Dagur - 26.03.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 26.03.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. mars 1991 - DAGUR - 3 i Stefnumörkun í samgöngumálum: Spáð í samgöngur og ijarskipti á nýni öld - ekkert flogið til Ólafsflarðar og Kópaskers árið 2010 Samgönguráðuneytið stóð fyr- ir ráðstefnu í Reykjavík sl. föstudag um framtíðarskipulag samgangna á íslandi. Þar var lögð fram viðamikil skýrsla um stefnumörkum í samgöngu- málum sem ber hcitið: Lífæðar lands og þjóðar - samgöngur og fjarskipti á nýrri öld. Skýrslan er afrakstur nefndar á vegum samgönguráðuneytisins sem síðustu tvö ár hefur unnið að mótun samgöngustefnu til lengri tíma. Starfið miðar að því að treysta byggð um landið og ná aukinni hagkvæmni út úr fram- kvæmdum í samgöngumálum. í skýrslunni sem er 160 litprentað- ar síður, er farið yfir þróun mála síðasta áratuginn og litið til næstu aldar, farið yfir líklega þróun næstu 10 ár og spáð fyrir um gang mála allt fram til ársins 2010. Margt fróðlegt er að finna í þessari skýrslu. Þar er m.a. spá um þróun máia í innanlandsflugi. Fram til 2010 er gert ráð fyrir því að reglubundið flug leggist niður til 5 flugvalla, þ.e. Flateyrar, Suðureyrar, Þingeyrar, Ólafs- fjarðar og Kópaskers. Aftur á móti er spáð að áætlanaflug verði á nýja staði, eins og Fagurhóls- mýri, Mývatn og Selfoss og einnig að Keflavíkurflugvöllur verði ákvörðunarstaður í innan- landsflugi. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra, sagði í umræðum á ráðstefnunni, að úthlutun fjár- magns úr vegasjóði á næstu árum þyrfti að koma jafnt niður á öll- um landsmönnum. „Mér er það ljóst að hefðbundinn ríkisrekstur er ekki endilega besta lausnin í samgöngumálum. Ég er hlynntur því að fela einkaaðilum umsjón með vegum og vegagerð. Ég vil líta á samgöngumál sem sjálffjár- magnaða starfsemi sem yrði þar með tekin út af fjárlögum. Til að þetta geti gerst þarf að gera mikl- ar kerfisbreytingar," sagði Steingrímur. Þá kom fram í máli Steingríms, að hann vill að fagráðuneytin fái meira sjálfstæði hvað peninga- hliðina varðar og draga því úr Eldurinn í Kjötiðnaðarstöð KEA: Við látum ekkert á okkur fá - segir Leifur Ægisson, verksmiðjustjóri jetta Starfsemi í Kjötiðnaðarstöð KEA var með eðlilegum hætti í gær þrátt fyrir tjón af völdum eldsins sem kom upp í steik- arpotti sl. föstudag. Trygginga- menn voru í Kjötiðnaðarstöð- inni í gær að meta tjón og mun það liggja fyrir innan tíðar. Leifur Ægisson, verksmiðju- stjóri, sagði að um helgina hefði vaskur hópur manna unnið við að þrífa verksmiðjuhúsnæðið í hólf og gólf. Hann sagði að reykurinn hefði borist nánast um allt hús og skilið víða eftir sig ummerki. Því hefði verið mikið verk að þrífa og koma hlutum í samt lag. „Við látum þetta ekkert á okk- ur fá. Við byrjuðum með nánast eðlilegum hætti í morgun,“ sagði Leifur. Hann sagði að þrátt fyrir mikil og viðamikil þrif væri óhjá- kvæmilegt að mála vinnslusalinn. Það yrði væntanlega gert strax eftir páska. óþh mikilvægi fjármálaráðuneytisins. „Því ekki að leyfa meira sjálf- stæði í gjaldtökum ýmiskonar. Það gæfi mönnum meiri kraft til að sinna sínum málum,“ sagði Steingrímur ennfremur. -bjb Undirskriftalistar á Akureyri: Staðið verði við samþykkt um stækkun bókasafnsins „Við undirritaðir, notendur Amtsbókasafnsins og Héraðs- skjalasafnsins á Akureyri, skorum hér með á bæjarstjórn