Dagur


Dagur - 02.07.1991, Qupperneq 16

Dagur - 02.07.1991, Qupperneq 16
Akureyri, þriðjudagur 2. júlí 1991 Kodak ' Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni Jfiesta °Pedíomyndir' Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, simi 23324. „Brúðkaup ársins“ á Norðurlandi fór fram í Sauðárkrókskirkju sl. laugardag þegar knattspyrnukappinn Eyjólfur Sverrisson gekk í það heilaga með Önnu Pálu Gísladóttur. Um tvöfalt brúðkaup var að ræða þar sem söngvarinn góðkunni Kristján Gíslason, bróðir Önnu Pálu, gekk að eiga Hjördísi Jónsdóttur. Á myndinni ganga brúðhjónin ungu frá kirkju, fyrst Eyjólfur og Anna Pála og þá Kristján og Hjördís. Eins og sjá má fengu þau að finna fyrir hrís- grjónaregni vina og kunningja að athöfn lokinni. Síðan var haldið til veislu í félagsheimilið Melsgil hjá Reynistað í Skagafirði. Brúðhjónin voru gefin saman af sr. Hjálmari Jónssyni. Mynd: -bjb Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar í gær: Starfssvið félagsins þrengt frá því sem verið hefur - félagið taki þátt í umræðu um gæðastjórnun og veiti aðilum með ráðgjöf um stofnun nýrra fyrirtækja Bókun bæjarráðs ÓlafsQarðar: Orð bæjarMtrúans um kostnaðarreikninga bæjar- stjóra falli niður dauð og ómerk Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar var haidinn í gær. A fundinum var rætt nokkuð um stefnumörkun fyrir félagið en grundvallaratriði í þeim hugmyndum er að þrengja Álafoss: Beðið eftir svarifrá Landsbankanum Skiptaráðandi og bústjórar þrotabús Álafoss hf. telja að nauðsynlegt sé að fá fram afstöðu veðhafa þrotabúsins sem fyrst til þeirrar spurn- ingar hvort ætlun þeirra sé að leysa veðin til sín. Svar Landsbankans skiptir hér miklu máli, en hann er einn stærsti kröfuhafinn. Kolbeinn Sigurbjörnsson, sem sæti á í starfsmannaráði Áiafoss, segir að tíminn sé dýrmætur, en tilvonandi rekstrarfélag um nýtt ullariðn- aðarfyrirtæki byggist auðvitað á afstöðu stærstu kröfuhaf- anna til hugmyndarinnar. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, skiptaráðandi, segir ljóst að veðhafar verði að skýra afstöðu sína gagnvart búinu sem lyrst, og áhersla verði lögð á að knýja fram svör um þetta atriði. Að sögn Kolbeins er enn tími til að bjarga Rússasamn- ingunum, hann telur að þeir séu ekki í neinni teljandi hættu. Nýlcga var rætt við Sovétmenn, en þeir bíða átekta eftir þróun mála varð- andi Álafoss. EHB starfssvið þess frá því sem ver- ið hefur og að aftur verði horf- ið til þess að Iðnþróunarfélag- ið veiti ráðgjafaþjónustu og upplýsingar fyrir þá aðila sem hug hafa á stofnun og rekstri nýrra fyrirtækja. „Hér eru tveir starfsmenn og við ætlum ekki að vera með fleiri starfsmenn í þessum almennu verkefnum. Ef við fáum hins veg- ar fjármagn og tækifæri til að ráð- ast í sérverkefni þá getur verið að við ráðum tímabundið fleiri starfsmenn,“ sagði Ásgeir Magn- ússon, framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélagsins, að afloknum aðalfundinum í gær. „Við ætlum ekki að teygja okkur út yfir allt svið atvinnulífs- ins, ætlum ekki að sinna öllum þáttum atvinnulífsins á öllum