Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 25

Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 25
J3r~rr Föstudagur 1. mars 1991 - DAGUR - 25 hafist handa við að ryðja veginn. Eins og áður segir var Sigurður Ringsted einn af hvatamönnum að vegarlagn- ingu fyrir Múlann. Hann var framsýnn maður og sá mikil- vægi þess að koma á tryggu vegsambandi við EyjaQörð. Jafnframt var hann eldhugi sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Því má heldur ekki gleyma að Sigurður ók rútu- og vörubifreið í þá daga og af þeim sökum var það honum mikið kappsmál að stytta vegalengdina milli ÓlafsQarðar og Akureyrar. Blaðamaður heimsótti Sigurð og Sumarrós konu hans á heimili þeirra á Akur- eyri og riQaði upp með þeim fyrstu skref Ólafsfirðinga að gerð vegar fyrir Múlann. Sigurður minntist þessara daga með gleði og ekki var laust við bros þegar hann lét hugann reika. „Ég þvargaði í Birni heitn- um Stefánssyni, kennara og síðar skólastjóra, en hann var þá á sumrum í vegagerð á vegum bæjarins, að leggja mér lið við að heQa vegarlagn- ingu fyrir Múlann. Ég vissi að það yrði frekar tekið mark á honum en mér. Eg fékk Björn, Stefán Ólafs- son og Martein Friðriksson í göngutúr með mér út í Múla til þess að kanna aðstæður og í kjölfarið var ákveðið að fara af stað með undirskriftalista í Ólafsfirði og safna peningum til vegargerðarinnar. Strax daginn eftir byrjuðum við að ryðja Brimnesgilið með jarðýtu í eigu búnaðarfélags- ins. Ingvi Guðmundsson stjórnaði ýtunni. Þessi sama jarðýta var notuð til þess að ryðja vegarspotta upp frá Reykjum, en ekkert varð meira úr þeirri framkvæmd.“ Þessi fyrsti vísir að vegi fyrir Ólafsijarðarmúla lá eilítið nær íjallinu en sá Múlavegur sem við þekkjum. Verkið sóttist hægt, en því miðaði þó í rétta átt. Áður en vetur skall á komust vega- gerðarmenn að Kúhagagili. Þessi fyrsti vísir að Múla- vegi herti í Ólafsfirðingum að fá ríkisvaldið í lið með sér að fjármagna vegargerð fyrir Múlann. En hið opinbera var ennþá heldur tregt í taumi og því fór svo að Ólafsfirðingar foru af stað með annan sam- skotalista í bænum vorið 1954 til þess að fjármagna komu norsks verkfræðings til þess að kanna heppilegt vegarstæði í Múlanum. í „haus“ sam- skotalistans, sem dagsettur er 23. júní 1954 segir orðrétt: „Vegna þess hve seint hefir gengið að fá raunhæfa rann- sókna og kostnaðaráætlun á Múlaveginum, réðumst við nokkrir áhugamenn í það stórræði með hjálp og aðstoð Sveinbjörns Jónssonar bygg- ingameistara að fá hingað til landsins norskan vegaverk- fræðing, sem er þrautreyndur við að leggja vegi í gegnum kletta og klungur. Vegamála- stjóri vill ekki taka þátt í þeim kostnaði, sem þessari rann- sókn er samfara. Við komum því einu sinni enn til ykkar, góðir áhugamenn, í þeirri von að þið getið hlaupið undir bagga með okkur, svo að við getum leyst verkfræðinginn ánægðan út héðan. Hann verður hér þessa daga fram að helgi við rannsóknir í Múl- anum.“ Norski verkfræðingurinn Lengd: Göngin sjálf eru 3130 metrar en heildarlengd með vegskálum er 3400 metrar. Breidd: 5,0 metrar Hæð: 5,4 metrar Bil milli útskota: 160 metrar Hæð austurenda: 125 m.y.s. Hæð vesturenda: 70 m.y.s. Halli: 2,0% Vegskálar: Vegskálarnir eru samanlagt 265 metrar á lengd, eystri vegskálinn er 100 metra langur en vestari skálinn 165 metra langur. Jarðfræði: Göngin liggja í u.