Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 23

Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 11. apríl 1991 - DAGUR - 23 íþróttir Landsliðshóparnir í blaki: Fimm KA-menn í karlalandsliðinu - Hrefna í kvennaliðinu Fimm KA-menn eru í karla- landsliðinu í blaki sem tekur þátt í Ólympíuleikum smá- þjóða I Andorra í maí. Einn leikmaður úr KA er í kvenna- liðinu en eini Völsungurinn sem var valinn í hópinn gaf ekki kost á sér. Karlalandsliðið er skipað: þannig Haukur Valtýsson KA Stefán Magnússon KA Hafsteinn Jakobsson KA Þröstur Friðfinnsson KA Sigurður Arnar Ólafsson KA Vignir Hlöðversson HK Stefán Þ. Sigurðsson HK Leifur Harðarson Þrótti R. Jón Árnason Þrótti R. Örn Kr. Arnarson Þrótti R. Matthías Bjarki Guðmundsson Þrótti R. Einar Ásgeirsson Þrótti R. Hafsteinn Jakobsson og Þröstur Friðfinnsson koma nýir inn í liðið en aðrir hafa allir leikið með því áður. í þessum hópi má m.a. finna blakmann ársins á íslandi, Þröst Friðfinns- son úr KA, og efnilegasta blakmann landsins, Stefán P. Sigurðsson úr HK, en hann leikur ennþá í 2. flokki. Þjálfari karlaliösins er Guðmundur E. Pálsson. Ásdís gaf ekki kost á sér Kvennalandsliðið er þannig skipað: Óddný Erlendsdóttir UBK Sigurborg Gunnarsdóttir UBK Stefán Magnússon og Sigurður A. Ólafsson cru báðir í landsliðs- hópnum. hópnum. Elín Guðmundsdóttir UBK Hrefna Brynjólfsdóttir KA Særún Jóhannsdóttir Víkingi Jóhanna Kristjánsdóttir Víkingi Björk Benediktsdóttir Víkingi Jóna Lind Sævarsdóttir Víkingi Sigrún Sverrisdóttir Víkingi Ingibjörg Arnarsdóttir ÍS Þórey Haraldsdóttir ÍS Jóna Harpa Viggósdóttir Þrótti N. Birgitta Guðjónsdóttir úr KA var valinn í 16 manna hóp en keppir ekki með liðinu þar sem hún fer með frjálsíþróttalands- liðinu á leikana. Þá var Ásdís Jónsdóttir úr Völsungi einnig valin í 16 manna hópinn en hún gaf ekki kost á sér. Auk íslendinga taka And- orra, Liechtenstein, Luxem- borg, Malta, Mónakó, San Marino og Kýpur þátt í leikun- um sem fram fara 21.-25. maí nk. Ólympíuleikar smáþjóða fara fram annaö hvert ár en síð- ast voru þeir haldnir á Kýpur 1989. Handknattleikur: Toyota-mót fyrir þau yngstu á Húsavík KA- og Pórsmót á skíðum: Tvöfalt hjá Brynju og Gauta KA-heimilið: Hóf fyrir íslands- meistaranna Á laugardagskvöldið ætlar aðalstjórn KA að halda Islandsmeisturunum í blaki karla hóf í KA-heimiIinu. Tilefnið er að sjálfsögðu að fagna sidri KA-manna á Islands- mótinu f blaki og vonandi einnig í bikarkeppninni en sama dag leikur liðið til úrslita í þeirri keppni gegn HK. Stjórnin og blakmennirnir setjast að snæð- ingi kl. 20 en kl. 22 verður húsið opnað fyrir alla velunnara félags- ins og er fólk hvatt til að mæta og halda upp á glæsilegan árangur blakmannanna. Rétt er að benda á að vinna stendur yfir í grunni að nýja íþróttahúsinu og vilja KA-menn beina því til fólks, ekki síst barna og unglinga, að fara varlega um svæðið. Gestum í KA-heimilinu er bent á að ganga inn í húsið að sunnanverðu. Þór: Aðalsteinn áfram formaður Aðalsteinn Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Þórs á aðalfundi félagsins sem fram fór í Hamri sl. föstudagskvöld. Fjórir úr gömlu stjórninni sitja áfram en tveir nýir komu inn. Kjartan Kolbeinsson kom nýr inn í stjórnina og tók við gjald- keraembættinu og Valur Knúts- son, meðstjórnándi, kom einnig nýr inn. Aðrir eru Einar Sveinn Ólafsson, varaformaður, Ingimar Friðriksson, ritari, og Gunnar Bill Björnsson, spjaldskrárritari. Varamenn eru Dan Brynjarsson, Kristinn Sigurharðarson og Helga Haraldsdóttir. Körfuknattleikur: LeikjaniðiuTÖðim íEvrópukeppniimi Undirbúningur er í fullum gangi fyrir keppni í Evrópu- riðli í körfuknattleik sem fram fer í Laugardalshöll 1.