Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 2. júlí 1991 - DAGUR - 13 Tónlist „Djasshátíð EgUsstaða" fyrsti dagur „Djasshátð Egilsstaða“ er orðinn fastur liður í menningarlífi fjórð- ungsins og er sem óðast að verða slíkt hið sama í hugum jazzáhugamanna um land allt. Hún er haldin í fjórða sinn og stendur í fimm daga. Það er píanistinn (og hljóm- borðsleikarinn) Árni ísleifsson, sem hefur átt veg og vanda af „Djasshátíðum Egilsstaða". Hann hefur lagt mikið verk í undirbúning hverju sinni. Það verk hlýtur sífellt að vera að vaxa og er í raun undur, hve miklu góðu efni Árna tekst að safna saman hverju sinni og hve góðum listamönnum hann hefur á að skipa bæði úr fjórðungnum og ekki síður í þeim mönnum, sem að koma. Svo er líka komið, að frekar er sótst eftir því af hálfu jazzista til dæmis í Reykjavík, að mega vera með, en að eftir þeim þurfi að ganga. „Djasshátíð Egilsstaða" hófst að þessu sinni miðvikudaginn 26. júní. Fyrra atriðið á dagskrá það kvöld var fyrirlestur eða kynning Vernharðs Linnets, þess ákafa áhugamanns og fræðimanns um jazz, á nokkrum höfuðpersónum í sögu jazzins. Vernharður flutti nokkur atriði um hvern mann og lék síðan upptöku með hlutað- Stórsveit Húsavíkur náði upp góðri stemmningu. eigandi listamönnum af mynd- segulbandi. Þessi kynning tókst vel og var fræðandi. Það er skemmtilegt að heyra Vernharð fjalla um jazz. Hann er honum greinilega kær og hann fjölfróður um tónlistina og flytjendur hennar, svo að hann kemst í nokkurn ham, sem hrífur áheyr- endur með. Seinna atriðið á mivikudags- kvöldið var leikur Tríós Árna ísleifs. Tríóið var skipað Árna ísleifssyni á flygil, Jóhanni Axels- syni, sem lék á raflrassa, og Þor- steini Eiríkssyni, trommuleikara. Gestur tríósins var Stefán Stefánsson, saxafónleikari frá Reykjavík. Stefán Stefánsson var glans- númerið í leik tríósins. Reyndar fór hann svolítið stirðlega af stað, svo sem hann þyrfti nokkurn tíma til þess að hita sig upp. Slíkt Hrossastofninn hefur tvöfaldast á 20 árum: „Skipuleggjum beitina og berum á hagana' - segir í áskorun til hestamanna 64 Vinsældir hestamennsku hafa aukist mikið um land allt sem íþrótt og tómstundaiðja. Á undanförnum 20 árum hefur hrossastofninn tvöfaldast og hefur sú fjölgun orðið bæði í dreifbýli og þéttbýli. Hrossin þurfa mikið beitiland og sam- kvæmt heimildum sem Dagur hefur aflað sér, þá er talið að þau nýti a.m.k. jafn mikla beit og allur sauðfjárstofninn í landinu. Nú í gróandanum vilja Landgræðsla ríkisins, Landssamband hestamanna- félaga og Búnaðarfélag Islands vekja athygli hestamanna á nokkrum atriðum sem varða gróðurvernd. „Ef landið er snoðið og sinulít- ið má ætla að það hafi verið ofbeitt í fyrrasumar. Þá þarf að fækka á því eða skipuleggja beit- ina betur og nota tilbúinn áburð á þurrlendi og vel framræstar mýrar. Kjörið er að græða upp mela og önnur gróðursnauð svæði með hrossataði og moði. Með einum rafstreng er víða auð- velt og ódýrt að skipta landinu í hólf sem beitt er til skiptis. Nauð- synlegt er að hvíla mikið beitt land um nokkurra vikna skeið á sprettutímanum,“ segir í upplýs- ingum um beit og beitarþol frá ofangreindum aðilum. Jafnframt er bent á, að ferðir á hestum, bæði í stórum og smáum hópum eru orðnar ríkur þáttur í ferðamennskunni. Fjölmargir kjósa þessa leið til að kynnast náttúru landsins. „Umfram allt þarf að undirbúa ferðirnar vel, kanna reiðleiðir, áningastaði og afla upplýsinga um þjónustu á þeim, svo sem heysölu. Hálendið þolir ekki mikið álag og óráðlegt er að treysta á beit á fjölsóttum áninga- stöðum Nú sem fyrr veita Landgræðsla ríkisins, Landssamband hesta- mannafélaga og Búnaðarfélag íslands fúslega upplýsingar um þessi mál.“ ój er eðlilegt og hið sama átti við um hina hljóðfæraleikarana. Þeg- ar leið á tónlistarflutninginn færðist Stefán allur í aukana og sýndi glæsilega takta í flutningi og túlkun. Hann hafði sem næst fullt vald á hljóðfæri sínu og sólóaði iðulega af snilld, svo sem í lögunum „There Will Never be Another You“, „Call Four“ og „Round Midnight". Jóhann Axelsson studdi dyggi- lega með hóflegri bassalínu, sem reyndar var ekki tilþrifamikil en vel fullnægjandi. Árni ísleifs var öryggið uppmálað á flygilinn í skemmtilega fjölbreyttum rytma og fallegu hljómavali. Hann átti líka sínar góðu stundir í sólóum, svo sem í laginu „Night in Tunisia". Þorsteinn Eiríksson hélt uppi föstum takti á trommurnar. Hon- um hætti reyndar til að nota held- ur harðan og óvæginn áslátt á stundum, svo sem í marklitlum rokum og ekki hvað síst í