Dagur - 26.03.1991, Page 10

Dagur - 26.03.1991, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 26. mars 1991 Hrefna Brynjólfsdóttir „smassar“ með tilþrifum. Þrátt fyrir ágæta baráttu eru KA-stúlkurnar úr leik í bikarkeppninni. Mynd: Golli Pústþjónusta Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða. Pakkningar, klemmur, upphengjur. Fast verð fyrir pústkerfaskipti. Höfum fullkomna beygjuvél. Ryðvarnarstöðin sf. Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri. Bókhaldari Meðalstjórt fyrirtæki óskar að ráða bókara, sem einnig sér um fjárreiður fyrirtækisins. ★ Við leitum að hæfum starfskrafti með reynslu. ★ Við bjóðum góð laun og gott starfsumhverfi. Áhugasamir sendi umsóknir sínar, sem greini frá upplýsingum um aldur og fyrri störf í pósthólf 796, 600 Akureyri fyrir 5. apríl nk. AKUREYRARB/tR Laust starf Starf afgreiðslugjaldkera á bæjarskrifstofunni er laust til umsóknar. Starfið gerir kröfur til aðgæslu og nákvæmni í meðferð fjármuna og talna. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf af við- skiptabraut eða nokkra reynslu í gjaldkerastörf- um. Laun eru skv. kjarasamningi STAK og Akureyrar- bæjar. Upplýsingar um starfið veita undirritaður og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 5. apríl nk. Bæjarritari. Bikarkeppnin í blaki kvenna: KA úr leik eftir ósigur gegn Víkingi Kvennalið KA er úr leik í bikarkeppninni í blaki eftir ósigur gegn íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitaleik á Akureyri í fyrrakvöld. Hið sterka lið Víkings náði undir- tökunum eftir ágæta byrjun KA og sigraði örugglega í þremur hrinum. KA-liðið byrjaði vel og hafði forystuna framanaf fyrstu hrinu. Víkingur náði að jafna 10:10 og sigraði síðan 15:10. Víkingur komst í 6:2 í annarri hrinu, KA minnkaði muninn í 5:6 en þá skildu leiðir og Víkingur vann 15:8. I þriðju og síðustu hrinu var jafnt þar til staðan var 7:7 en þá kom slæmur kafli hjá KA-liðinu, Víkingur breytti stöðunni í 14:7 og sigraði síðan 15:10. KA-liðið átti köflóttan leik en ekki slæman dag þegar á heildina er litið. Uppspilarinn Sigurhanna Sigfúsdóttir þurfti að yfirgefa völlinn í upphafi vegna meiðsla og það hafði greinilega áhrif á leik liðsins. Þá ber þess að geta að ekkert lið stöðvar Víkingsliðið þegar það spilar á fullu. Birna Kristjánsdóttir lék mjög vel í KA-liðinu en Víkingsliðið var jafnt enda hvergi veikan hlekk þar að finna. Handknattleikur: Markvörður HK fór illa með Þórsara Þórsarar máttu sætta sig við þriggja marka ósigur, 23:26, gegn toppliði HK í úrslita- keppni 2. deildar í handknatt- leik á Akureyri á föstudags- kvöldið. Ekki verður annað sagt en að sigur HK hafi verið sanngjarn, liðið leiddi leikinn allan tímann og hafði fjögurra marka forystu í hléi, 9:13. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að HK fari upp en baráttan um 2. sætið verður hörð, Þór er stigi á undan UBK en Blikar eiga útileik gegn UMFN til góða. Segja má að markvörður HK, Magnús I. Stefánsson, hafi slegið Þórsara út af laginu strax í byrjun. Hann varði eins og óður maður frá upphafi, þ.