Dagur


Dagur - 16.03.1991, Qupperneq 4

Dagur - 16.03.1991, Qupperneq 4
carmína 4 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1991 Jón Hlöðver Áskelsson í Carmínuviðtali: Mér þótti sérstakt að sitja undir rauðiun Lenínfána Jón Hlöðver Áskelsson er af Mýrarættinni sem er vel þekkt fyrir mikla tónlistarástríðu. Tónlistin hefur enda sett mark sitt á líf Jóns Hlöðvers. Hann fór inn í Menntaskólann á sín- um tíma syngjandi og syngur enn og spilar, tuttugu og sex árum síðar. Gagnfræðaskólaklíkan Hann bankaði á dyr MA haustið 1961 ásamt klíkunni úr Gagn- fræðaskólanum. í henni voru meðal annarra Páll Skúlason. heimspekingur, Birgir Guð- mundsson, verkfræðingur og Axel Gíslason, forstjóri. Klík- unni þótti nýi vinnustaðurinn framandi og um margt furðuleg- ur. Busunum var komið fyrir þar sem nú heitir „Svörtuloft“ og þar fylgdust þeir með athæfi eldri bekkinga með efablandinni virð- ingu. Sem nýliðum sæmir hafði Jón Hlöðver og klíkan hægt um sig framan af, en það átti eftir að breytast. Félagslífið tók klíkuna föstum tökum, en tónlistargyðjan var þó hvað ágengust við Jón Hlöðver. Jón Hlöðver segir að töluvert hafi borið á pólitískri umræðu í skólanum á þessum árum, þótt hún hafi átt eftir að aukast verulega síðar. „Ég var á vinstri vængnum og var á tímabili í sellu, sem stúderaði marxisma. Ég var gerður brottrækur úr henni vegna þess að ég studdi ekki réttan mann til áhrifa í rit- stjórn Munins. Málfundirnir voru hápólitískir og þar skiptust menn í tvær harð- ar fylkingar, vinstri og hægri. Ég man meðal annarra eftir Rögn- valdi Hannessyni, einum harð- asta kommúnistanum, sem síðar fór út fyrir landsteinana og varð upp úr því rakið íhald og geysi- legur peningamaður. Einnig minnist ég þess að Vernharður Linnet var hér einn vetur og það vakti nokkra furðu að hann var á kafi í vinstri pólitíkinni og hlust- aði auk þess á amerískan djass. Þetta þótti fara heldur illa saman í þá daga. Mér þótti sérstakt að sitja undir rauðum Lenínfána í herbergi Vernharðs og hlusta á amerískan djass.“ Snemma beygist krókurinn Jón Hlöðver var einn þriggja fastra píanóleikara á Söngsal. Hann kom víðar við sögu í tón- listinni á skólaárunum. Meðal annars stofnaði hann kvartett ásamt þeim Jóhannesi Vigfús- syni, Hauki Heiðari Ingólfssyni og Valtý Sigurðssyni, sem m.a. kom fram í revíu sem Haraldur heitinn Sigurðsson, leikari, setti upp í skólanum. „Við fórum einnig með þessa revíu til Siglu- fjarðar og sú ferð er mér ógleymanleg, ekki síst vegna þess að við lentum í hafís og vitlausu norðanveðri. Petta veður hafði áhrif á aðsóknina á Siglufirði, en við skemmtum okkur konung- iega.“ Veturinn 1962/1963 sóttu menntskælingar frá Vesteraas í Svíþjóð MA-inga heim. „Þetta var afskaplega eftirminnileg heimsókn, því að þeir stóðu okk- ur framar á flestum sviðum. Meðal annars komu þeir með fína big-band hljómsveit og héldu tónleika í Samkomuhús- inu. Strákarnir í þeirra hópi voru miklu meira upp á kvenhöndina en við og greinilega reyndari á því sviði.“ ráðin. Ekkert annað en frekara tónlistarnám kom til greina að loknu stúdentsprófi. Leiðin lá til Reykjavíkur þar sent hann sat á skólabekk um tveggja ára skeið. Að því búnu var skyggnst út fyrir landsteinana og staldrað við önn- ur tvö ár í Salzburg í Austurríki. Hannover var þriðji viðkomu- staður Jóns. Með honum voru í för lífsförunauturinn Sæbjörg Jónsdóttir. sem útskrifaðist frá MA vorið 1969, og Sigurbjörg, eista barn þeirra hjóna. Ævintýraferð til Svíþjóðar „Okkur var boðið að endurgjalda þessa heimsókn og það varð úr vorið 1964. Félagslífið í fimmta bekk snér- ist því að stærstum hluta um að undirbúa Svíþjóðarferðina. Við fengum samþykki skólayfirvalda fyrir því að selja pylsur, kók og Vallash í löngufrímínútunum. A þessu græddum við heilmikla peninga. Sömuleiðis náðum við saman umtalsverðum fjármunum með útgáfu auglýsingablaðs. Við stóðum í löngum samn- Hefur reynt ýmislegt „Okkar fyrsta hjúskaparár vor- um við úti í Hannover en að því búnu fluttum við aftur heim til Akureyrar og ég stofnaði for- skóladeild við Tónlistarskólann. Ég byggði kennslu mína á aðferð Carls Orff, sem ég hafði lært úti í Salzburg. Árið 1974 ákvað Jakob