Dagur - 16.03.1991, Qupperneq 11
10 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1991
Er upp var staðið frá úrvinnslu gagna um nautgriparæktina hér á
landi á síðasta ári kom í Ijós að bú eitt á Eyjafjarðarsvæðinu var
með mestu afurðir eftir hverja mjólkurkú. Jafnframt því að fram-
leiðslan sé langt umfram landsmeðaltal er þetta hæsta meðalnyt á
kúabúi sem skýrslur eru til um hér á landi. Bú þetta er Brakandi í
Skriðuhreppi í Hörgárdal þar sem búa hjónin Yiðar Þorsteinsson
og Elínrós Sveinbjörnsdóttir. Arangur þeirra er ekki hvað síst
merkilegur fyrir þær sakir að kjarnfóðurnotkun hjá þeim er lítil og
því segir sig sjálft að þessari framleiðslu halda þau uppi með góðu
heyi. Dagur brá sér bæjarleið í vikunni og forvitnaðist nánar um
leyndardómana á bak við gott kúabú.
Óhætt er að segja að kýrnar á Brakanda
séu í nokkrum sérflokki hvað mjólkurfram-
leiðsluna varðar því á meðan meðalnyt eftir
hverja mjólkurkú yfir landið á síðasta ári
var 4141 kg skilaði hver mjólkurkýr á Brak-
anda að meðaltali 6238 kg. Og þetta er besti
árangur sem sést hefur í nautgriparæktar-
skýrslum hérlendis. Og sem fyrr segir er
kjarnfóðurnotkun á bænum í lágmarki.
Bændur að draga úr
kjarnfóðurnotkun
„Maður hefur reynt að halda kjarnfóður-
notkuninni í lágmarki en lagt aðaláhersluna
á heyið. Síðari árin hefur kjarnfóður á
hverja árskú hjá okkur verið 500-700 kg en
áður var kjarnfóðurgjöfin meiri. f>á þótti
sjálfsagt að gefa nóg af kjarnfóðri og menn
fóru allt upp í tonn á hverja árskú en nú er
þetta mikið að breytast. Bændur eru greini-
lega að draga mjög úr kjarnfóðurgjöfinni en
mjólkin hefur þó ekki að sama skapi
minnkað.“
er erfiðara að þurrka. Þessar verkunar-
aðferðir eru því góðar saman en við færum
aldrei eingöngu út í rúlluheyskapinn. Fólk
verður líka að gera sér grein fyrir því að
lélegt hey skánar ekki við að fará í plastrúll-
ur. Það halda þó margir.“
Viðar segist bera áburð á tún um miðan
maímánuð eða eins snemma og hægt er.
„Við reynum síðan að byrja að slá eins
snemma og hægt er og það er óhætt að segja
að grasið sé yfirleitt í sprettu þegar það er
slegið. Síðan sláum við talsvert mikið aftur
og berum þá áburð á á milli slátta. Að mínu
mati fær maður betra og skemmtilegra fóð-
ur með því að slá tvisvar. Ég hef stundum
sagt að heyið er númer eitt, tvö og þrjú, sem
kannski er djúpt í árina tekið, en raunin er
samt sú að sé maður með lélegt hey þá kem-
ur það fljótt fram í nytinni. Ég skal viður-
kenna að við höfum verið heppin með hey-
verkunina á undanförnum árum, byrjað
snemma að slá og fengið góðan þurrk þann-
ig að ég veit ekki hvernig það er að fóðra
hámjólka kýr með slæmu heyi,“ segir Viðar.
koma til sögunnar sem og sláttuþyrlurnar en
hvorutveggja þykja þetta núna hlutir sem
eru ómissandi og tilheyra nútímabúskap."
- En hvað með hina neikvæðu umræðu
um landbúnaðinn. Var hún strax komin upp
á yfirborðið í byrjun ykkar búskapar?
