Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. apríl 1991 - DAGUR - 7 Ilvergi smeykir við Flensborgara og munum reyna að gera okkar besta - segja liðsmenn MA um úrslit í spurningakeppni framhalds- skólanna annað kvöld í sjónvarpinu Annað kvöld mætir lið Menntaskólans á Akur- eyri liðsmönnum Flensborgarskóla í Hafnar- fírði í úrslitum spurningakeppni framhaldsskól- anna í sjónvarpinu. MA-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum með frækilegum sigri á MH-ingum í síðari undanúrslitakeppninni sl. föstudagskvöld. Sú keppni líður mönnum seint úr minni, enda gífur- lega spennandi allt frá fyrstu mínútu til hinnar síð- ustu. Víst er að keppnin annað kvöld verður skemmtileg. Liðsmenn beggja liða hafa sýnt fádæma snilli í undankeppninni og ef að líkum læt- ur halda þeir uppteknum hætti í úrslitunum. Til þess að fræðast svolítið um undirbúning að slíkri spurningakeppni og hvernig sé að sitja nötrandi á beinunum í sjálfri keppninni hafði Dagur tal af þremenningunum sem keppa fyrir hönd Mennta- skólans á Akureyri. Þeir heita Pálmi Óskarsson, Finnur Friðriksson og Magnús Teitsson. Óhætt er að segja að vitneskja piltanna þriggja hafi vakið mikla athygli. Þeir virðast vera jafnvíg- ir á íþróttir, bókmenntasögu, pólitík, eðlisfræði og svo mætti áfram telja. Liggur ekki gríðar- legur undirbúningur að baki slík- um árangri? Finnur: Það er í sjálfu sér ekki hægt að undirbúa sig skilmerki- lega fyrir hvern þátt, því auðvit- að vitum við ekki hvað Ragn- heiður kemur til með að spyrja um. Pálmi: Við undirbjuggum okk- ur ekkert sérstaklega fyrir fyrstu tvo þættina í undankeppninni. Eftir að við hins vegar tryggðum okkur sæti í undanúrslitum kom- um við saman einu sinni eða tvisvar, hver með sitt bindi af Alfræðibókinni, flettum í gegn- um hana og bárum saman bækur okkar. Finnur: Bragi Guðmundsson, sögukennari, tók saman spurn- ingalista fyrir okkur fyrir þættina við VMA og MH. Við eigum von á einum spurningalista enn frá honum fyrir úrslitaviðureignina. Magnús: Bragi var frekar svekktur yfir því þegar við unn- um VMA, því þá þurfti hann að setja saman annan spurninga- lista! - Nú hlýtur að taka mjög á taugarnar að taka þátt í svona keppni? Finnur: Ég er ekki stressaður meðan á upptöku þáttanna stendur. Ég var töluvert tauga- trekktur um morguninn daginn sem keppnin við MH var tekin upp, líklega vegna þess að þá asnaðist ég til þess að lesa mér aðeins til í Gylfaginningu. Þegar ég síðan kom upp í sjónvarp hvarf stressið og þegar á hólminn var komið fann ég ekki fyrir stressi. Staðreyndin er að þá gleymir maður öllu í kringum sig, er einn með sjálfum sér. Magnús: Ég neita því ekki að ég er oft taugatrekktur í þáttun- um. í keppninni við MH fannst mér að ég væri að fá „krónískt" stresskast þegar talið var niður fyrir upptökuna. Svo hvarf það sem betur fer. Pálmi: Ég fann ekki fyrir stressi fyrr en síðasta spurningin var borin upp. Þá fékk ég líka heiftarlegt stresskast. - Reynið þið að sérhæfa ykkur í ákveðnum efnisflokkum? Finnur: Við reynum að koma okkur niður á hvar hver okkar er bestur fyrir, í samræmi við áhugasvið hvers og eins. Magnús sér mest um raungreinarnar, Pálmi er best að sér í bókmennt- um, ég hef að mestu séð um söguna og það hefur einnig kom- ið í minn hlut að sjá um þann efn- isþátt sem ekkert hefur komið úr; þ.e. fréttir dagsins í dag. Ég var settur Moggasérfræðingur! Pálnii: Það hefur heldur ekkert verið spurt út úr bókmenntum eða listum, nema þessar helv... ljóðaspurningar í síðasta þætti. Finnur: Það hefur í hverjum einasta þætti kontið spurning úr Snorra-Eddu. Svo held ég að hafi komið biblíuspurningar í öllum þáttunum nema sl. föstudag. Magnús: Svo er áberandi mik- ið um spurningar úr þjóðhátta- fræði. - Lesið þið mikið? Magnús: Já, ég held að sé óhætt að segja það. Ég hugsa að við eigum það allir