Dagur - 16.03.1991, Side 17

Dagur - 16.03.1991, Side 17
Laugardagur 16. mars 1991 - DAGUR - 17 efst í hugo I leit að lífsins gæðum Lífið er leit að gæðum. Sumir eru að leita alla sína ævi og ná jafnvel aldrei að höndla öll þau gæði sem þeir vilja komast yfir, en aðrir staldra við þegar ákveðnu takmarki er náð og lifa sátt- ir eftir það. En hvaða gæði eru þetta sem fólk sækist svo ákaft eftir og er jafnvel tilbúið að fórna sjálfu lífinu fyrir? Til að svara þessu er hyggitegast að átta sig fyrst á lífsgæðunum með því að greina þau í flokka. Ég tel rétt að styðjast viö flokkun Páls Skúlasonar, þ.e. and- leg gæði, veraldargæði og siðferðisgæði. Andleg gæði eru í eðli sínu eilíf, varanleg. Pau skiptast í leiki, vísindi og listir og eiga upptök sín í mannfólkinu sjálfu og menningar- arfi þjóða. Hæfileikar mannsins til þess að ímynda sér, skilja og skapa skipta mestu um aðgang hans að þessum gæðum. Ofugt við andleg gæði eru veraldargæðin fallvölt. Það má versla með þau. Veraldargæð- in eru ýmist efnahagsleg, stjórnmálaleg (völd) og félagsleg (frægð). Þessi gæði eiga upptök sín utan fólksins sjálfs, í stofnunum og reglu- kerfum þjóðfélagsins. Siðferðisgæðin eru flokkuð eftir tegundum samskipta. í öllum samskiptum eru það rétt- læti og virðing fyrir lífinu sem mestu skipta. ( nánum persónulegum samskiptum eru ástin og vináttan efst á blaði og fyrir einstaklinginn sjálfan skipta dómgreind og frelsi mestu máli. Þetta er aöeins gróf skipting, sótt í kenning- ar Páls, en hana má þó nota til að varpa Ijósi á leit fólksins. (fljótu bragði hygg ég að flestir séu að leita að ást og hamingju og telji þessi siðferðisgæði þau eftirsóknarverðustu. Við þekkjum að hamingjusamt fólk lifir oft í sátt og stöðugleika þótt ytri aðstæðúr séu óhagstæð- ar og innan siðferðisgæða er líka trúin og margir sem hafa öðlast hana þurfa ekki á frek- ari gæðum að halda í lífinu. Þá er frelsið dýrmætt, þ.e. frelsi úr viðjum kúgunar og ranglætis, barátta fyrir réttlæti. Ást, frelsi og réttlæti eru líka þau gæði sem fólk virðist helst reiðubúið að fórna lífi sínu fyrir. Þetta sýnir glöggt mikilvægi siðferðis- gæða. Andleg gæði eru kannski ekki hátt skrifuð í heimi auðhyggjunnar en allir ættu að fá tæki- færi til að þroska ímyndun sína, skilning og til- finningu. Þessi gæði eru mikilvæg fyrir líöan mannsins og samskipti fólks. Ástundun lista, leikja og vísinda gerir mannlifiö fegurra en ella. Á íslandi og víðarjDar sem auðhyggjan er við völd er ásókn í veraldargæðin því miður yfirgengileg. Þetta köllum við oft „lífsgæða- kapphlaupið" í daglegu tali og sést þá glöggt hvaða gæði menn flokka sem lífsgæði. Fólk fórnar miklu fyrir peninga, hluti, völd og frægð en veraldargæðin eru fallvölt og ef við bindum svo miklar vonir við þau að líf okkar glatar gildi sínu ef þau bregðast þá hlýtur mælikvarði okk- ar á gæði lífsins að vera brenglaður. Veraldargæðin eru aldrei fullnægjandi. Sá sem lifir fyrir peninga verður aldrei nógu ríkur og það sama gildir um völd og frægð. Hvenær skyldi Davíð Oddsson fá nóg af völdum? Þessi stefna er ekki einungis vonlaus til að öðlast lífsfyllingu heldur getur hún verið hættuleg. Og því miður er það svo að eftir því sem fólk er önnum kafnara við að eltast við veraldargæðin stækkar tómið innra með manninum uns allt hættir að skipta máli. Stefán Sæmundsson \ A : : | ^ >; wWm - Framlengdir - Framlengdir Teppi • Dúkar • Dreglar • Mottur Langmoen parkett úr beyki, eik og aski • Spónaparkett Plankelit Allar flísar i versluninni Tarket parket, valin eik og beyki á kr. 3.050. fm stgr. Vegnagóðra undiríekta viðskiptamanna ákváðum við að framlengja Gólfefnadagana út næstu viku BYGGINGAVORUR LÓNSBAKKA • 'B? 96-30320, 96-30321, 96-30324 Forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana, félaga og samtaka Frambjóðendur okkar eru reiðubúnir til að koma á vinnustaði til viðræðna um þau málefni sem óskað er eftir, hvenær sem er. Vinsamlegast hafið samband við kosningaskrifstofu flokksins, Hafnarstærti 90, Akureyri, sími 21180. Framsóknarflokkurinn. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN, DALVlK Hjúkrunarfræðingar Okkur á Heilsugæslustöðinni á Dalvík vantar hjúkrunarfræðinga í fullt starf frá maíbyrjun. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga í sumarafleys- ingar. Til Dalvíkurlæknishéraðs teljast Dalvík, Hrísey, Svarfaðardalshreppur og Árskógshreppur og þjónar stöðin um 2.400 manns. Hálfrar klukkustundar akst- ur er til Akureyrar, höfuðstaðs Norðurlands. Er ekki tilvalið að breyta til og prófa eitthvað nýtt? Upplýsingar um kaup og kjör veitir Kristjana Þ. Ólafsdóttir, hjukrunarforstjóri, I síma 96-61500 (fyrir hádegi). HÓTELMXJfliph Hótel Laugar auglýsir eftir starfsfólki til almennra hótelstarfa í sumar Upplýsingar I síma 43135. Umsóknir sendist fyrir 25. mars nk. til Hjördísar Stefánsdóttur, hótelstjóra, 650 Laugum. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á Slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða fullt starf á nýrri Slysadeild sem tekur til starfa í apríl 1991. Staðan veitist strax eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 27. mars nk. Upplýsingar veita Birna Sigurbjörnsdóttir deildar- stjóri og Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 96-22100. Sjúkraliðar Laus er til umsóknar staða sjúkraliða á Skurðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða 100% stöðu sem veitist frá 1. júní 1991. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1991. Upplýsingar gefa Hjördís Rut Jónasdóttir deildar- stjóri og Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri I síma 96-22100 kl. 13.00-14.00. Tölvunarfræðingar Laus er til umsóknar ein staða tölvunarfræðings frá 1. júní nk. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í tölvunar- fræði frá Háskóla íslands eða sambærilegu námi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofustjóra F.S.A. Vigni Sveinssyni fyrir 25. mars nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.