ám. þrjú fyrstu vítaköst Þórsara. Það hafði sín áhrif, stemmningsleysið í leik Þórs var algert á meðan HK-ing- ar léku við hvern sinn fingur. Vörn þeirra var sterk og sóknin Blak 1. deild kvenna Þróttur N.-Völsungur 2:3 Þróttur N.-Völsungur 2:3 Víkingur UBK Völsungur ÍS KA Þróttur N. HK 24 21- 3 67:16 42 23 16- 7 53:36 32 24 16- 8 53:37 32 25 13-12 54:47 26 22 9-13 39:48 18 22 7-15 33:53 14 24 0-24 9:72 0 Handknattleikur 2. deild - efri hluti ÍBK-UMFN Þór-HK Völsungur-HK 9:14 23:26 20:27 HK 5 4-1-0 120: 95 13 Þór 4 2-1-1 106: 90 7 UBK 3 2-1-0 68: 48 6 UMFN 5 2-1-2 100:103 5 Völsungur 4 1-0-3 84:114 2 ÍBK 5 0-0-5 94:135 0 2. deild - neðri hluti Ármann-ÍS UMFA-ÍH 36:17 24:34 IH 4 4-0-0 119: 83 22 Ármann 5 3-0-2 121: 94 18 UMFA 4 2-0-2 86: 85 16 ÍS 5 0-0-5 83:147 3 árangursrík enda varnarleikur og markvarsla Þórsara ekki upp á marga fiska. í seinni hálfleik hresstust heimamenn nokkuð og eftir 12 mínútur höfðu þeir minnkað muninn í 15:16. 1-2 mörk skildu síðan lengi vel en þá náði HK aft- ur fjögurra marka forystu, 20:24. Þórsarar minnkuðu muninn í 22:24 og fengu síðan kjörið tæki- færi í lokin þegar tveimur HK- ingum var vísað út af og Þór fékk boltann. Óðagot í sókninni varð hins vegar til þess að liðið missti boltann, síðan mann útaf og mark á sig í kjölfarið. Eftir það þurfti ekki að spyrja að úrslitun- um. „Það var mjög slæmt hugar- farslega að klikka á vítunum í upphafi. Við spiluðum ágætlega í seinni hálfleik en fórum illa að ráði okkar í lokin. Við eigum eft- ir að mæta þeim aftur og það get- ur ennþá allt gerst enda fara tvö lið upp,“ sagði Kristinn Hreins- son, fyrirliði Þórs. Markvörður HK var tvímæla- laust maður leiksins, varði 15 skot, þar af 4 víti. Gunnar Gísla- son og Þorsteinn Þorsteinsson voru sterkir og Rúnar Einarsson drjúgur á lokamínútunum. Hjá Þór var Ólafur Hilmarsson sá eini sem barðist í fyrri hálfleik og Rúnar Sigtryggsson var góður í þeim seinni. Mörk Þórs: Páll Gíslason 7/6, Rúnar Sig- tryggsson 6, Jóhann Samúelsson 3/1, Ólafur Hilmarsson 2, Sævar Árnason 2, Atli Rúnarsson 1, Ingólfur Samúelsson 1/ 1, Kristinn Hreinsson 1. Mörk HK: Gunnar Gíslason 7, Þorsteinn porsteinsson 6, Elvar Óskarsson 5/2, Rúnar Einarsson 5/1, Ásmundur Guð- mundsson 1, Jón Bessi Ellingsen 1, Róbert Haraldsson 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson. Kristján Hauksson, Ólafsfirði, Tryggvi Sigurðsson, Ólafsfirði, og Gísli Einar Arnarsson, Isafirði, röðuðu sér í efstu sætin í öllum göngugreinum 15-16 ára pilta. Myndir: Golli Arnar Pálsson og Hlynur Guðmundsson frá ísafirði urðu fyrstir í 3,5 km göngu 13-14 ára pilta. Handknattleikur: Öruggt hjá HK á Húsavík HK-ingar færðust skrefi nær 1. deildinni þegar þeir sigruðu Völsung 27:20 á Húsavík á laugardag. HK-ingar höfðu undirtökin allan leikinn gegn vængbrotnu liði