Dagur


Dagur - 22.05.1991, Qupperneq 1

Dagur - 22.05.1991, Qupperneq 1
74. árgangur Akureyri, miðvikudagur 22. maí 1991 93. tölublað Mikil óvissa um framtíð ístess eftir að Skretting sagði upp samstarfssamningi 8. maí sl.: Undrast vinnubrögð Skretting-manna - segir Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ístess hf. Vel klæddur í fötum frá BERNHARDT The Taik»rl.ook arroöooiin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 ■ BOX 397 Niðurstaða fyrirhugaðra við- ræðna fulltrúa ístess hf. og norska fyrirtækisins T. Skrett- ing a.s. eftir næstu helgi kann að ráða úrslitum um framtíð fóðurverksmiðju Istess hf. og þar með vinnu um 20 starfs- manna fyrirtækisins. Útafakstur í Kinn: Bflstjóri bjargast úr vatni FólksbíII valt út af vegi og hafnaði á hvolfi í skurði í Kinn- inni á mánudagsmorgun. Skurðurinn var fullur af vatni og náði það upp á miðjar hurð- ir bílsins. Ökumaður var einn í bflnum. Hékk hann í beltinu með höfuðið á kafi í vatni, hann hélt meðvitund, gat losað sig og komist óskaddaður út. Bíllinn er gjörónýtur. Mikil umferð var um helgina á Húsavík og nágrenni en hún gekk óhappalaust að öðru leyti. Lögregla þurfti ekki að hafa nein afskipti af fólki vegna ölvun- ar um helgina, þeirrar fyrstu eftir opnun áfengisútsölunnar í bænum. Um helgina var unnið það skemmdarverk að plast var eyði- lagt í öllum gluggum nýbyggingar fjölbýlishúss við Grundargarð. IM Skretting sagði upp samstarfs- samningi við Istess 8. maí sl. á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi verið gjaldþrota um mánaðamót- in mars-apríl sl. Meirihluti stjórnar ístess hf. telur hins vegar að ekki hafi verið efni til upp- sagnar samningsins og því beri að leysa þann ágreining sem uppi er eftir ákvæðum samningsins. Meirihluti stjórnar telur einnig að samningurinn sé í fullu gildi þar til tekist hafi að leysa úr ágreiningnum, annað hvort í við- ræðum aðila eða með gerðar- dómi. Staða ístess hf. er í algjörri óvissu eftir uppsögn Skrettings á samstarfssamningnum. Um 2/3 hlutar framleiðslu ístess hf. fara á Færeyjarmarkað og nú liggur fyr- ir að Skretting hefur náð undir sig dótturfyrirtæki ístess þar í landi. Þessi mikilvægi markaður er því á miklum brauðfótum. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ístess hf., segist ekki vilja spá fyrir um niðurstöðu viðræðna við fulltrúa Skretting, sem væntanlega verða í Reykja- vík nk. mánudag. Hins vegar seg- ir hann að ekki verði lengur búið við þá óvissu sem nú sé uppi um framtíð fyrirtækisins. Guðmund- ur segist undrast mjög vinnu- brögð Skretting-manna í þessu máli og ekki hafi komið rök þeirra fyrir þeirri skoðun að gera hefði átt fyrirtækið upp í lok mars sl. Reksturinn það sem af er þessu ári sé í viðunandi horfi og fyrir liggi tillögur starfsmanna ístess um ýmsar hagræðingarað- gerðir í rekstri fyrirtækisins. Fréttatilkynning fstess hf. um þetta mál er birt í heild á bls. 2. óþh Islandsmótið í knattspyrnu hófst á mánudagskvöldið með heilli umferð í 1. deild karla. KA-menn mættu IBV á Akureyri og töpuðu 2:3 eftir að hafa náð tveggja rnarka forystu. Hér sést Tékkinn Pavel Vandas sækja að einum varnarmanni ÍBV en hann