Dagur - 27.03.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 27.03.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. mars 1991 - DAGUR - 5 Vígslubiskupskjör í Helgarblaði Dags laugardaginn 16. mars birtist frétt þess efnis að senn fari í hönd kjör vígslubisk- ups til Hólastiftis hins forna. Fréttin lætur lítið yfir sér en þar kemur þó fram, að allir þjónandi prestar á Norðurlandi séu í kjöri, sumir reyndar meir en aðrir og er sr. Bolli Gústavsson nefndur í þessu sambandi. Þetta kemur mér örlítið spánskt fyrir sjónir því ég vissi ekki að hann væri eini maðurinn sem kæmi til greina og gefur það tilefni til nokkurra hugleiðinga. Fyrst er til þess að taka að í augnablikinu er embætti vígslu- biskups nánast áhrifalaust og valdsvið þess lítið. Hlutverk vígslubiskupa, almennum les- anda til fróðleiks, er að vígja biskup yfir íslandi svo og leysa hann af í forföllum. Síðan mega vígslubiskupar vígja kirkjur og preta með náðarsamlegu leyfi biskups. Að öðru leyti er þetta embætti nánast helgur steinn að vísu í örlítið hærri launaflokki en prestar og prófastar en helgur steinn engu að síður. Aður var það til siðs að hinir vænstu sókn- arprestar og prófastar voru kosn- ir til þessa embættis og gátu setið hvar sem var á landinu og sinnt þessu í hjáverkum. En vígslu- biskupar voru og eru ekki biskupar í orðsins fyllstu merk- ingu með fullt vald til þess að sinna því embætti. í þessu sam- bandi langar mig að vísa til ágæt- lega lærðrar greinar eftir sr. Svavar Alfreð Jónsson sem birtist í Degi í janúarmánuði síðastliðn- um um biskupa og vígslubiskupa og ég er satt að segja hissa á að mér lærðari menn á þessu sviði skuli ekki hafa tekið upp þráð sr. Svavars. Sú löngun hefur blundað með- Hannes Örn Blandon. al þjóðkirkjunnar að á íslandi skuli vera þrír biskupar þ.e. einn í Hólastifti, annar í Skálholti og sá þriðji í Reykjavík og þá hugs- anlega yfirbiskup eða erki. Þessi umræða hefur sprottið af því að biskup íslands getur ómögulega sinnt öllum þeim skyldum og kvöðum sem á hann eru lagðar hvað þá að vísitera prófastsdæm- in með reglulegu millibili og í þessu sambandi má nefna að biskup hefur ekki sótt Eyfirðinga heim síðan 1965 en það stendur til bóta. Það vita sennilega allir sem reynt hafa og starfa í kirkj- um landsins hversu mikil lyfti- stöng það er öllu safnaðarlífi þeg- ar slíkir höfðingjar sækja kirkjur heim. Fyrir nokkru ákvað Alþingi íslendinga að vígslubiskupar skyldu sitja annars vegar í Skál- holti og hins vegar á Hólum. Þar með vaknaði enn sú von margra að hefja embætti vígslubisips í Hólastifti til vegs og virðingar og þar sæti alvörubiskup í framtíð- inni. Því miður virðist ríkisvaldið og núverandi biskup lítt hrifnir af þeirri hugmynd og stendur til að út komi reglugerð þess efnis að embætti vígslubiskupa verði nákvæmlega jafn áhrifalítið sem nú. Því er það mikilvægt kirkju- pólitískt séð, sem sóknarprestar og leikmenn ganga til kosninga til að velja mann í Hólastól, að þar sitji maður til þess fallinn að hefja embættið til áhrifa innan þjóðkirkjunnar. Til þess Iiggja ýmsar ástæður að mínum dómi. í fyrsta lagi er langt suður til Reykjavíkur og því ekki auðvelt að leita til biskups er á þarf að halda og ekki hlaupa menn þang- að í tíma og ótíma til að leita ásjár. í öðru lagi þarf að sitja á Hólum biskup í fullum krafti þess embættis til þess að vísitera kirkj- ur og söfnuði með reglulegu millibili, andlegur og sjálfstæður leiðtogi þessarar hjarðar