þ.b. 12 milljón ára gömlum basaltlögum, sem eru um 10 metra þykk að meðaltali. Milli þeirra eru þynnri lög úr seti og gjallkaga. Göngin skera marga bergganga, sprungur og misgengi. Berg- ið var styrkt eftir þörfum með sprautusteypu og berg- boltum. Vegna mikils vatns- elgs í göngunum var stærri hluti ganganna klæddur dúk en gert var ráð fyrir. Undirbúningur að gerð jarðganganna: í höndum Vegagerðar ríkisins. Rann- sóknir hófust árið 1980 og var unnið eitthvað flest ár til ársins 1988 þegar opnuð voru tilboð í gerð ganganna. Verktaki: Krafttak sf. var með lægsta tilboðið í gerð Múlaganganna, 537 milljón- ir króna. Auk Krafttaks bauð Qöldi innlendra sem erlendra verktaka í verkið. Samningar voru undirritaðir við Krafttak 1. júlí 1988 og þá þegar hófst undirbúning- ur verktakans við sjálfar jarð- gangasprengingarnar. Fyrsta sprengingin: Stein- grímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, sprengdi fyrstu hleðsluna í ÓlafsQarð- armúla 11. október 1988 og markaði þar með upphaf jarðgangagerðar í Múlanum. Síðasta sprengingin: Stein- grímur J. samgönguráðherra var aftur á ferðinni þann 15. mars 1990 þegar hann sprengdi síðustu hleðsluna í göngunum. Þar með var leið- in greið í gegn. Fjöldi sprenginga: Nærri lætur að um eitthundrað þús- und rúmmetrum af grjóti, sem molnuðu niður í um eitt þúsund sprengingum, hafi iverið ekið út úr göngunum. Gangur verksins: í öllum aðalatriðum má segja að jarðgangagerðin hafi verið á áætlun. Sprengingarnar voru umfangsmesti verkþátturinn og gengu þær mjög vel. Lokið var við að ganga frá dren- kerfi í göngunum 10. sept- ember á síðasta ári. Sex dög- um síðar lauk uppsetningu motta innan í göngin, þar sem þess þurfti. Þann 6. nóvember lauk lagningu slit- lags í göngunum, en síðari lagið verður lagt í vor. Þá lauk uppsetningu kapalstiga íloft ganganna 12. desember sl. og uppsetningu ljósa var lokið 15. desember. Opnuð fyrir umferð: Ólafs- fjarðargöngin voru opnuð formlega fyrir umferð 16. desember 1990. Stefán Guð- bergsson frá Krafftaki sf. afhenti Guðmundi Svafars- syni, umdæmisverkfræðingi Vegagerðar ríkisins, göngin formlega til umsjár og reksturs. Göngin voru síðan lokuð að næturþeli um skeið í febrúar á meðan unnið var við að setja upp hurðir fyrir gangamunnana. Endanlegur kostnaður: Lætur nærri að sé einn millj- arður króna. Framreiknað er tilboð Krafttaks sf. á bilinu 900-950 milljónir króna. Ekki ósvipaður kostnaður og við breytingar á einu stykki af Þjóðleikhúsi. Vígsla: Formleg vígsla í Ólafsfirði 1. mars 1991, tæp- um 29 mánuðum eftir að samgönguráðherra sprengdi fyrstu hleðsluna í Múlanum. kannaði aðstæður og féllst í stórum dráttum á áður fram- komnar tillögur Snæbjarnar Jónassonar. En þar með var björninn ekki unninn. Enn átti eftir að afla málinu fylgis á Alþingi. En þetta breyttist á haust- þinginu 1954. Þá lögðu tveir þingmenn Norðlendinga fram frumvarp til laga um vegar- lagningu fyrir Ólafsfjarðar- múla, sem fékk jákvæðar undirtektir þingheims. Múla- vegur var staðfestur á vega- lögum árið 1955 og það sama ár hófust framkvæmdir. Þeim lauk ellefu árum síðar. Múla- vegur var formlega opnaðúr fyrir umferð 17. september 1966. „Ég var aldrei í vafa um að hægt væri að leggja veg fyrir Múlann,“ sagði Sigurður. „Ég fór aldrei með Drang svo ég væri ekki að mæla út hvernig best væri að leggja veginn." Það fór vel á því að Sigurður slóst í för með Steingrími sam- gönguráðherra þegar Múla- göngin voru opnuð fyrir umferð í desemeber sl. Sigurður var dreyminn á svip- inn þegar hann var að lokum spurður um hvernig tilfinning það hafi verið að keyra í gegn- um Múlann. „Blessaður vertu, maður vissi ekki af þessu." óþh Óskum Ólafsfirdingum til hamingju meö mikilsverða samgöngubót Minnum a feróir okkar Akureyri—Ólafsfjörður mánudaga, mióvikudaga, föstudaga. Oruggar ferðir — Góö þjónusta Frakt sf. vöruflutningar Afgreiðsla Akureyri, Hafnarstræti 86 b Afgreiösla Ólafsfirði, Útibú KEA i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.