Húsvíkinga og höfðu sex marka forystu í leik- hléi, 14:8. í lið Völsungs vantaði þá Ás- mund Arnarsson og Skarphéðinn ívarsson og þá var Haraldur Har- aldsson meiddur og gat lítið beitt sér þótt hann léki með. Völs- ungsliðið barðist þó vel og gekk ágætlega í sókninni en síður í vörninni. Sem dæmi má nefna að HK-ingar fengu sex sinnum brottvísanir en Völsungar aldrei. Þetta gefur vísbendingu um að Húsvíkingar hefðu mátt taka hraustlegar á í vörninni. HK-ingar náðu strax foryst- unni og juku hana jafnt og þétt framanaf en seinni hálfleikur var í jafnvægi og sigur HK aldrei í hættu. Mörk Völsungs: Jónas Grani Garðarsson 6, Vilhjálmur Sigmundsson 5, Sveinn Freysson 3, Tryggvi Guðmundsson 3, Haraldur Haraldsson 2/2, Kristinn Wium 1. Mörk HK: Rúnar Einarsson 10, Jóhann Pálsson 4, Sigurður Stefánsson 3, Róbert Haraldsson 3, Gunnar Gíslason 3, Elvar Óskarsson 3, Jón Bessi Ellingsen 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson. Dæmdu óaðfinnanlega. Blak: Tveir naumir sigrar Völsungs Völsungur sigraði Þrótt á Neskaupsstað tvívegis í 1. deild kvenna í blaki um helg- ina. Leikirnir voru sveiflu- kenndir og þurftu Húsvíkingar að hafa mikið fyrir sigrunum en leikirnir enduðu báðir 3:2. Völsungar byrjuðu vel í fyrri leiknum og unnu fyrstu tvær hrin- urnar 15:6 og 15:12. Þrótturvann næstu tvær 15:7 og 15:9 en Völs- ungar höfðu betur á endasprett- inum og unnu 15:8. Daginn eftir byrjuðu Húsvík- ingar aftur af krafti og unnu fyrstu 15:3 en Þróttur svaraði 15:13 og 15:2. Völsungur vann síðan tvær síðustu hrinurnar 15:10. Völsungsliðið átti ekki góða leiki að þessu sinni og eins og sjá má á tölunum voru sveiflurnar miklar. Liðið hefur e.t.v. verið með hugann við bikarkeppnina en það mætir Breiðabliki á Húsa- vík á morgun í undanúrslitum. Þriðjudagur 26. mars 1991 - DAGUR - 11 Skíði: Stormasömu unglinga- meistaramóti lýkur í dag Það var Kári gamli vindur sem lét mest að sér kveða á Ungl- ingameistaramóti Islands á skíðum sem fram fór í Hlíðar- fjalli við Akureyri um helgina. Kári lét lítið á sér kræla á laug- ardeginum þannig að keppni fór fram samkvæmt dagskrá þann dag. Daginn eftir var keppni aflýst og þrátt fyrir að henni væri fram haldið í gær tókst ekki að Ijúka öllum greinum. Mótið þótti þó heppnast vel miðað við aðstæður en rúmlega 200 keppendur af landinu öllu mættu til leiks. í gær tókst að ljúka fyrri ferð- um í svigi 13-14 ára pilta og stór- svigi 15-16 ára pilta. Hægt var að Ijúka keppni í svigi 13-14 ára stúlkna en ekki tókst að hefja keppni í stórsvigi 15-16 ára stúlkna. Samhliða svig var fellt niður og í dag átti að reyna að láta boðgönguna fara fram. Að öðru leyti tókst að ljúka keppni í göngu en keppendur gengu við mjög erfið skilyrði í gær. Ekki var keppt í stökki að þessu sinni þar sem engir keppendur skráðu sig til leiks í þeirri grein. Það var Skíðaráð Akureyrar sem sá um framkvæmd mótsins og vildu þeir koma á framfæri þökkum til starfsfólks