Dagur - 27.03.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 27.03.1991, Blaðsíða 3
Annríki hjá Leikfélagi Akureyrar: Ættarmótið og Kysstu mig Kata Mikið annríki verður hjá Leik- félagi Akureyrar kringum páskana. Sýningar á söngleikn- um Kysstu mig Kata standa sem hæst og þá verður skotið inn þremur aukasýningum á hinu vinsæla Ættarmóti Böðv- ars Guðmundssonar. Eftir þessar sýningar munu hátt í níu þúsund manns hafa séð Ættar- mótið. Ættarmótið verður sýnt á mið- vikudagskvöld kl. 20.30 og á skírdag kl. 15 og 20.30. Nánast uppselt er á allar sýningarnar. Kysstu mig Kata verður á sviðinu laugardaginn 30. mars kl. 15 og 20.30 og mánudaginn 1. apríl, annan páskadag, kl. 20.30. Sunna Borg, formaður Leik- félags Akureyrar, sagði að það væri mikið verk að skipta um leikmynd til að koma Ættarmót- inu að og síðan þyrfti að setja leikmynd Kötu upp aftur. Hún sagði að söngleikurinn Kysstu mig Kata hefði slípast mikið, æf- ingartíminn hefði verið skammur en nú rynni sýningin örugglega og kröftuglega í gegn. Sunna sagði jafnframt að velgengni Leikfélagsins spyrðist vel út og hefði góð áhrif Æfingar á Skrúðsbóndanum eftir Björgvin Guðmundsson eru að hefjast. Áætlaðar eru þrjár sýningar á verkinu, 24.-26. apríl, í tengslum við kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju. Sigurður Hróarsson lét af starfi leikhússtjóra 15. mars sl. en Signý Pálsdóttir tekur formlega við starfinu 1. apríl. SS Sauðárkrókur: Skotáhugamenn stoftia skotfélag - leirdúfuvöllur og riffilbrautir á stefnuskránni Skotáhugamenn á Sauðárkróki hyggjast stofna félagsskap og verður undirbúningsfundur haldinn fljótlega og stofnfund- ur í framhaldi af því. Ætlunin er að skotáhugamenn fái aðstöðu til að æfa íþrótt sína og verður í samráði við bæjar- yfirvöld og lögreglu reynt að finna svæði til æfinga. Engin aðstaða er til æfinga í nágrenni bæjarins og meðferð skotvopna innan bæjarmarkanna er bönnuð. Markmið með stofn- un félagsins er að koma upp velli til æfinga í leirdúfuskotfimi í gær var undirritaður rammasaniningur um byggingu íþrótlahúss á félags- svæði KA og sjást þeir Sigmundur Þórisson formaður KA og Halldór Jóns- son bæjarstjóri eftir undirritunina. Til vinstri situr Valgarður Baldvinsson bæjarritari. Mynd: Goiii Austurland: Nýr og endurbættur „Lykill að Austurlandi“ Atvinnuþróunarfélag Austur- lands hefur í samvinnu við Viðskiptaþjónustu Austur- lands hf., ákveðið að gefa út á þessu ári nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaritinu LYKILL AÐ AUSTUR- LANDI. Þessi nýja útgáfa verður í höfuðatriðum lík þeirri er út kom 1987. Bókin verður sem fyrr leiðar- vísir að austfirsku atvinnu- og félagslífi og mun sýna vel þá fjöl- breytni sem austfirskt atvinnu- og félagslíf endurspeglar. Tilgangur útgáfunnar er að auka sölu á austfirskri vöru og þjónustu og stuðla þannig að eflingu aust- firsks athafnalífs. Upplag bókarinnar verður 10.000 eintök og henni verður dreift til allra heimila, fyrirtækja og stofnana á Austurlandi, til ýmsra stofnana, samtaka og fyrirtækja á landinu öllu og til erlendra viðskiptaaðila. ój Norðurland eystra: 156 iðnnemar á samningi Mjög forvitnilegt er að athuga, hve margir iðnnemar eru á námssamningi í löggildum iðngeinum á Akureyri og samtals á Norðurlandi eystra. Hér að neðan er skrá þar að lútandi fengin hjá iðnfulltrúa menntamálaráðuneytisins. Iðngrein Akur- Ne Málaraiðn 7 9 eyri Múraraiðn 7 7 Framleiðsluiðn 8 8 Rennismíði 1 1 Kjötiðn 2 6 Skrúðgarðyrkj a 1 1 Matreiðsla 9 10 Stálskipasmíði 3 3 Bakaraiðn 