Dagur - 16.03.1991, Page 6

Dagur - 16.03.1991, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),_______ KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Flutningur Mímis og mótbárur syðra Eins og fram hefur komið í Degi hefur Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, lýst því yfir að hann hyggist beita sér fyrir því að rannsóknabáturinn Mímir verði fluttur norður í Eyjafjörð og að báturinn verði framvegis stað- settur þar en ekki í Reykjavík eins og verið hefur til þessa. Bát- urinn er í eigu sjávarútvegsráðu- neytisins og hefur verið notaður til rannsókna og kennslu. Hann myndi örugglega nýtast mjög vel í Eyjafirði þar sem nám í tengsl- um við sjávarútveg er að byggj- ast upp á Akureyri og Dalvík og tilfinnanlegur skortur er á skipi til rannsókna og verklegrar kennslu á því sviði. Á fundi sem Framsóknarfélag Akureyrar gekkst fyrir í síðustu viku minnti sjávarútvegsráð- herra á að Háskólinn á Akureyri hefði farið af stað snauður af rannsóknastarfsemi en ákveðnu samstarfi hefði verið komið á við Hafrannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Sjávarútvegsráðherra sagðist hafa fullan hug á að efla starf þessara þriggja stofnana á Akur- eyri og meðal annars þess vegna teldi hann að rannsóknabáturinn Mímir ætti hvergi betur heima en hér í Eyjafirði. Þessi yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráð- herra, er mjög ánægjuleg fyrir íbúa Norðurlands, enda geta þeir treyst því að ráðherrann láti ekki sitja við orðin tóm, eins og stund- um er háttur stjórnmálamanna. Halldór Ásgrímsson er fastur fyr- ir og fylginn sér og mun örugg- lega sjá til þess að Mímir verði fluttur norður innan skamms, þótt ýmsir sem hagsmuna hafa að gæta fyrir sunnan kunni að malda kröftuglega í móinn. Nú þegar hafa heyrst mótmælaradd- ir þaðan vegna flutningsins. Meðal þess sem fundið er flutn- ingnum til foráttu er að „Mímir nýtist verr fyrir norðan en sunnan, þar sem hættulegt er að sigla svo litlum báti að norðan og suður í óvissu veðri, þegar á þarf að halda,“ eins og það var orðað í fréttum Sjónvarpsins fyrir skemmstu. Þegar sjávarútvegs- ráðherra var spurður hvað hann hefði um þessa „gagnrýni11 að segja, svaraði hann stutt og laggott að það hlyti að vera jafn- löng sigling að norðan og suður eins og hina leiðina. Annað hefði hann ekki um málið að segja. Þetta er einfalt en beinskeytt svar við kunnuglegri gagnrýni. Það er löngu orðið tímabært að þröngsýnir menn á höfuðborgar- svæðinu geri sér grein fyrir því að það er jafnlangt frá Reykjavík til Akureyrar og frá Akureyri til Reykjavíkur. Það er alls ekkert náttúrulögmál að nær allar ríkis- stofnanir og mest öll opinber þjónusta sé staðsett í Reykjavík. Til að koma á auknu byggðajafn- vægi í landinu er því nauðsynlegt að dreifa opinberri þjónustu mun meira en gert hefur verið á undanförnum árum og flytja sem flestar ríkisstofnanir af höfuð- borgarsvæðinu út á land. Slíkar fyrirætlanir hafa ávallt mætti harðri andstöðu syðra, því eng- inn vill missa spón úr aski sínum. Það er löngu tímabært að breyt- ing verði hér á. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, er flestum stjórnmálamönnum líklegri til að láta kné fylgja kviði og hvika hvergi frá ásetningi sínum. Þess vegna er yfirlýsing hans um fyrir- ” hugaðan flutning rannsókna- skipsins Mímis til Eyjafjarðar sérstaklega kærkomin fyrir Norð- lendinga. BB. 1 frá mínum bœjardyrum séð i Birgir Sveinbjörnsson skrifar Að fara í lax Nú þegar sól tekur að hækka á lofti svo um munar fer að lyftast brúnin á laxveiðimönnum. Veiðitöskurnar eru dregnar fram, silfurpelinn gjáfægður og hjólin smurð. Sumir veiðimenn hafa reyndar lag á því að gera árið allt að eins konar veiðitímabili. Það eru flugu- hnýtingarmennirnir. Strax og síðasta veiðitúrnum að haustinu lýkur eru fluguhnýtingartækin dregin fram í dagsljósið og farið að huga að því hvernig flugur megi bjóða konungi breiðunnar á sumri komandi. Skrúf- stykkið eða önglahaldarinn er tekinn úr geymslu og skrautlegar fjaðrir og hár úr öllum áttum eru mátuð og borin saman. Síðan er flugan hnýtt, annað hvort eftir ákveðinni forskrift eða sköpuð ný fluga sem kannski á eftir að fást fiskur á og kannski ekki. Fluguhnýtingarmenn geta þannig auðveldlega fram- lengt veiðitímabilið svo að það endist allt árið. Hinir sem ekki hnýta flugur geta t.d. farið út á lóð eða niður í fjöru og æft köst af og til. Óhefluðu veiðimennirnir, sem veiða eingöngu á maðk, spón eða devon geta hald- ið devonkvöld. Þeir geta komið saman með devonana sína, sett á þá nýja ugga og málað þá upp á nýtt. Húkkaramir eða þeir sem veiða á Cicaco-fluguna geta líka hist og pússað þríkrækjurnar sínar. Þá er ekki útilokað að veiðiþjófar geti komið saman með net- stubbana sína og bætt netin. Allir þessir hópar geta í leiðinni lifað upp veiðitúra síðasta sumars og rifjað upp hvernig sá stóri sleit sig af eftir viðureign, sem á engan sinn líka. Og þvílíkt flykki sem hann var; það var með naumindum að honum tókst að snúa sér við í ánni, og er hún þó óvenju breið þarna, um leið og hann braut stöngina og sleit 40 punda línuna eins og tvinnaspotta. Veiðisögur Allar veiðisögur eru sannar. Það er ekki möguleiki að nokkur hafi hugmyndaflug til að skrökva upp veiði- sögu, sem tekur sannleikanum fram, því að í veiði getur bókstaflega allt gerst. Vinur minn á Akranesi er mikill veiðimaður. Hann segir mér oft veiðisögur - allar sannar. Ein þeirra er á þessa leið: „Vanur veiðimaður var við veiðar í laxveiðiá á Vesturlandi. Hann beitti maðki og langrenndi honum sökkulaust eftir fallegum og dálítið löngum hyl. Eftir skamma stund beit fiskur á, góður fiskur. Veiðimaðurinn þreytti fískinn eins og lög gera ráð fyrir og fór síðan að reyna að koma honum inn til löndunar. Það gekk illa. Alltaf þegar fiskurinn var kominn á ákveðinn stað í hylnum sat allt fast og veiði- maðurinn varð að gefa út slaka aftur. Þannig gekk þetta fyrir sig lengi og voru báðir orðnir dauðuppgefnir veiði maðurinn og laxinn. Að lokum fór félagi mannsins í vöðlurnar sínar og óð út í hylinn til að vita hverju þetta sætti, kom þá í ljós að veiðimaðurinn hafði rennt öngl- inum með maðkinum í gegnum hólf á gamalli eldavél, sem á einhvern óskiljanlegan hátt hafði hafnað í hylnum“. Veiöidellan Veiðidellan er sjúkdómur, sem er oft á tíðum bráðsmit- andi, og dugar hvorki pensilín eða heitstrengingar, ef bakterían tekur sér bólfestu í fólki á annað borð. Smit- leiðir eru margar. Stundum er það félagi sem smitar, stundum Maríufiskurinn, stundum stórlax sem óvænt bítur á krókinn, stundum