Dagur - 27.03.1991, Blaðsíða 15

Dagur - 27.03.1991, Blaðsíða 15
íþróttir Miðvikudagur 27. mars 1991 - DAGUR - 15 Bikarkeppnin í blaki kvenna: Völsungur og UBK mætast í undanúrslitum í kvöld „Það er hugur í okkur og við ætlum að vinna þennan leik,“ sagði fyrirliði kvennaliðs Völsungs í blaki, Jóhanna Guðjónsdóttir, en Völsungur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum bikarkeppninn- ar. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni á Húsavík og hefst kl. 20.30. Liðin hafa mæst þrisvar á íslandsmótinu í vetur og Breiða- blik hefur vinninginn, hefur unn- ið tvo af þessum leikjum en Völsungur vann þann síðasta sem fram fór á Húsavík. Jóhanna tel- ur að Völsungar eigi góða mögu- leika á sigri í kvöld. „Já, ég held það. Ef við náum að sýna okkar besta þá eigum við góða mögu- leika. Þær eru reyndar með gott lið, liafa mjög góðan uppspilara og kantsmassara sem er sennilega sú sterkasta á landinu. Við erurn hins vegar með góðan heimavöll og vitum að liðum finnst erfitt að koma hingað og spila. Við mæt- urn með okkar sterkasta lið og erum bjartsýnar,“ sagði Jóhanna Guðjónsdóttir. Glíma: Héraðssambandið Skarphéðinn hlaut flesta meistaratitla - góð þátttaka Eyfirðinga að Hrafnagili Tveir af glímuköppum framtíöarinnar á mótinu að Hrafnagili um síöustu helgi. Þátttakan á grunnskólamótinu fór frain úr björtustu vonum sem sýnir að áhugi á þessari merku íþrótt fer stöðugt vaxandi. Mynd: jóh Tvö glímumót fóru fram aö Hrafnagili í Eyjafirði um síð- ustu helgi, annars vegar Meist- aramót Islands - LandsBokka- glíman og hins vegar Grunn- skólamót. Fimm félög og sam- bönd sendu alls 63 keppendur á það fyrrnefnda en á Grunn- skólamótinu voru keppendur 76 talsins. Eyfirðingar fjöl- menntu á mótin þrátt fyrir að þeir hafi aöeins í skamman tíma notið tilsagnar í glímu og stóðu þeir sig vel og unnu til nokkurra verðlauna eins og sjá má hér á eftir. Á Meistaramótinu hlaut HSK flesta íslandsmeistaratitla, eða 5, HSÞ hlaut 4, KR 3 og Víkverji l. Úrslit í eldri flokkum: -74 kg 1. Arngeir Friðriksson HSÞ 2. Helgi Kjartansson HSK 3. Yngvi Kristjánsson HSÞ -81 kg 1. Helgi Bjarnason KR 2. Kristján Yngvason HSÞ -90 kg 1. Jón Birgir Valsson KR 2. Orri Björnsson KR 3. Þórður Erlendsson HSK +90 kg 1. Ólafur Haukur Ólafsson KR 2. Jóhannes Sveinbjörnsson HSK 3. Kjartan Lárusson HSK Mikil spenna ríkti fyrir viður- eign þeirra Jóhannesar og Ólafs enda þar á ferð tveir sterkustu glímuntenn landsins. Ólafur færði sig upp um flokk til að fá færi á Jóhannesi og hefna byltu sem hann hlaut á Þorramótinu. Það tókst og eftir nokkurt þóf og sterkleg átök náði Ólafur sínu öflugasta bragði, vinstra klof- bragði, og lagði Jóhannes hreinni byltu. Úrslit í yngri flokkum: Hnátur 10-11 ára 1. Unnur Sveinbjörnsdóttir HSK 2. Erna Ólafsdóttir UMSE 3. Magnea Garðarsdóttir UMSE Telpur 12-13 ára 1. Karólína Ólafsdóttir HSK 2. Sabína Halldórsdóttir HSK 3. Bjarkey Sigurðardóttir UMSE Meyjar 14-15 ára 1.-2. Guðrún Guðmundsdóttir HSK 1.-2. Erna Héðinsdóttir HSÞ 3. Heiða Tómasdóttir HSK Hnokkar 10-11 ára 1. Ólafur Kristjánsson HSÞ 2. Sölvi Arnarsson HSK 3. Vilhjálmur Sigurðsson UMSE Piltar 12-13 ára 1. Lárus Kjartansson HSK 2. Sigurjón Pálmarsson HSK 3. Óðinn Þór Kjartansson HSK Sveinar 14-15 ára 1. Ólafur Sigurðsson HSK 2. Torfi Pálsson HSK 3. Gestur Gunnarsson HSK Drengir 16-17 ára 1. Tryggvi Héðinssón HSÞ 2. Jóhann R. Sveinbjörnsson HSK 3. Hörður Sigurðsson HSÞ Unglingar 18-19 ára 1. Ingibergur Sigurðsson Víkv. 2. Sigurður Hjaltested Víkv. 3. Garðar Þorvaldsson KR Eyfírðingar fjölmenntu á Grunnskólamótið í framhaldi af vel heppnaðri glfmukynningu Glímusambands- ins í Eyjafirði var haldið Grunn- skólamót fyrir allt landið sam- hliða meistaramótinu. Eyfirskir glímukappar af yngri kynslóðinni af báðum kynjum létu sig ekki vanta og voru 40 af 76 keppend- um. Þeir unnu til 10 verðlauna og eignuðust einn grunnskólameist- ara. Úrslitin fara hér á eftir, DS stendur fyrir Dalvíkurskóla, BL fyrir Barnaskóla að Laugarvatni, BG Barnaskóla Gaulverja, GS Gagnfræðaskóla Selfoss, Sk. Skútustaðaskóla, BA Barnaskóla Akureyrar, LF Ljósafossskóla og HL Héraðsskólann að Laugar- vatni. Stúlkur 4. bekkur Kolbrún Kristjánsdóttir DS 5. bekkur Unnur Sveinbjörnsdóttir BL 6, bekkur Katrín Ástráðsdóttir BG 7. bekkur Karólína Ólafsdóttir BL 8. bekkur Heiða B. Tómasdóttir 9. bekkur BL 1.