Dagur - 26.03.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. mars 1991 - DAGUR - 7
Frænka Kalla
Pegar komið var í salinn í Ungó,
eða Dalvíkurbíói, á frumsýning-
arkvöldi Leikfélags Dalvíkur á
„Frænku Charleys" fimmtudags-
kvöldið 21. mars, blasti leiksviðið
við. Par gat að líta afar snotra
leikmynd, sem sýndi stofu; fyrstu
sviðsmynd verksins. Litla sviðið í
Ungó virtist ótrúlega stórt, svo
vel hafði leikmyndahönnuði
uppsetningarinnar, Kristjáni E.
Hjartarsyni tekist að nýta það.
Seinni leikmyndin, garðurinn,
er unnin af sömu vandvirkni. Ef
eitthvað er, er hún ívið ofhlaðin
laufskrúði og raunsæi, en hún
gefur andblæ, sem fellur að þeim
aldna gamanleik, sem til meðferð-
ar er; þessum farsa, sem ef til vill
er það verk, sem mest og lengst
hefur verið flutt í íslensku leik-
húsi.
Yfir leikmynd Kristjáns er yfir-
vegaður en þó léttur blær, sem
kemur áhorfendum þegar í stað í
viðeigandi skap til þess að njóta
þess, sem í vændum er. Helstu
gallarnir voru framkvæmdalegs
eðlis. Það virtist vera of mik-
ið og flókið verk að skipta á milli
fyrri og seinni senu.
Ýmislegt er gott í frammistöðu
leikenda í uppfærslu Leikfélags
Dalvíkur á Frænkunni. Þannig
eru mörg hröð atriði vel útfærð.
Þar má til nefna hlaupasenur í
garðinum í síðasta þætti, til dæm-
is þegar lögmaðurinn Stephen
Spettigue eltist við Fancourt
Babberley, lávarð, í gervi frænk-
unnar. Einnig tekst vel á köflum
að gæða leikinn fjöri í kringum
matarborðið í fyrsta þætti og líka
í aðdraganda þess, að lávarður-
inn tekur að sér hlutverk frænk-
unnar í sama þætti. Fleiri atriði
mætti fram telja sem vekja léttan
hlátur áhorfenda, en einmitt
hann er meginmarkmið leiksins.
Þá eiga einstakir leikarar góða
spretti. Ber þar helst að nefna
Sigurbjörn Hjörleifsson í hlut-
verki Fancourts Babberleys
Iávarðar, Pálma Finnbogason í
hlutverki Jacks Chesneys, Þórar-
inn Gunnarsson í hlutverki Char-
les Wykehams, Steinþór Stein-
grímsson í hlutverki Stephens
Spettigues og Björgvin Hjörleifs-
son í hlutverki Brassetts, her-
bergisþjóns.
Góðir sprettir eru þó ekki nóg
til þess að geta af sér heildstæða
sýningu. Allir þátttakendur í
uppsetningunni áttu stundir, þar
sem fjörið virtist dofna og rof
koma í samfelluna. í fáeinum til-
fellum komust menn því miður
aldrei almennilega á flug, heldur
voru nánast vandræðalegir í túlk-
un sinni og tókst þess vegna ekki
að skapa trúverðugar persónur.
Fyrir kom líka, að klæði Ieikend-
anna spilltu nokkuð og leið sá
reyndi leikari Albert Agústsson
ekki síst fyrir það.
Leikstjóri uppsetningarinnar á
Dalvík er Björn Ingi Hilmarsson.
Margt er vel gert af hans hendi,
samanber það, sem þegar hefur ver-
ið sagt um fjörlegar senur í
verkinu. En Björn virðist ekki
hafa haft alveg næga yfirsýn yfir
heildarsamspil leikendanna og
samfellu sýningarinnar. Því verð-
ur ýmislegt, sem betur hefði mátt
fara, að skrifast á hans reikning.
Vinningstölur laugardaginn
23. mars ’91
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 0 2.715.006.-
n PLés^jtC Z. 4af5l^tP 3 156.852.-
3. 4af5 156 5.203.-
4. 3af 5 4.969 381.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.890.419.-
I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustöðum.
