Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 24

Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 24
Akureyri, fimmtudagur 11. apríl 1991 Sauðárkrókur 95-35960 Húsavík 96-41585 Öxarijörður: Unnið að áJitsgerð um borun vinnsluholu Starfsmenn Dags fengu skemmtilega heimsókn í gær, er stór hópur nemenda í 3. bekk Dalvíkurskóla kyniitu sér starfsemi blaðsins, ásamt kennara sínum og nokkrum foreldrum. Áður en þeir héldu á braut var að sjálfsögðu tekin mynd af þessum fríða flokki. Mynd: kk Ólafsflörður: Samningur um kaup Skeljungs á hlut bæjarins í hótelinu - undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, bæjarstjórnar og bygginganefndar Björn Benediktsson, oddviti Oxarfjarðarhrepps, segist ekki Heimir Ingimarsson: Bætt samskipti í bygging- ariðnaði Bygginganefnd Akureyrar hef- ur samþykkt að halda ráð- stefnu með aðilum byggingar- iðnaðarins í bænum, til að fjaila um samskipti þeirra aðila sem standa að byggingariðn- aði. Heimir Ingimarsson, formaður bygginganefndar, segir að þetta sé m.a. gert í kjölfar þeirrar umræðu sem varð um veitingu lóðarinnar Skipagötu 9. „Pað er full ástæða til að halda fund sem þennan með byggingamönnum til að ræða sameiginleg málefni og bæta samskiptin. Það er vilji bygginganefndar að hafa gott samstarf við alla sem til hennar leita, og við viljum gera okkar besta til að svo verði,“ sagði Heimir á síðasta bæjarstjórnar- fundi. EHB Flensa og Samkvæmt skýrslu um smit- sjúkdóma frá Heilsugæslustöð- Léleg grá- sleppuveiði í Skagafirði - litlar gæftir sem af er Grásleppuveiðar eru að hefjast við Skagafjörð um þessar mundir. Lengi hefur ekki gefið til veiðanna og hafa sumir bát- ar ekki lagt nein net enn. Nokkrir bátar hafa lagt net en aflinn hefur verið dræmur vegna slæms veðurs. Útlit er fyrir nokkuð gott verð á grá- sleppuhrognum í vor. Heimilt er að hefja veiðarnar tíunda mars en víða er samkomu- lag að byrja ekki fyrr en þann tuttugasta. Að sögn grásleppu- karla er óvanalegt að ekki gefi svo lengi og vanalega eru veið- arnar komnar vel af stað um þetta leyti. Verð á grásleppuhrognum er nokkuð gott eða milli þrjátíu og fjörutíu þúsund krónur fyrir tunn- una. í fyrra gengu veiðar nokkuð vel og komust menn upp í að hafa um sextíu tunnur eftir ver- tíðina. Grásleppukarlar eru nokkuð óhressir með gæftaleysið og sjá fram á minni afla en undanfarin ár en veiðunum verður hætt um 15. júní. kg, hafa gefið upp alla von um að í sumar verði boruð vinnsluhola í Öxarfirði samhliða því sem teknir verði kjarnar til þess að varpa betur Ijósi á jarðgasfund á þessum slóðum fyrir nokkr- um árum. Samkvæmt fjárlögum þessa árs eru 8,5 milljónir króna ætlaðar til borunar í Öxarfirði og er gert ráð fyrir að verkið hefjist á vordög- um. Sveitarstjórn Öxarfjarðar- hrepps hefur lýst því yfir að hún sé tilbúin til þess að leggja fram 2 milljónir króna og hugsanlega hærri upphæð til þess að einnig verði boruð vinnsluhola á þessu svæði í sumar. Björn sagði að Jakob Björnsson, orkumálastjóri, hafi óskað eftir áætlun um hugsanlega nýtingu slíkrar holu og að henni sé nú unnið af verkfræðingi í Hafnarfirði. „Við höfum óskað eftir því að ekki verði tekin endanleg ákvörðun um borunina á meðan þessi áætlun er í smíðum. Ég veit ekki annað en að Orkustofnun hafi fallist á það. Sennilega verður þetta plagg til- búið í næstu viku,“ sagði Björn. óþh hálsbólga inni á Akureyri þá var óvenju mikið um veikindi á Akureyri og í nærsveitum í marsmánuði. Samkvæmt skýrslunni greind- ust 100 inflúensutilfelli og flensan virðist hafa náð hámarki. Með hækkandi sól ætti tilfellum að fækka samkvæmt venju. Lungna- bólga hrjáði 16, en hálsbólgutil- fellin voru 459 sem er há tala. Tveir greindust með einkirnissótt og magaveikitilfellin voru 40. Aðeins einn greindist með hettu- sótt en fleiri með hlaupabólu eða 39. Alltaf verður vart við kláða- maur og flatlús og þar greindust 5 tilfelli samanlagt. ój Kosning utan kjörstaða til Alþingis er nú að komast á fullan skrið en hún stendur yfir hjá embættum bæjarfógeta um allt land sem og hjá hrepp- stjórum í minni sveitarlelög- um. I Norðurlandskjör- dæmunum tveimur kjósa flest- ir utan kjörstaða hjá fógeta- embættunum á Sauðárkróki og Akureyri en samanlagt höfðu um 160 inanns greitt atkvæði á þessum stöðum í gær. Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, hefur undir- ritað samning við Olíufélagið Skeljung hf., með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og bæjar- stjórnar, um sölu á tæplega 70% hlut Ólafsfjarðarbæjar í Hótel Ólafsfirði hf. Bæjarráð mun fjalla um þetta mál á fundi í dag og málið verður síð- an lagt fyrir bæjarstjórn að viku eða hálfum mánuði liðnum. Eins og fram hefur komið buðu tveir aðilar í hlut bæjarins í hótelinu, Olíufélagið Skeljungur hf. og Árni Sæmundsson í Ólafs- firði. Sá síðarnefndi ítrekaði ekki tilboð sitt og í ljósi þess voru teknar upp viðræður við Skelj- ungsmenn sem nú hafa leitt til undirritunar samnings. Eins og fram hefur komið hyggst Skeljungur hf. byggja Samkvæmt upplýsingum frá bæjarfógetaembættinu á Akur- eyri höfðu um 120 manns greitt þar atkvæði utan kjörstaða í gær en þar á bæ töldu menn líklegt að fjör færi að færast í leikinn þegar nær dregur helginni. Svipaða sögu var að segja frá Sauðárkróki. Par höfðu 40 manns greitt atkvæði síðdegis í gær en búist var við að í dag færi verulega að lifna yfir kosning- unni, enda ekki nema rúmlega vika til kjördags. bensínstöð og almenna ferða- mannaverslun við hótelið, sem myndi rísa austan við það. Jafn- framt er gert ráð fyrir viðbygg- ingu úr gleri sunnan við hótel- bygginguna til stækkunar á veit- ingarými. Nú liggja fyrir frum- teikningar arkitekts hótelsins, Vilhjálms Hjálmarssonar, að þessari nýju byggingu og við- byggingu við hótelið og mun bygginganefnd Ólafsfjarðar fjalla um þær á næsta fundi sínum. Samkvæmt upplýsingum Dags gerir fyrirliggjandi samningur ráð fyrir að Skeljungur hf. greiði 10% af nafnvirði hlutabréfa Ólafsfjarðarbæjar í hótelinu. Hlutur bæjarins í hótelinu er 6,6 milljónir króna og því gerir bráðabirgðasamningurinn ráð fyrir að Skeljungur hf. greiði 660 þúsund krónur fyrir hlutabréfin. Jafnframt kveður samningurinn á um að Skeljungur hf. yfirtaki Frestur til að skila inn umsókn- um um kosningu í heimahúsum rennur út á hádegi á morgun. Með nýgerðum breytingum á kosningalögum var opnað fyrir þann möguleika að fatlaðir, sjúk- ir og fólk í barnsburðarleyfi geti nýtt atkvæðisrétt sinn í heima- húsi. Ekki virðast margir hafa áttað sig á þessu atriði því t.d. hafði aðeins ein umsókn um þetta borist fógetaembættinu á Sauðárkróki í gær. JÓH skuldir hótelsins, sem eru á bilinu 20 til 30 milljónir króna. Skeljungsmenn miða við að hefja byggingarframkvæmdir við hótelið svo fljótt sem hægt er, samþykki bæjaryfirvöld í Ólafs- firði fyrirliggjandi samning og hugmyndir þeirra um bygginga- framkvæmdir við hótelið: óþh Skagafjörður: Seinkar gæs- inni í vor? - vanalega farin að sjást Svo virðist sem heiðargæs og grágæs ætli að koma með seinna móti norður yfir heiðar í vor. Ovanalegt er að ekki séu farnar að sjást gæsir á þessum tíma í apríl. Astæður eru ekki kunnar en líklegt má telja að tíðarfar eigi þar hlut að máli. Að sögn Ævars Petersen fugla- fræðings er ekki útilokað að kald- ur vetur á Bretlandseyjum, sem eru vetrarheimkynni gæsarinnar, kunni að valda því að hún flýgur seinna til landsins en vant er. Ríkjandi norðanátt gæti einnig hafa orsakað að gæsin hefur ekki lagt upp í flugið til íslands. Hels- ingi kemur vanalega um miðbik apríl svo ekki er óeðlilegt að hann sé ekki farinn að sjást. Allir þessir þrír gæsastofnar eru á uppleið. Heiðagæsastofn- inn telur um 170 þús. fugla, grá- gæsastofninn um 160 þús. fugla og helsingjastofninn um 35 þús. fugla. Allir eiga þessir fuglar vet- ursetu á Bretlandseyjum og þurfa því að þreyta flugið yfir hafið til Islands. kg Heilsufar á Akureyri í mars: Utankjörstaðakosning fer rólega af stað - um 160 manns hafa greitt atkvæði á Akureyri og Sauðárkróki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.