„Nei, þá var tónninn frekar í þá veru að
framleiða meira og þannig var hljóðið allt
fram undir 1980. Okkur var ráðlagt að
byggja stærra fjós er við síðan gerðum og á
því sést vel munurinn á viðhorfunum þá og
í dag.“
Að tapa á hlýðninni
Strax um 1980 fór umræðan um offram-
leiðslu í landbúnaði að komast í hámæli og
upp úr því komust á kopp hugmyndir um
einhvers konar skömmtun. Stjórnvöld vildu
að bændur tækju sjálfir til sinna ráða til að
draga úr framleiðslunni. Við þessunt tilmæl-
um urðu sumir, þar á meðal bændurnir í
Brakanda.
„Já, við vorum ein af þeim sem trúðum
því að þetta væri betra en að fá eitthvert
vald yfir sig. Þetta kostaði okkur það að á
viðmiðunarárunum fyrir framleiðsluréttinn
var mjólkurframleiðsla okkar minni en áður
og því fengum við minni framleiðslurétt.
Þeir sem ekkert gerðu með þessi tilmæli
komu því betur út og græddu raunverulega
á þessu. Maður hefur því aldrei komið vel
frá því að vera hlýðinn þegar svona lagað er
annars vegar.“
Framleiöslan í hámarki yfír veturinn
í fjósinu á Brakanda eru 26 mjólkandi kýr og
gelda þarf kýrnar yfir sumartímann og það
getur stundum reynst erfitt,“ segir Elínrós
og Viðar bætir við að með þessu móti fáist
aukalega greitt því álag er borgað á vetrar-
mjólkina.
„Mér finnst þó að þessar álagsgreiðslur
mættu vera meiri þó þetta álag hafi hækkað
frá því sem var fyrir nokkrum árum. Við
fáum greitt um 4 kr. á hvern lítra en sjálf-
sagt þyrfti álagið að vera 10 kr. til að þessi
aðgerð fengi menn til þess að fara að fram-
leiða meira yfir vetrarmánuðina en minna á
sumrin.“
Þarf að skera fyrst niður hjá
„hobbíbændum“
í spjalli okkar víkjum við að landbúnaðar-
málunum almennt og nýjum boðum um
stórfelldan niðurskurð í sauðfjárframleiðsl-
unni. Samkvæmt þeim leggst framleiðsla af
á mörgum bæjum sem nú eru í byggð.
Margt fólk á þéttbýlisstöðunum hefur kind-
ur sem „hobbíbúskap" og segja þau Viðar og
Elínrós að nú hljóti sjónum að verða beint
að því að skera.fyrst niður hjá þessum aðil-
um.
„Auðvitað sjá allir óréttlætið í því að t.d.
faglært fólk í einhverjum greinum fái að
hafa sauðfjárframleiðslu í aukavinnu. Ég er
hrædd um að þetta fólk segði eitthvað ef
ófaglærðir bændur byrjuðu allt í einu að
vinna við hlið þeirra, t.d. færu að múra inni
á Akureyri svo dæmi sé tekið. Þá færi að
heyrast í fólki. En þessir múrarar geta samt
sem áður verið með sauðfé þó bændurnir
hafi menntunina í þessari grein. Þetta er
auðvitað ekki réttlátt. Stjórnvöld þurfa að
byrja á „hobbíbændununV í þessum aðgerð-
um en gallinn er sá að margir þeirra hafa
í heimsókn hjd verðlaunuðum mjólkurframleiðendum í Hörgdrdal:
Blanda af heppni og sérvisku
— segja þau Viðar Þorsteinsson og Elínrós Sveinbjörnsdóttir á Brakanda
- Hafa menn þá ekki tapað stórum fjár-
hæðum í ofnotkun á kjarnfóðri í gegnum
árin?
„Jú, auðvitað bendir allt til þess en að
sama skapi hefur heyverkunin batnað. Á
því er enginn vafi. Menn eru líka farnir að
vera meðvitaðri um mikilvægi þess að bera
rétt á túnin á vorin og ofnota ekki áburð-
inn,“ segir Viðar.
