Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 22

Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Fimmtudagur 11. apríl 1991 Aðalfundur Foreldrafélag barna með sérþarfir, Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.30 í Iðjulundi v/Hrísalund. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Dýralæknar Staða héraðsdýralæknis í Þingeyjarþingsum- dæmi vestra er laus til umsóknar, tímabundið, frá 20. júní 1991 til 6. ágúst 1992, vegna náms- leyfis héraðsdýralæknis. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir sendist fyrir 10. maí nk. til landbúnaðar- ráðuneytisins, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir yfirdýralæknir, sími 62- 2000. Landbúnaðarráðuneytið, 9. apríl 1991. TILBOÐ ★ Hamborgari með brauði stk. kr. 69 ★ Lindu bitar 250 g kr. 123 ★ KJ fiskibollur 1/i dós kr. 223 Frón kremkex pk. kr. 95 KJ grænar baunir Vz dós kr. 51 Flóru appelsínuþykkni % 1 kr. 147 Gevalia kaffi 500 g kr. 226 Kellogs kornflakes 500 g kr. 225 Milda þvottaduft 5 kg kr. 660 Mýkir 2 1 kr. 154 Opið virka daga frá kl. 13 -18.30. Laugardaga frá kl. 10 ■ ■14. KynnSst NS£TTÓ-\rerði KEANETTÓ Inntak nýaldarstefnu og guðspekihreyfingin Nú á dögum er mikið rætt um áhrif nýaldar og stefnur og strauma þessarar nýju aldar sem margir þykjast nú sjá að sé geng- in í garð. Það væri kannske fróðlegt að velta dálítið fyrir sér hvað í þessu felst sem við nefnum nýöld. Mikið er rætt um heilun með alls konar óhefðbundnum aðferðum, andlega eða sálræna heilun, prana- eða lífheilun, reiki. Einnig ber mikið á umræðu um nudd og nálarstunguaðferðir, einnig fjarheilun - sem reyndar hefur verið stunduð hér miklu lengur en svonefnd nýaldaráhrif fóru að koma í ljós. En það er fleira en heilun í alls konar myndum sem nýöld felur í sér. I raun og veru er hér um að ræða heilun í víðtækustu merkingu þess orðs því að hér er um að ræða heilun bæði hið ytra og innra - heilun manns og náttúru, endurnýjað og heilbrigt samband mannsins við umhverfi sitt, nátt- úruna alla í heild og eigið sam- félag. í kjölfar þessara grundvallar- hugmynda hafa svo komið fram alls kynns aðrar hugmyndir um hvernig hægt sé að koma af stað og rækta slíka heilun. Þar má auðvitað fyrst og fremst nefna friðarhreyfingarnar í heiminum sem byggjast á jafnrétti og bræðralagi allra manna og kær- leika og umburðarlyndi manna á milli. Síðan má nefna vernd nátt- úrunnar, vernd dýrálífsins á jörð- inni og hreinsun á þeirri spilíingu og mengun sem umhverfi manns- ins hefur orðið fyrir. Stórir hópar fólks, bæði almennings og vís- indamanna leggja megináhersl- una á þessi viðfangsefni og vinna af þeim af miklum áhuga. Öllum er ljóst að sé umhverfi mannsins spilit, getur ekkert heilbrigt mannlíf þróast áfram og mikil hætta jafnvel á því að við tortím- umst í okkar eigin mengun og afleiðingum hennar. En áhrif nýaldar virðast ná yfir víðara svið. Menn leita að nýjum skilningi í mannverunni sjálfri sem slíkri og reyna að gera sér grein fyrir möguleikum hennar til aukins þroska og margir koma auga á nýjar leiðir í þeim efnum. Menn fara líka að spyrja: Hvað felst í því að vera manneskja - er hægt að lifa fyllra lífi en þetta sem við þekkjum í daglegri til- veru - og sé svo - hvernig er þá hægt að nálgast þá möguleika? „Það sem mest er áber- andi í sambandi við nýaldaráhrifin er, eins og fyrr segir, viðleitni í átt að nýjum skilningi á manninum, bæði sem einstaklingi og félags- veru.