Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 18

Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Fimmtudagur 11. apríi 1991 Hundrað ár frá fæðingu Björgvins Guðmundssonar: Vegleg dagskrá í tUefitii afinælisins - hljóðfæraleikarar, söngvarar og leikarar taka höndum saman Björgvin Guðmundsson, tón- skáid, hefði orðið 100 ára 26. apríl næstkomandi og ætla Akureyringar að minnast þess- ara tímamóta með veglegum hætti. Tónlist Björgvins verður flutt og leikrit eftir hann sýnt og hafa margir aðilar tekið höndum saman við að undir- búa stórbrotna minningarhátíð sem hefst 14. apríl og lýkur 2. júní. Ingólfur Ármannsson, menn- ingarfulltrúi Akureyrarbæjar, boðaði til blaðamannafundar af þessu tilefni og þar voru mættir skipuleggjendur þeirra viðburða sem boðið verður upp á í tengsl- um við afmælishátíðina. Ingólfur uppiýsti að menning- arsjóður bæjarins myndi standa að útgáfu á kynningarriti um Björgvin Guðmundsson og Sverrir Pálsson hefði umsjón með útgáfunni. Petta yrði fylgirit sem lægi frammi á þeim uppá- komum sem haldnar verða. Verk eftir Björgvin og Áskel Jónsson á tónleikum Sverrir sagði að kynningarritið yrði sextán blaðsíður og megin- efni þess yrði ritgerð Jóns Þórar- inssonar, tónskálds, um Björgvin og þar væri aðaláherslan lögð á tónsmíðar hans. Sjálfur mun Sverrir rita grein um Björgvin Guðmundsson á Akureyri. Einnig verður í ritinu yfirlit yfir það sem er á dagskrá í tilefni afmælisins. Fyrsti viðburðurinn í dag- skránni verður sunnudaginn 14. apríl kl. 17 í Akureyrarkirkju. Þar mun Kór Glerárkirkju halda tónleika og á efnisskránni verða verk eftir Björgvin Guðmunds- son og Áskel Jónsson, en Áskell varð áttræður 5. apríl sl. Kórinn mun þannig halda upp á afmæli tveggja tónskálda sem bæði hafa unnið ötullega að tónlistarmálum á Akureyri. Jóhann Baldvinsson, organisti, er stjórnandi kórsins og hann kynnti dagskrá tónleik- anna. Fyrri hluti tónieikanna verður helgaður lögum Áskels en hann var í 42 ár organisti og kórstjóri við Lögmannshlíðarkirkju og síðar Glerárkirkju. Áskell hefur samið allmikið af sönglögum fyrir einsöng, tvísöng og kór og árið 1987, er Áskell lét af störfum, gaf kórinn út bókina Við syngjum með helstu lögum hans. Ágóði af sölu bókarinnar rennur í orgel- sjóð Glerárkirkju sem Áskell og kona hans Sigurbjörg Hlöðvers- dóttir stofnuðu á 75 ára afmæli Áskels 1986. Friður á jörðu Öll lögin fyrir utan eitt eru úr áðurnefndri bók og hafa tvö lag- anna ekki verið flutt á tónleikum áður svo vitað sé. Annars vegar er um að ræða kórlagið Við útskerið og hins vegar einsöngs- lagið Þeyst um þorrakveld. Ein- söngvarar verða Helga Alfreðs- dóttir, sópran, Margrét Bóas- dóttir, sópran, Þuríður Baldurs- dóttir, alt, Óskar Pétursson, tenór, og Eiríkur Stefánsson, bassi, en þau Helga og Eiríkur sungu um árabil einsöng, tvísöng og í kór hjá Áskeli. Guðrún A. Kristinsdóttir leikur á píanó en stjórnandi Kórs Glerárkirkju. Jóhann Baldvinsson, útsetti tvö laganna fyrir strengjasveit sem leikur með. Björgvin Guðmundsson var búsettur á Akureyri í 30 ár, frá 1931, er hann kom frá Kanada, þar til hann lést í byrjun árs 1961. Lét hann strax mjög til sín taka á tónlistarsviðinu og stofnaði fljót- lega eftir að hann kom Kantötu- kór Akureyrar sem flutti flest verka hans. Björgvin og Áskell Jónsson stjórnuðu Kantötukórn- um um tíma báðir. Þá var Björgvin í um þrjú ár organisti í afleysingum við Ákureyrarkirkju og stef það sem klukkur kirkj- unnar leika er eftir hann. Á tónleikunum 14. apríl verð- ur fluttur fyrsti þáttur, Paradísar- þátturinn, og upphaf fjórða þátt- ar óratóríunnar Friður á jörðu sem Björgvin samdi vestur í Kanada á árunum 1917-19. Text- inn er tekinn úr samnefndum ljóðaflokki eftir Guðmund Guðmundsson og fjallar um hina glötuðu og endurheimtu Paradís. Verkið er skrifað fyrir kór, ein- söngvara og píanóundirleik en dr. Hallgrímur Helgason skrifaði píanóhluta fyrsta þáttar fyrir kammerhljómsveit og hið sama gerði Jóhann Baldvinsson við upphafskór fjórða þáttar. Ein- söngvarar verða Margrét Bóas- dóttir, sópran, Þuríður Baldurs- dóttir, alt, og Óskar Pétursson, tenór. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir kl. 17 í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn og verða aðgöngumiðar seldir við inngang- inn. Skrúðsbóndinn í nýrri leikgerð Leikfélag Akureyrar sýnir leikrit Björgvins Skrúðsbóridann í nýrri leikgerð Jóns Stefáns Kristjáns- sonar í Akureyrarkirkju 24.-26. apríl. Sýningarnar eru liður í Kirkjulistaviku í Akureyrar- kirkju og er uppfærslan samstarfs- verkefni Leikfélags Akureyrar og Akureyrarkirkju. Jón Stefán lýsti leikgerð sinni og sagði að hún tæki mið af aðstöðunni í kirkj- unni og helgi staðarins svo og fjölda leikara sem hægt væri að fá í sýninguna og einnig væri tíminn takmarkaður. „Ég lagði áherslu á það að söguþráðurinn héldi sér en það er ákaflega mikill og einlægur siða- boðskapur í leikritinu og ég vildi ekki að hann missti marks þótt ég yrði að stytta verkið. Fallegustu kaflarnir í tónlist verksins eru líka til staðar og þetta er brætt saman í eina leiksýningu sem stendur yfir í einn og hálfan tíma en leikritið í upprunalegri lengd með allri tónlistinni er hátt í þrír tímar,“ sagði Jón Stefán, sem jafnframt er leikstjóri. Hann sagðist hafa tekið út ýmis atriði, t.d. kóra bergþursa og fordæmdra manna, til að stytta verkið en áherslan er lögð á að láta boðskapinn njóta sín. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, hefur umsjón með tónlistarþættinum í sýningunni. „Tónlistin er felld að nýrri leik- gerð en heldur sér að mestu. Nokkrum köflum er sleppt en einnig tökum við inn tvö þekkt lög eftir Björgvin sem ekki eru í upphaflegu leikgerðinni en falla vel að textanum. Fjórtán manna hópur úr Kór Akureyrarkirkju flytur tónlistina og ieikið verður á lags Akureyrar á Skrúðsbóndanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.