Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 11. apríl 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki v$. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Kosið um stöðugleika Hagnaður af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga var 262 millj- ónir króna á árinu 1990. Árið áður tapaði félagið hins veg- ar 177 milljónum króna þannig að bati í rekstri þess nem- ur alls 439 milljónum króna. Fjármunamyndun í rekstri kaupfélagsins var jákvæð að upphæð 275 milljónir króna en var neikvæð árið áður um 58 milljónir króna. í skýrslu stjórnar og kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga kem- ur fram að á árinu 1990 hafi verið gripið til margvíslegra aðgerða til hagræðingar í rekstri, sem skilað hafi þeim árangri að framlegð í verslun hafi hækkað en rekstrar- kostnaður lækkað. Einnig segir í skýrslunni að þennan bata megi að hluta rekja til hagstæðari ytri skilyrða. Verð- bólga hafi minnkað, gengi haldist stöðugt, nafnvextir farið lækkandi og kjarasamningar verið hóflegir. Allt þetta hafi stuðlað að því að fjármagnskostnaður hafi lækkað. Síðar í skýrslu stjórnar og kaupfélagsstjóra segir að nýta verði það hlé sem atvinnureksturinn búi nú við til að búa í haginn fyrir komandi ár og stefna verði að áframhald- andi aðhaldi á öllum sviðum kostnaðar jafnframt því að reynt verði að auka tekjur. Rekstrarsaga Kaupfélags Eyfirðinga er ekkert eins- dæmi. Að undanförnu hafa borist fréttir af aðalfundum og afkomu fjölmargra fyrirtækja í landinu þar sem tekist hefur að snúa verulegu tapi og áföllum í hagnað á skömmum tíma. Þótt tími erfiðleika hafi knúið mörg fyrirtæki til auk- inna aðhaldsaðgerða, sem skilað hafa árangri í bættri afkomu, þá hafa breyttar aðstæður til atvinnureksturs í þjóðfélaginu átt mestan þátt í því að atvinnulíf lands- manna er nú að komast út úr þeim fimbulvetri sem verð- bólga og óhóflegur fjármagnskostnaður hafði leitt yfir þjóðina. Á síðasta ári rýrnaði íslenska krónan um 9,24% sem er minnsta rýrnum hennar frá gjaldmiðislbreytingunni fyrir tíu árum. Vextir hafa lækkað umtalsvert og eru að nálg- ast sama stig og í nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Fyrir rúmu ári síðan náðist samkomulag um hóflega kjarasamninga er byggðust á raunverulegri getu fram- leiðsluatvinnuveganna og þekktir eru undir nafninu þjóð- arsátt. Með þjóðarsáttinni lagði almenningur í landinu sitt af mörkum til þess að vinna þjóðina út úr þeim vanda sem hún var komin í. Auðveldara rekstrarumhverfi og bættur hagur atvinnufyrirtækja er forsenda fyrir því að þær fórnir, sem fólk hefur fært, geti skilað sér til baka í vaxandi kaupmætti á komandi tímum. í alþingiskosningunum 20. apríl næst komandi verður kosið um það hvort þjóðinni tekst að feta sig áfram á þeirri braut til bættrar afkomu atvinnulífsins og bættra lífskjara sem vörðuð hefur verið að undanförnu. í kosn- ingunum verður kosið um hvort þjóðin eigi að búa við eðlilega vexti af peningum eða hvort fara eigi inn á braut hávaxtastefnunnar á nýjan leik. í kosningunum verður kosið um hvort batnandi hagur atvinnufyrirtækja eigi að standa undir bættum lífskjörum i framtíðinni eða hvort ávísa eigi á verðmæti sem ekki eru fyrir hendi og vekja verðbólgudrauginn á þann hátt til lífs á nýjan leik. Ríkis- stjórnin hefur staðið vörð um þann stöðugleika í efna- hagsmálum sem náðst hefur og leiðir nú til mjög augljóss bata í rekstri margra atvinnufyrirtækja í landinu. í alþing- iskosningunum verður því kosið um hvort stöðugleiki og bati í efnahagslífi landsmanna skuli haldast eða hvort fara eigi út á braut óvissunnar. ÞI xB - ekki EB Eitt af stóru málunum í komandi kosningum eru Evrópumálin. Ljóst er að stóraukin samskipti okkar við Evrópu bæði í viðskipt- um, félags- og menningarmálum knýja okkur til þess að taka afstöðu til áleitinna spurninga. Mörg og sterk rök gegn aðild í þessu máli sem öðrum er auð- veldast að benda á einföldu lausnirnar. Það hefur Framsókn- arflokkurinn ekki gert frekar en í öðrum málaflokkum. Hann hefur afdráttarlaust hafnað aðild að EB, þeirri lausn sem í huga margra er hin einfalda og þægi- lega lausn, sem veiti okkur á áhyggjulausan hátt aðgang að mörkuðum Evrópuþjóða. En málið er ekki svona einfalt. Framsóknarflokkurinn bendir á að fyrir því að hafna aðild eru mörg og sterk rök. Ég vil