Leggjum mikið upp úr
heyverkuninni
Þau Viðar og Elínrós leggja mesta áherslu á
þurrheysverkun en eru síður hrifin af rúllu-
heyskapnum svokallaða sem nú er að ryðja
sér til rúms í íslenskum landbúnaði. Þó hafa
þau notfært sér þá tækni á síðustu tveimur
árum til verkunar á seinni slættinum en stór
hluti túnanna er sleginn tvisvar.
„Nei, við einblínum ekki á þennan rúllu-
heyskap. Rúllurnar eru góðar með, sérstak-
lega í sambandi við seinni sláttinn þegar oft
Tæknivæðingunni á síðustu árum þakka
þau Viðar og Elínrós að stórum hluta hve
gott fóður er hægt að verka nú til dags. Öll
vinnubrögð séu nú frábrugðin því sem áður
var og útheimti minni mannskap en að sama
skapi fylgi tækninni mikill kostnaður sem
bændur verði að leggja út í.
Margt breyst á síðustu 20 árum
Viðar og Elínrós byrjuðu að búa á Brak-
anda árið 1973 og þá fyrst í félagsbúi við for-
eldra Viðars en hann er fæddur og uppalinn
á Brakanda. Árið 1980 tóku þau alfarið við
kúabúskapnum. Því eru nú hart nær 20 ár
frá því þau byrjuðu sinn búskap og Viðar
orðar það svo að þau ættu því að vera kom-
in með einhverja reynslu á þessum tíma. En
margt hefur breyst á ekki lengri tíma í land-
búnaðinum.
„Já, ekki síst í tengslum við tæknina í
kringum landbúnaðinn. Þegar við vorum að
byrja að búa voru heyhleðsluvagnarnir að
annað eins af kvígum í eldi en allar kvígur
sem fæðast eru látnar lifa og þannig er alltaf
til nóg af kvígum ef eitthvað kemur uppá
með mjólkurkýrnar. Þessu til viðbótar eru
þau Viðar og Élínrós með nokkrar kindur.
„En þær eru svo fáar að við flokkumst
ábyggilega sem „hobbíbændur,“ segir Viðar
hlæjandi.
Þau hjón eiga fjögur börn og segja að bú
af þessari stærð sé hentugt fyrir þessa fjöl-
skyldustærð. „Það borgar sig ekki að vera
með stærra bú,“ bætir Elínrós við.
Þó ókunnugum kunni að þykja sem rekst-
ur allra kúabúa hljóti að vera svipaður er
svo ekki. Hver bóndi hefur sitt lag á rekstr
inum og aðferðirnar til að ná sem mestu út
úr búunum eru ólíkar. Viðar segist hafa þá
reglu að láta kýrnar bera að haustinu, eða í
upphafi hvers framleiðsluárs. Með þessu
móti sé auðveldara að stýra framleiðslunni.
„Það er mikill munur að hafa þennan
háttinn á. Með þessu nýtir maður heyið bet-
ur en auðvitað hefur þetta þann ókost að
beitt ráðamennina þrýstingi og fá því frið,“
segir Elínrós.
Þau hjón eru sammála um að sú kenning
sé veik að „hobbíbændur" á þéttbýlisstöðun-
um séu fyrst og fremst gamlir bændur sem
tekið hafi með sér nokkrar kindur þegar
þeir hættu að búa. Hér sé um að ræða
almennt launafólk sem tekið hafi sér þenn-
an búskap sem tómstundagaman.