sameiginlegt að hafa víðan lestrarsmekk. Finnur: A þessum aldri eru áhugasviðin í örri þróun og breytingu. - Kunnið þið spurningar úr Trival Pursuit utanað? Finnur: Urn tíma gerði ég það. Ég hef að vísu ekki spilað þetta MA-ingarnir hafa sýnt það að þeir eru með samstillt lið og því til alls líklegir annað kvöld. Þeir óttast ekki „ofur- manninn“ í liði Flcnsborgarskóla og telja að heppni ráði miklu um úrslitin. Frá vinstri: Pálmi Óskarsson, Finnur Friðriksson og Magnús Teitsson. Myndir: Goiii Magnús Teitsson - 18 ára Akureyringur. Sérsvið: Raungreinar. Er á þriðja ári í skólanum og þetta er þriðja árið í röð sem hann keppir fyrir hönd skól- ans í spurningakeppni framhaldsskólanna. Finnur Friðriksson - 18 ára Akureyringur. Sérsvið: Saga og fréttir. Er á þriðja ári í máladeild. Spreytir sig í þriðja skipti í spurningakeppni fram-' haldsskólanna. Pálmi Óskarsson - 18 ára Dalvíkingur. Sérsvið: Bókmenntir. Á öðru ári í MA. Annað árið í röð sem hann keppir fyrir liönd skólans íspurningakeppni framhaldsskólanna. Hafði áður keppt fyrir hönd Dalvíkur í Landsleiknum, spurningakeppni Stöðvar 2. lengi. Pálmi: Ég hef mjög sjaldan spilað Trival Pursuit. - Nú hafið þið töluverða reynslu af þátttöku í spurninga- keppni. Hefur hún mikið að segja? Finnur: Já. í fyrra komumst við í fyrsta skipti í undanúrslita- keppni í sjónvarpinu og þá vor- um við of uppteknir af því að vera í sjónvarpi. Keppnin sjálf vildi því ósjálfrátt lenda í öðru sæti. Nú veit maður hins vegar út á hvað þetta gengur, maður veit af öllum myndavélunum og veit af því að mjög margir horfa á þættina. - Hvernig leggst keppnin ann- að kvöld í ykkur? Finnur: Hún leggst ágætlega í mig. Ég held að liðin séu rnjög svipuð að styrkleika. Ég býst við að heppni ráði miklu um úrslitin. - Hefur eitthvað að segja að hafa stuðningslið í salnum? Pálmi: í rauninni finnst mér best þegar eru sent fæstir áhorf- endur. Finnur: Ég er þessu ekki sam- inála. Mér finnst best að hafa sem mest af argandi skríl í salnurn. Magnús: Best finnst mér þegar salurinn er útúrfullur af fólki. Mér er alveg sama þótt séu fleiri stuðningsmenn andstæðinganna í salnurn. - Nú hefur einn piltanna í Flensborgarliðinu sýnt það í undanförnum þáttum að hann veit ótrúlega margt. Óttist þið hann ekki? Finnur: Nei, alls ekki. Það þýðir ekkert að hugsa um and- stæðingana. Maður verður bara að hugsa um sjálfan sig. Magnús: Ef hann er svona góður, þá hljóta hinir að vera sem því nernur lakari. Hvernig sem litið er á þetta held ég að þarna eigist við tvö svipuð lið sem geti bæði sigrað. - Nú má búast við að spurning- arnar verði sérstaklega erfiðar í úrslitaþættinum. Finnur: Ragnheiður hefur að minnsta kosti tilkynnt okkur það. Pálmi: Bjölluspurningarnar verða víst 25 í stað 15 áður. Keppnin verður því lengri en venjulega. - Nú létuð þið í það skína í undanúrslitunum að þið væruð heldur óhressir með að þurfa að fara suður í úrslitin. Finnur: Það væri auðvitað •skemmtilegra að fá úrslitin norður. í þessu sambandi má ég jtil með að segja frá því þrefi sem við höfum átt í við sjónvarpið. Það sýnir út af fyrir sig afstöðu sjónvarpsins til landsbyggðarinn- ar. Svo virðist sem þeir sem ráða 'þar á bæ hafi aldrei gert ráð fyrir að lið af landsbyggðinni næði svona langt og óneitanlega var gott á þá að bæði VMA og MA skyldu komast svo langt í keppn- inni. Þegar ljóst var að við færum suður í keppni við MH var meiri- háttar mál að fá 40 þúsund króna rútustyrk fyrir stuðningslið okkar og í þokkabót ætlaði sjónvarpið ekki að greiða flugfarið suður fyrir okkur þrjá. Tryggvi Gísla- son, skólameistari, þurfti að lok- um að hringja í fjármálastjóra sjónvarpsins til þess að fá það í gegn. - Viljið þið spá um úrslit ann- að kvöld? Magnús: Nei, við ntunum bara reyna að gera okkar besta. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.