Dagur - 04.05.1991, Síða 5
Laugardagur 4. maí 1991 - DAGUR - 5
Bakhlið ráðherranna í ríkisstjóm Davíðs
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að ný ríkissfjórn
Sjálfstæðisflokks og Alþýðutlokks er tekin við völdum. Sumir kalla
hana „viðreisn hina síðari“, aðrir Viðeyjarviðreisn, enn aðrir Við-
eyjarundrið og sumir, sem lítið er um ríkisstjórnina gefíð, nefna
hana Sorpu. Mun það nafn vísa til þess að sama dag og stjórnin var
að fæðast úti í Viðey var formlega tekin í notkun Sorpa, sorpeyðing-
arstöð höfuðborgarsvæðisins.
Talnaglöggir menn hafa fundið út að aldur ráðherra ríkisstjórnar-
innar er eilítið hærri en í síðustu ríkisstjórn. Meðalaldur ráðherr-
anna er 49,3 ár en 49,2 í stjórn Steingríms Hermannssonar. Ólafur
G. Einarsson, menntamálaráðherra, er elstur, 58 ára, og þeir Þor-
steinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, og Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, eru yngstir, 43 ára.
Lesendum til glöggvunar hefur undirritaður tekið saman nokkra
fróðleiksmola um ráðherrana tíu í ríkisstjórn Davíðs Oddsonar,
sem birtast hér á síðunni.
Sighvatur Kristinn
Björgvinsson, heilbrigðis-
og tryggingainálaráðherra
Fæddur 23.
janúar 1942 í
Reykjavík.
Foreldrar:
Björgvin Sig-
hvatsson
skólastjóri
Barnaskóla
ísafjarðar og
Jóhanna Sæ-
mundsdóttir handavinnukennari og
húsmóðir. Maki: Björk Melax hús-
móðir.
Sighvatur Kristinn lauk stúdents-
prófi frá MA árið 1961 og innritaðist
síðan í forspjallsvísindi í HÍ og lauk
prófi í þeim árið 1963 og fyrrihluta-
prófi í viðskiptafræðum árið 1966.
Hann var starfsmaður Sjómanna-
sambands íslands og verkalýðsmála-
nefndar Alþýðullokksins 1964-1965.
Ritstjóri Alþýðublaðsins 1969-1974
og framkvæmdastjóri Norræna
félagsins frá 1984.
Sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn
á árunum 1974-1983 og síðan frá
1987. Var fjármálaráðherra í ráðu-
neyti Benedikts Gröndal 15. október
1979 til 8. febrúar 1980.
Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegs-, dóms-,
og kirkjumálaráðherra
Fæddur 29.
október 1947 á
Selfossi. For-
eldrar: Páll
Sigurðsson
skrifstofumað-
ur og Ingigerð-
ur Nanna Þor-
steinsdóttir
húsmóðir.
Maki: Inibjörg Þórunn Rafnar hér-
aðsdómslögmaður.
Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla íslands árið 1968 og
lögfræðiprófi frá HÍ árið 1974.
Hann var blaðamður á Morgun-
blaðinu á árunum 1970 til 1975 og rit-
stjóri Vísis á árunum 1975-1979.
Framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins á árunum 1979-1983 og
formaður Sjálfstæðisflokksins á
árunum 1983-1991.
Hefur setið á Alþingi fyrir Suður-
landskjördæmi frá 1983. Fjármála-
ráðherra í ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar 16. október 1985 til
8. júlí 1987. Forsætisráðherra 8. júlí
1987 til 28. september 1988.
Ólafur Garðar Einarsson,
menntamálaráðherra
Fæddur 7. júlí
1932 á Siglu-
firði. Foreldr-
ar: Einar
Kristjánsson
lyfjasveinn,
síðar forstjóri
þar, á Akur-
eyri og í
Reykjavík, og
Ólöf ísaksdóttir, húsmóðir. Maki:
Ragna Bjarnadóttir.
Lauk stúdentsprófi frá MA árið
1953. Stundaði nám í læknisfræði
óþh
1953-1955 og lögfræðiprófi frá HÍ
árið 1960.
Var sveitarstjóri í Garðahreppi á
árunum 1960-1972 og oddviti hrepps-
ins 1972-1975. Forseti bæjarstjórnar
Garðabæjar 1975-1978.
Hefur setið á Alþingi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi
síðan 1971. Formaður þingflokks
sjálfstæðismanna frá 1979.