-2. Guðrún Guðmundsdóttir GS 1.-2. Erna Héðinsdóttir Sk. Drengir 3. bekkur Elmar Dan Sigþórsson BA 4. bekkur Sölvi Arnarsson BL 5. bekkur Ólafur Kristjánsson Sk. 6. bekkur Óðinn Þór Kjartansson BL 7. bekkur Lárus Kjartansson BL 8. bekkur Ólafur Sigurðsson LF 9. bekkur Gestur Gunnarsson HL 10. bekkur Jóhann R. Sveinbjörnsson HL Elvar Thorarénsen vann tvenn gullverðlaun í boccia og borðtennis. Mynd: JHB fslandsmót fatlaðra: 9* Rut og Elvar sigursæl Norðlendingar stóðu sig mjög vel á íslandsmóti fatlaðra í boccia, borðtennis, bogfimi, sundi og lyftingum sem fram fór um síðustu helgi. Mest bar á Rut Sverrisdóttur, sundkonu úr Óðni, sem sigraði í fjórum greinum og setti íjögur Islandsmet í flokki sjón- skertra, og Elvari Thoraren- sen, Akri, sem hlaut tvenn gull- verðlaun í borðtennis og bocc- ia. Rut Sverrisdóttir setti fjögur íslandsmeti í flokki sjónskertra, í 100 m baksundi á 1:27.63, 100 m bringusundi á 1:12.08, 100 m flugsundi á 1:19.73 og 200 m fjórsundi á 2:59.80. Hún varð önnur í 200 m fjórsundi en sigr- aði :í hinum greinunum og einnig í 100 m bringusundi á 1:34.20. Rut hlaut afreksbikar fyrir flest stig í 100 m skriðsundi. Elvar Thorarensen úr Akri var einnig atkvæðamikill á mótinu, sigraði í einliðaleik í boccia og hlaut tvenn gullverðlaun í borð- tennis, í opnum flokki og stand- andi flokki hreyfihamlaðra karla. Að auki var hann í sigursveit Akurs í sveitakeppni í boccia en sveit Akurs sigraði í þessari grein annað árið í röð. Aðalsteinn Friðjónsson, Eik, varð annar í 1. deild í boccia, Stefán Thorarensen, Akri, sigr- aði í 3. deild, Pálmi G. Jónsson sigraði í U-flokki og Stella Sig- urgeirsdóttir varð önnur en þau eru bæði í Akri. Akureyri: Fyrsta skíðagöngumótið fyrir 12 ára og yngri Sl. laugardag fór fram Coca- Cola mót í skíðagöngu fyrir 12 ára og yngri í Hlíðarfjalli. Var þetta fyrsta göngumót í þess- um aldursflokkum sem haldið er á Akureyri í vetur. Mótið fór vel fram þótt ótryggt veðurútlit hafi fælt einhverja keppendur frá þátttöku. Úrslitin fara hér á eftir. Drengir 8 ára og yngri, 1,0 km H 1. Björn Harðarson, A. 6.25 2. Einar Egilsson, A. 7.47 3. Páll Þór Ingvarsson, A. 8.19 4. Birkir Baldvinsson, A. 8.33 5. Bjami Árdal, A. 11.46 Drengir 9-10 ára, 2,0 km H 1. Grétar O. Kristinsson, A. 11.28 2. Baldur H. Ingvarsson, A. 12.04 3. Árni G. Gunnarsson, Ó. 12.05 4. Ragnar F. Pálsson, Ó. 14.06 5. Geir Egilsson, A. 14.09 Stúlkur 11-12 ára, 2,5 km H 1. Ósk Matthíasdóttir, Ó. 12.29 Drengir 11-12 ára, 2,5 km H 1. Þóroddur Ingvarsson, A. 9.57 2. Helgi Jóhannesson, A. 11.19 3. Arnar Sigurðsson, A. 15.00 Coca-Cola veitti þremur efstu í hverjum flokki verðlaun auk þess sem hver keppandi fékk viður- kenningarskjal fyrir þátttökuna. íþróttir BLAK Völsungur og Breiöablik leika í kvöld í undanúrslitum bikarkeppni kvenna. Leikurinn fer fram á Húsavík og hcfst kl. 20.30. HANDKNATTLEIKUR Völsungur og Þór leika í úrslita- keppni 2. deildar á Húsavík í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19. SKÍÐI Fjarðargangan fer fram í Ólafsfirði á skírdag, fimmtudag. Gangan er liður t íslandsgöngunni. Gengnir verða 20 km nteð hefðbundinni aðferö. Á laugardag fer frarn parakeppni 12 ára og yngri ( alpagreinum í Hlíö- arfjalli. JÚDÓ Islandsinótið í júdó fcr fram t Laugar- dalshöll á laugardag. Keppt verður í öllum flokkum kvenna og öllum flokkum karla eldri en 15 ára.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.