Dagur - 22.05.1991, Page 4
4 - DAGUR - Miövikudagur 22. maí 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (l'þróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Raunir Davíðs
Davíð Oddsson hefur margoft rekið sig á það undanfarna
daga að hann ræður ekki einn. Þótt hann sé í senn for-
sætisráðherra, alþingismaður, formaður Sjálfstæðis-
flokksins og borgarstjóri Reykvíkinga, og þar af leiðandi
afar valdamikill einstaklingur, ræður hann ekki öðru en
samstarfsmenn hans leyfa honum að ráða. Þetta eru mik-
il viðbrigði fyrir Davíð Oddsson, því áður en hann gaf kost
á sér til þingmennsku voru orð hans í borgar-
stjórnarflokki sjálfstæðismanna lög. Davíð gat sem borg-
arstjóri leyft sér að samþykkja hitt og þetta úti í bæ í
þeirri fullvissu að félagar hans í bogarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna myndu ekki hreyfa minnstu andmælum
þegar hann leitaði formlegs samþykkis þeirra síðar.
Vegna þessara gerræðislegu vinnubragða var Davíð
Oddsson stundum nefndur einræðisherra. Sem borgar-
stjóri réð hann því einn sem hann vildi ráða.
Þegar Davíð Oddsson var kjörinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins spáðu því margir að hann myndi fljótt reka sig
á það að önnur lögmál giltu innan þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins. Það hefur komið á daginn. Davíð fékk til dæmis
ekki að ráða því hverjir yrðu ráðherrar flokksins og hvaða
málaflokka þeir fengju. Hann þurfti í fyrsta lagi að semja
við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins,
og fórna talsverðu til að fá krata til samstarfs. Síðan þurfti
hann að leita samninga innan þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins um skipan ráðherra. Niðurstaðan varð sú að
Þorsteinn Pálsson og yfirlýstir stuðningsmenn hans í
slagnum um formannsembætti flokksins fengu þrjú
ráðherraembætti af fimm.
Ráðherraskipanin markaði upphafið að raunum Davíðs.
Næst varð hann fyrir andstreymi er hann hugðist velja
eftirmann sinn í embætti borgarstjóra. Vitað er að Davíð
hefur fullan hug á að skipa Árna Sigfússon, borgarfull-
trúa, sem eftirmann sinn þar. Samkvæmt venju taldi
Davíð víst að borgarfulltrúarnir myndu samþykkja þá
ákvörðun hans þegjandi og hljóðalaust. Það gekk ekki
eftir. Við svo búið ákvað Davíð að slá málinu á frest í tvo
mánuði. Sú niðurstaða er ótvírætt veikleikamerki hjá
borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, eins og Morgun-
blaðið benti réttilega á í forystugrein í síðustu viku. Búast
má við hatrömmum slag um borgarstjórastólinn næstu
vikur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir sjálfstæðis-
menn í höfuðborginni.
Sama dag og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hættu
að vera viljalaust verkfæri borgarstjórans, hafnaði meiri-
hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins Birni Björnssyni sem
formanni utanríkismálanefndar Alþingis en kaus Eyjólf
Konráð Jónsson í staðinn. Þetta var enn eitt áfallið fyrir
Davíð Oddsson, sem hafði lagt ríka áherslu á Björn yrði
kjörinn. Allt kom fyrir ekki.
Ljóst er að nú þegar hafa margir stuðningsmenn
Davíðs Oddssonar orðið fyrir miklum vonbrigðum með
framgöngu hans í embætti forsætisráðherra, flokksfor-
manns og borgarstjóra. Það verður sannarlega spenn-
andi að fylgjast með gangi máli í æðstu valdastöðum
sjálfstæðismanna á þingi og í borgarstjórn næstu vikur.
Frólegt verður að sjá hvort Davíð tekst að hemja sína
menn og ná undirtökunum á nýjan leik eða hvort hann
verður að halda áfram að brjóta odd af oflæti sínu og sitja
og standa eins og samstarfsmenn hans helst kjósa. BB.
Vorpistill IV:
Tvær slaufur o.fl.
Galmaströnd var víst aðeins köll-
uð sjávarsíðan innan frá Hörgá
og jafnvel alla leið út að Þor-
valdsdalsá. En nú er þetta
skemmtilega nafn fallið úr dag-
legri notkun, og við það að
týnast, því miður. Er nokkuð
hægt við því að gera? Setja
kannske upp vegarskilti merkt
Galmaströnd eða skilti við
Galmastaði, eyðibýlið gamla
sunnan við Fagraskóg? Ég spyr
nú bara svona.
í síðasta pistli var verið að tala
um rannsóknarferðir út frá al-
faraleiðinni, Ólafsfjarðarvegi nr.
