Dagur - 22.05.1991, Síða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 22. maí 1991
íþróttir
Tottenham sigraði Nottingham
For. í úrslitaleik FA-bikarsins
á Wembley á laugardaginn
með tveim mörkum gegn einu.
Þetta var áttundi sigur Totten-
ham í FA-bikarnum og ekkert
lið hefur unnið bikarinn eins
oft. Tottenham fékk á sig mark
úr aukaspyrnu strax á 15. mín.,
en sigraði síðan á sjálfsmarki
Des Walker í framlengingu.
.Skærasta stjarna Tottenham,
Paul Gascoigne, kom ekki mikið
við sögu í leiknum, hann var bor-
inn út af illa meiddur á vinstra
hné eftir 17 mín. leik. Tveim
mín. áður hafði hann brotið á
Gary Charles bakverði Forest
rétt utan vítateigs Tottenham.
Gascoigne hlaut meiðslin, en
Forest fékk aukaspyrnu og úr
henni skoraði Stuart Pearce fyrir-
liði Forest með glæsilegu skoti
efst í markhornið hjá Erik
Thorstvedt markverði Totten-
ham.
Lið Forest lék mun betur í
byrjun leiksins, en smám saman
náði Tottenham betri tökum á
leiknum, en heppnin var ekki
með liðinu. Gary Lineker skor-
aði mark sem var dæmt af vegna
rangstöðu og var sá dómur að
minnsta kosti strangur ef ekki
rangur og ekki tók betra við hjá
Lineker sem lét Mark Crossley
markvörð Forest verja frá sér
vítaspyrnu. Lineker hafði sloppið
í gegnum vörn Forest eftir frá-
bæra sendingu Paul Stewart og
Crossley felldi Lineker er hann
var að leika framhjá honum. Eft-
Mark Hughes tryggði Man. Utd. sigur í Evrópukeppni bikarhafa með tveim-
ur mörkum gegn Barcelona í vikunni.
Úrslitakeppni hafin
- jafnt hjá United og Tottenham
Um helgina hófst úrslitakeppni í
2., 3. og 4. deild um laust sæti í
næstu deild fyrir ofan. Liðin leika
heima og að heiman og verða síð-
ari leikir liðanna háðir í vikunni.
Úrslitaleikirnir fara síðan fram á
Wembley um mánaðamótin.
En úrslitin á sunnudag urðu
þessi:
2. deild.
Brighton-Millwall 4:1
Middlesbrough-Notts County 1:1
3. deild.
Brentford-T ranmere 2:2
Bury-Bolton 1:1
4. deild.
Scunthorpe-Blackpool 1:1
Torquay-Burnley 2:0
Pá léku einnig á sunnudag til
úrslita um Welska bikarinn lið
Swansea og Wrexham og sigraði
Swansea í þeim leik 2:0 og verður
þriðja liðið úr ensku deildinni
sem leikur í Evrópukeppni bikar-
hafa næsta vetur ásamt Man.
Utd. og Tottenham.
Man. Utd. og Tottenham léku
síðasta leik 1. deildar á sunnu-
dag. Leiknum lauk með jafntefli,
1:1, Paul Ince skoraði fyrir United
á 7. mínútu en Hendry jafnaði
fyrir Tottenham á 51. mínútu.
- Gascoigne borinn útaf og Lineker misnotaði vítaspyrnu
ir þetta sást Lineker varla í leikn-
um og Walker hafði mjög góð
tök á honum. Tottenham náði
síðan að jafna leikinn á 9. mín.
síðari hálfleiks er Paul Allen
sendi góða sendingu út til hægri á
Stewart sem lék áfram og skoraði
með góðu skoti í bláhornið niðri.
Það sem eftir lifði leiks hafði
Tottenham liðið nokkra yfirburði
og svo virtist sem hinir ungu leik-
menn Forest gæfust upp, en þeim
tókst þó að halda jöfnu út leikinn
og því þurfti að framlengja.
Tottenham hóf framlenging-
una með stórsókn og strax á 3.
mín. átti Paul Walsh sem komið
hafði inná sem varamaður hjá
Tottenham skalla í slá og vörn
Forest bjargaði í horn. Nayim
sem komið hafði inná sem vara-
maður fyrir Gascoigne tók horn-
spyrnuna og Walker aðþrengdur
af Gary Mabbutt skallaði í eigið
mark.
Leikmenn Tottenham þurftu
ekki að hafa mikið fyrir því að
ljúka leiknum með sigri, þeir
léku af miklu öryggi og lið Forest
fann engin svör við því. Sigur
liðsins var því sanngjarn og næsta
vetur mun Tottenham því leika í
Evrópukeppni bikarhafa ásamt
Manchester Utd. sem í vikunni
sigraði Barcelona í úrslitaleik
þeirrar keppni 2:1 í Hollandi.
Mark Hughes skoraði bæði mörk
Utd. í leiknum sem var frábær-
lega vel leikinn af Utd. og
skemmtilegur.
Gary Lineker sagði eftir leik-
inn að það hefði verið mikið áfall
Des Walker, miövöröur Nott. Forest, gekk grátandi af leikvelli eftir að
sjálfsmark hans hafði fært Tottenham F.A.-bikarinn.
fyrir leikmenn þegar Gascoigne
meiddist, ekki síst þar sem liðið
fékk á sig mark í leiðinni. Hins
vegar sagði hann að þetta mótlæti
hefði þjappað mönnum saman og
stappað í þá stálinu. Og hann
bætti því við að enginn hefði ver-
ið fegnari en hann sjálfur þegar
sigurinn var í höfn eftir að hafa
misnotað vítaspyrnuna.
Brian Clough framkvæmda-
stjóri Forest hefur því enn ekki
sigrað í FA-bikarnum, en hann
hefur þó Ioks komist í úrslit og
mun eflaust gera aðra tilraun
næsta vetur. Þ.L.A.
Paul Gascoigne, hinn snjalli
leikmaður Tottenham, var borinn
útaf illa meiddur á Wembley.
Tottenham vann á sjálfsmarkí Des Walkers