Dagur - 27.03.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 27.03.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 27. mars 1991 fréttir Akureyri: Von er á töluverðum íjöldci skíðafólks - vel horfir með bókanir á hótelum í bænum á komandi sumri Samkvæmt upplýsingum hótel- anna á Akureyri er von á tölu- verðum fjölda aðkomufólks í bæinn um páskahátíðina. Að venju er hér að stærstum hluta um að ræða skíðafólk sem hyggst eyða frídögunum í faðmi Hlíðarfjalls. Það er sam- dóma álit talsmanna hótelanna að mjög vel horfí með nýtingu þeirra í sumar. Þær upplýsingar fengust á Hótel Norðurlandi að fjöldi skíðafólks af höfuðborgarsvæð- inu hefði pantað gistipláss um páskana. Gunnar Karlsson, hótelstjóri á Hótel KEA, sagði að á undan- förnum árum hefði ekki verið hægt að tala um eiginlega páskavertíð og svo væri heldur ekki nú. Þó væri vitað um skíða- fólk sem myndi gista á Hótel KEA yfir páskana. Sama er uppi á teningnum á Hótel Stefaníu. Þar hefur skíða- fólk bókað gistingu um páskana. Undanfarna daga hefur stór hluti hótelsins verið undirlagður af Isfirðingum sem kepptu á Ungl- ingameistaramótinu á skíðum í Fjallinu. Þær upplýsingar fengust hjá Flugleiðum að greinilegt væri að straumur ferðafólks til skíðastað- anna, Akureyrar og ísafjarðar, væri að aukast dag frá degi. í gær voru Flugleiðir með tvær auka- ferðir milli Akureyrar og Reykja- víkur og í dag verða einnig þrjár aukaferðir á þessari leið. Góðar horfur eru með nýtingu gistipláss á hótelum á Akureyri á komandi sumri. Þegar hefur mik- ið verið bókað og gangi þær allar eftir má ætla að hótelin verði full í því sem næst allt sumar. Að venju hafa stórir ferðahópar, bæði innlendir og erlendir, bókað gistingu og sama má segja um hópa sem tengjast ráðstefnu- haldi. óþh Norðurland vestra: Þjóðarflokkurinn birtir lista - miklar breytingar frá síðustu kosningum Listi Þjóðarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra hefur verið ákveðinn. Verulegar breytingar urðu á listanum frá síðustu kosningum en efsta sætið skipar Hólmfríður Bjarnadóttir Hvammstanga. Kjörnefnd skilaði listanum á fundi í Húnaveri á laugardag. Listi Þjóðarflokks í Norður- landskjördæmi vestra er þannig skipaður: 1. Hólmfríður Bjarnadóttir Hvammstanga. 2. Guðríður B. Helgadóttir Austurhlíð A.-Hún. 3. Magnús Traustason Siglufirði. 4. Skúli Pálsson Syðri-Völlum V.-Hún. 5. Björn Sigurvaldason Litlu-Ásgeirsá V.-Hún. 6. Friðgeir Jónasson Blöndudals- hólum A.-Hún. 7. Einar Karls- son Siglufirði. 8. Þórey Helga- dóttir Tunguhálsi Skagafirði. 9. Jónína Hjaltadóttir Hólum Hjaltadal. 10. Bjarni Maronsson Ásgeirsbrekku Skagafirði. Áð sögn Guðríðar B. Helga- dóttur var tími til undirbúnings listans frekar stuttur en full samstaða hefði verið um uppstill- ingu listans. Guðríður bjóst við að Þjóðarflokkurinn myndi reka kosningabaráttuna á svipuðum grunni og fyrir síðustu kosningar. kg Starfsmenn Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri ásamt Sigurði E. Guðmundssyni framkvæmdastjóra Húsnæðis- stofnunar ríkisins og Dan Brynjarssyni formanni rekstrarnefndar. F.v. Friðfinnur Hermannsson ráðgjafi, Ingibjörg Jónasdóttir fulltrúi, Guðríður Friðriksdóttir forstöðumaður, Sigurður Guðmundsson og Dan Brynjarsson. Mynd: Golli Akureyri: Húsnæðisskrifstofan á Akureyri tekur forailega til starfa Húsnæðisskrifstofan á Akur- eyri var formlega opnuð sl. fimmtudag. Að rekstri skrif- stofunnar standa Húsnæðis- stofnun ríkisins og Akureyrar- bær en forstöðumaður er Guðríður Friðriksdóttir. Með tilkomu útibús frá Hús- næðisstofunun ríkisins er ætlunin að auka og bæta þjónustu stofn- unarinnar við landsbyggðina. Helstu verkefni sem skrifstofan hefur tekið að sér að annast fyrir deildir Húsnæðisstofunar ríkis- ins, eru að veita almenna ráðgjöf í húsnæðismálum, veita