Dagur - 16.03.1991, Side 18

Dagur - 16.03.1991, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1991 VÁTRYGGINGAFÉIAG ÍSLANDS HF Vátryggingafélag íslands hf. óskar eftir tilboð- um, í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. 1. Chevrolet Monza SLE 2. Fiat Uno 45 3. Citroen BX 14 4. Mazda 323 5. Fiat Uno 55 árgerð 1988 árgerð 1987 árgerð 1986 árgerð 1985 árgerð 1983 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11 Akureyri, mánudaginn 18. mars nk. frá kl. 9.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 17.00 sama dag hjá Skoðunnarstöðinni. Kvennalistinn í kosningaham Þriðjudag 19. mars verðum við á Ólafsfirði. Hittumst í kaffi á Hótel Ólafsfirði kl. 17-19. Miðvikudag 20. mars verðum við í Hrísey, á Árskógssandi og Hauganesi. Hittumst í kaffi í Versluninni á Hauganesi kl. 17-19. Fundur í Bergþórshvoli á Dalvík kl. 20.30. Fimmtudag 21. mars verður fundur á Bakkanum Húsavík kl. 20.30. Föstudag 22. mars verður fundur í Félags- heimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn kl. 20.30. Laugardag 23. mars verðum við á Þórs- höfn. Sunnudag verður fundur í Grunnskólan- um á Kópaskeri kl. 15.00. Komið og viðrið skoðanir ykkar við kvennalistakon- ur, kynnist því sem Máimfríður og stöllur hennar hafa verið að gera á þingi síðasta kjörtímabil og fáið að vita hvaða áherslur Kvennalistinn leggur fyrir næsta kjörtímabil. tónlist Hefðbundið skólastarf brotið upp: Kammermúsíkvika í Tón- listarskólamim á Akur eyri - samleikur nemenda og kennara í öndvegi Nemendur og kennarar í Tón- listarskólanum á Akureyri efna til kammermúsíkviku 17,- 23. mars og verður reyndar tekið forskot á sæluna í kvöld með kennaratónleikum í Grundarkirkju. Tónleikarnir verða endurteknir í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morgun og hefjast þeir kl. 20.30 eins og tónleikarnir frammi á Grund. Með kammermúsíkvikunni víkja kennarar Tónlistarskólans frá hefðbundinni einkakennslu og mun kennslan að mestu fara fram í hópvinnuformi þar sem samleikur kennara og nemenda verður í hávegum hafður. Að sögn Margrétar Bóasdótt- ur, tónlistarkennara, munu nemendur og kennarar skólans heimsækja ýmsa skóla og stofn- anir bæjarins og einnig Tónlistar- skóla Eyjafjarðar og ýmsa skóla innan hans og Tónlistarskólann á Dalvík og Ieika þar og syngja saman. Eins og áður segir hefst dag- skráin með kennaratónleikum 16. og 17. aprtl í Grundarkirkju og Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Stór hópur kennara við Tónlistarskólann flytur fjöl- breytta kammertónlist, m.a. tónlist fyrir söngrödd og gítar, fiðlu og píanó, strengjakvartett, söngrödd og klarinett, selló og píanó og sópran og píanótríó. „Undanfarin ár hafa kennarar skólans lítið fengist við tónleika- hald en nú ætla þeir að slá til og sýna um leið að þeir hafi líka gaman af því að flytja tónlist,“ sagði Margrét. Tónleikar, fyrirlestur og „Opið hús“ Fimmtudagskvöldið 21. mars kl. 20 mun prófessor Marek Podh- ajski, kennari við Tónlistarskól- ann, halda fyrirlestur um tónlist Karol Szymanowski á sal skólans. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og þýddur jafnóð- um á hið ástkæra ylhýra. Föstudaginn 22. mars kl. 15- 17.30 verður „Opið hús“ í Tón- listarskólanum. A sal verða tón- listaratriði, hljóðfæri verða til sýnis í kennslustofum, viðræður við kennara og léttar veitingar í boði. Kl. 17 mun D-blásarasveit- in leika fyrir utan skólann, ef veður leyfir, og verður þá göt- unni lokað fyrir bílaumferð. Lokatónleikarnir verða laugar- daginn 23. mars kl. 17 og verður þá flutt valið efni frá kammer- músíkvikunni og einnig stendur til að flytja Brandenborgar- konsertinn. Að sögn Margrétar verða tónleikarnir mjög fjöl- breyttir og með dálítið sérstöku sniði því ívrri hlutinn verður haldinn í kirkjuskipi Akureyrar- kirkju og seinni hlutinn í Safnað- arheimilinu. Boðið verður upp á kaffi í hléinu. Tónlistarskólinn býður alla velkomna til dagskrár kammer- músíkvikunnar og væntir þess að sem flestir geti gefið tónlist og tónlistariðkun örlítið af tíma sín- um þessa daga. Eykur fjölbreytni í skólastarfinu Margrét Bóasdóttir var spurð að því hvort Tónlistarskólinn á Akureyri væri að fara út á nýjar brautir í kynningu á starfsemi sinni með þessari kammermúsík- viku. „Já, skólinn hefur kynnt starf- semi sína á ýmsan hátt og t.d. fyrir tveimur árum vorum við með sérstakan kynningardag í Skemmunni. Kynning í þessum mæli er nýlunda, það hefur ekki áður verið tekin heil vika undir breytta starfsemi í skólanum. Grunnskólinn breytir út frá starfsemi sinni þessa síðustu viku fyrir páskafrí og þar hefur tekist vel að brjóta hefðbundið skóla- starf upp á þessum tíma. Ég hygg að reynslan gæti orðið svipuð hjá Tónlistarskólanum. Við teljum okkur vera að auka fjölbreytni í skólastarfinu með þessum hætti og jafnframt teljum við nauðsyn- legt að gefa því verðugan tíma að fólk iðki og njóti tónlistar saman.“ Margrét sagði að það væri mis- jafnt eftir greinum hve nemendur væru mikið einir í sínu námi en það væri öllum til gagns og yndis- auka að koma saman. Það væri einn aðalþátturinn í því að skapa ánægjulegt samfélag tónlistar- fólksins. „Það er nauðsynlegt að gefa nemendum sem æfa allan vetur- inn tækifæri til að koma fram og spila fyrir aðra, ekki bara einu sinni sömu verk heldur oftar, til að þeir geti lært að þekkja verkin og finna blæbrigðamuninn á flutningi í það og það skiptið,“ sagði Margrét. Rétt er að ítreka að dagskrá kammermúsíkvikunnar hefst formlega í kvöld nreð kennara- tónleikum í Grundarkirkju, sem Margrét segir forkunnarfagurt hús en of lítið notað fyrir slíka viðburði. SS Taktu bátt í íjörinu á Stóra bókamarkaðiniuu umhelgina Opið lauuardaÉ og suimudag E 12.00-19.00 Sti iri 1m ikaillarkaOurimi Glerárgötu 32 sími 96-26438 Félag íslenskra liókíuHgefénda

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.