Dagur - 13.06.1991, Page 9

Dagur - 13.06.1991, Page 9
Fimmtudagur 13. júní 1991 - DAGUR - 9 MlNNING Kveðjuorð: Karl Ásgrímur Ágústsson frá Litla-Garði Fæddur 7. desember 1910 - Dáinn 6. júní 1991 Peir sem njóta þess hæpna ver- aldargengis að búa við langlífi, verða að sætta sig við að sífellt fækkar vinum og vandamönnum með því móti að þeir hverfa fyrir ætternisstapa. AÍltaf vekur það sársaukakennd að horfa á eftir samferðafólki sem reyndist mikils virði og maður vænti að eiga samleið með miklu lengur og fannst raunar ómissandi. Til slíkrar kenndar fann ég þegar mér barst sú fregn að Karl Ágústsson væri fallinn frá. Vissi ég þó vel að honum hlaut að hafa verið hvíldin kærkomin, eftir að hafa strítt í nær tuttugu ár við ólæknandi vanheilsu. Þolinmæði og rósemi Karls í þessu langvarandi veikindastríði var alveg einstök og kom það naumast fyrir að hann ræddi það í kvörtunartón eða kallaði eftir samúð. En síðustu árin undi hann löngum þögninni en ef ein- hver vildi ræða við hann var strax vakinn áhugi hans. Hann villtist hvorki á mönnum né málefnum til síðasta dægurs. Karl var fæddur 7. desember 1910 að Grund í Borgarfirði eystra. Foreldrar hans voru Ágúst Ásgrímsson og Guðbjörg Alexandersdóttir. Karl ólst upp hjá afa sínum, Ásgrími Guð- mundssyni, og síðari konu hans, Katrínu Björnsdóttur. Ekki naut hann skólagöngu annarrar en barnaskólafræðslu eins og algengt var að láta sér lynda á þeim árum og nýttist þó mörgum vel. Hann fór ekki mikið að heiman en vann heima að venju- legum sveitastörfum. Hann fór þó til Siglufjarðar í atvinnuleit og í annað sinn suður í Hveragerði á námskeið í meðferð dráttarvéla. Um og eftir 1932 er hann kominn til Pórshafnar og vinnur við afgreiðslustörf í Kaupfélagi Langnesinga. Kaupfélagsstjóri var þá Karl Hjálmarsson en kona hans var Halldóra Ásgrímsdóttir, föðursystir Karls. Hjá þeim átti Karl athvarf um nokkurt skeið, þar til hann stofnaði eigið heim- ili. Kona hans varð Þórhalla Steinsdóttir, sem einnig var ætt- uð úr Borgarfirði, bráðmyndar- leg í sjón og auðug af dugnaði og mannkostum. Þau fengu húsnæði í gömlu húsi, þar sem Kaupfélagið hóf sína starfsemi. Þar var þröngt og lítið um þægindi, en þegar þessi ungu hjón höfðu komið sér fyrir var þetta hið fallegasta heimili og þar var alltaf gott að koma og enginn virtist finna fyrir þrengslum. Alltaf var ríkjandi glaðværð ogheimilisþokki. Parna ríkti hamingja sem þessi ungu hjón verðskulduðu og ný kynslóð tók að vaxa úr grasi og barnalán kom til sögunnar. Þau hjónin vildu gjarnan reyna starfs- og atvinnumöguleika annars staðar og þar kom að þau fluttu til Akureyrar árið 1945. Þar farnaðist þeim vel. Karl var gæddur einstaklega léttu lundarfari og lipurð í mann- legum samskiptum. Þægileg glað- værð var honum eiginleg og eng- in uppgerð. Gagnvart erfiðleik- um í samskiptum var hann æðru- laus og ekki lá það alltaf augljóst fyrir hvort honum líkaði betur eða verr. Návist hans var ævinlega jákvæð, því að honum var eigin- legt að víkja til hliðar því nei- kvæða og líta til björtu hliðanna, en afgreiða erfiðleika og óþægindi með léttu spaugi. Hann bjó yfir góðri greind og þó að hann hefði ekki notið telj- andi skólagöngu, var hann ótrú- lega vel lesinn og sérlega minnug- ur á bókmenntir og þjóðlegan og sögulegan fróðleik, hafði tiltæk- an kveðskap úr fortíð og samtíð. Honum var hagmælska í blóð borin og var sérlega létt að kasta fram stökum, sem voru léttar og leikandi. En ekki gerði hann mikið af því að halda ljóðagerð sinni á lofti og því miður hirti hann mjög lítið um að fest hend- ingar sínar á blað. Þórhalla, kona hans, mun fremur hafa gert eitthvað af því og þess vegna er