sem á Norðurlandi býr. í þriðja lagi er líklegt að biskup á Hólum yki valdajafnvægi í þjóðkirkju landsins. Fleiri atriði mætti tína til en ég læt þetta nægja í bili. Þeir kandidatar líklegir til að setja þetta á oddinn og sækja fram á þessu sviði eru annars veg- ar sr. Þórhallur Höskuldsson á Akureyri, gjörþekkir félagslega og lagalega innviði kirkjunnar og liins vegar sá ágæti messusér- fræðingur og litúrg sr. Kristján Valur. Það er hins vegar spurn- ingin hvor þeirra gefur kost á sér í Hólastól. Hanncs Orn Blandon. Höfundur er sóknarprestur í Laugalands- prestakalli. lesendahornið Umferðarmerki við þjóðvegi: Tilgangslaus merki draga úr athygii ökumanna Ólafur Vagnsson hringdi og vildi koma á framfæri fyrirspurn vegna merkja um hraða- takmarkanir við þjóðvegi. „Mér virðast verktakar eða Vegagerðin vera kærulausir með að láta skilti um takmörkun há- markshraða standa uppi vikum og mánuðum saman við þjóðvegi án nokkurs tilgangs. Að mínu mati er hætta á að menn verði ónæmir fyrir þessum skiltum þeg- ar þau fá að standa án þess að ætlast sé til að tekið sé mark á þeim. Ég get nefnt dæmi um þetta en tek fram að hér er ekkert einsdæmi á ferð. í Öxnadal var í haust og vetur unnið að lagfæringu á vegarkafla og eðlilega voru sett upp skilti við hvorn endann á þessum kafla þar sem hámarkshraði var takmark- aður við 30 km. á klst. Skemmst er frá því að segja að skiltin eru þarna enn og samkvæmt því ætl- ast til að á þessum kílómeters langa kafla sé ekið á 30 km. hraða á klst. Þarna dettur ekki nokkrum manni lengur í hug að keyra á þessum hraða, enda þessi kafli ekki verri en margir aðrir malarvegir, og því held ég að það dragi úr athygli manna gangvart skiltum við vegi þegar þau fá að standa við vegi með þessum hætti án þess að ætlast sé til að tekið sé mark á þeim. Því vil ég spyrja hver er ábyrgur fyrir að fjarlægja skilti sem þessi, verktakar eða Vegagerðin“? Brynjólfur Jónsson, starfs- maður Vegagerðarinn á Akur- eyri sagði að merkin á umrædd- um stað í Öxnadal séu þar enn vegna þess að mikil lausamöl sé á þessum vegarkafla og því rétt að reyna að draga úr umferðar- hraðanum þar. Um ábyrgðina sagði hann að verktakar ættu að sjá um að fjarlægja merki við þau verk sem þeir hefðu á sínum tíma en ella væri það Vegagerðarinnar að gera það. Þakkir frá hjón- unum í Steinnesi í óveðrinu, sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar sl., fauk hálft þakið af húsinu Steinnesi á Hauganesi. Nágrannar brugðu skjótt við, komu strax á vettvang og bjuggu þannig urn hnúta að ekki var hætta á frekara foki eða skemmdum af völdum veðurs. Á miðvikudaginn í sömu viku hófst viðgerð á þakinu og var henni lokið samdægurs. Hjónin í Steinnesi, Kristín og Sveinbjörn, vilja koma á fram- færi bestu kveðjum og þakklæti til allra þeirra sem lögðu þeim lið, bæði við að hindra frekara fok og eins við að koma þakinu í samt lag aftur. Miðvikudagur - Vörukynning á pepsi og appelsíni Páskatilboð Svínakambur úrb. reyktur kr. 1081 kg Hangilæri kr. 1164 kg Svínakótilettur kr. 1221 kg Rósakál 1 kg kr. 147 Broccoliblanda 1 kg kr. 383 Pepsl 21 kr. 159 • Pepsi Vk kr. 139 Appelsín 21 kr. 149 • Pilsner 50 cl kr. 69 Maltöl 50 cl. kr. 69 • Svali 6 í pk. kr. 156 Pampers bleiur kr. 1189 Grillaðir kjúklingar og franskar miðvikudag og laugardag Lottó - 1X2 Ekki bara heppni Mikið úrval úr ostaborðinu Miðvikudagur 9.00 til 20.00 Laugardagur 10.000120.00 tí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.