Dagur


Dagur - 04.05.1991, Qupperneq 6

Dagur - 04.05.1991, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), . KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Landsbyggð í vamarstöðu íslendingar hafa átt við fjöl- mörg félagsleg vandamál að stríða í aldanna rás. Á þessari öld hefur þjóðfélag- ið tekið slíkum stakkaskipt- um, að fólk sem er fætt á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar hefur orðið vitni að næsta ótrúlegum breyt- ingum í lifnaðarháttum, menningu og ytri aðbúnaði. Um þetta efast enginn. En vaxandi velmegun hafa fylgt ný og áður óþekkt vandamál, sem krefjast skjótra viðbragða. Byggðaröskun er eitt stærsta félagslega vanda- málið sem þjóðin hefur átt í höggi við á þessari öld. Höfuðborgarsvæðið hefur sogað til sín mannafla úr öðrum landshlutum áratug- um saman, en á sama tíma hefur atvinnulíf og búsetu hnignað á stórum land- svæðum. Efling höfuðborgar lýðveldisins hefur um margt verið æskileg og hagkvæm, en því miður hef- ur hún haldið áfram út fyrir þau mörk sem skynsamleg eða eðlileg geta talist. Að sumu leyti er hér um að ræða beina afleiðingu þess að þjóðin er fámenn, en höfuðborgin hefur notið margfeldisáhrifa frá stað- setningu stjórnsýslu og helstu menntastofnunum landsins. Það verður að viðurkenn- ast að Reykjavík er fyrir löngu orðin að ríki í ríkinu, sem lýtur eigin lögmálum, burtséð frá vilja stjórnvalda hverju sinni til að sporna gegn byggðaröskun. Suðvesturhorn landsins hefur mjög styrkt stöðu sína undanfarna áratugi, með Reykjavík í farar- broddi. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er mynduð af flokkum sem sækja mest fylgi til þéttbýlisins. Þeim málflutningi hefur verið haldið að Reykvíkingum að dreifbýlið sé dragbítur á framfarir í landinu, og bændur eru almennt sá skotspónn sem spjótunum er beint að. Raddir öfga- manna sem vilja beinlínis vega að landsbyggðinni gerast sífellt háværari. Á því kjörtímabili Alþingis sem nú er nýhafið má búast við að krafan um jafnt vægi atkvæða um land allt verði sett fram sterkar en nokkru sinni áður, en það væri tví- mælalaust hagur beggja stjórnarflokkanna að ná fram slíkri breytingu. Landsbyggðin á mikið undir því, að skilningur sé í æðstu stjórnsýslu ríkisins á sérstöðu hennar gagnvart Reykjavíkursvæðinu. íbúar dreifbýlis og landsbyggðar búa um margt við lakari kjör, hærra vöruverð, almennt talað við hærri útgjöld, minni tekjur og færri atvinnutækifæri en íbúar höfuðborgarsvæðis- ins. Aftur á móti leggja þeir fram hlutfallslega miklu stærri skerf í sköpun þjóðar- tekna en þeir sem í þéttbýl- inu búa. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, enda erfið sannindi fyrir þá sem ekki vilja sjá út fyrir höfuðborgarsvæðið. EHB Bolsíur og danska á suimudögum Akureyri hefur stundum verið kölluð „danski bærinn“ enda voru fyrstu íbúarn- ir danskir kaupmenn sem höfðu vetur- setu inni á „gömlu“ Akureyri, í fyrsta skipti veturinn 1718 til 1719, að því er sagan segir. Um fasta byggð var ekki að ræða fyrr en upp úr miðri 18. öld en frá árinu 1777 var fyrirskipað að kaupmenn skyldu hafa hér vetursetu. Á fyrri tíð var kaupstaðurinn kallaður Akkeröen eða Öefiord Handelsted eða bara Öefiord, eins og sést á uppdrættinum frá 1752 hér að neðan. Á uppdrættinum sjást fjögur hús í þyrpingu á gömlu Akureyri og fjár- rétt