Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júlí 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Dauði atvinnulífsins Meiri blikur eru nú á lofti yfir atvinnulífi landsmanna en verið hafa um langan tíma. Mörg atvinnufyrirtæki eru nánast á grafarbakkanum og líkur benda til að bráðum verði heilu atvinnugreinarnar að minningum einum saman. Með gjaldþroti Álafoss hf. er saga ullar- iðnaðarins líkast til á enda runnin þrátt fyrir tal manna um að lítil en framsækin fyrirtæki á sviði ullarvinnslu komi fram á sjónarsviðið þegar mokað hefur verið yfir rústir þess sem var. Fiskeldið virðist einnig hafa runn- ið sitt skeið á enda og eftir standa steinsteypt ker og stokkar á ströndum landsins og molna niður eins og gömlu bræðsluverksmiðjurnar forðum. Nú virðast sömu örlög bíða Síldarverksmiðja ríkisins og litlu mun breyta þótt hlutafélög verði mynduð um rekstur þeirra. Rækjuvinnslan á í verulegum erfiðleikum og á þessari stundu er erfitt að segja til um framtíð hennar. íslenskur skipaiðnaður er í andarslitrunum og með öllu óvíst hvort hann á eftir að ná sér á strik í framtíð- inni. Þessi upptalning er þó aðeins hluti af þeim vanda er nú steðjar að íslensku atvinnulífi að ógleymdum þeim áhrifum sem hrun stórra atvinnufyrirtækja, að ekki sé talað um atvinnugreina, hefur á allt atvinnu- og viðskiptalíf í landinu. Ríkisstjórn íslands hefur, að því er virðist, ákveðið að láta þessa þróun afskiptalausa. Ráðamenn þjóðar- innar sitja með hendur í skauti og vösum á meðan framleiðslumöguleikar þverra og fólk sér atvinnu sína og lífsbjörg hverfa út í tómið. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerði málefni atvinnulífsins að umræðuefni á hádegisverð- arfundi, sem hann boðaði til í Reykjavík síðastliðinn föstudag. í framsögu á fundinum sagði hann meðal annars að afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar þýði í raun ekkert annað en dauðadóm yfir atvinnulífi lands- manna. Hann kvað ríkisvaldinu bera skylda til þess að fara mildandi höndum um atvinnustarfsemina, vegna þess sveiflukennda ástands, sem einkennir íslenskt efnahagslíf. Steingrímur ræddi málefni ýmissa atvinnu- greina og sagði að fyrirtæki blómstri ekki nema að einstaklingarnir, sem að þeim stæðu væru sterkir. Hann sagði að einnig þyrfti að skapa mönnum skilyrði til þess að nýta framtak sitt og draga úr hættu á sveifl- um og óvissu. Hann sagði ennfremur að laga yrði vestræn- ar hugmyndir að íslensku efnahagslífi og þjóðfélagi, sem væri í grundvallaratriðum öðruvísi en í hinum iðn- væddu ríkjum Evrópu þar sem við værum langtum háðari einum atvinnuvegi en nokkur önnur þjóð í álf- unni. Steingrímur minnti á að allar ríkisstjórnir hefðu haft afskipti af nýsköpun í atvinnulífinu á einn eða annan máta til þess að breikka grundvöll þess og draga úr einhæfni. Núverandi ríkisstjórn virðist trúa því að á rústum gjaldþrota atvinnufyrirtækja og brostinna framtíðar- vona muni rísa sá kraftur, djörfung og dugur, sem' íslensku atvinnulífi er nauðsynlegur um þessar mundir. Þótt erfiðleikar geti eflt menn við ýmsar aðstæður eru því miður engar vonir til þess að sú stefna afskiptaleysis, sem nú er fylgt, nái að efla þjóð- ina til átaka. Ef atvinnulíf landsmanna fær smám sam- an að deyja út án þess að ráðamann þjóðarinnar geri neina tilraun til þess að spyrna á móti mun taka lang- an tíma að byggja það upp á nýjan leik. ÞI Ný hafnarvog á Dalvík: Sauitengdur tölvuhugbúnaður til að íylgjast með allri fisklöndun Ný hafnarvog verður tekin í notkun við