“ Áöur var minnst á heilun en þá fara líka margir að tengja hana fleiri hlutum, svo sem breyttu mataræði, meiri hollustu og lík- amsrækt. Bækur eru gefnar út um þessi efni í auknum mæli og eru oft metsölubækur, að minnsta kosti víða erlendis. Þeir sem vilja öðlast meiri skilning á innri möguleikum leita líka ýmissa leiða í skilningsviðleitni sinni og reynt er að meta mann- inn meira í heild sinni en áður hefur almennt verið gert. Það sem við nú nefnum nýöld er samsafn allra þessara viðhorfa sem virðast ný af nálinni - og má auðvitað líta svo á sem þau séu ný vegna þessarar nýju leitar mannsins að sjálfum sér en ef við horfum ofan í kjölinn á öllu þessu, kemur ýmislegt merkilegt í ljós. Margt af þeim fræðum og vísindum sem nú eru að koma fram í dagsljósið í nafni nýaldar- fræða, eru í raun ævagömul vís- indi sem mammkynið hefur þekkt og vitað um í þúsundir ára. Nú eru þessi fornu vísindi um mögu- leika mannsins og þróun hans að koma fram í dagsljósið á ný - ævaforn þótt margir haldi þau vera ný, en sá munur sem við nú sjáum er kannske helst sá sem að vísindunum snýr, því að sumt af þessum gömlu kenningum eru vísindi nútímans að byrja að staðfesta með vísindalegum niðurstöðum sínum. Það sem mest er áberandi í sambandi við nýaldaráhrifin er, eins og fyrr segir, viðleitni í átt að nýjum skilningi á manninum, bæði sem einstaklingi og félags- veru. Og þá kemur í ljós að til að öðlast ýmsa þá hæfileika og eigin- leika sem mest eru áríðandi í slíkri skilningsviðleitni, er óhjá- kvæmilegt að leggja stund á það sem við nefnum hugrækt eða andlega rækt og er sannarlega ekki ný af nálinni þar sem hug- rækt hefur verið þekkt og iðkuð hjá ýmsum þjóðum í árþúsundir og má þar t.d. nefna Tíbetbúa og Indverja. En ekki er í raun og veru vitað hvaðan þessi háþró- uðu vísindi og skilningur á innri möguleikum mannsins eru komin þó að þau hafi lengst af verið í varðveislu Indverja. En seint á síðustu öld var svo guðspeki- hreyfingin stofnuð af Helenu Blavatsky, alþjóðleg stofnun sem byggði á þessum andlegu vísind- um og þekkingu á innri gerð mannsins. Það verður því að segja að sem leið til skilnings og andlegrar viðreisnar mannsins hlýtur guðspekin að fela í sér megininntak þeirrar viðleitni sem nýaldarhreyfingin er talin standa fyrir. I guðspekinni er einmitt fólgin sú innri hugsjón um andlegt inn- sæi og skilning á mannverunni sem verður að teljast meginverk- efni mannsins í þjóðfélagi nútím- ans gangvart þeim vandamálum sem hann nú stendur frammi fyrir. Með auknum skilningi og rækt á hinum innra manni felst sú von sem bundin er því hvort okk- ur tekst að bæta þennan heim - hvort okkur tekst að hreinsa til í okkar eigin hugskoti og um leið tengja þá hreinsun því umhverfi sem við lifum í. Því að engin önn- ur leið er til. Þetta eru þau átök sem hverjum manni eru ætluð - glíman við sjálfan sig, sinn eigin huga. Allt annað er í rauninni aukaatriði. Þessi innri skilningur mannsins á sjálfum sér og eigin möguleikum er einfaldlega skil- yrði þess að við náum tökum á tilveru okkar jafnt í nútíð sem framtíð. Esther B. Vagnsdóttir. Höfundur er kennari. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: Glæsivinnmgur afhentur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhenti nýlega glæsilegan aðalvinning í árlegu happdrætti sínu. Dregið var í happdrættinu 24. desember sl. og fyrsti vinningur var SAAB 9000CD af 1991 árgerð. Á meðfylgjandi mynd er tekin var við afhendinguna eru t.f.v.: Guðlaug Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra, vinningshafinn Ólafur Sigurðsson, Þórir Þorvarðarson formaður Styrktarfélagsins og Böðvar Ingi Benjamínsson starfsmaður Globus hf., umboðsaðila SAAB á íslandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.