3 4 Stálvirkjasmíði 1 1 Netagerð 1 3 Veggfóðrun 1 1 Bifvélavirkjun 10 11 Rafvirkjun 9 11 Blikksmíði 3 3 Rafsuða 2 2 Gull og silfursmíði 1 1 Pípulögn 4 4 Hárgreiðsluiðn 1 1 Prentsmíð 1 1 Hárskera og rakaraiðn 2 3 Vélsmíði 5 10 Húsasmíði 37 50 Alls 124 156 Mjólkuriðn 5 5 (Skeet, Trap) og brautum til æfinga í riffilskotfimi. Að sögn þeirra sem vinna að undirbúningi að stofnun félagsins gengur hann vel og hefur fjöldi skotáhugamanna sýnt málinu áhuga. Á undirbúningsfundi sem verður á næstu dögum verða drög að lögum félagsins og hugmynd að nafni rædd. Hugmyndin að stofnun félags skotáhugamanna er gömul en nú virðist sem að henni verði hrundið í framkvæmd. Á Blönduósi er starfandi Skot- félagið Markviss og tekur það í notkun í vor fullkominn völl til æfinga í leirdúfuskotfimi (Skeet). Einnig er f undirbúningi stofnun Skotfélags Siglufjarðar. kg Bókamarkaðurinn á Akureyri: Um 25 þúsund bækur seldar - enn er hægt að gera góð kaup AIls hafa um 25 þúsund bækur selst á bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda sem stendur yfir að Glerárgötu 32 á Akureyri. Bókamarkaðnum lýkur á laugardaginn kemur og því geta norðlenskir bókaorm- ar enn gert þar góð bókakaup. Á boðstólum eru þúsundir bóka frá öllum helstu bókafor- lögum landsins á mjög góðu verði. Auk þess eru daglega í gangi sérstök tilboð á ýmsum bókum. Bókamarkaðnum lýkur nk. laugardag sem fyrr sagði og er hann opinn daglega frá kl. 12.00- 19.00. Pó er rétt að geta þess að markaðurinn er lokaður á föstu- daginn langa. -KK Takmarkanir á fjölda grásleppuneta Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Landssambands smábátaeigenda, sett takmark- anir á leyfilegan fjölda grá- sleppuneta sem í sjó mega vera. Miðast leyfilegur neta- fjöldi við fjölda í áhöfn. Sé einn maður á báti má hann vera með 100 net í sjó en tveir mega eiga 200 net í sjó. Ef þrír eða fleiri eru í áhöfn mega þeir eiga 300 net í sjó. Hvert net mið- ast við 60 faðma ófellda slöngu. Reglur þessar hafa þegar tekið gildi. Miðvikudagur 27. mars 1991 - DAGUR - 3 Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Félagsborg á Gleráreyrum laugardag- inn 6. apríl. Fundurinn hefst kl. 9.30 árdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga Einingabréf eru örugg og árðbær fermingargjöf Sölugengi verðbréfa þann 27. mars. Einingabréf 1 5.455,- Einingabréf 2 2.945,- Einingabréf 3 3.577,- Skammtímabréf 1,827 -KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 1991 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu mánu- daginn 8. apríl 1991 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samrœmi við 28. grein samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykkhim bankans. 3. Tillaga um heimild til að undirbúa sameiningu eigriarhaldsfélaganna við bankann. 4. Tillaga um heimild til aukningar hlutafjár. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferð- ar á aðalfimdinum skulu í samrœmi við ákvœði 25. greinar samþykkta bankans gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kringlunni 7, Reykjavík, í síðasta lagi 27. mars 1991. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvœðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í útibúi íslandsbanka, Kringlunni 7, Reykjavík, 4., 5. og 8. apríl nœstkomandi kl. 9.15-16.00 ogá fundardagvið inn- gangitin. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillög- um þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík, 21. mars 1991 Bankaráð íslandsbanka hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.