Systur
Evrópu
Stefanía Traustadóttir frambjóð-
andi Alþýðubandalagsins á N.e.
ritar grein í Degi 12. mars sem
hún nefnir „Dætur Evrópu“.
Hún bendir réttilega á að
Evrópubandalagið (EB) og
Evrópska efnahagssvæðið (EES)
hafi og muni hafa slæm áhrif á líf
og kjör kvenna og orðrétt segir
hún jj-i enda eru þær ekki hafðar
með í samningagerð og ákvörð-
unum.“ Þetta er einmitt það sem
við Kvennalistakonur höfum
hamrað á hvað eftir annað, í öll-
um málum. Við teljum að konur
nái besturn árangri ef þær standa
saman við að ná sama rétti og
karlar hafa nú þegar, stundum
kallað jafnrétti.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
ritar grein í Morgunblaðið 13. og
14. mars sem hún nefnir „EB -
Eitthvað fyrir okkur?“ Hún telur
að flestir séu sammála um að
ekki sé góður kostur að aðhafast
ekkert í málinu en ágreiningur sé
um leiðir. í greininni segir:
„Þrjár leiðir hafa verið
nefndar.
1) Taka upp beinar tvíhliða
samningaviðræður við EB um
endurbætur á núgildandi fríversl-
unarsamningi.
2) Sækja um inngöngu í
bandalagið, en viðræður þar að
lútandi gætu hvort heldur sem er
leitt til fullrar aðildar eða auka-
aðildar.
3) Taka þátt í samningavið-
ræðum EFTA og EB um Evrópskt
efnahagssvæði.
Afstaða stjórnmálaflokkanna
til þessara þriggja leiða hefur ver-
ið nokkuð mismunandi. Kvenna-
listinn vildi fara fyrstu leiðina, en
eins og flestum er kunnugt völdu
stjórnmálaflokkarnir þá þriðju."
Alþýðubandalagið er í ríkis-
stjórn og hefur því valið þessa
leið þó Stefanía telji að EES
verði konum, börnum, öldruðum
og fötluðum til heilla. í lokaorð-
um Stefaníu er eftirfarandi:
„Talsmenn aðildar okkar að EES
halda því fram að samningar um
þátttöku okkar í EES eða EB
snúist fyrst og fremst um sjávar-
útveg. Þeir vilja láta okkur
Sigurburg Daðadóttir.
gleyma kjarnanum í væntanleg-
um samningi, sem er óheftur
markaðsbúskapur í allri Vestur-
Evrópu án nokkurra landamæra
fyrir fjármagnið."
Stefanía og aðrar kvenrétt-
indakonur sem starfa í hinum
flokkunum eru í tvöfaldri bar-
áttu, fyrst við að koma sjónar-
miðum kvenna að í sínum flokk-
um og síðan er málefnaágreining-
ur við hina flokkana. Kvenna-
listakonur eru gagngert í stjórn-
málum til að koma sjónarmiðum
kvenna að og eru alltaf tilbúnar
að styðja við bakið á þeim kon-
um sem vilja hag kvenna og allrar
fjölskyldunnar betri, sama hvar í
flokki þær standa.
Sagan úr grísku goðafræðinni
sem Stefanía vitnar til í upphafi
greinar sinnar getur svo sannar-
lega átt við daginn í dag. Evrópa
hreifst af dulbúningi Seifs en var
nauðgað. Stelpur verum vakandi
fyrir því hvað EB og EES þýðir
fyrir okkur sjálfar!
Sigurborg Daðadóttir.
Höfunur skipar 2. sæti á framboðslista
Kvennalistans á Norðurlandi eystra í
komandi Alþingiskosningum.
Nýkomin
stór sending af fallegum
vor- og sumarfatnaði frá
Vfefn aðarvörudeild
Frænka Charleys er eindreginn
gamanleikur og er það í uppsetn-
ingu Leikfélags Dalvíkur. Leik-
húsgestir geta verið vissir um
skemmtilega kvöldstund, því að
það er sannarlega margt, sem
kitlar hláturtaugarnar í þessu
margleikna stykki, sem aldrei
virðist verða leiðinlegt hversu oft
sem það ber fyrir augu.
Haukur Agústsson.
Barnabílstóll
- bílpúði - belti!
Notar barnið þitt
öryggisbúnað í bílnum?
yUMFERÐAR
RAÐ