Skíðastaða fyrir frábært samstarf. Úrslit úr mótinu fara hér á eftir. Ganga Piltar 15-16 ára, 7,5 km H 1. Kristján Hauksson, Ó. 2. Gísli Einar Árnason, í. 3. Tryggvi Sigurðsson, Ó. Piltar 15-16 ára, 5,0 km F 1. Tryggvi Sigurðsson, Ó. 2. Kristján Hauksson. Ó. 3. Gísli Einar Árnason, I. Stúlkur 13-15 ára, 3,5 km H 1. Thelma Matthíasd., Ó. 2. Heiðbjört Gunnólfsd., Ó. 3. Harpa Pálsdóttir. A. Stúlkur 13-15 ára, 2,5 km F 1. Thelma Matthíasdóttir, Ó. 2. Heiðbjört Gunnólfsd., Ó. 3. Harpa Pálsdóttir, A. Piltar 13-14 ára, 5,0 km II 1. Bjarni F. Jóhannesson, S. 2. Arnar Pálsson, í. 3. Albert Arason, Ó. 22:09 23:05 23:14 15:07 15:39 16:12 15:49 16:21 19:16 11:56 13:14 14:28 Eva Jónasdóttir frá Akureyri sigraði í svigi 15-16 ára stúlkna. Piltar 13-14 ára, 3,5 km F 1. Arnar Pálsson,}. 2. Hlynur Guðtnundsson, í. 3. Bjarni F. Jóhannesson, S. Göngutvíkeppni Stúlkur 13-15 ára 1. Thelma Matthíasdóttir, Ó. 2. Heiðbjört Gunnólfsd., Ó. 3. Harpa Pálsdóttir, A. l’iltar 13-14 ára 1. Arnar Pálsson, í. 2. Bjarni F. Jóhannesson, S. 3. Albert Arason, Ó. Piltar 15-16 ára 1. Kristján Hauksson, Ó. 2. Tryggvi Sigurðsson, Ó. 3. Gísli Einar Árnason, 1. Alpagreinar Stúlkur 15-16 ára svig 1. Eva Jónasdóttir, A. 2. Hjördís Þórhallsd., A. 3. Sandra B. Axelsd., Sey. Piltar 15-16 ára svig 1. Ásbjörn Jónsson, A. 2. Birgir K. Ólafsson, A. 3. Sveinn Brynjólfsson, D. Stúlkur 13-14 ára svig 1. Hrefna Óladóttir, A. 2. Brynja Þorsteinsd., A. 3. íris Björnsdóttir, Ó. 11:54 Pillar 13-14 ára svig 1. Magnús Magnússon, A. 38.81 12:21 2. Valur Traustason, D. 38,94 12:46 3. Sveinn Torfason, D. 39.24 Piltar 15-16 ára ára stórsvig 1. Sigurður F. Friðriksson, í. 54.33 2. Ásbjörn Jónsson, A. 54.98 0,00 3. Sveinn Brynjólfsson, D. 55.12 15,90 Stúlkur 13-14 ára stórsvig 44,68 1. Brynja Þorsteinsd., A. 1:30.45 2. Hrefna Óladóttir, A. 1:30.46 2,74 3. Hjálmdís Tómasd., Nes. 1:32.50 8,56 Piltar 13-14 ára stórsvig 13,67 1. Gauti Þór Reynisson, A. 1:21.21 2. Jóhannes Petersen, Á. 1:22.11 3,53 3. Runólfur Benediktss., Fr. 1:22.56 4,89 11,38 Alpatvíkeppni Piltar 15-16 ára 1. Ásbjörn Jónsson, A. 9.57 :22.39 2. Sveinn Brynjólfsson, D. 19.92 :25.18 3. Birgir K. Ólafsson, A. 25.98 'li.lL Stúlkur 13-14 ára : 13.55 1. Hrefna Óladóttir, A. 0.09 2. Brynja Þorsteinsdóttir, A. 6.77 :13.90 :14.62 3. Berglind Bragadóttir, Fr. 70.46 •2^41 Pillar 13-14 ára 1. Magnús Magnússon, A. 15.86 •24 40 2. Valur Traustason, D, 27.03 :27.02 3. Gauti Þór Reynisson, A. 27.32 Ásbjörn Jónsson frá Akureyri sigraði í svigi og alpatvíkeppni 15-16 ára pilta og varð annar í stórsvigi. Punktar frá Þýskalandi ■ Stuttgart sigraði Bayer Uerdingen 3:1 á heimavelli á föstudagskvöldið. Fyrsta markið skoraði 23 ára gamall leikmaður, Strehmel sem fékk nú tækifæri vegna meiðsla lykilmanna. Hann hefur óskað eft- ir að vera seldur frá félaginu enda hefur hanti verið hjá því í 5 ár og aldrei hlotið fast sæti í liðinu. Markið kom upp úr auka- spyrnu sem Eyjölfur