Dagur - 26.03.1991, Page 6

Dagur - 26.03.1991, Page 6
T _ OUnAfl - Í-OP^ ctcrr, AQ mir.«hi!ÍAi%a 6 - DAGUR - Þriðjudagur 26. mars 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RfKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Rangfærslur Halldórs Blöndals um ríkisstyrki Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, hefur farið hamförum að undan- förnu til að reyna að sannfæra einhverja um að rétt sé að stofna „óháð dagblað á Norðurlandi" eins og þingmaður- inn orðar það. Þessari skoðun sinni hefur hann m.a. kom- ið á framfæri í Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu og DV. í sjálfu sér er ekkert við því að segja þótt Halldór Blöndal langi til að stofna nýtt blað í þeim tilgangi að keppa við Dag. Hins vegar er illt til þess að vita að þingmaðurinn beitir fyrir sig helberum ósannindum til að afla málstað sínum fylgis. Slík vinnubrögð lætur Dagur ekki óátalin. Halldór Blöndal heldur því blákalt fram að Framsókn- arflokkurinn eigi Dag. Þingmaðurinn heldur því einnig fram að blaðið sé rekið fyrir ríkisstyrki. Síðast en ekki síst segir Halldór Blöndal að ekki verði miklum vandkvæðum bundið að reka óháð dagblað á Norðurlandi, „ekki síst þegar ríkisstyrkir eru svo háir sem raun ber vitni“, eins og þingmaðurinn orðar það. Allar þessar fullyrðingar eru rangar og það veit þingmaðurinn Halldór Blöndal mæta vel. En tilgangurinn helgar stundum meðalið og vel getur verið að þingmanninum sé svo mjög í mun að koma höggi á Dag að hann víli ekki fyrir sér að segja ósatt. Sú fullyrðing Halldórs Blöndals að Framsóknarflokkur- inn eigi Dag er röng. Dagur er í eigu hlutafélagsins Dags- prents hf., sem aftur er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga að 51 hundraðshluta, Framsóknarfélags Akureyrar og Fram- sóknarfélags Eyjafjarðar að 30 hundraðshlutum alls, Kaffibrennslu Akureyrar að 8 hundraðshlutum og loks eiga um 130 einstaklingar tæp 10% í fyrirtækinu. Sú fullyrðing Halldórs Blöndals að blaðið sé rekið fyrir ríkisstyrki er einnig röng. Ríkisstyrkir til dagblaða eru ekki til. Hins vegar fær hver stjórnmálaflokkur styrk úr ríkissjóði til „útgáfumála samkvæmt nánari ákvörðun þingflokksins" eins og það er orðað. Þessum styrk er út- hlutað til flokkanna með tilliti til þingmannafjölda þeirra. Þar af leiðandi fær Sjálfstæðisflokkurinn langhæsta styrk- inn nú. Á síðasta ári fékk Sjálfstæðisflokkurinn 24,6 millj- ónir króna í ríkisstyrk með þessum hætti en Framsóknar- flokkurinn 17,2 milljónir króna. Kvennalisti fékk til dæmis 9,2 milljónir króna og hefur þó ekkert dagblað „á bak við sig“. Af þessu má glögglega sjá að ríkisstyrkirnir hafa ekkert með dagblaðaútgáfu að gera. Framsóknarfélögin tvö, sem hlut eiga í Dagsprenti, fengu rúmar 2 milljónir króna af ríkisstyrknum á síðasta ári í sinn hlut og notuðu þá peninga m.a. til að kaupa hlutafé í Dagsprenti hf. og greiða auglýsingar sem þau birtu í Degi um flokksstarfið. Til samanburðar má geta þess að Morgunblaðið hefur líklega fengið 7-9 falt hærri upphæð frá Sjálfstæðisflokkinn á síðasta ári sem greiðslu fyrir auglýsingar um flokksstarf á hans vegum. Ef Halldór Blöndal vill, þrátt fyrir þessar staðreyndir, halda því fram að Dagur sé ríkisstyrktur, er ljóst að Morgunblaðið nýtur 7-9 falt hærri „styrks" frá ríkinu. Ljóst er að ósannindi og dylgjur HaUdórs Blöndals í garð Dags munu hvorki auka álit hans né hróður meðal Norðlendinga. BB. myndlist „í mótun“ Átta í húsnæði Myndlistarskólans á Akureyri var haldin skemmtileg myndlistarsýning dagana 23. og 24. mars. Hún hefði mátt standa lengur til þess að sem flestir hefðu haft tíma til þess að átta sig á því, hvað hér var á ferðinni, og haft tækifæri til þess að leggja leið sína á sýninguna. Á sýningunni voru verk eftir átta nemendur skólans í málara- deild. Þau voru unnin undir handleiðslu Þorvaldar Þorsteins- sonar, myndlistarmanns. Þor- valdur er frá Akureyri, en býr og starfar í Hollandi. Hann var fenginn sem gestakennari að skólanum, en sá háttur hefur ver- ið á hafður, að fá að honum starf- andi listamenn til þess að segja nemendum til og um leið auka fjölbreytni kennslunnar og víkka sjónarsvið nemenda. Þorvaldur hafði það að megin- tilgangi