Dagur - 26.03.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 26.03.1991, Blaðsíða 9
Þriðjiidágur 26. iriáfs lSf91r- öMÚR'- 9® Áhorfendur fjölmenntu á lcikinn og hvöttu KA-menn til sigurs. Hér þakka KA-menn stuðninginn, fremstir eru þeir Stefán Magnússon, Sigurður Arnar Ólafsson og Magnús Aðalsteinsson. Fyrir aftan má sjá Arngrím Arngrímsson til vinstri og Huo Xiao Fei til hægri. Mynd: Goiii Undanúrslitin í blaki karla: „Það er synd ef við förum ekki aUa leið“ ;lí - sagði Hafsteinn Jakobsson eftir 3:2 sigur KA á Þrótti í æsispennandi leik „Þetta var dæmigerður bikar- leikur og synd að bæði lið gátu ekki unnið. Á tímabili fannst mér Þróttarar vera komnir með annan fótinn í úrslitaleik- inn en þetta er fljótt að snúast í blakinu. Það er synd ef við förum ekki alla leið úr því sem komið er,“ sagði Hafsteinn Jakobsson, besti maður KA, eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik bikarkeppn- innar í blaki með 3:2 sigri á Þrótti á Akureyri á sunnudags- kvöldið. Leikurinn bauð upp á allt það sem bikarleikir eiga að gera, sveiflur, taugaveiklun, skemmtileg tilþrif og síöast en ekki síst rosalega spennu á lokamínútunum. Það er hægt að taka undir það með Hafsteini að Þróttarar virt- ust framanaf vera á leið í úrslitin. Þeir afsönnuðu endanlega þá kenningu að þeir geti ekki leikið vel á Akureyri, byrjuðu af mikl- um krafti og unnu fyrstu hrinu örugglega 15:8. KA-menn vökn- uðu til lífsins í annarri hrinu, komust í 5:0 og 13:4 og unnu loks 15:7. Þróttur náði aftur undir- tökunum, vann þriðju hrinu 15:9 og virtist ætla að tryggja sér sigurinn í þeirri fjórðu. Liðið komst í 7:1 og 11:8 en KA-menn gáfust ekki upp, jöfnuðu og sigr- uðu 15:12 og knúðu fram odda- hrinu. Lokamínúturnar voru æsileg- ar. KA-menn voru ákveðnari og höfðu forystuna þar til Þróttur jafnaði 13:13. KA komst yfir en Þróttur jafnaði 14:14 en vel hvattir af fjölmörgum stuðnings- mönnum sínum tókst KA-mönn- um að skora tvö síðustu stigin og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. KA-menn sýndu mikinn kar- Hafstcinn Jakobsson átti stjörnuleik og hér er eitt af fjölmörgum „smössum“ hans í uppsiglingu. Mynd: Goiii akter í lokin en taugaveiklun virt- ist há þeim framanaf. Liðið átti góða spretti en hefur margoft leikið betur en þetta. Hins vegar sannaðist að í bikarleikjum gilda allt önnur lögmál og þar gengur enginn að vísum sigri. Hafsteinn Jakobsson var geysilega öflugur og var tvímælalaust besti maður liðsins. Haukur Valtýsson lék einnig vel og Stefán Magnússon átti góða spretti. Þróttarar voru góðir og var mál manna að þeir hafi leikið sinn besta leik í vetur. Þeir voru að vonum vonsviknir í leikslok og voru ekki allir sáttir við dómgæsl- una. „Það komu þrjú vafaatriði í röð í fjórðu hrinu sem öll voru dæmd KA-mönnum í hag og þar með komust þeir aftur inn í leik- inn,“ sagði fyrirliði þeirra, Leifur Harðarson. Hann lék að vanda vel en bestur Þróttara var Bjarki Guðmundsson sem var sérlega sterkur. í hinum undanúrslitaleiknum vann HK öruggan sigur á Þrótti- b. Það verða því HK og KA sem leika til úrslita og fer leikurinn fram í Digranesi, á heimavelli HK. Knattspyrna: Jamaikamannimim hjá Tindastól fannst kalt og fór heim Jamaíkamaðurinn Anglin Winston, sem ætlaði að leika með 2. deildarliði Tindastóls í knattspyrnu í sumar, er hætt- ur við allt saman og farinn út aftur. Honum mun ekkcrt hafa litist á íslenska veðurfar- ið. Ætla Tindastólsmenn að reyna að fá annan Banda- ríkjamann í hans stað. Winston kom til landsins í síðustu viku ásamt Bandaríkja- manninum Kevin Grimes. Þeir æfðu með Tindastól í Reykja- vík en um helgina var Winston alveg hætt að lítast á blikuna og vildi fara heim. Grinres lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og er ekki vitað annað en að hann ætli að vera áfram. Forráðamenn Tindastóls ætla sér að fá annan leikmann í stað Winstons og eru allar líkur á að þeir leiti fyrir sér í Bandaríkj- unum. Tindastóll lék tvo æfingaleiki um helgina, sigraði Víði 4:0 í Garðinum á laugardag og gerði 2:2 jafntefli við Þrótt í Reykja- vík á sunnudag. í gær átti liðið að leika gegn Skallagrími í Borgarnesi. -bjb/JHB Coca-Cola tvímenningur í snóker: Helgi og Pétur uimu Helgi Sigurðsson og Pétur Bjarnason urðu sigurvegarar á Coca-Cola tvímenningnum í snóker sem fram fór á knatt- borðsstofunni Gilinu á Akur- eyri á laugardag. Helgi og Pétur léku til úrslita við Ófeig Marinósson og Gissur Gissurarson og höfðu betur í þeirri viðureign en þessi tvö pör voru í nokkrum sérflokki á mót- inu. Segja má að sigur Helga og Péturs hafi komið nokkuð á óvart því þeir hafa lítið leikið síðustu ár þrátt fyrir að báðir hafi verið iðnir við kolann á árum áður. í þriðja sæti urðu Ingólfur Valdimarsson og Jón Ómar Árnason en þeir sigruðu Birgi Torfason og Arnar Pétursson í úrslitaleik um það sæti. 9 pör mættu til leiks, leikin var einföld umferð og skiptust á að stuða. Það var Coca-Cola sem gaf öll verðlaun í mótið. Blak: KA heldur stigunum - þrátt fyrir kæru frá Völsungi Kvennalið KA í blaki mun að öllum líkindum ekki tapa stigunum tveimur sem liðið hlaut fyrir að sigra Völsung á Akureyri í síðasta leik liðanna. Völsungur kærði KA fyrir að nota ólöglegan leikmann og féllst dómstóllinn á það. I dómnum kom hins vegar ekki fram að KA skyldi tapa stigun- um tveimur og enginn skýr ákvæði eru til þar um. Völsungur kærði KA fyrir að nota Birnu Kristjánsdóttur en nokkur vafi leikur hins vegar á að hún hafi verið ólögleg þrátt fyrir úrskurðinn. Málið er allflókið en snýst m.a. um hvort telja beri með leiki í íslandsmóti 1. flokks sem aldrei var klárað, auk þess sem KA-menn telja að fram- kvæmdastjóri BLÍ hafi ekki stað- ið rétt að málum. Stefán Magnús- son, formaður blakdeildar KA, segir að eins og staðan sé í dag haldi KA stigunum. Hins vegar er hugsanlegt að málið verði tek- ið fyrir að nýju fari Völsungar fram á það.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.