Dagur - 22.05.1991, Page 14

Dagur - 22.05.1991, Page 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 22. maí 1991 AKUREYRARB/ER Fóstrur - Þroskaþjálfarar Annað uppeldismenntað starfsfólk Laust er tii umsóknar starf forstöðumanns við skóladagheimilið Brekkukot, Brekkugötu 8, frá 15. ágúst nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Stak og Akureyrarbæjar eða kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Fóstrufélags Islands. Upplýsingar um starfið veita deildarstjóri dagvist- ardeildar í síma 24600 frá 10-12 alla virka daga og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknarfestur er til 1. júlí 1991. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar Geislagötu 9. Dagvistarfulltrúi. m\ Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Sj&ttúUt auglýsir eftir starfsfólki í allar stöður. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Sjallans Geisla- götu 14. Sölumaður - verkstjóri Gúmmívinnslan hf. er ört vaxandi framleiðslu- og þjónustufyrirtæki á Akureyri. Óskað er eftir áhugasömum og hugmyndaríkum starfsmanni sem yrði yfirmaður þjónustudeildarinn- ar. Starfið er fólgið í sölumennsku ásamt daglegri stjórnun hjólbarðaverkstæðis og lagers. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Gúmmívinnslunnar hf. Gúmmívinnslan hf. t Minning: Þorsteinn Þórhallsson Fæddur 21. apríl 1955 - Dáinn 20. janúar 1991 Sunnudagurinn 20. janúar 1991 var bjartur og fagur hér við Eyjafjörð. Sólin skein á alhvíta jörð, en það dimmdi snögglega um miðjan dag, þegar við feng- um fregnir af því, að fallegi blái báturinn hans Steina bróður okk- ar hefði fundist mannlaus út við Gjögurtá. Lengi héldum við í vonina um að hann hefði komist í land, en svo urðum við að sætta okkur við raunveruleikann. Við áttum erfitt með að trúa því, að þessi stóri, hrausti maður, fullur lífsvilja og starfsorku, kæmi ekki aftur til baka úr sjóferðinni. Steini bróðir okkar fæddist á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 1955. Hann var annað barn for- eldra okkar Þóru Þorsteinsdóttur og Pórhalls Einarssonar. Hann var snemma duglegur og kraft- mikill strákur, og áhugasamur um allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fór ungur í sveit, bæði í Fnjóskadal og austur á Langanesströnd við Bakkafjörð, þangað sem hugurinn stefndi aftur, mörgum árum seinna. Steini lærði bifvélavirkjun á B.S.A. á Akureyri. Par eignaðist hann marga góða vini, sem og allsstaðar þar sem hann var. Hann var líka sérlega frændræk- inn og hafði mikinn áhuga á að koma á ættarmóti austur á Bakkafirði með föðurfólki sínu. Steini réri nokkur sumur frá Bakkafirði, og einu sinni fréttum við að þar væri hann kallaður „fyrsti vorboðinn". Það þótti okkur vænt um, því þá vissum við að hann var velkominn þangað. Fyrsti báturinn sem Steini eignaðist hét Eyfell og hinir sem á eftir komu báru líka það nafn, sá síðasti Eyfell ÞH 62. Hann var að vinna við að mála hann í haust og gera hann sem best úr garði fyrir veturinn. Eitthvað barst þá í tal þegar hann var búinn og kom- inn með bátinn út, þessi blái litur. Þá sagði hann: „Finnst ykk- ur hann ekki fallegur, hann er allt öðruvísi en hinir bátarnir á Grenivík.“ Við vonuðumst til þess að hann fengi að njóta hans lengi, en því miður reyndist það ekki. Steini kynntist elskulegri konu, Sigurlaugu Sigurðardóttur frá Brúnastöðum í Lýtingsstaða- hreppi. Þau gengu í hjónaband 19. ágúst 1978. Þá var einnig skírður drengurinn þeirra Sigurð- ur Baldur fæddur 28. apríl 1978. Seinna eignuðust þau stúlku, Þóru Guðrúnu fædd 7. mars 1981. Þá var Steini stoltur, nú gat hann komið upp móðurnafni sínu og ömmunafni líka. Hann unni mjög fjölskyldu sinni og bar hag hennar mjög fyr- ir brjósti. Þau settu fyrst saman heimili á Akureyri, en haustið 1980 fluttu þau til