Sverrisson fiskaði á kantinum. Á 56. mínútu bætti Buchwald öðru marki við með skalia og Allgöwer skoraði þriðja markið á 86. mínútu. Uer- dingcn minnkaði muninn á síðustu mínútu leiksins. Við sigurinn færðist Stuttgart upp í 9. sæti og er nú aðeins þremur stigum frá 5. sætinu sem gefur þátttökurétt í UEFA- keppninni. ■ Eyjólfi var skipt útaf á 56. mfnútu en hann nieiddist í fyrri hálfleik er hann ienti í samstuði við markvörð Uerdingen. Hann fékk högg á vöðvafestingu og er tvísýnt að hann leiki með Stuttgart í Köln á laugar- dag. Eyjólfur átti góðan leik og var þjálf- arinn tregur til að taka hann útaf. ■ Leikur heigarinnar var tvímælalaust viðureign Kaiserslautern og Bayern Múnchen. 39 þúsund manns horfðu á Kaiserslautern sigra 2:1 og setjast þar með á topp deildarinnar. Bayern átti fyrri hálf- leikinn algerlega og Wohlfart kom liðinu í 1:0 á 3. rnínútu og þannig var staðan í hléi. í seinni hálfleik misstu Bæjarar einn útaf og sagði þjáifari liðsins að þeir hefðu eftir það verið 10 á móti 12. en hann var mjög ósáttur við dómgæsluna. Á tímabilinu hafa 5 verið reknir útaf í Kaierslautern og í öll- um tilfellum hafa það verið leikmenn aðkomuliðsins. ■ Bremen gerði 1:1 jafntefli á heimavelli við Frankfurt. Er talið að liðið eigi eftir að lieltast úr lestinni í baráttunni um meist- aratitilinn ef það heldur áfram að tapa stig- um á heimavelli. ■ Sl. Puuli sigraði Leverkusen 1:0. Þar fékk einn leikmanna Leverkusen rautt spjald og er hann þriðji maðurinn úr aðkomuliði sem fær rautt á heimavelli St. Pauli. ■ Bochutn og Dortmund gerðu 2:2 jafn- tefli. Dortmund hafði 2:0 yfir í hálfleik. ■ Köln og Wattenscheid gerðu 1:1 jafn- tefli í Köln. Köln á erfitt uppdráttar jjessa dagana enda er stór hluti liðsins á sjúkra- lista. Littbarski hefur t.d. ekkert leikið í fjóra mánuði og óvíst hvenær hann verður orðinn góður. ■ Mönchengladbach og Hamburg gerðu einnig jafntefli, 1:1 og er Mönchenglad- bach smátt og smátt að þokast af mesta hættusvæðinu. ■ Karlsruher sigraði Núrnberg 2:0 og var þetta annar ósigur Núrnberg á einni viku. ■ Segja má að Dússeldorf hafi skotið Hertha Berlin endanlega niður í 2. deild með 4:2 sigri. Aðeins kraftaverk getur nú komið í vcg fyrir að Bcrlínarliðið falli. Staðan: FC Kaisersiautcm 22 12-6-4 44:31 30 Bayern Munchen 22 12-5-5 48:23 29 Wcrder Bremen 22 11-74 31:20 29 Hamburger SV 22114-7 31:24 26 Eintracht Frankfurt 22 8-9-5 34:23 25 Bayer Leverkusen 22 8-8-6 29:25 24 Borussia Dortmund 22 7-10-5 28:34 24 FC Köln 22 8-7-7 30:20 23 VfB Slultgart 22 94-9 35:31 22 Fortuna Diisseldorf 22 7-8-7 26:29 22 Vn. Bochum 22 6-9-7 30:27 21 Karlsruher SC 22 6-8-8 33:38 20 Wallenscheid 09 22 6-8-8 27:35 20 Bor. Mönchengladbach 22 4-11-7 27:36 19 FC St. Pauli 22 4-11-7 20:30 19 Bayer Cerdingen 22 4-9-9 24:35 17 FC Nurnberg 22 5-6-11 23:35 16 Hertha BSC Berlin 22 2-6-14 19:43 10 Einar Stefánsson, Þýskalandi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.