ráðgjöf við greiðsluerfiðleika, veita upp- lýsingar um þá möguleika sem íbúðarkaupendum/byggjendum er boðið upp á við fjármögnun húsnæðiskaupa, meta kauptilboð og ganga frá fasteignaveðbréfum, veita upplýsingar um skyldu- sparnað og afgreiða undanþágur og vinna ýmis sérverkefni sem upp kunna að koma. Með tilkomu skrifstofunnar fá íbúðarkaupendur/byggjendur afgreiðslu frá því kauptilboð er lagt inn þar til fasteignaveðbréf vegna húsbréfaviðskipta er gefið út. Opnunartími kjörbúða KEA um páskana Skírdagur Miðvikudag Fimmtudag Laugardag Mánudag 27.mars 28.mars 29.mars l.apríl KEA Hrísaiundur..................................... 9.00-20.00 10.00-14.00 KEA Sunnuhlíð....................................... 9.00-20.00 10.00-20.00 KEA Byggðavegur. 9.00-20.00 10.00-20.00 10.00-20.00 10.00-20.00 KEA Brekkugata.. 9.00-18.00 KEA Nettó....... 10.00-18.30 10.00-14.00 Fyrir Húsnæðisnefnd Akureyr- arbæjar hefur skrifstofan umsjón með byggingu/kaupum á félags- legum eignaríbúðum, félagsleg- um/almennum kaupleiguíbúðum og félagslegum leiguíbúðum í sveitarfélaginu og eftirlit með framkvæmdum. Auk þessa ann- ast skrifstofan önnur þau verk- efni sem nefndinni eru falin í lög- um um félagslegar íbúðir. Akur- eyrarbær getur falið skrifstofunni að annast önnur verkefni sem upp kunna að koma. Skrifstofan er staðsett í Skipa- götu 12, 3 hæð. Opnunartími verður frá kl. 10.00 til 16.00 alla virka daga frá og með 15. apríl nk. en fram að því virka daga frá kl. 13.00 til 15.30. Símanúmer skrifstofunnar er 25311 og 25392. Leiðrétting: Niðurrifspúld á ferð Niðurrifsglaður prentvillupúki laumaðist inn í frétt Dags í gær af byggingu íþróttahúss á fé- lagssvæði KÁ. Glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á að eitt- hvað hlaut að vera athugavert við fyrstu málsgrein að loknum inn- gangi þar sem stóð: ,,..að þann 6. júlí verði húsið rifið og utanhúss- frágangi lokið...“ Þar átti að sjálfsögðu að standa að húsið verði risið þann 6. júlí enda ætla KA-menn þessu glæsta húsi sínu eflaust að standa um ókomin ár en ekki rífa það strax niður þegar það verður risið! Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessari villu. Listahátíð barna í Reykjavík: Erni Inga boðin þátttaka - hópur barna úr Litla leikhúsinu fer suður Listahátíð barna verður haldin í Reykjavík seinni hluta apríl- mánaðar og var aðeins einum gesti boðið af landsbyggðinni. Sá er Örn Ingi og verður hann annars vegar með myndlistar- sýningu og hins vegar með leiksýningu barna í Litla leikhúsinu en hann hefur verið með tvo hópa á æfingum að undanförnu. Þetta eru aðal- lega 10-12 ára börn en Örni Ingi segist geta bætt við eldri bömum fyrir Reykjavíkurferð- ina. Litla leikhúsið og Örn Ingi verða með dagskrá í Gerðubergi og taka einnig þátt í leiklistardag- skrá í Borgarleikhúsinu, auk þess sem Örn Ingi mun setja upp sýn- ingu á myndum og skúlptúrum. Sem kunnugt er fékk Litla leikhúsið æfingaaðstöðu í Smjörlíkisgerðinni í Grófargili en staðan þar gæti breyst því samningar eru að nást um kaup Akureyrarbæjar á húseignum KEA í gilinu. Örn Ingi sagði að einstaklingar og fyrirtæki hefðu gefið vinnu og efni í breytingar á húsnæðinu. Búið er að brjóta, skrapa og mála töluvert og byggja svið en þær framkvæmdir hafa verið stöðvað- ar í bili. Örn Ingi sagði það mikinn heiður að hafa fengið boð um að taka þátt í Listahátíð barna í Reykjavík og hann sagðist hafa fullan hug á því að halda áfram að starfa með börnum á sviði leiklistar þótt óvissa ríkti þessa stundina í húsnæðismálum. SS Vésteinn rektor á Bifröst Vésteinn Benediktsson við- skiptafræðingur tekur nú um páskana við rektorsstarfi við Samvinnuháskólann á Bifröst. Jafnframt tekur Jónas Guð- mundsson hagfræðingur við starfi aðstoðarrektors.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.