Milliliðirnir frekir
„Það þýðir ekki annað en sætta sig við
niðurskurð þegar fólk vill ekki borða kinda-
kjötið. Það er bændum ljóst. Spurningin er
fyrst og fremst um aðferðirnar, hvernig á að
taka á vandanum. Hitt er annað mál að
kjötið selst ef það er lækkað í verði. En þá
er krafan alltaf sú að bóndinn lækki sitt verð
en ekki milliliðirnir þó þeir vegi enn þyngra
í verðlagningunni,“ segja þau Viðar og
Elínrós. Dæmin um milliliðakostnaðinn
segja þau mörg og áþreifanleg og þar sem
nýafstaðin eru þorrablót tekur Elín dæmi af
Laugardagur 16. mars 1991 - DAGUR - 11
Viðar, Elínrós og sonurinn Sesar Þór í fjósinu á Brakanda: „Getum verið ánægð með hvað við höfum fengið út úr kúnum á síðustu 10 árum
>Sr'K
Mynd: Golli
verðlagningu á hrútspungum.
„Eins og gengur þá eru pungar á sumum
lömbum en fyrir það fáum við ekkert sér-
staklega greitt enda fylgja pungarnir ekki
slátrunum eins og allir vita. En ætli menn
síðan að kaupa sér súra hrútspunga fyrir
þorrablótið þá kosta þeir tæplega 1000 kr.
kílóið út úr búð. Ef þetta er dæmigerður
milliliðakostnaður þá er hreint ekki að
undra þó eitt lambalæri sé orðið dýrt þegar
það er búið að fara í gegnum allt kerfið og
inn í búð.“
„Menn gætu lært af mjólkur-
og kjötskorti
Viðar gagnrýnir það hversu seint boð um
aðgerðir koma til bænda. Oft fái bændur
slík boð of seint enda þurfi stýring á fram-
leiðslu í landbúnaði að hafa nokkurn
aðdraganda. Dæmi um þetta nefnir hann að
yfirvöld hafi í fyrra gefið skyndilega út
reglugerð þar sem heimilað var að framleiða
mjólk af framleiðslurétti næsta árs þar sem
fyrirsjáanlegur var smjörskortur í landinu.
„Þetta varð til þess að ekki varð mjólkur-
skortur,“ bætir Elínrós við. „Kannski er það
einmitt það sem hér á landi þarf að gerast.
Kannski þarf að verða hér mjólkur- og kjöt-
skortur til að menn vakni því þeir virðast
ætla að fækka sauðfénu það mikið að hér
verði kjötskortur. Og þá fara raddirnar um
innflutning örugglega að hljóma," segir
hún.
- Nú eru þessar tillögur sjömannanefnd-
arinnar í sauðfjárframleiðslunni opinberar.
Eiga menn von á annarri holskeflu þegar
kemur að mjólkurframleiðslunni?
„Nei, því vil ég ekki trúa vegna þess að
hún er mun nær innanlandsmarkaðnum,"
svarar Viðar. „En verði skerðing á fram-
leiðsluréttinum þá held ég að margir mjólk-
urframleiðendur, líkt og með marga sauð-
fjárbændur, þoli ekki frekari skerðingu.
Þess vegna tel ég vænlegra að sú leið verði
frekar farin að keyptur verði upp fram-
leiðsluréttur."
Áhrifín af niðurskurðinum
Framtíðin hlýtur að vera mikilvægust fyrir
alla, ekki bændur síður en aðra. Áhrifin af
verulegum niðurskurði í sauðfjárfram-
leiðslu og hugsanlegum aðgerðum í mjólk-
urframleiðslunni eru því ofarlega í hugum
bænda þessa dagana. Þau Viðar og Elínrós
segjast viss um að margir geri sér ekki grein
fyrir að í kjölfar þessara aðgerða kunni
margir að flytjast til þéttbýlisstaðanna og
keppa þar um störfin.
„Éf næg atvinna væri í þéttbýlinu í dag þá
væri þetta allt í lagi en því er ekki að heilsa.
Hvað varðar Eyjafjarðarsvæðið þá held ég
að hér muni ekki margir flosna upp í sveit-
unum og flytja til þéttbýlisins. Að því leyt-
inu til gæti þetta svæði sloppið betur en
mörg önnur í þessum niðurskurði,“ segir
Viðar.