82. Rétt innan við Fagraskóg,
sunnan við Galmastaði, sem áður
voru, er hliðarvegur, nefndur
Bakkavegur nr. 812, niður fyrir
sunnan Arnarnestjörn og ofan-
garðs í Arnarnesi. Þennan veg er
gaman að fara, suður ásinn fyrir
ofan Hjalteyri og koma aftur upp
á aðalleiðina norðan við Hof í
Hörgárdal, því bæjaröðin Ós,
Ásláksstaðir, Hof o.s.frv. er köll-
uð vera í Hörgárdal. Auðvitað
þarf að fara þangað sem sér niður
yfir hina fornfrægu Hjalteyri þar
sem mikil saga hefur gerst um
aldir og á sjálfsagt eftir að gerast
þó að stóriðjuverið brygðist að
þessu sinni.
Nokkrum metrum innan við
vegamót Arnarnes- og Ólafs-
fjarðarvegar eru önnur vegamót,
þar sem hliðarvegur gengur til
hinnar áttarinnar, upp að fjall-
inu. Það er Möðruvallavegur nr.
813, sem liggur í stórum boga
meðfram bæjaröð og um hlaðið á
Möðruvöllum en sameinast aftur
Ólafsfjarðarvegi skammt norðan
við Hörgárbrú. Nú höfum við
ekið utan þjóðvegar 82 á 11,5 km
Hjörtur E. Þórarinsson.
kafla og séð margt og mikið nýtt
og horft á land og byggð frá nýju
sjónarhorni. Það borgaði sig ágæt-
lega þótt vegurinn sé ekki steypt-
ur. Óg nú sleppti ég alveg að
nefna Hjalteyrarveg nr. 811,
útleggjara af Ólafsfjarðarvegi
beint að Hjalteyri, og hann er
steyptur og fínn en veitir ekkert
nýtt útsýni.
Nú ökum við yfir Hörgár-
brúna, það er ekki um annað að
ræða, ef við á arínað borð ætlum
okkur að fara til Akureyrar.
Hörgá var fyrst brúuð þarna árið
1900, fyrst eyfirsku „stóránna“.
Það var trébrú. Núverandi stein-
brú er miklu yngri frá þvf um
miðja öldina, en nógu gömul til
að vera af gamla skólanum og er
því of mjó. Einhverntímann þarf
að bæta úr því.
Hörgá er falleg á, sem rennur
bein og útúrdúralaust 50 km leið
innan af Hörgárdals- og Hjalta-
dalsheiðum, tekur í sig Öxna-
dalsá og vex við það uni helming
og stikar síðan að mestu leyti á
eyrum beinustu leið niður með
Þelamörk og stefnir til sjávar.
Er ekki Þelamörk fallegt nafn
þó því sé kannske hnuplað af
Noregi? Það gefur til kynna
gróskumikinn skóg, enda er þar
undir miðri hlíð bærinn Skógar.
En hvar er skógurinn? Von er að
spurt sé. Jú hann er reyndar að
vaxa upp á næstu grösum. í
friðuðum reit í landi Vagla á
Þelamörk vex nú hið fegursta
birki sprottið upp af gamla þela-
skóginum. Enn meira er þó af
lerki, sem hefur verið plantað
þar, og unir sér framúrskarandi
vel.
Svo er víðáttumikil, ung skóg-
rækt í landi Laugalands og allt er
þetta á vegum Skógræktarfélags
Eyjafjarðar. Þegar Krossastaða-
land kemur inn í prógrammið og
tengir saman Vaglir og Lauga-
land verður þarna kominn ný
Þelamörk, stærsti samfelldi skóg-
ur við Eyjafjörð.
Þetta er ekki draumsýn, heldur
raunveruleikinn sjálfur á næsta
leiti. Við skulum líta á þetta
seinna í vor.
Nú er kominn ágætur, grænn
litur í tún og lambfé er að byrja
að sýna sig úti við. Víðirinn er
farinn að blómstra, bæði sá guli
og sá grái, en bíður með að laufg-
ast þangað til seinna. Hann er
afskaplega fallegur á Moldhauga-
hálsinum, ofan vegar sérstaklega.
Og svo er það Kræklingahlíðin.
þar er líka gaman að leggja lykkj-
ur á leiðina. Ætli við gerum það
ekki næst.
Hjörtur E. Þórarinsson.
Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur:
Varði doktorsritgerð í náms-
skipunar- ogkennslufræðum
Þann 23. apríl sl. varöi Ingólfur
Á. Jóhannesson, sagnfræðingur,
Skútustöðum, Mývatnssveit,
doktorsritgerð í Bandaríkjunum
í námsskipunar- og kcnnsíufræð-
um við Department of Curriculum
and Instruction í háskóloa Wis-
consinfylkis í Madison (University
of Wisconsin-Madison). Ritgerð-
in ber heitið „The Formation of
Educational Reform as a Social
Field in Iceland and the Social
Strategies of Educationists, 1966-
1991“. Lausleg þýðing á titli rit-
gerðarinnar er „Baráttuvettvang-
úr íslenskra menntaumbóta og
félagsleg skilningarvit mennta-
frömuða“. Aðalleiðbeinandi var
prófessor Thomas S. Popkewitz.
Fjallar ritgerðin um baráttuna
um menntaumbætur á íslandi sl.
25 ár, eða frá stofnun Skólarann-
sóknadeildar Menntamálaráðu-
neytisins til 1991. Ritgerðina má
skoða í tvenns konar samhengi:
Annars vegar sem greiningu á
hugmyndastraumum og bak-
grunni menntaumbóta á íslandi
og á þann máta framlag til bæði
íslenskrar sagnfræði og íslenskrar
uppeldisfræði. Hins vegar er rit-
gerðin framlag til alþjóðlegrar
þróunar í pólítískri félagsfræði
menntaumbóta (political socio-
logy of educational reform) en
rigerðin hagnýtir og þróar kenn-
ingaramma franska félags- og
mannfræðingsins Pierre Bourdieus
og notar sér sögulegan skoðunar-
máta franska sagnfræðingsins og
heimspekingsins Michel Fouc-
aults.
Ritgerðin greinir frá gegnum-
gangandi stefum (discursive
themes) í umræðum um mennta-
umbætur með þvf að greina
nokkur mikilvæg skjöl og stofn-
anir, svo sem Drög ad Aðalnám-
skrá grunnskóla frá 1983 og
Skólastcfnu Kennarasambands
íslands. Þá greinir ritgerðin frá
menntun og starfsferli yfir 300
umbótamanna og -kvenna og
sýnir tengsl milli bakgrunns
þeirra og þeirra sjónarmiða sem
tekist er á um í stofnunum og
samtökum. T.d. réði Skólarann-
sóknadeild til starfa margt fólk
sem hafði persónulega reynslu af
nýjungum í kennslu í ýmsum skól-
um og sarna gildir um Náms-
gagnastofnun.
Niðurstaða þessarar athugunar
er sú að skapast hafi vettvangur
menntaumbóta með lögmálum
að verulegu leyti óháðum því
sem gerist í skólum og á öðrum
vettvöngum þjóðfélagsins. Á
þessum vettvangi takast á ýmis
sjónarmið sem sögulega hafa
skipað sér í „löggildingarlögmál"
(legitimating principles) sem fela
í sér sex „skaut“. Þessi skaut eru
umbótastefna (sem aftur skiptist
í framsækna umbótastefnu og
tæknilega umbótastefnu), hefð-
arstefna, akademískt lögmál og
uppeldis- og kennslufræðilögmál.
Skýra má átök um samfélags-
fræði og fagvitund kennara út frá
þessum sögulegu og pólítísku
lögmálum.
Að lokum ræðir ritgerðin um
áhrif niðurstaðna ritgerðarinnar
á í fyrsta lagi lýðræðislega mennt-
un á íslandi og hvernig nauðsyn-
Ingólfur Á. Jóhannesson.
legt sé að frelsa skóla og skóla-
stefnu út viðjum íhaldssamra
hefða og tæknihyggju, í öðru lagi
á rannsóknir á menntaumbótum
á íslandi og annars staðar, og í
þriðja lagi á hagnýtingu niður-
staðnanna fyrir þróun ný-
marxískra (neo-Marxist) mennta-
rannsókna.
Höfundurinn, Ingólfur Á.
Jóhannesson, er fæddur 1954,
sonur hjónanna Gerðar Bene-
diktsdóttur og Jóhannesar Krist-
jánssonar. Stundaði nám í
Barna- og unglingaskólanum á
Skútustöðum, í Héraðsskólanum
að Laugum, Menntaskólanum á
Akureyri, og Háskóla íslands þar
sem hann lauk BA prófi (1979)
ogcand. mag. prófi (1983) í sagn-
fræði. Kennaraprófi lauk Ingólf-
ur 1980 frá HÍ og kenndi um
nokkurra ára skeið, m.a. í Breið-
holtsskóla og Menntaskólanum
við Sund. Ennfremur hefur Ing-
ólfur skrifað, einn eða í félagi við
aðra, nokkrar kennslubækur og
kennslugögn sem Námsgagna-
stofnun hefur gefið út og um
árabil starfaði hann sem land-
vörður á sumrum.