Dagur - 04.05.1991, Síða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1991
poppsíðan
F
Upptökustjórinn frægi Martin Hannett:
Fallinn frá langt fyrir aldur fram
Upptökustjórinn Martin Hannett,
sem átt hefur stóran þátt í hinni
geysilega miklu tónlistarbylgju í
Manchesterborg, sem myndaðist
fyrir röskum áratug og ekki sér
fyrir endann á, lést sviplega úr
hjartaslagi þann 17. apríl síðast-
liðinn 42 ára að aldri.
Martin Hannett kom meira og
minna við sögu hjá velflestum
hljómsveitum borgarinnar, sem
eitthvað hefur kveðið að, allt frá
Joy Division/New Order til Stone
Roses, Happy Mondays og The
High.
Hannett hafði átt við vanheilsu
að stríða um nokkurra mánaða
skeið þegar dauðann bar að
garði, en hann dó í svefni á heimili
sínu. En hann fékkst ekki aðeins
við upptökustjórn því um skeið
var hann meðstjórnandi Factory-
Libresse
dömubindi við allar aðstœður,
allt tímabilið.
\
W ÍFm
i-ISifessc
I Llbresse
LÖh
m
Libresse bindið er lagað að línum líkamans,
er þægilegra og öruggara auk þess að vera
eingöngu framleitt úr náttúrulegum efnum.
Libresse fæst í öllum
verslunum
útgáfunnar og allt frá unglings-
aldri var hann mjög virkur í tón-
listar- og listalífi Manchester-
borgar.
í janúar 1977, þegar Hannett
var farinn að kynnast vinnu í
hljóðveri, bauðst honum í fyrsta
skipti að stjórna upptöku er um-
boðsmaður pönksveitarinnar Buzz-
ccks fékk hann til að vinna EP
plötuna Spiral Scratch. í kjölfarið
komu svo verkefnin á færibandi,
Hann stjórnaði upptökum á
meirihluta þess efnis sem Joy
Division sendu frá sér þ.á m. á
breiðskífunni The unknown plea-
sures og þegar hljómsveitin
breyttist úr Joy Division í New
Order í kjölfar þess að söngvar-
lllihki . Jk ; |ÍS#
Joy Divison naut krafta Martin Hannetts í ríkum mæli.
zm? W-* igp- ji
The High er ein af yngri sveitunum
frá Manchester sem Hannett vann
með.
inn lan Curtis framdi sjálfsmorð
árið 1980 stjórnaði Hannett líka
upptökum á fyrstu plötunni undir
New Order nafninu.
Eins og áður segir þá er þáttur
Hannetts stór í hinni miklu
grósku sem orðið hefur nú hin
seinni ár í Manchester. Hann
varð einn sá fyrsti til að vinna
með The Stone Roses og tók
upp fyrsta smáskífulag hljóm-
sveitarinnar So young, sem vakti
strax athygli á henni. En Martin
Hannett er ekki aðeins þekktur
fyrir vinnu sína með Manchester-
hljómsveitum því hann hefur
unnið með ekki ófrægari hljóm-
sveitum en Liverpoolsveitinni
O.M.D. (Orchestral Manoeuvres
in the dark) og U2, en hann tók
upp lagið þeirra 11 o’ clock tic
toc.
Með ótímabæru fráfalli Hann-
etts sem var 42 ára þykir stórt
skarð vera höggvið í hóp tónlist-
arfrömuða og verður hans sárt
saknað, sérstaklega í Manchest-
er.
Umsjon:
Magnús Geir
Guðmundsson
Pat Ðenatar kveður sér hljóðs á ný
Nú síðastliðin þrjú ár hefur harla
lítið farið fyrir söngkonunni
þokkafullu frá New York, Pat
Benatar. Hún sendi síðast frá sér
plötuna Wide awake in dream-
land árið 1988, sem þótti að mati
margra gagnrýnenda hin ágæt-
asta, en viðtökur plötukaupenda
voru hins vegar heldur dræmari
og miðað við sölu á fyrstu plötun-
um hennar voru viðtökurnar
lélegar.
Var Wide awake in dreamland
visst afturhvarf til meira rokkaðr-
ar tónlistar eins og á fyrstu
plötunum og því voru það viss
vonbrigði fyrir Benatar að við-
tökurnar urðu ekki betri. En þrátt
fyrir það hefur hún ekki gefist upp
og nú fyrir skömmu sendi hún frá
sér nýja plötu undir nafninu True
love sem væntanlega er ætlað
að ná aftur einhverju af fyrri
frægð söngkonunnar.
Pat Benatar er eins og áður
greinir frá New York, en þar
fæddict hún árið 1953. Söngur-
inn heillaði hana snemma og
þegar hún fór í háskólanám lagði
Gardyrkjustöðin á Grisará
Sími
96-31129.
Blómstrandi dahlíur, flauelsblóm,
levkoj og bláhnoður í pottum.
Mold í 3 1 pokum og sekkjum.
Opið sunnudag frá kl 13.00-18.00.
hún jafnframt stund á óperusöng,
sem átti eftir að nýtast henni vel
þegar út í rokkið var komið. Út í
það leiddist hún með þeim hætti
að hún fór í hæfileikaþróf í söng-
klúbbi einum þar sem hún kynnt-
ist verðandi umboðsmanni sín-
um Rick Newman árið 1975.
Newman kom henni svo á
plötusamning við Chrysalis-fyrir-
tækið, þar sem hún er enn þann
dag í dag. Fyrsta platan In the
heat of the night kom svo út árið
1979 og sló hún rækilega í gegn
og þótti nú vera ný rokkdrottning
fædd.
Með annarri plötunni jukust svo
vinsældirnar enn frekar, en hún
heitir Crimes of passion og kom
út 1980.
Eftir þessar tvær vinsælu fyrstu
plötur fór að halla undan fæti og
má í rauninni segja að Benatar
hafi alrei náð sér fyllilega á strik
fyrr en á Waid. Að vísu náði hún
vinsældum með útgáfu sinni á
gamla laginu Love is a Battle-
field, árið 1984, en það varð
skammgóður vermir.
True love er níunda platan
sem kemur frá Pat Benatar, en
hinar eru auk hinna tveggja
fyrstu: Prexious time (1981, Get
nervous (1982), Live from earth
(1983), Tropico (1984) og Seven
the hard way (1985). Það verðru
svo fróðlegt að sjá hvort nýja
platan gengur vel eður ei.
Pat Benater reynir að höndla forna frægð með nýrri plötu.