lokum laga. Þá fór hin alltumlykjandi mögnun, sem því miður er miklu of mikið um hönd höfð, iðulega ilía með trommuleikinn og gerði hann harðan og gjallandi. Sann- ast sagna hljómaði tónlistin best, þegar þessarar inögnunar gætti alls ekki, sem rétt kom fyrir. Tónlistarmenn ættu að íhuga, hvaða skaða inögnunin, þegar hún verður of óvægin, gerir þeim sem skapandi og túlkandi lista- inönnum. Viðar Alfreðsson, flygelhorn- leikari, steig á sviðið með tríóinu og Stefáni . Stefánssyni og lék nokkur lög. Glæsilegur var leikur hans í „Take the A-Train“, þar sem hann fór sannarlega á kost- um og rann Stefán hreinlega af sér, þegar þeir sólóuðust á í ein- um hluta flutningsins. f heildina gott kvöld, eins og heyra mátti á áheyrendum, sem voru talsvert margir, og lofar góðu um framhaldið. Haukur Ágústsson. Rekstrarafkoma Flugleiða batnar verulega á fyrsta ársQórðungi Rekstrarafkoma Flugleiða á fyrsta ársfjórðungi var um 18% betri en á sama tíma í fyrra. Tap félagsins af reglulegri starfsemi fyrstu 3 mánuði var 634 milljónir króna, en var 772 milljónir króna á sama tíma í fyrra, reiknað fram til verðlags 1991. Félagið tapar að jafnaði verulegum upphæðum á þessum tíma árs og verður að vinna það upp vor, sumar og haust. „Þetta gefur okkur góðar vonir um afkomuna á árinu“, segir Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða. „Það er eðli áætlunarflugsins að fyrirtæki sem þjónar markaðinum yfir vetrar- tímann tapar á þeim árstíma og þarf að halda vel á spilunum til að vinna upp tapið vor, sumar og haust." Meginskýringar á batnandi afkomu félagsins eru auknar tekjur á sama tíma og tekist hef- ur að lækka kostnað. Flugleiðir hafa endurnýjað Norður-Atlants- hafsflugflotann frá því í fyrra. Rekstrar- og viðhaldskostnaður er mun lægri en á eldri vélum. Það kemur til góða á gjaldahlið reikningsins. Nýjar vélar á Norður-Atlantshafsleiðum gáfu færi á auknu flugi og félagið bætti við einum viðkomustað í Banda- ríkjunum frá því í fyrra, þegar hafið var flug milli Stokkhólms og Baltimore/Washington. Því varð um hreina farþegaaukningu að ræða í Norður-Átlantshafs- fluginu. Afkoman á fyrsta ársfjórðungi, sem var tíinabil Persaflóaátak- anna, er sérstaklega góð þegar horft er til þess að á sama tíma töpuðu flest önnur félög farþeg- um á sambærilegum leiðum og sýna versnandi afkomu eftir þetta tímabil. Flugleiðir tóku ákvörð- un um að skerða ekki þjónustu á Norður-Atlantshafsflugleiðunum á þessu tímabili og í Evrópuflugi varð aðeins um 10% samdráttur í flugi vegna átakanna. Tekjur Flugleiða á fyrsta árs- fjórðungi voru 2,1 milljarðar króna, en tekjur í fyrra fram- reiknaðar til verðlags í ár voru tæplega 1,9 milljarðar. Gjöldin voru rúmir 2,6 milljarðar króna í ár, sem er 1% lægra en gjöld fyrsta ársfjórðungs í fyrra reikn- uð til verðlags þessa árs. Eignir Flugleiða eru að jafn- virði 19,5 milljarða króna. Þar af Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum eignum: Klifahús, Raufarhöfn, þingl. eigandi Björg Guðmundsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 5. júlí 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Benedikt Ólafsson, hdl. Rimar, Grenivík, þingl. eigandi Grávara hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtudginn 4. júlí 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Sig- ríður Thorlacius, hdl. Verslunarh. KNÞ, Kópaskeri, þingl. eigandi Kaupfélag N-Þingeyinga þ.bú, fer fram á eigninni sjálfri föstu- daginn 5. júlí 1991, kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Sveinn H. Valdimarsson, hrl. Bæjarfógeti Húsavíkur. Sýslumaður í Þingeyjarsýslu. 11 wtm mtm er eigið fé félagsins rúmir 3,7 milljarðar króna, en skuldir rúm- lega 15,7 milljarðar. Eignir eru fyrst og fremst nýjar millilanda- flugvélar, sem hafa verið fjár- inagnaðar að verulegu leyti með erlendum lánum. . ENDURUNNINN PAPPÍR . telefaxpappir . ÁÆTLUNARBLOÐ • ÁÆTLUNARBLOÐ fyrir sumarleyfi • SKÝRSLUBLOKKIR . rissblokkir . SÉRSKORINN PAPPIR . HVERS KYNS sérprentun DAGSPRENT STRANDGÖTU 31 • 600 AKUREYRI SÍMAR 24222 & 24166 Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU S. STEFÁNSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Hlíð. Sigrún Hallfreðsdóttir, Guðný Hailfreðsdóttir, Sævar Magnússon, Ásta Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir flytjum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför, GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR, frá Bergsstöðum. Þóranna Kristjánsdóttir-, Sigrún Guðmundsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.