Dalvíkurhöfn í sumar. Gamla vogin sem aðeins var um 7 metra löng var bæði orðin slitin og ekki nógu löng, en sú sem sett verður upp er 18 metra löng og verður beintengd tölvuneti Sjávarút- vegsráðuneytisins. Oll vigtun á lönduðum fiski verður færð í tölvu en íslensku hafnirnar eru nú sem óðast að samtengjast í tölvuhugbúnaði sem ber heitið „Lóðsinn" og eiga allar hafnir að hafa tengst kerfinu I. september í haust. Á meðan á uppsetningu nýju vogarinnar stendur mun vigtun á öllum fj,ski um Dalvíkurhöfn fara fram á færanlegri vog, svokall- aðri úrtaksvog, en á henni er hægt að vigta fiskikör en ekki vörubifreiðar. Þær verða að leita í nágrannabyggðarlög meðan þetta ástand varir. Hafnarvogin mun kosta um 3 milljónir króna með uppsetning- arkostnaði. GG DAGIIR Akurevri S 96-24222 Norðlenskt dagblað Lesendahornið „Vilja Akureyringar virkilega að hér verði hýstir geðsjúkir afl)rotamemi“ Kona á Akureyri hringdi: „Hefur fólk á Akureyri virki- lega áhuga á því að hér verði staðsett réttargeðdeild? Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað hér er um að ræða. Ætli renni ekki tvær grímur á fólk ef Svarvið lesendabréfi: staðgreiðsluafslátt Vegna lesendabréfs í DEGI sl. föstudag þar sem kaupmenn eru hvattir til að veita við- skiptamönnum 5% stað- greiðsluafslátt vill framkvæmda- stjóri Matvörumarkaðarins taka það fram að síðan 1. febrúar sl. hefur verið veittur 5% afsláttur vegna staðgreiðslu á allri pakka- vöru í versluninni en ekki kjöt- vöru. GG Hættuleg gatnamót Ibúi á Eyrinni spyr: Á gatnamótum Eiðvallagötu og Norðurgötu er bílum mjög gjarnan lagt bæði sunnan og norðan við alveg á hornið. Bílstjórar þurfa að aka inn í miðja götu til þess að sjá hvort umferð fari um götuna. Vill lög- reglan ekki koma á staðinn áður en þarna verður óhapp? það býr skyndilega í næsta húsi við geðsjúka afbrotamenn jafn- vel þótt heita eigi að viðkomandi sé lokaður inni? Flestir þessara afbrotamanna koma frá Reykjavík. Getur borg- in ekki séð um sitt fólk? Ég ætla að vona að fleiri tjái sig um þetta mál. Yfirmaður geðdeildar FSA taldi þetta mjög eftirsóknarvert en taldi að viðbrögð íbúa gætu orðið mjög hörð. ÍSLENSKA ALFRÆÐI ORÐABÖKIN skylduskil prentskil: lögbundin afhending eins eða fleiri eintaka af öllu útgefnu efni, þ.e. hvers kyns prentmáli, tón- og talupp- tökum, nótum, kortum og mynd- efni, til hins opinbera. s tii Kon- unglega bókasafnsins í Khöfn voru tekin upp á ísl. 1662 en fyrstu lög um s á Isl. eru frá 1886. Núgildandi lög eru frá 1977 og kveða á um að skylt sé að skila fjórum eintökum ailra prent- gripa en þremur eintökum af tón- og talupptökum. Skilaskylda hvílir á fjölföldunaraðila og útgef- anda. Tvö eintök eru varðveitt í Landsbókasafni íslands, eitt í Há- skólabókasafni (nema af hljóm- plötum o.þ.h.) og eitt í Amts- bókasafninu á Akureyri. Örlygsstaóabardagi Örlygs- staðafundur: stórorrusta á fsl. 21. ág. 1238; háður við gerðið Ör- lygsstaði f Blönduhlíð (Skag). í O sameinuðust lið Ásbirninga og Haukdæla, undir forustu Kol- beins unga og Gissurar Þorvalds- sonar, gegn liði Sturlu Sighvats- sonar. Sturla hafði með liðveislu föður sfns hrakið Kolbein úr Skagaf. en hann sneri aftur með Gissur og nær 1700 menn og kom dreifðu liði Sturlu að óvörum. Þeir gátu því lítið víg- búist og margir flýðu. Þeir sem vörðust voru gersigraðir. í Ö féllu Sturla, þrír bræður hans og Sighvatur faðir þeirra, auk 44 manna úr liði þeirra. Gissur missti sjö menn en Kolbeinn engan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.