-5. maí nk. Leikjaniðurröðunin verður eftirfarandi: 1. maí: Ísland-Danmörk kl. 16 Portúgal-Finnland kl. 18 2. maí: Danmörk-Noregur kl. 18 Ísland-Portúgal kl. 20 3. maí: Noregur-Finnland kl. 18 Danmörk-Portúgal kl. 20 4. maí: Ísland-Noregur kl. 15 Finnland-Danmörk kl. 17 5. maí: Portúgal-Noregur kl. 13 Ísland-Finnland kl. 15 Upplýsingar hafa borist til KKÍ um lið Dana. Þeir eru með hávaxið lið, sex menn eru þar yfir tveir metrar á hæð og þeirra hæstur er Henrik Nerup Ander- sen frá SISU sem er 208 cm á hæð. Steen Sörensen frá Hörs- holm er 206 cm, Flemming Dani- elsen frá SISU, einn þeirra leik- reyndasti maður, er 204 cm og fyrirliðinn, Steffen Reinholt frá Horsens, er 203 cm á hæð. Um helgina fer fram svokallað Toyota-mót í handknattleik á Húsavík. Mótið er fyrir hand- knattlciksmenn af yngri kyn- slóðinni og alls taka 170-180 börn þátt í því. Keppt verður í 4., 5. og 6. flokki karla og 5. flokki kvenna. Auk heimamanna í Völsungi taka lið frá KA, Þór, Hetti á Egilstöðum og Val Reyðarfirði Dagana 4.-6. júlí 1991 verður haldið fimmta Essó-mót KA í knattspyrnu fyrir 5. flokk, með þátttöku a, b og c liða. A síð- asta ári var þetta fjölmennasta knattspyrnumót fyrir einn flokk á landinu, en þá tóku 52 lið þátt í því, eða um 520 börn. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum flokki. Þá verður einnig haldið innan- hússmót í „bandí“ með útslátt- arfyrirkomulagi og verðlaun veitt fyrir sigur í því móti. Mótið verður haldið frá fimmtudegi til laugardags og þátt í mótinu. Mótið hefst á laugardag að loknum leik Völsungs og Njarð- víkinga í 2. deildinni en hann hefst kl. 12. Leikið verður til kl. 18 og um kvöldið verður kvöld- vaka í íþróttahöllinni. Keppni hefst aftur kl. 9.30 á sunnudags- morgun og lýkur um kl. 17. Það eru Toyota og Bílaleiga Húsavíkur sem eru styrktaraðilar mótsins. þurfa þátttakendur því að koma á miðvikudag, en mótið mun hefjast með mótssetningu á mið- vikudagskvöld og keppni hefst svo á fimmtudagsmorgni. Mótinu lýkur á laugardagskvöld með kvöldvöku og mótslitum. Þar eð mótið var fullsetið á síð- asta ári vilja KA-menn hvetja þá, sem hug hafa á að vera með, að tilkynna þátttöku sem fyrst, og ekki síðar en 1. maí, til Sveins Brynjólfssonar í hs. 96-25885, vs. 96-25606, Magnúsar Magnússon- ar í vs. 96-22543, hs. 96-26260, eða Gunnars Kárasonar í vs. 96- 21866, hs. 96-22052. Á meðan eldri skíðamennirnir stóðu í ströngu á Skíöamóti Islands voru haldin tvö alpa- greinamót fyrir 13-16 ára í Hlíðarfjalli um síðustu helgi. Á laugardag fór fram KA-mót í stórsvigi og á sunnudag Þórs- mót í svigi. Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir, KA, og Gauti Þór Reynisson, KA, unnu bæði tvöfalt í 13-14 ára flokknum en það sama var ekki uppi á teningnum í eldri flokkn- um eins og sjá má hér á eftir. KA-mót Stórsvig stúlkur 13-14 ára 1. Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir, KA 1:42.97 2. Hrefna Óladóttir, KA 1:44.62 3. Andrea Baldursdóttir, KA 1:47.66 Stórsvig piltar 13-14 ára 1. Gauti Þór Reynisson, KA 1:39.98 2. Magnús Magnússon, KA 1:40.68 3. Elvar Óskarsson, Þór 1:42.27 Stórsvig stúlkur 15-16 ára 1. Helga S. Hannesdóttir, Þór 1:44.56 2. Fjóla Bjamadóttir, Þór 1:49.48 3. Inga Huld Sigurðardóttir, Þór 1:51.11 Stórsvig piltar 15-16 ára 1. Sverrir Rúnarsson, Þór 1:40.19 2. Alexander Kárason, Þór 1:41.87 3. Magnús Lárusson, Þór 1:42.44 Þórsmót Svig stúlkur 13-14 ára 1. Brynja H. Þorsteinsd., KA 1:22.93 2. Lilja Birgisdóttir, Þór 1:30.47 3. Helga Júlíusdóttir, KA 1:32.61 Svig piltar 13-14 ára 1. Gauti Þór Reynisson, KA 1:21.39 2. Jóhann Amarson, Þór 1:25.46 3. Ingvar Már Gíslason. KA 1:28.41 Svig stúlkur 15-16 ára 1. Hjördís Þórhallsdóttir, Þór 1:24.28 2. Hildur Þorsteinsdóttir, KA 1:25.68 3. Fjóla Bjamadóttir, Þór 1:26.25 Svig piltar 15-16 ára 1. Birgir K. Ólafsson, KA 1:15.58 2. Magnús Lárusson, Þór 1:22.79 3. Sverrir Rúnarsson, Þór 1:36.68 Hlíðarijall: KA-mót í skíðagöngu í dag, fimmtudag, fer fram KA-mót í skíðagöngu í Hlíðar- fjalli. Kl. 18 hefst keppni fyrir 12 ára og yngri og kl. 19 fyrir 13 ára og eldri. Gengið verður í öllum flokkum með hefðbundinni aðferð. Fyrir nokkru fór fram fyrsta göngumótið fyrir 12 ára og yngri í Hlíðarfjalli, Coca-Cola mótið. Hér má sjá hluta keppenda. Yngstu keppendurnir á startlínu. Hluti af verðlaunahöfum í flokki 9-10 ára. Einhvcrjir af þessum krökkum verða kannski meðal þátttakcnda á KA-mótinu í dag. Myndir: h.bi. Knattspyrna: Esso-mót KA 4.-6. júlí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.