nefna hér nokkur atriði: - 1. Samkvæmt stjórnarskrá EB, Rómarsáttmálanum, eru fiskimið utan 12 mílna undir sam- eiginlegri stjórn í Brussel og til ráðstöfunnar fyrir allar aðildar- þjóðirnar. - 2. Sömuleiðis verða vatns- Jóhannes Geir Sigurgeirsson. orka og jarðhiti í raun sameign bandalagsins með jöfnum rétti allra þegnanna til þessara auð- linda. - 3. Þá verður sala lands og annarra eigna engum tak- mörkunum háð og þar með yfir- ráð yfir þeim gæðum sem fylgja landi. Hornsteinar efnahags- legs sjálfstæðis Þau atriði sem hér eru nefnd eru öll hornsteinar efnahagslegs sjálf- stæðis okkar og þar með fullveld- isins. Það er einnig jafn ljóst að þar sem þessir þættir eru aílir inni í Rómarsáttmálanum þá verður ekki vikið frá þeim ef gengið er í EB. Ummæli sjálfstæðismanna í þessu ljósi ber að skoða þau ummæli þeirra þingmanna „stóra“ stjórnarandstöðuflokks- ins sem hafa lýst því yfir að við eigum að sækja um aðild að EB. Sömuleiðis þeirra forystumanna flokksins sem hafa opinberlega tekið þá afstöðu að taka eigi umsókn um aðild á dagskrá eða reiknað með því að við yrðum komin í EB fyrir aldamót. Undan þessum ummælum geta þeir ekki með nokkru móti vikist, þó ýmsir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins reyni nú að þagga þau niður. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra í komandi alþingiskosning- um. lesendahornið Það er sama gamla sagan: „Sjómenn hafa það ailt of gott!“ Sjómaður skrifar. „Svolítið finnst manni það nú hart að þegar sjómenn fara l'ram á leiðréttingu launa, þurfi land- verkafólk að segja: „Þeir fá sitt, við viljum líka fá!“ Áttar land- verkafólkið sig ekki á því að meðan það fær svipuð laun og annað fiskverkunarfólk á land- inu, hafa sjómenn Útgerðarfé- lags Akureyringa dregist aftur úr sjómönnum annars staðar á land- inu í launum? Áttar landverkafólkið sig ekki á því að það er um það bil að fá flæðilínu í frystihúsið sitt, sem hefur hingað til hækkað laun 1 :L þeirra sem við hana vínna? Eiga sjómenn kannski að fara í verk- fall á ný til þess að heimta þá hækkún landverkafólics sém ~ v flæðilínukerfinu felst? Fyrst landverkafólk ætlar að fara fram á sömu hækkun og sjómenn, er það þá jafnframt til- búið til að taka á sig hverja þá launaskerðingu sem sjómenn verða fyrir? Það efast ég stórlega um. Það er nefnilega alltaf sama gamla sagan: „Sjómenn hafa það allt of gott, eru á rosalaunum!“ Þetta segja margir en þannig er þetta barasta ekki eins og þeir vita sem fylgdust með kjarabar- áttu sjómanna ÚA.“ Nýjar hugmyndir stjórnmálamanna: Hvar á að taka peningana? Konráð hringdi vegna fundar tveggja frambjóðenda sjálf- stæðisflokksins á Akureyri þann 7. apríl sl. og hann hafði þetta að segja: „Á þessum fundi var m.a. rætt um nýgerðan búvörusamning og þar kom eitt og annað fram. En það sem ég hjó fyrst og fremst eftir, er stefnuleysið hjá sjálf- stæðisflokknum. Frambjóðend- Iní segirðu ósatt Fiirnur Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvað vakir fyrir Finni Birgissyni þegar hann segir í Alþýðu- manninum föstudaginn 5. apríl í grein sinni um vísiteringu Davíðs Oddssonar að fundargestir hafi verið 4-500 talsins. Hann hafði samband við mig skömmu eftir fundinn og spurði hvað margir hefðu mætt við þetta tækifæri, sjálfsagt í þeirri von að ég mundi lækka þá tölu sem fram hafði komið í ábyrgum fjölmiðl- um. Þráinn Lárusson, veitingamaður. urmr svara engum spurnmgum, þeir virðast telja að stjórnmála- menn eigi eingöngu að koma fram með hugmyndir en síðan eigi sérfræðingastóð að útfæra þær fyrir þá. Þetta held ég að sé afskaplega hættuleg braut, því hvar ætla þeir að taka peningana fyrir góðum hugmyndum. Fjárlögin eru þétt skipuð í dag og ef við viljum gera eitthvað nýtt, verður að taka þá peninga sem til þarf frá einhverju öðru. - Og þá er það spurningin, verður tekið af heilbrigðiskerfinu, sem er stærsti útgjaldaliðurinn? Ég óttast að það verði gert, því kjós- endum er ekki gefið neitt svar um það hvar á taka peningana. Það er mjög hættulegt þegar stjórnmálamenn svara ekki afdráttarlaust hvernig þeir ætla að fjármagna góðar hugmyndir og þá hvar verður skorið niður í staðinn.“ Lesendur! Hringið eða skrifið Við hvetjum lesendur til að láta skoðanir sínar í Ijós hér í lesendahorn- inu. Síminn er 24222.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.