mokveiði í suðuvestan átt og sólskini, stundum eitthvað óútskýranlegt. Oft er þessi sjúkdómur algjörlega ólæknandi. Hægt er að draga úr áhrifum sjúkdómsins yfir veturinn með því að hugsa markvisst um ferðirnar, sem maður fór síðasta sumar í veiði, og kom með öngulinn í rassinum heim. Einnig með því að hugsa um peningana, sem fóru í veiðileyfin og tímann og bensínið sem eytt var til einskis og hefði verið svo miklu betur varið í eitthvað annað. Bóndinn getur t.d. hugsað um það þegar hann var í veiði í Svartá tvo bestu þurrkdagana á sumri. Á meðan hann eyddi fjárfúlgu í veiðileyfið og hafði út úr því einn urriðatitt hamaðist nágranni hans í heyskap og hafði að mestu lokið slætti þegar bóndi kom heim. Trillukarlinn getur t.d. hugsað um það sem gerðist á síðasta sumri þegar hann fór í þriggja daga veiðitúr í Mýrarkvísl. Hann barði að vísu upp einn grútleginn fjögurra pundara í Brúarhylnum, en á meðan drekk- hlóðu hinir trillukarlarnir bátana sína af aulaþorski í Gjögrahryggnum. Það voru einu dagarnir sem sá guli gaf sig þetta sumarið. Forstjórinn getur t.d. hugsað um dagana fjóra í Laxá í Aðaldal á síðast liðnu sumri. Það var rétt fyrir miðjan júlí. Áin var svo heit að fiskurinn nennti ekki að hreyfa sig. Forstjórinn náði samt tveimur nýrunnum fiskum fyrir neðan Æðarfossa, en þegar hann kom heim var unga og fallega konanan hans stungin af með besta vini hans. Áftur kemur vor Með slíkum og þvílíkum hugsunum er möguleiki að draga töluvert úr áhrifamætti veiðidellunnar meðan vetur ríkir og vindur gnauðar á glugga, en þegar vorar og stangveiðifélagið boðar til aðalfundar aukast ein- kenni veikinnar aftur. Þá finnst manni nú sjálfsagt að líta við á fundinum og alla vega hlusta á skýrslu for- manns og hans spá fyrir komandi sumar. Hvort sem spáð er vaxandi veiði eða minnkandi finnst manni nú rétt að fá sér eins og eitt eða tvö leyfi. Það getur nefni- lega allt gerst í veiði og því ekki alveg eins og hjá mér eins og hinum? Og þá er barasta að skipuleggja sumar- fríið sitt eftir veiðidögunum. Allt verður að vera á hreinu, allar dagsetningar klárar svo að maður geti mætt á slaginu kl. 7 við ána daginn þann, sem veiði leyfið hljóðar upp á. Vinur minn á Akranesi segir mér nefnilega að það hafi gerst hjá fólki að sunnan að það hafi ekki haft dag- setningarnar á hreinu. Hann sagði mér frá veiðimönn- um, sem höfðu fengið sér leyfi í bestu (og væntanlega dýrustu) laxveiðiá í heimi, Laxá á Ásum. Veiðifé- lagarnir voru að fara sinn fyrsta túr í ána og höfðu keypt báðar stangirnar fyrir ærna fúlgu. Þeir ákváðu að reyna að kynna sér ána örlítið með því að fylgjast með veiðimönnunum, sem voru á undan þeim. Þeir lögðu því af stað um hádegisbilið og voru komnir að ánni skömmu eftir hvíldina um miðjan dag. Þeir röltu og óku meðfram ánni, sáu ógrynni af laxi en engan fundu þeir veiðimanninn. Kvöldverð snæddu þeir á Blönduósi fullir tilhlökkunar og óku síðan í veiðihúsið til að gista þar um nóttina. Þegar þeir komu þangað renndu aðrir tveir veiðimenn í hlað. Þegar menn fóru að bera saman bækur sínar kom í ljós að veiðidagur sunnanmanna var að kvöldi kominn. „Þetta sannar fyrir okkur,“ segir vin- ur minn á Akranesi, „að dagsetningar verður að hafa á hreinu."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.