Akureyrar að standa nú þegar við þá samþykkt sína frá 29. ágúst 1987 að reisa nýbyggingu við bókasafnshúsið, til hags- Krossanes: Milljónatjón er skip sigldi á bryggjuna Töluverðar skemmdir urðu á bryggjunni í Krossanesi sl. miðvikudag er skipið Stolt Kingfisher, sem skrásett er í Monróvíu, sigldi á bryggjuna. Að sögn Guðmundar Sigur- björnssonar, hafnarstjóra, var vont í sjóinn og allar aðstæður slæmar til að leggjast að er umrætt óhapp varð. „Stefnisperan lenti beint í bryggjuna og gat kom á steypt ker. Þetta gat nær töluvert niður fyrir sjávarmál og við munum gera við bryggjuna þegar færi gefst. Trygging var sett fyrir skemmdunum áður en skipið fór frá Akureyri og dómkvaddir matsmenn hafa metið skemmd- irnar. Hversu hátt matið er veit ég ekki enn. Já, viðgerðarkostn- aðurinn hleypur örugglega á milljónum," sagði Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri. ój bóta fyrir margháttaða menntunar- og menningar- starfsemi á Akureyri.“ Þannig hljóðar yfirskrift undir- skriftalista sem afhentir verða menningarfulltrúa Akureyrar- bæjar í dag. Það er hópur not- enda safnanna og þeirra sem hafa vinnuaðstöðu í bókasafnshúsinu sem standa að þessum undir- skriftum. Að sögn eins talsmanns hóps- ins er hér ekki verið að mótmæla neinu og undirskriftalistarnir eru heldur ekki settir til höfuðs hugs- anlegri listamiðstöð í Grófargili. Hér er aðeins verið að minna á samþykkt bæjarstjórnar og jafn- framt vill hópurinn hvetja bæjar- yfirvöld til að efla vöxt og við- gang Amtsbókasafnsins. SS Skagfirðingur: Hegranesið með þokkalega sölu - Skapti með mjög góðan afla Hegranesið SK-2 seldi 192 tonn af karfa í Bremerhaven í Samvinnubankinn á Svalbarðseyri: Landsbankiiui yfirtekur reksturinn formlega Landsbankinn yfirtók rekstur útibús Samvinnubankans á Svalbarðseyri formlega í gær og verður bankinn framvegis rekinn undir merkjum Lands- banka íslands. Ekki verður um breytingar að ræða á rekstrinum að öðru leyti en því að nafnabreytingar verða á innlánsformum. Opnunartími bankans verður sá sami og verið hefur. í tilefni dagsins var viðskipta- vinum bankans boðið upp á kaffi og meðlæti í útibúinu á Sval- barðseyri í gær. -KK Húsaleiga hækkar Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem sam- kvæmt samningum fylgir visi- tölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkar um 3,0% frá og með 1. apríl nk. Þessi hækkun reiknast á þá leigu sem er í mars 1991. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í maí og júní. vikunni sem leið. Meðalverð var um hundrað krónur á kfló- ið og heildarverðmæti aflans var um 19 milljónir króna. Skapti landaði 133 tonnum í heimahöfn í síðustu viku eftir átta daga útiveru. Skapti og Skagfirðingur eru staddir á Látragrunni og eru á þorskveiðum. Hegranesið er nýlega komið til heimahafnar eft- ir söluferð til Þýskalands en það heldur til veiða aftur á morgun. Að sögn Gísla Svan útgerðar- stjóra Skagfirðings hf. var Hegra- nesið óheppið með söludag því að kílóverð fyrir karfa í Bremer- haven er nú urn hundrað og fjörutíu krónur. „Við sóttum um söludag þann 24. mars en fengum þann 20. Uppsveiflan fyrir páskana var ekki komin í gang þó að Hegra- nesið fengi hæsta verð sem hafði fengist í nokkrar vikur,“ sagði Gísli Svan útgerðarstjóri. kg ^ J treijaríkum kornblondum. ífndamaður í blí&u og stríðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.