forsendum því þá verður lítið úr verki. Ætlunin er því frekar sú að færri verkefni verði tekin fyrir í einu,“ sagði Ásgeir. Einnig segir hann að Iðnþró- unarfélagið hyggist taka þátt í umræðum um gæðastjórnun og að félagið reyni að verða að liði þeim starfandi fyrirtækjum sem hafa í hyggju að nota gæðastjórn- un til bættrar afkomu. „Þá ætlum við líka að fara í gang með verkefni fyrir þá sem vilja fara af stað með atvinnu- rekstur og hafa góðar hugmynd- ir. í stað þess að Iðnþróunarfé- lagið geri allt sjálft viljum við vinna ineð viðkomandi aðilum og undir þetta geta líka fallið nýjar framleiðsluhugmyndir hjá þegar starfandi fyrirtækjum. Pað er miklu betra að svona lagað fari á hausinn á skrifborðinu heldur en slíkt gerist þegar búið er að leggja allt undir. Svona viljum við reyna að vinna,“ sagði Ás- geir. Á aðalfundinum í gær urðu litl- ar breytingar á stjórn Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi for- maður stjórnar, fór nú út úr stjórninn og sem fulltrúi Dalvík- urbæjar kom Gunnar Aðal- björnsson inn. Pá óskaði Ólafs- fjarðarbær eftir fresti til að til- nefna sinn fulltrúa en bæjarráð hefur ekki komið sér saman um tilnefningu hans og fer málið fyrir bæjarstjórn. Aðrar breytingar urðu ekki á stjórn IFE í gær. JÓH Félagsmálaráðuneytið hafnaði sl. föstudag þeim hugmyndum Sjálfstæðisflokksins í Ólafs- flrði að boða fulltrúa úr sætum 8-14 á framboðslista við síð- ustu kosningar til setu í bæjar- stjórn nú þegar þrír aðalfull- trúar flokksins hyggjast taka sér frí til næstu áramóta. Ákveðið hefur verið að boða fulltrúa í sætum 5-7 til setu í bæjarstjórninni, þ.e. þau Guðrúnu Jónsdóttur, Hauk Sigurðsson og Önnu Maríu Elíasdóttur. Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, segir að samkvæmt svari félagsmálaráðu- neytisins sé ekki heimilt í þessu tilviki að beita undanþágu-' ákvæðum í lögum frá þeirri almennu reglu að fyrstu vara- menn á framboðslista taki sæti ef aðalmenn víkja. Síðdegis í gær var bæjarráðs- fundur í Ólafsfirði þar sem ákveðið var að boða til bæjar- stjórnarfundar á <morgun en bæjarstjórnarfundi hefur nú í tvígang veriö frestað í kjölfar deilna í meirihlutaflokki Sjálf- stæðisflokksins. Fyrir bæjarráðs- fundinn í gær sagðist Björn Valur Gíslason, oddamaður minnihlut- ans, ekki fallast á frekari frestun bæjarstjórnarfundar en orðin væri nema ef væri til vegna mynd- unar á nýjum meirihluta. Eigi bæjarmálin að ganga svona áfram sé ekki um annað að ræða en fela félagsmálaráðuneytinu að greiða úr hnútnum. Óskar Pór Sigurbjörnsson sagði eftir bæjarráðsfundinn að á bæjarstjórnarfundinn á morgun mundu varamenn í 5.-7. sæti á lista Sjálfstæðismanna mæta nema gild rök lægju fyrir fjarveru en annars næstu varmenn í réttri röð. Óskar sagði að allt tal um samstarf hans við núverandi minnihluta um meirahlutasam- starf væri ekki á dagskrá. Á bæjarráðsfundinum voru einnig til umræðu kostnaðar- reikningar Bjarna Grímssonar bæjarstjóra. Skoðunarmenn og löggiltur endurskoðandi Ólafs- fjarðarbæjar höfðu fyrir fundinn farið yfir kostnaðarreikningana og það var síðan samhljóða