Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. júlí 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Mjólkurframleiðslan í Eyjafirði: Nokkrir bændur að ljúka við fullvirðisréttirai - ekkert verður greitt umfram 5% tilfærslu frá næsta verðlagsári Nokkrir mjólkurframleiðend- ur í Eyjafirði eru langt komnir að framlciða upp í fullvirðis- Veitustjóra á Húsavík hefur verið falið að gera drög að samningi milli Vatnsveitu Húsavíkur og Vatnsberans hf. Fyrirhugað er að Vatnsberinn fái einkaleyfi til vatnstöku til útflutnings í landi bæjarins. Að sögn Ragnars Jóhanns Jónssonar, eins hluthafanna í rétt þessa verðlagsárs eða bún- ir að því. Bændur fá einungis heimild til þess að framleiða Vatnsberanum, hefur félagið far- ið þess á leit við bæinn að gerður yrði slíkur samningur, um vatns- töku til útflutnings í landi bæjar- ins. Auk þess hafa starfsmenn frá Orkustofnun verið fengnir til að taka sýni úr fjórum lindum innan bæjarmarkanna, og unnið er að allsherjarrannsókn á sýnunum upp í 5% af framleiðslurétti næsta árs að þessu sinni og ekkert verður greitt fyrir með það í huga að vatnið verði nýtt til neyslu. Ekki er að vænta niðurstöðu úr rannsóknunum fyrr en seinni hluta sumars, eða í haust. Vatnsberinn kostar þessar rannsóknir. Ragnar sagði að markaðs- möguleikar fyrir vatnið hefðu verið skoðaðir en þau mál væru á algjöru frumstigi því fyrst hefðu mjólk, sem lögð verður inn umfram það magn. Guðmundur Steindórsson, þeir félagar viljað vita hvernig söluvöru þeir væru með í hönd- unum. „Eg er hóflega bjartsýnn, við erum ekki með nein áform um að fara að draga í land, allavega ekki á þessu stigi. Við teljum að við séum með mjög gott vatn, en málin velta á því hvað kemur út úr hinum ýtarlegu rannsóknum á vatninu," sagði Ragnar. IM ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, sagði að ákveðnar tölur lægju ekki fyrir um fjölda þeirra bænda sem lokið hefðu við að framleiða upp í full- virðisréttinn en ljóst væri að nokkrir bændur væru þegar búnir að því eða væru alveg að ná full- virðisréttarmarkinu. Ákveðið hefur verið að framleiða megi sem nemur 5% af fullvirðisrétti næsta árs en ekkert verður greitt fyrir framleiðslu umfram þá heimild. Guðmundur sagði að lítið væri um sölu á fullvirðisrétti til fram- leiðslu mjólkur í Eyjafirði enn sem komið væri. Hann hefði aðeins heyrt um einn bónda, sem hugsaði sér að hætta kúabúskap og selja framleiðslurétt sinn. Menn gætu þó verið að íhuga sín mál og því erfitt að segja til um hve mikill fullvirðisréttur verði boðinn til sölu með haustinu. ÞI Skagstrendingur hf.: Vatnsberinn á Húsavík: Samið við bæinn um vatnstöku til útflutnings - unnið að rannsóknum á vatninu Um 115 nýir hluthafar Hlutafjárútboöi Skagstrend- ings hf. lauk sl. föstudag. Aö sögnþeirra hjá Fjárfestingafél- agi Islands hf. sem sá um útboðið á hinum almenna markaði, eru eftir hlutabréf að nafnverði um fimm milljóir króna sem samið verður um kaup á við lífeyrissjóði og stærri aðila. Dreifing varð mikil, en lág- marksupphæð var að nafnvirði 20 þús. krónur og hámarkið 300 þús. krónur. Eitthvað var um að einstaklingar keyptu fyrir há- marksupphæð, en þó ekki mikið að sögn þeirra hjá Fjárfestinga- félaginu. Um 45 milljónir af þeim 50 milljónum að nafnvirði sem boðnar voru út í hlutafjárútboð- inu eru því keyptar, en á almenn- an markað fóru 20 milljónir króna sem samsvarar á kaupverði 102 milljónum króna. SBG Þórir Hólmgeirsson og Sabína á góðri stund á Melgerðismelum. Mynd: h.v. Stórkostlegur árangur ungs knapa: Þórir og Sabína heilluðu mótsgesti Á nýafstaðinni héraðssýningu kynbótahrossa á Melgerðis- melum vakti cftirtekt frammi- staða ungs knapa frá Akureyri, Þóris Hólmgeirssonar, þegar hann sýndi hryssuna Sabínu fyrir dómi. Pórir sem er 11 ára er knár knapi. Mjög ungur hóf hann keppni á hestum sem bróðir hans Börkur. Þeir bræður hafa verið mjög áberandi í barna- og ungl- ingaflokkum á mótum hesta- manna og unnið til margra verð- fauna. Börkur, eldri bróðirinn, á hryssuna Sabínu, sem er 10 vetra. Faðir Sabínu er Börkur frá Eyhildarholti og móðirinn er Drífa frá Bólu í Skagafirði. Þar sem eldri bróðirinn og eigandi Sabínu er við tamningar á íslenskum hrossum í Þýskalandi í sumar kom í hlut yngri bróður- ins að sýna merina fyrir kynbóta- dómi. Þóri farnaðist verkið það vel að Sabína fékk ættbók- arfærsluna 8,06. Þegar tölur eru skoðaðar yfir hæfileika Sabínu kemur í Ijós að hún hlaut 9,0 fyrir tölt sem brokk. Fyrir fegurð í reið fékk Sabína 8,5 og aðrar töl- ur stóðu í 8,00 nema fyrir skeið. Fyrir skeið var gefið 5,00 enda er Sabína skeiðlaus með öllu. Árangur Sdbínu og Þóris er stórglæsilegur. Þórir er yngstur knapa á íslandi sem komið hefur hrossi til fyrstu verðlauna fyrir kynbótadómi. ój Fjölbreytt úrval - fallegir litir Tilboð á AEG heimilistækjum AEG hrærivél KM21 með mixer. Verð áður: 10.750 Tilboðsverð: 8-990* AEG brauðrist AT23L Verð áður: 3.100 Tilboðsverð: 2.590* AEG örbylgjuofn 725 750 watt-Snertitakkar Verð áður: 32.000 Tilboðsverð: 26.950* * Staðgreiðsluverð ViÓ höfum OPH) á laugardögum i sumar! Járn- og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.