með kennslu sinni „að fá nemendurna til að hugsa og framkvæma sem atvinnufólk í myndlist; atvinnufólk, sem lætur ekkert stöðva sig til þess að ná árangri,“ eins og eftir honum er haft í viðtali í Degi. Til þess að ná þessu markmiði lét Þorvaldur nemendur velja tíu orð úr texta og sagði þeim síðan, að framund- an væri sýning og að til hennar ættu þau að leggja tíu verk unnin út frá þessum orðum. í skólum eru nemendum gjarn- an fengin í hendur verkefni, sem eru að mestu skilgreind. Því kemur lítið til greina eigið fram- tak og hugkvæmni. Þessir þættir eru hins vegar ákvarðandi um framgang hins skapandi lista- manns, þegar út fyrir skólavegg- ina er komið og við tekur sú sjálfsögun, sem er listamanninum nauðsynleg við að þróa hug- myndir sínar og framkvæma þær, og hafin er baráttan fyrir því að koma verkum á framfæri og að afla þeim viðurkenningar. Nemendur Þorvaldar Þor- steinssonar, myndlistarmanns, voru: Aðalheiður Eysteinsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Dagný Sif Einarsdóttir, Freyja Önundar- dóttir, Gígja Þórarinsdóttir, Guðrún H. Bjarnadóttir, Gunn- laug Ósk Sigurðardóttir og Sigur- björg Gunnarsdóttir. Arangur þeirra er misjafn og greinilegt, að tæknigeta þeirra er á ólíku stigi. Að auki setja listrænar hneigðir þeirra mark sitt á verkin, sem á sýningunni voru, og loks hefur vinnugeta nemendanna og sá tími, sem þeir hafa haft til þess að þróa verkin, haft sín áhrif. Hvað sem þessum atriðum líð- ur var útkoman athyglisverð og ekki síst fróðleg. Unnt var að fylgja ferli verkanna allt frá orð- unum, sem voru fræ þeirra, í gegnum þróunarstig hugmynd- anna og upp í verk, sem voru sum hver að talsverðu leyti full- mótuð og frágengin. Það var skemmtilegt að eiga þess kost að rekja þessa slóð sköpunarstarfs- ins og hefur án efa verið nemend- unum gagnlegt að þurfa að feta hana við þá ögun, sem ákveðin tímamörk settu þeim. Hér verða ekki talin fram ein- stök verk eða rætt um árangur einstakra nemenda. Til þess er ekki grundvöllur. Einungis skal endurtekið það, sem sagt var í upphafi, að sýningin á verkum nemendanna átta hefði mátí standa lengur. Nemendasýningar Myndlistarskólans á Akureyri hafa jafnan verið forvitnilegar og vekjandi. Ekki síst hafa þær gefið myndlistarunnendum kost á að virða fyrir sér ýmsar hliðar þess oft á tíðum ágæta árangurs, sem náðst hefur í skólanum. Slíkt er jafnt almenningi sem stofnuninni bæði gagnlegt og nauðsynlegt. Haukur Ágústsson. Samúel Jóhannsson opnar sýningu í Myndlistarskólanum á Akureyri Miðvikudaginn 27. mars kl. 20.00 opnar Samúel einkasýningu á málverkum og teikningum í Myndlistarskólanum Kaupvangs- stræti 16 Akureyri. Þetta er níunda einkasýning hans. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum m.a. á Ákureyri, Kjarvalsstöðum og Norræna húsinu. Sýningin stendur yfir páskana og lýkur "l. aprií (annan í páskum) og er opin alla dagana frá kl. 14.00-18.00. Kvenfélagasamband íslands: Nýtt rit um mataræði móður og bams til 7 ára aldurs - fyrsta tölublað ársins af Húsfreyjunni komið út Höfundar fræðsluritsins, f.v. Valgerður Hildibrandsdóttir, Sigrún Eldjárn og dr. Inga Þórsdóttir. Nýtt fræðslurit sem fjallar um mataræði þungaðra kvenna, kvenna með barn á brjósti og næringaþörf barna allt að sjö ára aldri, er komið út hjá Kvenfélagasambandi íslands. Höfundar ritsins eru þær Val- gerður Hildibrandsdóttir og dr. Inga Þórsdóttir starfsmenn hjá Næringarráðgjöf Landspítalans. Myndskreytingar annaðist Sigrún Eldjárn. Efnisyfirlit ritsins er sem hér segir: Lengi býr að fyrstu gerð. Stutt næringarfræði, Mataræði þung- aðra kvenna og kvenna með barn á brjósti. Næringarþörf barna. Frá móðurmjólk til fastrar fæðu. Máltíðir dagsins. Algengir nær- ingarkvillar barna. Fyrstu skrefin í matargerð - kafli ætlaður yngstu matreiðslumönnunum. Fræðsluritið fæst á skrifstofu Kvenfélagasambands íslands Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, sími 91-12335 og 91- 27430. Húsfreyjan, tímarit Kvenfé- lagasambands íslands, 1. tbl. 1991 er komið út. Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum á ári og er fyrsta tölublað ársins, vandað og efnismikið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.