var besti maður KA og skoraði fyrsta mark leiks- ins. Sjá nánar um íslandsmótið og aðrar íþróttir á bls. 7-10. Mynd: Golli Skýrsla skoðunarmanna Ólafsfjarðarbæjar vegna Fiskmarsmálsins: Rædd á lokuðum fundi í bæjarstjóm Síðdegis í gær var lokaður fundur í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar þar sem skýrsla skoð- unarmanna bæjarins vegna ábyrgðaveitinga bæjarstjórnar til Fiskmars hf. var til umfjöllunar. Deilur hafa stað- ið að undanförnu í bæjar- stjórninni um þessar ábyrgða- veitingar en Ijóst er að bæjar- sjóður mun tapa verulegu fé í kjölfar gjaldþrots Fiskmars hf. Fram kemur í skýrslunni að á bæjarstjórnarfundi þ. 14. mars 1989 var staðfest ákvörðun bæjarráðs um að veita Fiskmar hf. ábyrgðir vegna tveggja lána hjá Iðnlánasjóði. í bókun bæjar- ráðs um málið sagði að að fengn- um fullnægjandi tryggingum skuli málið lagt að nýju fyrir bæjarráð og benda skoðunarmennirnir á í skýrslu sinni að ekki verði séð að þetta hafi verið gert. Lán með einfaldri bæjarábyrgð var greitt út hjá Iðnlánasjóði þ. 28. mars 1989 og benda skoðunar- mennirnir einnig á að ekki verði séð að tryggingar hafi þá legið fyrir. Pann 19. júlí 1989 heimilaði bæjarstjórn bæjarstjóra að skrifa upp á nýja bæjarábyrgð til Fisk- 25 milljóna króna tap af rekstri Slippstöðvarinnar á Akureyri árið 1990: „Næsti vetur verður sá erfiðasti í mörg ár“ - segir Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar 25 milljóna króna tap varð af rekstri Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi fyrir- tækisins, sem haldinn var sl. laugardag. Arið 1989 var 40 milljóna króna rekstrartap. Um síðustu áramót var eigna- staða Slippstöðvarinnar 859 milljónir króna, eigið fé nam 230 milljónum, sem er um 24%. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar hf., segir tvær meginástæður fyrir rekstrartap- inu. í fyrsta lagi vaxtagreiðslur af raðsmíðaskipinu umtalaða, sem á síðasta ári námu um 30 milljón- um króna, og lág verð fyrir verk sem unnin voru á árinu. „Það er mikil samkeppni um verk sem bjóðast, margir bjóða í alltof fá verk,“ sagði Sigurður. Heildarvelta Slippstöðvarinnar hf. á árinu 1990 var 600,4 millj- ónir króna. Sigurður segir að veltan hafi minnkað ár frá ári. „Framreiknuð velta ársins 1987 er einn milljarður króna. Við erum því komnir niður í 60% af veltu þess árs,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að taprekstur ár eftir ár gengi ekki. Slippstöðin yrði að losna við raðsmíðaskipið, sem reynt hefur verið árangurs- laust árum saman að selja. „Hins vegar koma verkefni ekki, þó svo að við losnum við skipið. Þetta sveiflukennda verkefnaástand truflar starfsemina töluvert. Verkefnastaðan er góð í sumar, en næsti vetur verður að mínu mati sá erfiðasti í mörg ár. Við höfum ekki lengur óselt skip sem við getum flúið í með mannskap- inn. Raðsmíðaskipið hefur fleytt okkur í gegnum nokkra vetur, en það verður ekki næsta vetur. Og það er lítil breyting fyrirsjáanleg á fjárfestingu útgerðar í nýsmíð- um og endurbótum. Það eina sem við höfum á hendi fyrir næsta vetur eru endurbætur á Harðbaki. Unnið verður að þeim einhverntímann í vetur. Hins vegar er þetta verkefni smátt í samanburði við heildarverk- efnaþörf fyrirtækisins," sagði Sigurður. Nokkrar breytingar urðu á stjórn Slippstöðvarinnar á aðal- fundinum. Fjórir fulltrúar ríkisins í stjórn eru Tómas Ingi Olrich, Sigurður Arnórsson, Hólmsteinn Hólmsteinsson og Magnús Pét- ursson. Fulltrúar Akureyrarbæj- ar eru Hákon Hákonarson og Knútur Karlsson og Magnús Gauti Gautason er fulltrúi Kaup- félags Eyfirðinga. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum. óþh Listagilið og Amtsbókasafnið: Heildarkostnaður um 370 milljónir Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær rammasamning vegna húsakaupa og fram- kvæmda í Listagili, en kaup- samningur við KEA verður líklega undirritaður í vikunni. Kaupverð eignanna í Kaup- vangsstræti er 70,8 milljónir króna, þar af er verðmæti lóða um 12,8 milljónir. Samkvæmt samningnum verða húsin sunnan götunnar afhent í næsta mánuði ásamt 1. hæð gamla mjólkursamlagsins, en jarðhæð og kjallari þeirrar bygg- ingar afhendast í haust. Húsnæði Brauðgerðar KEA verður afhent um áramót, en KEA mun Ieigja það pláss af Akureyrarbæ til ein- hverra ára. Framkvæmdum við Listagil og Amtsbókasafn verður þannig háttað að á næsta ári verður lokið hönnun 1000 til 1100 fermetra viðbyggingar við Amtsbókasafn- ið, og sú bygging síðan reist á árunum 1993-1996. Þar á eftir verður farið í framkvæmdir á vegum bæjarins í Listagili. Björn Jósef Arnviðarson sagði í gær að heildarkostnaður við fram- kvæmdir á báðum stöðum yrði um 370 milljónir króna, þar af færu 120 milljónir í viðbyggingu bókasafnsins. EHB mars og nú vegna láns að upphæð rúmlega 3,5 milljónir króna sem fyrirtækið hugðist taka hjá Iðn- þróunarsjóði. Fram kemur í skýrslu skoðunarmannanna að frá þessari lántöku hvarf Fiskmar en svo virðist sem ábyrgðin hafi verið flutt yfir á lán Iðnlánasjóðs án þess að formleg afgreiðsla hafi farið fram um það. Tryggingabréf lagði Fiskmar ekki fram fyrr en í október 1989 og þar kom fram að bæjarsjóður fengi 2. veðrétt í tækjum Fisk- mars hf. en 1. veðrétt hafi Spari- sjóður Ólafsfjarðar fyrir allt að kr. 12 milljónum en tryggingar bæjarins nái til allt að 8 milljóna þar á eftir. Við þinglýsingu þessa bréfs gerði bæjarfógeti athuga- semdir á því. Þetta tryggingarbréf gera skoð- unarmennirnir að umræðuefni í skýrslu sinni og segja að athuga- semdir bæjarfógeta rýri gildi þess auk þess sem á því sé formgalli. Greinilega hafi menn metið tryggingar fyrir veittum ábyrgð- um mjög mismunandi, allt frá 7 til 20 milljónum króna. Þessu megi kenna um óskýrri uppsetn- ingu bréfsins og mismunandi skilningi manna á athugasemdum fógeta við bréfið. í skýrslunni segir einnig að hvorki komi fram í umsóknum um bæjarábyrgðir né í gögnum um afgreiðslu þeirra hvaða veð- réttur í vélum og tækjum var boðinn en ljóst sé að verðmæti þeirra véla sem boðnar hafi verið fram sem bakábyrgð hafi ekki nægt nema að fengnum 1. veð- rétti. Þá segir að svo virðist sem önn- ur atriði en verðmæti véla hafi einnig haft áhrif á mat sumra á áhættuþætti ábyrgðaveitinganna s.s. hugsanleg þátttaka Byggða- stofnunar og Þróunarsjóðs íslands í fyrirtækinu. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.