Góöar vörur úr góðri mjólk
Viðar telur að vel hafi verið staðið að vöru-
þróun í mjólkuriðnaðinum á síðustu árum,
a.m.k. hjá mjólkursamlaginu á Akureyri.
Jafnframt standi menn vel að mjólkureftir-
liti á svæðinu og því flokkist um 99% inn-
veginnar mjólkur í fyrsta flokk. Ekki þurfi
því að undra þó hægt sé að framleiða góðar
mjólkuivörur úr þessu hráefni.
„Síðan er bara að koma nægu skyri á
markað í Bandaríkjunum þó ekkert sé orðið
ljóst í þeim efnum. Þarna gæti verið að opn-
ast stór markaður en samt má það ekki
verða svo að menn fari að borga með skyr-
inu til úlflutnings. Manni finnst að stundum
hafi ekki verið staðið nógu vel að sölu-
átökunum á íslenskum landbúnaðarvörum
erlendis því ekki hefur heyrst annað en
útlendingum líki yfirleitt mjög vel við þær
vörur sem við erum að bjóða þeim. Manni
finnst þetta skrýtið en kannski er það svo
með sumar vörur að ómögulegt sé að selja
þær fyrir einhvern pening jafnvel þó þær séu
góðar."
Hæfílegur skammtur af sérvisku
Ekki þarf að renna augum lengi urn stofuna
á Brakanda áður en augu festir á viðurkenn-
ingum frá Mjólkursamlagi KEA fyrir góða
framleiðslu. Því spyrjum við þau Elínrós
og Viðar hvort þau ætli að halda áfram á
sömu braut og standa jafn framarlega í
flokki mjólkurframleiðenda sem hingað til í
búskap sínum.
„Við sjáum bara fyrst og fremst til hvað
kýrnar gera. Við getum verið ánægð með
það sem við höfum fengið út úr kúnum á
síðustu 10 árum sem er að meðaltali um
5500 kg. eftir hverja kú á ári. Síðasta ár var
sérstakt því tíðarfarið var einstaklega gott
en hvort annað svona ár kemur aftur verður
bara að koma í ljós,“ svara þau.
„Auðvitað má segja að inn í svona lagað
spili heppni og kannski er maður með
hæfilegan skammt af sérvisku líka, það efa
ég ekki,“ bætir Viðar við. „Eitt af þessum
sérviskuatriðum er að við gefum kúnum hey
árið unt kring. Kannski skiptir þetta engu
máli en samt sem áður éta kýrnar heyið líka
yfir sumartímann. Auðvitað er þetta ekki
mikið heymagn en við gefum þeim örlítið af
heyi í stokk fyrir utan fjósið eftir kvöld-
mjaltirnar og reyndin er sú að kýrnar fara
ekki í nátthagann fyrr en þær eru búnar að
fá heyið og jafnvei ekki þó bíði þeirra græn-
fóður. Hvort þetta atriði spilar inn í eða
ekki þá er tilfellið að þegar kýrnar koma inn
á haustin og fara alfarið á hey þá minnkar
nytin ekki í þeim. Ég man að foreldrum
mínum þótti það vitlaust að gefa kúnum hey
yfir hásumarið en einhvern veginn atvikað-
ist þetta svona og okkur líkar þetta vel á
meðan kýrnar vilja þetta.
Við reynum líka að koma kúnum sem
allra fyrst út á vorin en erum ekki hörð við
að hafa þær úti á haustin. Síðan færi ég þær
til í fjósinu yfir veturinn þannig að ég raða
nýbærunum saman og get þannig betur stýrt
fóðruninni á þeim. Þannig eru kýrnar held-
ur aldrei heilan vetur á sama básnum.
Ég hef líka stundum sagt að maður verði
að setja sig sjálfan í spor gripsins sem maður
er að hugsa um. Þannig skynjar maður bet-
ur hvað skepnunum þykir gott og hvað
ekki.“ JÓH