Jón Sigurðsson, viðskipta-
og iðnaðarráðherra
Fæddur 17.
apríl 1941 á
ísafirði. For-
eldrar: Sig-
urður Guð-
mundsson
bakarameistari
og Kristín
Guðjóna
Guðmunds-
dóttir húsmóðir. Maki: Laufey Þor-
björnsdótlir bókavörður.
Stúdent frá MA árið 1960. Lauk
Fil. kand. prófi í þjóðhagfræði, töl-
fræði o.fl. frá Stokkhólmsháskóla
árið 1964. Þrem árum síðar lauk Jón
M.Sc. Econ. í þjóðhagfræði við
London School of Economics and
Political Science.
Starfaði sem hagfræðingur við
Efnahagsstofnun 1964-1967, deildar-
stjóri hagdeildar þar 1967-1970, hag-
rannsóknastjóri þar 1970-1971. For-
stöðumaður hagrannsóknadeildar
Framkvæmdastofnunar 1972-1974 og
forstjóri Þjóðhagsstofnunar frá 1974
til 1987 þegar hann tók sæti á Alþingi
fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík.
Situr nú hins vegar á þingi fyrir
Reykjaneskjördæmi.
Var viðskipta-, dóms- og kirkju-
málaráðherra í stjórn Þorsteins Páls-
sonar og iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra í stjórn Steingríms Hermanns-
sonar frá 28. september 1988 til 30.
apríl 1991.
Eiður Svanberg Guðnason,
umhverfísráðberra
Fæddur 7.
nóvember
1939 í Reykja-
vík. Foreldrar:
Guðni Guð-
mundsson
verkamaður
og Þóranna
Lilja Guðjóns-
dóttir húsmóð-
ir. Maki: Eygló Helga Haraldsdóttir,
píanókennari.
Eiður Svanbcrg lauk stúdentsprófi
frá MR árið 1959 og hélt að því búnu
til Bandaríkjanna þar sem hann nam
stjórnmálafræði við University og
Delaware á árunum 1960-1961. Hélt
síðan heim til Fróns og lauk prófi í
ensku og enskum bókmenntum við
HÍ árið 1967.
Vann við Alþýðublaðið á árunum
1962 til 1967 og yfirþýðandi og frétta-
maður við Sjónvarpið frá 1967 til 1.
desember 1978. Hefur verið alþingis-
maður fyrir Vesturlandskjördæmi frá
árinu 1978 og formaður þingflokks
Alþýðuflokksins frá 1983.
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra.
Fæddur 21.
febrúar 1939 á
ísafirði. For-
eldrar: Hanni-
bal Valdimars-
son alþm. og
ráðherra og
Sólveig Ólafs-
dóttir húsmóð-
ir. Maki:
Bryndís Schram húsmóðir.
Stúdent frá MR 1958. Lauk M.A.
prófi í hagfræði við Edinborgarhá-
skóla í Skotlandi 1963. Framhalds-
nám í vinnumarkaðsfræði við Stokk-
hólmsháskóla 1963-1964. Próf í upp-
eldis- og kennslufræðum við HÍ
1965. Framhaldsnám við Harvard-
háskóla í Bandaríkjunum 1976-1977.
Jón Baldvin var kennari og blaða-
maður við Frjálsa þjóð 1964-1969.
Tók við embætti skólameistara við
Menntaskólann á ísafirði árið 1970
og gegndi því til 1979. Ritstjóri
Alþýðublaðsins næstu þrjú ár.
Jón Baldvin var kosinn á þing fyrir
Alþýðuflokkinn í Reykjavík árið
1982 og hefur setið þar síðan. Áður
var hann varaþingmaður fyrir Vest-
firðinga og Reykvíkinga. Formaður
Alþýðuflokksins frá 1984.
Jón Baldvin var fjármálaráðherra í
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og
utanríkisráðherra í stjórn Steingríms
Hermannssonar.
Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra
Fædd 4. októ-
ber 1942 í
Reykjavík.
Foreldrar:
Sigurður Egill
Ingimundar-
son alþingis-
maður og for-
stjóri Trygg-
ingastofnunar
og Karítas Guðmundsdóttir húsmóð-
ir.
Lauk prófi frá Verslunarskóla
íslands árið 1960.
Ár árunum 1962-1971 var Jóhanna
flugfreyja hjá Loftleiðum og skrif-
stofumaður hjá Kassagerð Reykja-
víkur 1971-1978.
Jóhanna var formaður Flugfreyju-
félags íslands 1966 og 1969 og í
stjórn Verslunarmannafélags
Reykjavíkur..
Hefur verið varaformaður Al-
þýðuflokksins frá 1984.