litlu sunnar. Skip liggur á Pollinum og annað er að sigla fyrir Oddeyri. Uppi á Brekkunni fyrir ofan kaupstaðinn eru húsin að Naustum, Eyrarlandi og Barði. Minjar frá danska tímanum er enn að finna á Akurcyri, einkum í nöfnum húsa. Allir Akureyringar þekkja nöfnin Gud- mann, Havsteen, Höepfner, Lynge, Schram, Schiöth og Tulinius en auk þess eru nöfn eins og Busch. Hemmert, Kyhn, Lever, Mohr og Steincke. Þessi nöfn eru að vísu af ýsmum toga spunnin en þau bera öll vitni danska tímanum á Akur- eyri. Annað sem stundum hefur verið talið loða við Akureyri eru dönskuslettur í máli manna, þótt þær hafi raunar loðað við fleiri. Orð eins og altan, bíslag, bolsíur, fortó, galosíur, margarín og sultutau hafa heyrst í máli allt fram á síð- ustu ár. Pá hafa Akureyringar stundum verið sagðir tala dönsku á sunnudögum og hefur mörgum þótt þetta smáfyndið. En ef til vill er á því skýring hvers vegna Akureyringar eru sagðir hafa talað dönsku á sunnudögum. Akureyrarkirkja Þegar búseta hófst á Akureyri var þar engin kirkja, enda fátt fólk annað en nokkrir danskir kaupmenn. Sóknarkirkj- an var að Hrafnagili og þangað sóttu Akureyringar kirkju, allir nema kaup- menn. Um 1850 óskuðu íbúar Akureyrar eftir því að fá að byggja kirkju sem ann- exíu frá Hrafnagili en því var neitað í upphafi. Með konungsúrskurði hinn 18. maí 1851 var Akureyringum og bændum í nágrenninu leyft að byggja kirkju á eig- in kostnað á Akureyri. Ekki var þó hafist handa um smíðina fyrr en árið 1861 og lágu til þess ýmsar ástæður. Nýja kirkjan var svo vígð árið 1863. Á nýju kirkjunni voru aðeins einar dyr, eins og tíðkaðist á flestum íslenskum kirkjum. Fóru danskar frúr á Akureyri þá til séra Daníels prófasts Halldórssonar að Hrafnagili og báðu hann um að sjá svo til að settar yrðu aðrar dyr á kirkjuna til þess að heldra fólkið þyrfti ekki að ganga um sömu dyr og almúginn. Segir sagan að prófastur hafi svarað því til að hann hafi aldrei heyrt þess getið að tvennar dyr væru á himnaríki. Og við það sat. Danska á sunnudögum Til eru frásagnir af guðsþjónustum sem danskir kaupmenn héldu á Akureyri áður en kirkja var reist - og jafnvel eftir að hún reis af því að dönsku frúrnar vildu ekki ganga um sömu dyr og sauðsvartur almúginn. í þessum guðsþjónustum var töluð danska og notuð dönsk biblía og dönsk sálmabók, eins og eðlilegt var af því að móðurmál kaupmannanna var danska. Almúginn varð vitni að þessu því að Akureyrarkaupmenn höfðu íslenskar stofupíur, einkum úr nágrannasveitum. Urðu þær auðvitað vitni að því að töluð var danska við þessar andaktir eða guðs- þjónustur kaupmanna á sunnudögum. Af þessum sökum töluðu menn í Eyja- firði og nærsveitum um að á Akureyri væri töluð danska á sunnudögum, sem var satt og rétt. Virka daga reyndu kaup- menn svo að tala íslensku við almúgann og gekk það auðvitað upp og ofan en bar þó þann árangur að lengi kölluðu Akur- eyringar brjóstsykur bolsíur og skóhlífar galosjer. En nú eru Akureyringar hættir að tala dönsku á sunnudögum. Á þcssum uppdrætti sjást fjögur hús í þyrpingu á gömlu Akureyri, þar sem nú er Laxdalshús, og fjárrétt litlu sunnar. Skip liggur á Pollinum og annað siglir fyrir Oddeyri. Uppi á Brekk- unni fyrir ofan kaupstaðinn eru húsin að Naustum, Eyrarlandi og Barði.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.