 13
Föstudagur 1. mars 1991 - DAGUR - 13 JARÐGONG UM ÓLAFSFJARÐARMÚLA Vogagjá ofugjá W Mígandi Áður en jarðgangaleiðin Kúhagagil-Tófugjá var ákveðin voru fimm aðrar leiðir kannaðar; Bríkargil- Flag, Bríkargil-Vogagjá, Kúhagagil-Vogagjá, Kúhagagil-Mígandi og Brimnes-Mígandi. Á þessu korti er sú leið sem valin var að lokum sýnd með skyggðum deplum. Hálfskyggðu deplarnir sýna hinar ílmm leiðirnar. Kort: Óskar Þór Halldórsson. hefur þó verið greinilega verst í síðasttalda mánuðinum. Mörgum vegfarendum hef- ur verið í nöp við veginn um Ólafsfjarðarmúla vegna tíðra snjóflóða þar. Flest snjóflóð hafa fallið á hæsta hluta Múla- vegar, sem fer af með tilkomu jarðganganna. Athuganir sýna að rúm 90% snjóflóða í Múlanum hafa fallið á svæð- inu milli gangamunnanna í Kúhagagili og Tófugili. Flest flóð hafa samkvæmt skýrslum fallið í Bríkargili og Ytra- Drangsgili. Ætla má að sú áhætta sem óneitanlega hefur fylgt akstri á Múlavegi, hafi ráðið miklu í ákvörðun um að ráðast í jarð- göngin langþráðu. Góðar samgöngur forsendur framfara Það er eðlileg krafa vegfar- enda að áhætta við að aka þjóðveg hér á landi sé sem minnst og öryggi þeirra sé tryggt. Á það hefur hins vegar skort í Múlanum, með stöðugt yfirvofandi ógn snjóflóða og grjóthruns. Þrátt fyrir að fjórir hafi látið lífið í Múlanum hefur saman- tekt Vegagerðar ríkisins sýnt að vegurinn var undir lands- meðaltali í slysatíðni. Rétt er að taka fram að þessi saman- tekt segir ekki til um orsakir slysanna eða hversu alvarleg þau voru. Athyglisvert er að samkvæmt lögregluskýrslum má rekja meirihluta slysa í Ólafsfjarðarmúla beint til óhagstæðra akstursskilyrða, hálku, grjóthruns eða snjó- ílóða. f nútíma þjóðfélagi eru háværar kröfur um allt land um tryggar samgöngur byggð- arlaga við „umheiminn". Menn eru sammála um að góðar samgöngur séu for- senda framfara. Þetta er spurningin um líf eða dauða afskekktra svæða. í bréfi sem, Jón Friðriksson, þáverandi bæjarstjóri í Ólafs- firði, skrifaði Árna Gunnars- syni, alþingismanni, árið 1983 segir; „íbúafjölgun hér hefur stöðvast og íbúum í raun fækkað, þrátt fyrir að atvinna hefur verið mikil, en að vísu fábreytt. Ég tel það undantekningartilfelli ef menn flytja héðan vegna Múlavegar, en hins vegar er mjög líklegt að slíkur Ó-vegur dragi mikið úr að aðkomufólk setjist hér að. Jarðgöng í gegnum Múlann er því lykil- atriði hvað varðar alla íbúa- fjölgun og framþróun á staðn- um.“ Jarðgöng öflugt „byggðavopn“ Þessi orð Jóns segja allt sem segjá þarf um gildi jarðgang- anna fyrir ÓlafsQörð í nútíð og framtíð. Rökin fyrir göngum á Vestfjörðum, sem byrjað verð- ur á í vor, eru af svipuð- um toga. Menn fullyrða ein- faldlega að án byltingar í sam- göngumálum Vestfirðinga liggi ekkert annað fyrir en stórkostlegur fólksflótti af norðanverðum Vestfjörðum. Göngin séu þannig öflugt „tæki“ til að halda þessu svæði íbyggð. Snemma árs 1988 var gerð ÓlafsQarðarganganna boðin út. Fjölmörg fyrirtæki, innlend sem erlend, tóku þátt í forvali og útboði. Það var rafmagnað andrúmsloft í Rúgbrauðsgerð- inni gömlu í Reykjavík á vor- dögum 1988 þegar tilboðin voru opnuð. 1 ljós kom að norsk-íslenska fyrirtækið Krafttak sf., sem vann m.a. við gerð neðanjarðarmannvirkja Blönduvirkjunar og upp- steypu stöðvarhúss virkjunar- innar, bauð lægst. Tilboð Krafttaks sf. var yfirfarið af Vegagerð ríkisins og síðan voru undirritaðir verksamn- ingar þann 1. júlí 1988. Á haustdögum það ár hófust sprengingar í Múlagöngum. Verkið var hafið. Óhætt er að fullyrða að gerð Múlaganganna hafi gengið vonum framar. í ljós hefur komið að verkið hefur verið vel undirbúið, jarðfræðikort- lagning af fjallinu hefur t.d. staðist eins vel og hugsast getur. Að verkinu hefur unnið samstilltur hópur manna. Samstarf hinna norsku og íslensku aðila hefur verið með miklum ágætum. Við gerð Ólafsfjarðargang- anna hefur aflast ómetanleg þekking á sviði jarðganga- gerðar á íslandi. Þessi fram- kvæmd hefur fært mönnum heim sanninn um það að jarð- göng eru það sem koma skal á þeim svæðum hér á landi þar sem þannig háttar til að vega- samgöngur á landi eru erfið- ar. óþh Ólafsfirðingar fagna nú bœttum samgöngum með Á þessum tímamótum þakka þeir öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera þennan draum að veruleika. Til hátíðahalda í dag 1. mars bjóða Ólafsfirðingar alla velkomna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.