Var kjörin á Alþingi fyrir Alþýðu-
flokkinn í Reykjavík árið 1978 og
hefur setið þar síðan. Félagsmálaráð-
herra í stjórn Þorsteins Pálssonar
1987-1988 og stjórn Steingríms Her-
mannssonar 1988-1991.
Halldór Blöndal,
landbúnaðar- og
samgönguráðherra
Fæddur 24.
ágúst 1938 í
Reykjavík.
Foreldrar:
Lárus H.
Blöndal bóka-
vörður og
Kristjána
Benedikts-
dóttir. Maki:
Kristrún Eymundsdóttir kennari.
Lauk stúdentsprófi frá MA árið
1959. Hóf nám í lögfræði við HÍ,
lauk upphafsprófum, en hætti námi.
Hefur lengst af unnið við kennslu,
í Réttarholtsskóla í Reykjavík,
Gagnfræðaskólann á Akureyri og
stundakennari við Menntaskólann á
Akureyri. Blaðamaður við Morgun-
blaðið í sex ár, síðast 1978-1980.
Hefur einnig unnið í rnörg sumur við
hvalskurð og um tveggja ára skeið á
endurskoðunarskrifstofu. Var erind-
reki Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra 1963-1967.
Alþingsmaður Sjálfstæðisflokksins
í Norðurlandskjördæmi eystra frá
árinu 1979. Hafði áður verið vara-
þingmaður frá 1971.
Friðrik Klemenz Sophusson,
fjármálaráðherra
Fæddur 18.
október 1943 í
Reykjavík.
Foreldrar:
Sophus Auð-
unn Guð-
mundsson
skrifstofustjóri
og Áslaug
María Friðriks-
dóttir skólastjóri. Maki: Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir mannfræð-
ingur.
Lauk stúdentsprófi frá MR 1963.
Stundaði nám við læknadeild HÍ
1963-1965, en síðan í lagadeild og
lauk þaðan prófi 1972.
Var stundakennari í gagnfræða-
deild Hlíðaskóla í Reykjavík 1963-
1967 og framkvæmdastjóri Stjórnun-
arfélags íslands 1972-1978.
Formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna 1973-1977 og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins frá 1981-
90 og aftur frá 1991.
Var kjörinn alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík árið
1978. Gegndi starfi iðnaðarráðherra
í stjórn Þorsteins Pálssonar 1987-
1988.
Davíð Oddsson, forsætis-,
og hagstofuráðherra
Fæddur 17.
janúar 1948.
Foreldrar:
Oddur Ólafs-
son læknir og
Ingibjörg
Lúðvíksdóttir
húsmóðir.
Maki: Ástríð-
ur Thoraren-
sen húsmóðir.
Lauk stúdentsprófi frá MR árið
1970. Innritaðist síðan í lögfræði í HÍ
og lauk þaðan prófi árið 1974. Jafn-
hliða lögfræðinámi vann hann sem
leikhúsritari hjá Leikfélagi Reykja-
víkur á árunum 1970-1972. Næstu
tvö ár var hann einn af þingfréttarit-
urum Morgunblaðsins og skrifaði
einnig Staksteina á móti Haraldi
Blöndal.
Var kjörinn varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins árið 1990 og formað-
ur hans árið 1991.
Kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík
árið 1974 og borgarstjóri í Reykjavík
frá 1982. Hefur ekki áður setið á
Alþingi.
FVRK MIEM
BÚAÚHÁIANM
Frítt innanlandsflugfrá öllum áfangastöðum Flugleiða í eftirtaldar ferðir:
13.6. og 4. 7. til
COJTA DEL JOL
Glœsilegir gististaðir og iðandi mannltfí
Torretnolinos.
Verðfrá 58.360 kr. á mann. *
Haföu samband viö söluskrifstofur okkar
eöa nœsta umboösmann og tryggöu þér
sceti í líflegustu sólarferöir ársins.
* Verðdœm 't miðastvið 4 samati í 2ja herb. íbúð í 3 vihur, staðgreiðslu oggetigi 4. april 1991.
Flugvallarshattur ogforfallagjald er ekki itwifalið.
22.6. og 13. 7. ti/
MAQAUIF Á MAUORCA
Einn líflegasti sólarstaðurinn við Miðjarðarhafið.
Verðfrá 53.860 kr. ámann.*
^Nrval-útsýn
^^^^\^^\* í Mjódd: sími 60 30 60; við Austurvött; sími 2 69 00;
í Hafnarfirði: sími 652366; við Ráðhústorg á Akureyri: simi 2 50 00
- og hjá umboðsmónnum um allt land.