Dagur - 16.03.1991, Síða 3

Dagur - 16.03.1991, Síða 3
Laugardagur 16. mars 1991 - DAGUR - 3 f DAGS-ljósinu Kaup á húsgögnum og leiktækjum fyrir Akureyrarbæ valda titringi í embættismannakerfinu: „Starfsmeim embættis húsameistara hafa ekki meira vit á kaupum á leiktækjum og húsgögnum en við fóstrur“ - segir Sigríður Magnea Jóhannsdóttir dagvistafulltrúi - „leiðindamál sem þarf að leysa,“ segir Valgarður Baldvinsson bæjarritari Kaup á húsgögnum og leik- tækjum fyrir dagvistarheimilið Holtakot hafa valdið töluvcrð- um titringi í embættiskerfi Akureyrarbæjar og um leið hafa þau varpað Ijósi á sam- starfsörðugleika milli deilda og stofnana bæjarins. Akureyringur hafði samband við ritstjórn Dags og lýsti furðu sinni á því að Akureyrarbær hefði keypt húsgögn og innréttingar frá Reykjavík fyrir milljónir króna fyrir skrifstofur bæjarins við Geislagötu. Orðrétt sagði hann: „Lagfæringar og endurbætur hafa farið fram á skrifstofu Akureyr- arbæjar fyrir margar milljónir króna og húsgögn keypt. Þessi húsgagnakaup fóru fram í Reykjavík þrátt fyrir að slík kaup væri hægt að gera hér á Akureyri. Verslanir óg iðnaðarmenn á Akureyri eiga undir högg að sækja og eru sniðgengnir. Þessi kaup eru ekki einsdæmi, því sami ' hát'fur var hafður á þegar innan- stokksmunir voru keyptir til dag- vistunarheimilisins Holtakots, sem verður tekið í notkun innan skamms. Það er óverjandi með öllu að bæjaryfirvöld skuli sýna þetta fordæmi. Þeim ber að hlúa að þeirri starfsemi sem fer fram á Akureyri bæði í verslun og iðnaði sem og öðrum starfsgreinum.“ Viðmælanda Dags var heitt í hamsi og hann bætti við: „At- vinnulífið á Akureyri hefur verið og er í lægð. Hvers eigum við að gjalda bæjarbúar? Heyrst hefur að eðlilegar skýringar sé hægt að finna og þær séu að stjórnunar- kerfi Akureyrarbæjar sé ekki skilvirkt og að hver höndin vinni gegn annarri. Hagsmunapot og hlaup einstakra manna eftir umboðslaunum ráða oft ferðinni. Kerfið er morkið og óeining ríkir á mörgum sviðum stjórnsýslunn- ar og ég get greint frá fleiri tilfell- um, svo sem kaupum á húsgögn- um fyrir Gagnfræðaskólann á Akureyri." Vegna þessara stóru orða leitaði Dagur til nokkurra starfsmanna Akureyrarbæjar sem málið er skylt. „Eg hef heyrt af þessum óánægjuröddum“ Fyrstur varð fyrir svörum Val- garður Baldvinsson, bæjarritari. Hann kvað rétt vera að unnið hafi verið að lagfæringum og breytingum á skrifstofum Akur- eyrarbæjar og húsgögn hafi verið keypt frá Reykjavík í gegnum Bókval á Akureyri, sem er umboðsaðili hér í bæ. „Ég hef heyrt af þessum óánægjuröddum. Að mínu mati var stofnað til þessarra kaupa á eðlilegan hátt. í starfi mínu hef ég haft rnikla tilhneigingu til að skipta við aðila á Akureyri svo framarlega að þeir bjóði sam- bærilega eða betri vöru en aðrir. Bókval er umboðsaðili og þeirra eru umboðslaunin. Á. Guð- mundsson í Kópavogi er fram- leiðandi húsgagnanna þannig að hér er um innlenda smíði að ræða. Fyrir nokkrum árum hóf- um við lagfæringar á skrifstofun- um og arkilekt var hafður með í ráðum. Hann valdi húsgögn frá Á. Guðmundssyni og því þótti rétt nú að kaupa eins húsgögn til að halda heildarmynd á skrifstof- unum,“ sagði Valgarður Bald- vinsson, bæjarritari. Valgarður kvaðst ekki geta tjáð sig um húsgagnakaup til dag- vistunarheimilisins Holtakots, því það mál væri ekki komið inn á borð hjá sér, en vísaði á embætti húsameistara Akureyr- arbæjar. „Ég hefði aldrei mælt með þessu“ Ágúst Berg, húsameistari Akur- eyrarbæjar sagði að nýleg kaup á búnaði, þ.e. húsgögnum og leik- tækjum, hefðu ekki komið til kasta húsameistara, þó svo að þannig hefði átt að halda á mál- um samkvæmt því skipuriti sem embætti hans starfar eftir. Einar Jóhannsson, fulltrúi húsameistara, hefur verið verk- efnisstjóri í Holtakoti. „Þessi húsgagnakaup eru afbrigðileg og vandræðaleg og því er betra að þú talir við fulltrúann minn, sem hefur verið í eldlínunni," sagði Ágúst Berg, húsameistari. Einar sagði að umrædd bygging, Holtakot, væri teiknuð hjá húsameistara Akureyrarbæj- ar og samkvæmt þeim reglum sem gilda um embættið, þá ætti það að hafa yfirumsjón með öllu því sem lyti að nýsmíði og kaup- um til hússins. „Vissulega er