nokkuð af vísum hans varðveitt og eitthvað af þeim hefur sést í dagblöðum ekki fyrir löngu. Þar bregður fyrir þeirri glettni og gamansemi, sem honum var svo tamt að bregða fyrir sig, jafnvel þó að bak við leyndist alvara og tilfinningahiti, sem með honum bjó hið innra. Árið 1946 átti ég við erfiðleiká að stríða, einkum heilsufarslega, og þá var farið að hvarfla að mér að svipast eftir auðveldari lífs- afkomu en einyrkjubúskapurinn hefur að bjóða. Þau Karl og Þór- halla voru þá komin til Akureyr- ar og ég vissi að þeim hafði tekist að koma sér þar bærilega fyrir. Hitt vissi ég líka að það var betra en ekki að eiga Karl að í vand- ræðum, skrifaði honum sendibréf og bað hann að athuga fyrir mig hvort hann sæi einhverja mögu- leika á húsnæði og atvinnu fyrir mann, sem lítið ætti og ekkert kynni. Eftir viku eða svo er ég kvaddur í landssímann og þá er það Karl og erindið er að segja mér að hann sjái möguleika á þessu hvorutveggja og hann hvet- ur mig fremur en letur til að taka þetta rækilega til athugunar. Þetta gerði ég, og við hjónin í sameiningu, og aðstoð Karls reyndist okkur gæfusamleg í alla staði. Þannig var Karl, einstaklega greiðvikinn, viðbragðssnöggur og áræðinn, drenglundaður og traustur vinur vina sinna. Þegar Karl kom til Akureyrar með fjölskyldu sína var hann ráð- inn til að sjá um rekstur Pöntun- arfélags verkalýðsins sem þá var til húsa í Brekkugötu 1, þar sem nú er kjörbúð KEA. Þetta fyrir- tæki stóð síður en svo á traustum grunni og ósamkomulag ríkjandi meðal ráðamanna þess og Karl gat ekki átt sér neina framtíð í þeim rekstri, aðrir tóku við og verslun var síðan rekin örfá ár, en síðan lögð niður vegna rekstr- arörðugleika. Karl starfaði eftir þetta hjá skógerð Iðunnar þar til hann varð að hætta störfum vegna aldurs og alvarlegrar vanheilsu sem hann þjáðist af 17 síðustu ár ævinnar. Þau hjónin eignuðust smábýlið Litla-Garð að hálfu og bjuggu á neðri hæðinni í litlu íbúðarhúsi og höfðu smávegis landsnytjar. Þó að húsrýmið væri smátt í snið- um varð það strax rúmgott og góður heimilisþokki ríkjandi og þangað var gott að koma gestur og oft glatt á hjalla og margar góðar stundir höfðum við átt hjá þeim hjónum og þeirra vinum. Síðar eignuðust þau efri hæð hússins og byggðu ágæta viðbygg- ingu á einni hæð. Var þá húsnæð- ið orðið rúmgott og nýttist vel, enda þörf á því, þar sem þarna var að alast upp stór barnahópur og hvert og eitt sýndi að þar var gott mannsefni að vaxa úr grasi. Og foreldrarnir voru góðir og mikilsverðir uppalendur og höfðu skilning á því að í þessum hópi voru að endurnýjast þeirra eigin mannkostir og hæfileikar og einskis mátti láta ófreistað til að hlúa vel að þeim gróðri. Eftirlætistómstundaiðja Karls var hestamennska og átti hann oftast nokkur hross og naut þess að hirða þau, temja og fara í ferðalög langt eða skammt. Einnig hafði hann gaman af að breyta um hross með sölu eða skiptum. Mikið af frítíma hans yfir sumarið fór í að afla heyja handa hestahópnum, sem stund- um var milli tíu og tuttugu talsins. Áður en börn hans fóru að taka til hendi með honum, urðu margir til þess að rétta honum hjálparhönd, því að Karl var vin- margur og mörgum fannst þau handtök vera launuð jafnótt með glaðværð og kátlegum frásögnum af Karls hálfu. Eitthvað af börnum hans og barnabörnum naut þess að verða þátttakendur í þessum leik og starfi og þótti dvöl í Litla-Garði eftirsóknarvert hlutskipti. Nú á sðasta ári og það sem af er þessu bjuggu þau hjónin í góðri íbúð á Dvalarheimilinu Hlíð. Börn þeirra karls og Þórhöllu eru: Halldór deildarstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur- eyri, kona hans er Halla S. Guðmundsdóttir. Steinn