Tryggvason að láta af starfi skólastjóra. Ég sótti um og fékk starfið. Því gegndi ég til ársins 1982 þegar ég flutti mig um set suður til Reykjavíkur. Þar tók ég að mér starf námstjóra tónlistar- skólanna við menntamálaráðu- neytið og gegndi því um tveggja ára skeið. Þetta var mjög lær- dómsríkur tími. Ég kynntist fjölda fólks víða um land og mað- ur kom að vissu leyti ánægðari norður aftur. Síðan má segja að þetta hafi gengið upp og niður. Árið 1985 fékk ég fyrsta áfallið, sem trúlega var rótin að því meini sem síðar kom í ljós, og var frá vinnu hálf- an vetur. Þetta kom fram sem taugaerfiðleikar. Ég var talinn hafa ofkeyrt mig og var ráðlagt að taka mér frí frá vinnu. Sumarið 1988 fór ég að finna til í baki og var skorinn upp um haustið. Vorið 1989 var ég enn ekki orðinn góður og þá greindist þetta höfuðmein mitt.“ Jón Hlöðver segir erfitt að segja til um framtíðina í ljósi þeirra veikinda sent hann eigi við að stríða. „Ég veit hvað ég get gert í dag, en ég veit ekki hvað ég get gert til viðbótar. Ég skrifa tónlist og hef töluvert mikið að gera í sambandi við Kamnter- hljómsveit Akureyrar. Reyndar vinn ég nú að verkefni fyrir Akureyrarbæ, sem tengist Kammerhljómsveitinni og fram- tíðarfyrirkomulagi tónlistar- kennslu í bænum. Hins vegar eru ýmsir hlutir sem ég get afskrifað. Sem dæmi var ég mikil fjallageit og teymdi þýska ferðamenn upp um fjöll og firnindi. Eins geri ég ekki ráð fyrir að ég eigi eftir að ná umtalsverðum árangri á hljóðfæri. En þetta er kannski fyrst og fremst spurning um að halda áfram, þrjóskast og þráast við,“ sagði Jón Hlöðver Áskeisson. óþh an að veruleika vorið 1964. Norðmennirnir höfðu ýmsan varning til sölu um borð í flugvél- inni á leiðinni til Svíþjóðar og þeim til mikillar furðu kláraðist hann allur áður en þeir vissu af. Á leiðinni heim höfðu þeir vaðið fyrir neðan sig og birgðu sig vel upjx Uti í Vesterás fluttum við fjölbreytta dagskrá. Þar á meðal sungum við í kvartettinum og ég held bara að við höfum vakið töluverða athygli og kannski endurheimt svolítið af því sjálfs- trausti sem við höfðum tapað Jón Hlöðver hefur átt við vcikindi að stríða á undanförnum árum. „Ég veit hvað ég get gert í dag, en ég veit ekki hvað ég get gert tii viðbótar,“ segir hann og bætir við: „En þetta er kannski fyrst og fremst spurning um að halda áfram, þrjóskast og þráast við.“ Mynd: óþh „MA-kvartettinn hinn síðari“: Frá vinstri Jón Hlöver Áskelsson, Haukur Heiðar Ingólfsson, Jóhannes Vigfússon og Valtýr Sigurðsson. ingaviðræðum við ýmsa aðila um leiguflug fyrir hópinn og fengum að lokum hagstæðasta tilboðið frá Noregi. Draumurinn varð síð- þegar við fengum menntskæling- ana frá Vesterás í heimsókn til Akureyrar. Meðal annars sungum við í svæðisútvarpi í Vesterás og í tengslum við þá uppákomu var ég drifinn f viðtal á sænsku. Það segir þó lítið um sænskukunnáttu mína, því að viðtalið var vel undirbúið og ég fékk aðstoð við hvað ég ætti að segja og hvernig ég ætti að bera orðin fram. Ég býst við að Svíarnir hafi verið steinhissa á því hversu ótrúlegunt árangri ég hefði náð í sænskunni á þremur dögum. Veðrið þarna úti var með þeim eindæmum að hægt var að halda garðpartý dag hvern. Þeim hafði maður aldrei kynnst áður, að vísu séð myndir af Matthíasi Jochumssyni og fjölskyldu að drekka kaffi við Sigurhæðir. Mér er líka minnisstætt úr ferðinni að þarna borðaði ég í fyrsta skipti franskar kartöflur og meira að segja með plastgaffli, sem ég hafði heldur aldrei áður séð.“ Áfram tónlistarveginn En aftur heim til Akureyrar. Finnur Birgisson, núverandi arkitekt, dregur upp mynd af Jóni Hlöðver spilandi á píanó í Carmínu 1965. Ekki að ástæðu- lausu. Auk þess að spila sér og öðrum til gamans í MA sótti hann píanótíma í Tónlistar- skólanum á Akureyri. Tónlistin átti hans hug allan. Hún kom einnig við sögu í vísukorni sem Pálmi Frímannson orti um Jón Hlöðver og birtist í Carmínu. Vísan hljóðar svo: Allvel leikur svinnur sveinn, söngvinn er hans rómur, þó að heyrist einn og einn ekki réttur hljómur. Framtíð Jóns Hlöðvers var Finnur Birgisson, arkitekt á Akureyri, dró upp þessa myndi af Jóni Hlöð ■ Carmínu 1965.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.