mjög undarlega staðið að þessum húsgagnakaup- um og ekki samkvæmt þeim regl- um er gilda um kaup sem þessi. Já, það hlýtur að skoðast óeðli- legt í hæsta máta þegar bæjarrit- ari, bæjargjaldkeri og embætti húsameistara vita ekki af hús- gagnakaupum sem þessum að upphæð 3 milljónir króna. Ég hef ekki séð reikningana þó svo að hér eigi að árita þá áður en þeir fást greiddir. Sambandsleysið og sambúðarerfiðleikarnir milli hinna ýmsu stofnana Akureyrar- bæjar eru það miklir að til vand- ræða horfir. Rétt er að dagvist- arfulltrúi og forstöðukona Holta- kots fóru til Reykjavíkur til að annast þessi kaup. Þær fóru ekki í umboði embættis húsameistara heldur félagsmálaráðs. Erlend húsgögn, sem ekki eru sérhönn- uð fyrir börn voru keypt. Ég sem Síðastliðinn fímnitudag ræddu fulltrúar Akureyrarbæjar við forsvarsmenn Kaupfélags Ey- fírðinga um kaup á húseignum KEA í Grófargili með væntan- Iega listamiðstöð í huga. Við- ræðunum verður haldið áfram í næstu viku. Björn Jósef Arnviðarson, bæjarfulltrúi, sagði að það væri ljóst að áhugi væri fyrir hendi hjá báðurn aðilum að ná samkomu- lagi. En er hann bjartsýnn á að aðilar komi sér saman um kaup- verð? „Ég tel það alls ekki útilokað. Já, ég er bjartsýnn á það,“ sagði Björn Jósef. Viðræður eru sem sagt enn í gangi og meöan þeirn cr ekki lok- verkefnisstjóri við Holtakot hefði aldrei mælt með þessum hús- gögnum og þau hefðu ckki verið keypt hefði verið haldið eðlilega á málum,“ sagði Einar Jóhanns- son. „Hafa ekki meira vit á kaupum en við“ „Starfsmenn embættis húsameist- ara hafa ekki meira vit á kaupum á leiktækjum og húsgögnum en við fóstrur, sem höfum unnið okkar starf í meira en 20 ár. Embætti húsameistara setti sig á móti þessum kaupum. Við keypt- um þennan búnað þ.e. leiktæki, innanstokksmuni og raunar allan búnað til Holtakots í umboði félagsmálaráðs og ég sem dag- vistarfulltrúi skrifaði upp á reikn- ingana sem og alla reikninga sem stofnað er til vegna dagheimila og gæsluvalla. Umrædd húsgögn eru erlend og við gengum inn í tilboð sem Reykjavíkurborg hafði fengið vegna búnaðar til þriggja dagvistunarheimila. Ég sé ekkert óeðlilegt við þessi kaup,“ sagði Sigríður Magnea Jóhanns- dóttir, dagvistarfulltrúi. Af framansögðu vaknar sú spurning, hvort samstarfsörðug- leikar standi í vegi fyrir eðlilegri ákvarðanatöku hinna ýmsu fram- kvæmdamála hjá Akureyrarbæ. Valgarður Baldvinsson sagði að þetta væri allt leiðindamál. Samstarf milli embættis húsa- meistara og embættis dagvistar- mála væri mjög stirt. Hann vildi ekki fella dóm um hverjum það væri að kenna. „Kerfíð er ekki sem skyldi“ „Fram til þessa hefur embætti húsameistara annast allt sem hef- ur fallið undir nýsmíði og lagfær- ingar. Einnig hafa embættismenn húsameistara skrifað upp á reikn- inga. Að undanförnu hefur þetta verið svolítið á reiki. Kerfið er ekki sem skyldi. Ef félagsmála- ráð hefur gefið þessum stúlkum umboð til húsgagnakaupa og fleira, þá geri ég ráð fyrir að við getum ekki hafnað þeim uppá- skriftum sem á reikningunum ið er ekkert hægt að segja til um framgang hugmyndarinnar um listamiðstöð í Grófargili. Hugs- anlegt kaupverð fasteignanna hefur ekki verið gefið upp en heimildir Dags herrna að í fyrstu hafi aðilar haft gjörólíkar hug- myndir um verð. Nú virðist þeim hins vegar lítið bera á milli. SS DAGUR Aliurcyxi Norðlcnskt dagblað eru. Hins vegar hefði mér þótt eðlilegt að fóstrurnar hefðu séð um leikfangakaupin og húsa- meistari um annan búnað. Bókun um samstarfsörðugleika kemur til kasta bæjarráðs innan skamms. Þetta mál þarf að leysa og þar blandast bæjarfulltrúar og formenn nefnda inn í,“ sagði Valgarður Baldvinsson, bæjarrit- ari. Rétt er að taka fram að ekki tókst að hafa samband við Sig- rúnu Sveinbjörnsdóttur, for- mann félagsmálaráðs, en hún er stödd í Reykjavík. ój BEINT FLUG Akureyri-Ziirich Sætaframboö í feröum þessum er takmarkað og ef dæma má af reynslu síöasta sumars þegar öll sæti seldust upp á skömmum tíma er ekki ráö aö draga lengi aö panta sér sæti og tryggja ánægjulega ferö Umboð á Akureyri fyrir Ferðaskrifstofuna Listagil: Báðir aðilar hafa hug á samkomulagi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.