Þór bóndi í Fjósatungu, kona hans er Þórunn Jónsdóttir. Katrín hús- móðir á Selfossi, maður hennar er Andrés Valdimarsson sýslu- maður. Ágúst aðstoðarskóla- stjóri Iðnskólans í Reykjavík, kona hans er Svanhildur Álexand- ersdóttir. Anna Halldóra hús- móðir í Reykjavík, maður henn- ar er Björn Áxelsson kaupmað- ur. Ásgrímur bifreiðastjóri á Akureyri, kvæntur Guðlaugu Gunnarsdóttur. Þórhildur hús- móðir á Selfossi, gift Matthíasi Garðarssyni heilbrigðisfulltrúa. Guðmundur mjólkureftirlitsmað- ur á Akureyri, kvæntur Valgerði Sigfúsdóttur. Eitt bama Karls og Þórhöllu, Þórhallur flugmaður, lést í hörmulegu slysi með þyrlu Landhelgisgæslunnar í Jökul- fjörðum árið 1983. Karl andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 6. júní síðastliðinn. Þar er genginn til moldar góður drengur og hans verður vissulega saknað. Hann var litríkur persónuleiki og gædd- ur ýmsum góðum hæfileikum, sem ekki fengu að njóta sín til fulls við þær aðstæður sem urðu hans hlutskipti. Við hjónin send- um öllum ástvinum hans hugheil- ar samúðarkveðjur við fráfall hans. Blessuð sé minning hans. Einar Kristjánsson. Kalli frændi er dáinn. Tíðindin koma ekki á óvart því hann hafði átt við töluverða van- heilsu að stríða síðustu árin. Margs er að minnast frá æskudögum okkar strákanna á Háteigi og krakkanna í Litla- Garði, enda lágu býlin saman hér rétt sunnan við Akureyri. Alltaf var mikið líf og fjör í kring um Kalla og oft vorum við krakkarnir dugleg við að hjálpa til en á Litla-Garði var myndar búskapur í gegnum tíðina og ávallt átti Kalli fjölda hesta og góða. Margar góðar stundir áttum við með honum í Rússajeppan- um þegar við vorum að hjálpa til, eltast við hesta, baða kindurnar eða fara í eða heim úr skóla. Við þökkum allar bílferðimar. Þá var ekkert sjónvarp til að glepja fyrir og aðeins ein rás í útvarpinu en ætíð nóg að gera frá morgni til kvölds í leik og starfi og ávallt beið okkar heitt kakó á hvoru heimilinu sem var, þegar við komum móð og másandi heim. Já, það er vissulega margs að minnast frá þessum glöðu æskudögum en nú hefir leiksviðið breyst. Árin liðu og nú horfum við eftir hinum aldna höfðingja, Karli Ágústssyni frá Litla-Garði. Við vitum að hann þeysir nú um á hvítum gæðingi og fer geyst. Við strákarnir frá Háteigi kveðjum Kalla frænda og þökk- um öll árin er við áttum saman, megi hann hvíla í friði. Eiginkonunni Höllu og frænd- systkinahópnum stóra sendum við samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk. Baldur, Vilhelm, Birgir, Skúli og Eyjólfur Ágústssynir. Kaldbakur hf. Grenivík óskar eftir vönu starfsfólki í snyrtingu og pökkun eigi síðar en nú þegar. Húsnæði er á staðnum. Upplýsingar gefnar í síma 96-33120. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Meistaraskóli verður haldinn skólaárið 1991-1992 ef næg þátttaka fæst. Allir, sem hafa lokið sveinsprófi eftir 1. janúar 1989 verða að Ijúka námi í meistaraskóla til að fá meist- araréttindi. Kennt verður á kvöldin. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Skólameistari Eiginmaður minn, SIGTRYGGUR STEFÁNSSON, byggingarfulltrúi, Norðurbyggð 20, Akureyri, lést þriðjudaginn 11. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Maj-Britt Stefánsson. Útför, STEFÁNS BJÖRNSSONAR, fyrrum bónda á Grund, Svarfaðardal, til heimilis að Skíðabraut 7, Dalvík, verðurgerðfrá Dalvikurkirkju, laugardaginn 15. júní kl. 14.00. Blóm afþökkuð. Líknarstofnanir njóti minningargjafa. Dagbjört Ásgrímsdóttir, Þorsteinn Sv. Stefánsson, Jóhannes Stefánsson, Anna Stefánsdóttir, Björn Stefánsson, Sigurlaug Stefánsdóttir og aðrir vandamenn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.