Grenivíkur, og keyptu litla íbúð þar. En fyrir rúmum 2 árum keyptu þau ein- býlishús þar, þar var margt ógert, sem þau unnu að að bæta og var farið að sjá fyrir endann á því þegar Steini kvaddi. Hann stund- aði sjóinn og vildi hvergi annars- staðar vera, þar var hann ánægð- ur og sjálfs síns húsbóndi. En nú er komið að- kveðju- stund. Við viljum þakka Steina bróður fyrir allar ánægjustund- irnar sem við áttum með honum, bæði við leik og störf. Við biðjum guð að blessa Sillu, Sigga og Þóru, svo og alla þá sem syrgja Steina. Við eiguin öll bjartar minningar um hann, og söknum lians mikið. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Dísa og Þrúður. Kveðja frá systrabörnum Legg ég nú bæði líf og önd Ijúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer, sitji guðs englar yfir mér. Við þökkum Steina frænda fyr- ir þau fáu ár sem við áttum með Nýtt útlit ný lím S0------* N Marc O’Polo Sjáumst (]5g2raugnaþjónustan DAVlÐSSON ^SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SÍMI24646 honum. Við biðjum guð að gæta hans vel. Asta Fönn, Inga Hrönn, Eva Sædís, Davíö Sindri og Magnús Þór. Fátt hefur þyngt spor okkar meira en sú fregn í janúar sl. að Steina væri saknað og báturinn hans hafi fundist mannlaus. Dagarnir sem á eftir fylgdu voru erfiðir, en fullir vonar um að við ættum eftir að hitta Steina aftur hressan og kátan eins og hann alltaf var. Smá saman dó sú von og við neyddumst til að horf- ast í augu við þá staðreynd að góður vinur væri horfinn frá okkur. Það sannast víst alltaf þegar vinur fellur frá að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Svo er með okkur hjónin nú, þegar við hugsum til þess að kveðja Steina vin okkar hinstu kveðju, og minningarnar um ánægjulegar samverustundir með honum og Sillu konu hans hrann- ast upp í huganum. Leiðir okkar lágu saman á Akureyri þar sem við vorum við nám og störf. Fljótt þróaðist með okkur einlæg vinátta sem m.a. leiddi til þess að við hófum okkar sjálfstæða búskap undir sama þaki. Þar ríkti lífsgleði og létt kæruleysi yfir heimsins áhyggjum og ýmislegt var brallað svo sum- um fannst ef til vill nóg um. Margar góðar ferðirnar fórum við saman og eru þar sérstaklega minnisstæðar ferðir á sæluviku Skagfirðinga. Þar var Steini hrókur alls fagnaðar, enda kunni hann vel að skemmta sér í góðra vina hópi og söng þá gjarnan af fölskvalausri gleði og einlægni. Þetta tvennt, gleði og einlægni, var einmitt einkennandi fyrir Steina og alltaf sér maður hann fyrir sér brosandi og hressan. Eftir að Steini og Silla fluttu til Grenivíkur urðu samverustund- irnar stöðugt færri, en alltaf voru uppi áform um að fjölga þeim í framtíðinni. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Æviskeið Steina varð ekki langt. Hann dó löngu fyrr en við vinir hans höfð- um reiknað með. Eftir standa all- ar ljúfu minningarnar. Þær eigum við nú sem huggun harmi gegn. Við þökkum Steina alla vinátt- una og biðjum Guð að geyma hann og blessa. Elsku Silla, Siggi og Þóra. Við biðjum þann sem öllu ræður að varðveita ykkur og styrkja. Við hugsum einnig til foreldra Steina og systra hans. Þeirra missir er líka mikill, en megi minningin um góðan dreng styrkja þau og hugga. Minningin um góðan vin mun lifa. Oskar og Jóna. Við viljum með nokkrum orðum minnast frænda okkar og vinar, Þorsteins Þórhallssonar. Við þökkum honum samfylgd- ina og minnumst hans með hlý- hug sem kraftmikils manns sem hafði upplífgandi áhrif á sam- ferðamenn sína. Við söknum hans sem vorboða á Bakkafirði sem bar með sér hressandi blæ. í vor hefur vantað mikið. Við trúum því að hann njóti nú Guðs blessunar og minnumst hans í bænum okkar. Bestu samúðarkveðjur til allra ástvina. Hilmar, Dodda, Steinar, Hilmar Þór, Bakkafirði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.