bók- un bæjarráðs og skoðunarmanna að ekkert væri við þá reikninga að athuga. Bókunin varsvohljóð- andi: „Ljóst er að Sigurður Björnsson bæjarfulltrúi telur sig ekki geta staðið við þau orð sem hann viðhafði á bæjarráðsfundi varðandi kostnaðarreikninga bæjarstjóra. í ljósi þess telur bæjarráð að orð Sigurðar Björns- sonar fáist ekki staðist og hljóti þau því að falla niður dauð og ómerk". JÓH/GG Norðurland vestra: Fyrri slætti lokið á sumum bæjum Fyrri slætti er að Ijúka á sum- um bæjum á Norðurlandi vestra, en á öðrum bæjum er lítið byrjað að slá vegna þess Alda af umferðar- óhöppum í Skagafírði - ekið á mann á Vatnsskarði Mikið var um umferðaróhöpp í Skagaflrði um síðustu helgi. Fjórar bílveltur urðu, einn harður árekstur og ekið var á mann á Vatnsskarði. Að sögn lögreglu voru meiðsl ótrúlega lítil miðað við það að bílar skemmdust mikið. Prjár bílveltur urðu fyrir utan Hofsós á vegarkafla sein nýbúið er að setja á harpað efni. Bíll, sem í voru fimm ungmenni, lenti útaf hjá bænum Vatni í Sléttuhlíð og fór tvær veltur en þau sem í honum voru sluppu að mestu leyti við meiðsl. Einnig lentu bíi- ar útaf við bæina Höfða og Tjarn- ir en þar urðu heldur ekki nein teljandi meiðsl á fólki. Einn bíll valt síðan skammt frá bænum Marbæli í Seyluhreppi án þess að fólk slasaðist alvarlega. Aðfaranótt sunnudags var ekið á mann þar sem hann hugð- ist létta á sér á veginum yfir Vatnsskarð. Skömmu eftir að hann var stiginn út úr bifreiðinni sem hann var farþegi í ætlar bíll fram úr en lendir þá á manninum sem var að koma af dansleik í Miðgarði. Hann lenti upp á bíln- um og á framrúöunni svo hún brotnaði. Farið var með manninn á sjúkrahúsið á Sauðárkróki, en að sögn lögreglu slapp hann ótrúlega vel, en liggur samt enn á sjúkrahúsinu. Harður árekstur varð síðan á Sauðárkróki við framúrakstur á Aðalgötunni. Þar skemmdust bíl- ar mikið, meiðsl voru lítil. SBG hve lítið hefur sprottið í vætu- leysi síðustu vikna. Sverrir Magnússon, bóndi að Efri-Ás í Hjaltadal, lauk fyrri slætti sl. laugardag og segist hann sjaldan hafa vitað betri hey- skapartíð. „Sprettan var í meðallagi og svipað heymagn og eftir fyrri slátt í fyrra. Eg þakka það aðallega því að ég bar á svo snemma eða í byrjun maímánaðar. Einnig ber ég á í tvennu lagi, fyrst svona þrjá poka á hektarann og síðan afganginn þegar sprettan er kom- in af stað, og virðist mér það koma vel út. í fyrra lukum við fyrri slætti þann 3. júlí og héldum að varla væri liægt að gera betur, en það varð þó þetta árið, en ég byrjaði að slá þann 16. júní,“ sagði Sverrir en túnin að Efri-Ási eru unt 40 hektarar að stærð. Ástandið er þó ekki svona gott alls staðar og þurrkurinn að gera út af við marga. Aðallega kemur hann illa niður á þeim sem náðu ekki að bera nógu snemma á tún sín, en hjá þeim hefur áburður- inn ekki náð að virka að neinu ráði ennþá. Dögg næturinnar er eini rakinn sem jarðvegurinn hef- ur fengið frá náttúrunni í langan tíma og bændur því orðnir lang- eygðir eftir regni þó sólbaðsdýrk- endur kunni sér ekki læti. SBG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.